Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 25 Forstöðumaður markaðsmála Rafmagnsveitu Reykjavíkur: Krystyna Cort- es í Kirkjuhvoli KRYSTYNA Cortes píanóleikari heldur síðari EPTA-tónleika sína í Kirkjuhvoli, Garðabæ á morg- un, sunnudaginn 1. mars kl. 17.00. Krystyna Cortes er fædd í Eng- landi og er af ensk-pólskum ættum. Um tíu ára skeið stundaði hún nám við Watford School of Music með Jean Merlow sem aðalkennara. Eft- ir að hafa unnið til námstyrks við Royal Academy of Music í London stundaði hún þar nám í fjögur ár hjá Max Pirani og lauk þaðan ein- leikaraprófi, LRAM, með hæsta vitnisburði. Á efnisskrá Krystynu eru sónata í d-dúr eftir Haydn, „Appassionata“ Beethovens, Klavierstúcke op. 118 eftir Brahms og Improvisations um ungversk þjóðlög eftir Bartók. (Úr fréttatilkynningu) Stór kaupandi borgar oft- ast minna en smánotandi Eitt atriði úr leikverki Leiklistarskólans Úlfar, froskar og litlar stelp- ur. Leiklistarskólinn sýnir barnaleikrit ÞRIÐJI bekkur Leiklistarskóla íslands hefur á undaförnum mánuðum unnið að barnaleikriti undir stjórn og leiðsögn Árna Péturs Guðjónssonar og Silvíu von Kospth. Leikritið hefur hlot- ið nafnið “Ulfar, froskar og litlar stelpur“ en það er spunaverkefni unnið í samráði leikstjóra og bekkjarins fyrir aldurshópinn 8-12 ára. Leikritið fjallar um nokkra krakka sem ákveða að setja upp Rauðhettu ævintýrið með prinsum og prinsessum svo að allir geti feng- ið að vera með. Leikurinn berst um allan skóginn og oft er ansi frjáls- lega farið með ævintýrið þegar fer að hitna í kolunum. Sýningar fyrir almenning verða í dag, laugardaginn 29. feb. og á morgun, sunnudaginn 1. mars kl. 13.00 og 15.00 báða dagana. Leik- ritið er sýnt í Lindarbæ við Lindar- götu. (Úr fréttatilkynningu) grein formanns FÍI að hans út- reikningur er miðaður við hækkun umfram framfærsluvísitölu. Þorleifur segir ekki rétt að raf- orka skv. almennum taxta Raf- magnsveitunnar frá jan. 1988 til des. 1991 hafi lækkað um 8%. Segir hann að sé miðað við bygg- ingamsitölu hafi lækkunin verið 10,5% fyrir heimilisnotanda en 11,2% fyrir meðalstóran notanda. Sé lækkunin skoðuð fyrir tímabilið frá jan. 1988 til jan. 1992 hafi hún verið 12,5% fyrir heimili og 13,5% fyrir stærri notendur. Að sögn Þorleifs er aftur á móti rétt að um 220 fyrirtæki og stofnanir á orkuveitusvæði Raf- magnsveitunnar séu á afltaxta en það séu um 3% af notendum. „Þessir aðilar keyptu árið 1991 um 32% af heildarorkusölu Raf- magnsveitunnar, en tekjur af þess- ari sölu eru 24,5% af heildarsölu- tekjum. Meðalverð árið 1991 hjá þessum aðilum var 4,67 krónur kílóvattstundin en hjá notendum samkvæmt almennum taxta 6,85 krónur. Orkuverð notanda sam- kvæmt almennum taxta var því að meðaltali um 47% hærra en hjá notanda samkvæmt afltaxta,“ sagði Þorleifur. Hann gat þess einnig að orku- sala samkvæmt almennum taxta til fyrirtækja og opinberra aðila væri um 22,6% af heildarorkusölu Rafmagnsveitunnar og sagði að orkuverð til þeirra hefði lækkað. Sagði hann einnig að stjórnendur Rafmagnsveitunnar hefðu átt við- . ræður við forystumenn í FÍI um þessi mál og að Rafmagnsveitan hefði aldrei dregið dul á að breyt- ingar hefðu átt sér stað á orku- verðinu en sagði að þær upplýsing- ar sem fram kæmu greininni í blaði iðnrekenda væru ekki réttar. Krystyna Cortes. ÞORLEIFUR Finnsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Rafmagn- sveitu Reykjavíkur, segir að þær upplýsingar um raforkuverð sem fram komu í grein forinanns Félags íslenskra iðnrekenda í blaði félagsins Á döfinni, sem greint var frá í frétt Morgunblaðsins í gær séu rangar að talsverðu leyti. Þorleifur segir rangt að stórir raforkukaupendur borgi meira fyrir orkuna en smánotendur. „I nær öllum tilfellum borgar stór notandi minna fyrir orkuna en smánotandi. Það er einungis hjá afbrigðilegum notendum, þar sem mikil raforkunotkun fer fram á stuttu tímabili, að orkuverð getur orðið hærra samkvæmt afltaxta en samkvæmt almennum taxta. Slíkir notendur eru innan við 10 af 67 þúsund notendum Rafmagn- sveitunnar," segir Þorleifur. Hann sagði einnig rangt að raf- orka skv. afltaxta Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá janúar 1988 til desember 1991 hafi hækkað um 22%. Sé miðað við byggingarvísi- tölu sé hækkunin á þessu tímabili fyrir meðalnotanda skv. afltaxta 16,5% en hækkunin frá janúar 1988 til janúar 1992 hafi hins vegar verið 21,8%. fram kemur í Sigurður Þórir við eitt verka sinna. Sigurður Þórir opn- ar málverkasýningu SIGURÐUR Þórir listmálari opnar málverkasýningu í Norræna húsinu, i dag, laugardaginn 29. febrúar nk. Síðast dvaldi Sigurður í Evrópu, lengst af í London þar sem hann kynnti sér nýja evr- ópska strauma í heimi myndlistarinnar, verk gömlu meistaranna og er uppistaðan í sýningunni að þessu sinni afrakstur dvalarinnar. Þetta er ellefta sýning lista- mannsins í Reykjavík og eru fiest verkin á sýningunni olíumálverk, en auk þess teikningar, Indian Ink og Gvass. Sigurður Þórir er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lagði stund á myndlistarnám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands frá 1968-1970. Hann var við fram- haldsnám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn árin 1974 til 1978 undir leiðsögn Dan Sterup- Hansen, prófessors. Síðasta sýn- ing Sigurðar var í Listasal ASÍ 1990 en fyrir utan fjölmargar málverkasýningar i Reykjavík hef- ur hann sýnt þrisvar sinnum í Kaupmannahöfn og í Færeyjum árið 1977. Hann hefur auk þess tekið þátt í íjölmörgum samsýn- ingum hérlendis og erlendis. Sig- urður Þórir, sem er í hópi afkasta- mikilla íslenskra listamanna, hefur lengst af verið virkur þátttakandir í félagsmálum myndlistarmanna og setið í stjórn SIM. (Úr fréttatilkynningu). ^’aromazon nuddmeðferðin Ótrúlega þægileg meðhöndlun sem eykur sogæðaflæðið, blóðstreymið (og þar með súrefnisflutninginn). Losar stíflur og uppsöfnuð eiturefni. Styrkir húðina.lagar línurnar og eykur vellíðan. Notaðar eru virkar ilmolíur og AROMAZONE krem. Láttu þér líða betur nátíc andiits- brjóst- og líkams- meðferð. Nýjar neglur Gæði í sérflokki. Eðlilegar.sterkar og léttar með náttúrulegum gljáa. ■ Andlitsböð * Húðhreinsun ■ Vaxmeðferð §g Förðun ■ Fótaaðgerðir ■ Litun Handsnyrting ■ Kínverskt nudd Slökunarnudd K Svæðanudd ■ íþróttanudd ■ Vöðvabólgunudd TILBOÐSPAKKAR Verið velkomin. Opið virka daga frá 9-7 einnig laugardaga. SNYRTI- OG NUDDSTOFAN ParadIs Laugarnesvegi 82 Sími31330 Guðbjörg Torfad. Shen Wenjin (Anna) Zhu yi (Linda) Sigrún Kristjánsd. Sæunn Sævarsd. Lóa Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.