Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 53
i MA0ÍJH3M M íl'IDÁ([J!A!)MÁ.I friffÁJHV! jnjfuM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 53 íslensk hönnun og verkkunnátta frá Rafni Ben. Rafnssyni: NÝLEGA voru birtar niðurstöður úr könnun meðal danskra húsgagna- og innréttingaframleiðenda um helstu ástæður fyrir velgengni þar- lendra fyrirtækja. Danskir framleið- endur voru sammála um að ein aðal- ástæðan væri sú staðreynd að þeir byggju við mjög JÁKVÆÐAN en um leið kröfuharðan heimamarkað. Danskir kaupendur legðu metnað sinn í að kaupa danskar vörur væru þær á boðstólum. íslenskir húsgagna- og innrétt- ingaframleiðendur hafa búið við Hvar er barnið þitt að leika sér? fulla samkeppni við erlenda fram- leiðslu um langt árabil. Framleiðend- ur hafa aðlagað sig að þessum að- stæðum með sameiningu fyrirtækja, almennri hagræðingu og ekki síst aukinni samvinnu sín á milli og við erlenda íhlutaframleiðendur. Þá er ónefndur sá þáttur, sem skilað hefur fyrirtækjum hvað mestum árangri, en það er samvinna þeirra við arki- tekta og hönnuði í vöruþróun og nýhönnun. Aðgerðir stjómvalda í atvinnu- málum á íslandi hafa reynst útflutn- ings- og samkeppnisiðnaði mjög þungbærar. Þetta hefur orsakað að iðnaður, sem byggir á íslensku hrá- efni, er annaðhvort gjaldþrota eða á leiðinni í gjaldþrot. Húsgagna- og innréttingafram- leiðendur flytja inn sitt hráefni og geta því aðlagað sig að síversnandi rekstrarskilyrðum með aukinni sam- vinnu við erlenda íhlutaframleiðend- ur. Með þessu er hægt að halda áfram vöruþróun og nýhönnun þann- ig að íslensk hönnun leggist ekki af og við endum allir sem umboðs- menn og töskuheildsalar fyrir er- lenda hönnun og vörur. Viðhorf íslenskra arkitekta, sem ráðgefandi aðili við kaup á húsgögn- um og innréttingum, skiptir veru- legu máli þegar við veltum fyrir okkur þeirri þróun, sem nefnd hefur verið hér að ofan. Með jákvæðu við- horfí kaupenda og arkitekta til ís- lenskrar hönnunar og íslensks iðnað- ar er hægt að byggja upp öflug fýrir- tæki þar sem nýhönnun og vöruþró- un gegnir iykilhlutverki. Jákvæður heimamarkaður skapar þau skilyrði, sem íslenskir hönnuðir og framleið- endur þurfa til þess að flytja út ís- lenskt hugvit og verkþekkingu. Félag húsgagna- og innanhúss- arkitekta stendur fyrir hönnunar- sýningu í Perlunni 27. febrúar til 8. mars. Þar munu 32 félagsmenn sýna allt það nýjasta, sem er að gerast í íslenskri hönnun. Þetta framtak er mjög lofsvert og virkar sem eilítið ljós nú á tímum mikillar svartsýni. Það er von okkar að sem flestir sýni þessu hagsmunamáli hönnuða, framleiðenda og starfsfólks í hús- gagnaiðnaði áhuga. Með jákvæðu viðhorfi og samhentu átaki erum við þess fullvissir að íslenskur hús- gagna- og innréttingaiðnaður getur lagt sitt af mörkum í öflun gjaldey- ristekna og í verðmætasköpun fyrir íslenskt þjóðfélag. RAFN BEN. RAFNSSON Formaður Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Suðurlandsbraut 27 Reykjavík VELVAKANDI OFNOTUÐ ORÐ Ellen Stefánsdóttir: ÉG VIL taka undir með þeim sem bent hafa á að orðið niðurskurður er ofnotað. Upphafleg merking þess er að skera niður bústofn og maður sér fyrir sér menn með hnífana blikandi á lofti. Mætti ekki tala um skerðingu í staðinn? Eins finnst mér að orðalagið að eitthvað sé í burðarliðnum sé ofnotað. Flestir vita sjálfsagt hvað það merkir. Það er hægt að tala um að eitthvað sé í undirbúningi, komið á fremsta hlunn, sé væntan- legt o. s. frv. SELNINGUR Pétur Pétursson: ÞAÐ ER misskilningur hjá Þor- leifí Kr. Guðlaugssyni að nafnið selningur hafi ekki fyrr og síðar verið notað um sendling. í ritgerð um fugla fjallar Jónas Hallgríms- son t.d. um selningakyn og kallar selninginn einnig fjallafælu og fjölmóður. í Orðsifjabókinni segir um selning: selningur; sérstakur fugl, staðbundin framburðarmynd af sendlingur. GÓÐ ÞJÓNUSTA Hanna Þ. Svavarsdóttir: ÉG VIL þakka fyrir lipra og góða þjónustu hjá skreytingadömunni í Blómastofunni í Kringlunni, Þjón- ustan hjá henni er alveg sérstak- lega góð. GÓÐ FYRIR- GREIÐSLA Bergþóra Bergþórsdóttir: ÉG VIL þakka Flugleiðum fyrir ákaflega góða fyrirgreiðslu. Fyrir skömmu urðum við, hópur skíða- fólks, strandaglópar í Saltzburg. Végna mikillar umferðar á vegun- um í Austumki náðum við ekki á flugvöllinn í tæka tíð enda tók ferðin frá skíðasvæðinu fimm tíma. Flugvélin var því farin þegar við komum enda átti hún að koma við annars staðar áður en haldið var heim og því ekki hægt að láta hana bíða. Flugleiðir buðu okkur öllum í mat á flugvellinum en sendu okkur siðan til Frankfurt. Þar var okkur komið fyrir á hót- eli en síðan vorum við send heim daginn eftir í gegn um Kaup- mannahöfn. Þetta gerðu Flugleiðir allt á sinn kostnað en þó var töfin sem við urðum fyrir engan veginn þeirra sök. Ég vil þakka Flugleið- um fyrir góða fyrirgreiðslu. LJÓT ORÐ Skúli Einarsson: ÉG VAR að hlusta á þáttinn Á landsímanum hjá Bylgunni fyrir skömmu. Þar talaði Regína frá Selfossi og hafði mjög ljót orð Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þarna var um slíkan munnsöfnuð að ræða að undarlegt var að heyra slíkt í útvarpi, sama hvort þau hefðu verið höfð um forsætisráð- herra eða einhvern annan. Bylgju- menn ættu ekki að hleypa fólki sem ekki kann mannasiði í símann hjá sér. HRADLESTRARNÁMSKEIÐ...mei óbyrgi! ★ Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? ★ Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? ★ Vilt þú lesa meira af góðum bókum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrar- námskeið sem hefst fimmtudaginn 5. mars nk. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og flest önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLINN | |?r | ■ GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF V3EV £? i**™™ LANDSBJÖRG Dósakúlur um allan bæ. HUSGAGNAUTSAIA Sfiistu lagai ftsWaaaai Bjóðum örfá svört leðursófasett 3+2+1 á aðeins kr. 169.000,- stgr. Hornsófar klæddir leðri, leðurlíki eða áklæði. OpiD í dag, laugarúag, frá kl. 10 til 16. ARMULA 8 - SIMAR 812275 og 685375 VfSA* raðgreiðslur STEINAR WAAGE SKOVERSLUN VETRARTILBOÐ á kuldaskóm Verd kr. 3.995,- Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519. Kringlunni, sími 689212. • * i Litur. Brúnn Stærðir: 36-41 Sóli: Grófur og stamur Framleiðsluland: Spánn Ath.: Nýkomin sending af fótlagainniskóm frá Táp, Óla-skóm og Rohde. Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.