Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992
Hæstiréttur:
Mildaður dómur yfir
manni sem veittist að
konu sinni með hamri
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 61 árs gamlan mann til 9 mánaða fang-
elsisvistar, þar af 6 mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa veist að
sofandi konu sinni vopnaður hamri, barið hana í höfuðið og haldið
plastpoka fyrir vitum hennar. í sakadómi hafði maðurinn verið
dæmdur til 18 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir þetta.
Við afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins kemur 79 daga
gæsluvarðhald og frelsissvipting sem maðurinn sætti meðan á rann-
sókn málsins stóð.
Atburður þessi átti sér stað í
júnímánuði síðastliðnum þegar fjöl-
skylda mannsins taldi hann vera í
Amsterdam en hann hafði keypt sér
undir fölsku nafni flugfarmiða það-
an og út aftur. Kona hans vaknaði
við það að hann veittist að henni
um miðja nótt með fyrrgreindum
hætti. Hún hlaut minniháttar
áverka við árásina.
Maðurinn var ákærður fyrir til-
raun til manndráps en neitaði frá
upphafí að hann hefði ætlað að
verða konunni að bana. Hann gaf
þá skýringu á athæfi sínu að konan
hefði verið leiðinleg við hann undan-
farna mánuði og hann hefði viljað
hrekkja hana.
Hann var því sýknaður af ákæru
um tilraun til manndráps bæði í
héraði og Hæstarétti en sakfelldur
fyrir stórfellda og hættulega lík-
amsárás. í niðurstöðum Hæstarétt-
ar segir: „Ákæruvaidið byggir
málssókn sína að verulegu leyti á
því, að framferði ákærða síðustu
dægur fyrir hinn umrædda atburð
bendi eindregið til þess, að aðalefni
ákæru sé á rökum reist. Á þetta
verður ekki fallist. Þegar frásögn
ákærða er virt svo og afleiðingar
verknaðarins, verður að telja ósann-
að, að ásetningur ákærða hafí verið
sá að bana konunni.“
í sakadómi hafði 18 mánaða
fangelsi verið talin hæfíleg refsing
en Hæstiréttur taldi 9 mánaða
fangelsi hæfílegt. í niðurstöðum
Sjóprófum vegna
Krossness lolað:
Líklegt að
sjór hafi
komist í lest
SJÓPRÓFUM vegna Kross-
nesslyssins er nú lokið en
ekkert kom fram við vitna-
leiðslur sem skýrt gæti af
hverju togarinn sökk. Skip-
stjórinn, Hafsteinn Garðars-
son, setti fram þá tilgátu að
líklegast væri að sjór hefði
komist í lestina án þess að
hann gæti sagt um með hvaða
hætti það hefði gerst. Daði
Jóhannesson, fulltrúi sýslu-
mannsins í Snæfells- og
Hnappadalssýslu, sem stjórn-
aði sjóprófum, segir að hér
sé aðeins um tilgátu að ræða
og í raun hafi ekkert nýtt
komið fram við vitnaleiðslur.
Sjóprófín voru haldin á
Grundarfírði að viðstöddum
Daða auk tveggja meðdómara
og fulltrúum frá Siglingamála-
stofnun, Sjóslysanefnd og
Tryggingamiðstöðvarinnar,
sem tryggði Krossnes. Daði
segir að við vitnaleiðslur í próf-
unum hafí skipveijar greint frá
tildrögum slyssins en enginn
þeirra gat sagt til um orsakir
þess þótt tilgátur hafi verið
settar fram. Siglingamálastofn-
un og Sjóslysanefnd munu nú
fara yfír öll gögn málsins og
reyna að komast að raun um
hvað gerðist sem olli því að
togarinn sökk.
dómsins segir að þegar litið sé til
allra atvika og þess að mikil röskun
hafí orðið á högum ákærða þyki
mega fresta fullnustu 6 mánaða af
refsingunni til 2 ára og falli hún
þá niður haldi maðurinn almennt
skilorð.
Dóm Hæstaréttar kváðu upp
hæstaréttardómararnir Guðrún Er-
lendsdóttir, Gunnar M. Guðmunds-
son, Haraldur Henrysson, Hrafn
Bragason og Pétur Kr. Hafstein.
Hagvagnar hf.:
Morgunblaðið/Sverrir
Flugvél útaf braut
Tveggja hreyfla Cessna-flugvél skemmdist nokkuð er hún
lenti útaf flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun.
Þrír voru í flugvélinni og sluppu allir ómeiddir. Vindhviða
feykti vélinni til þegar flugmaðurinn ók henni eftir flug-
brautinni og lenti vélin útaf.
Frv. um barnavernd:
Yfirstjórn til
félagsmála-
ráðuneytisins
YFIRSTJÓRN barnaverndarmála
færist úr höndum menntamála-
ráðuneytis til félagsmálaráðu-
neytis ef nýtt frumvarp um vernd
barna og ungmenna verður að
lögum. Á ríkisstjórnarfundi i gær-
morgun var samþykkt að leggja
frumvarpið fram á Alþingi og
verður það gert að fengnu sam-
þykki þingflokka ríkisstjómarinn-
ar.
Um er að ræða heildarendurskoð-
un á gildandi lögum um vemd bama
og ungmenna. Meginbreytingin sem
í frumvarpinu felst er að yfírstjórn
barnavemdarmála færist frá mennt-
amálaráðuneyti til félagsmálaráðun-
eytis.
í fmmvarpinu felst auk þess sam-
ræming við ýmis önnur lög sem tek-
ið hafa gildi á undanfömum ámm
og tekið er betur á ýmsum atriðum
sem ekki þykja nógu vel skilgreind
í gildandi lögum. Til dæmis em
ákvæði um starfshætti bamavemd-
amefnda og málsmeðferð sett í sér-
stakan kafla.
Gcngið frá kaupum á fimm-
tán Renault-strætisvögnum
Kaupverð tæplega 200 millj. kr.
HAGVAGNAR hf., fyrirtæki Hagvirkis hf., sem mun annast rekstur
almenningssamgangna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem
verktaki Almenningsvagna hf., hefur gengið frá kaupum á 15 nýjum
strætisvögnum af tegundinni Renault af Bílaumboðinu hf. Eftir er
að ganga formlega frá samningunum en er reiknað með að það
verði gert á allra næstu dögum skv. tipplýsingum Gísla Friðjónsson-
ar, framkvæmdastjóra Hagvagna hf. Vagnarnir verða afhentir í
júlí og ágúst og er kaupverðið tæplega 200 milljónir kr. Stefnt er
að því að starfsemi Almenningsvagna hf., sem er samstarfsfélag
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu annarra en Reykjavíkurborgar,
hefji starfsemi 1. september næstkomandi.
„Ég met það svo að þama hafí
tekist samningar, vagnarnir hafa
verið pantaðir til framleiðanda og
gengið hefur verið frá ölfum greiðsl-
um og tryggingum," sagði Pétur
Óli Pétursson, framkvæmdastjóri
Bílaumboðsins hf., í samtali við
Morgunblaðið.
Gísli sagði að eftir væri að ganga
frá formsatriðum en gengið hefði
verið frá öllum aðalatriðum samn-
inganna. Fulltrúar Renault-verk-
smiðjanna í Frakklandi em væntan-
legir til landsins í næstu viku þegar
gengið verður frá ýmsum þáttum
sem lúta að þjónustu við vagnana.
Að sögn Gísla leitaði Hagvirki eftir
tilboðum þegar ákveðið var að
kaupa 15 nýja vagna og hefði tilboð
Renault-umboðsins verið hagstæð-
ast. Gísli sagði að einnig stæði til
að kaupa fímm vagna sem em í
eigu Strætisvagna Kópavogs.
Pétur sagði að um væri að ræða
fyrstu atvinnubifreiðar frá Renault
sem seldar væm á íslandi. „Þessi
samningur er í beinu framhaldi af
Renault-strætisvagn sömu gerðar og Hagvagnar hf. hafa fest kaup á.
árangri sem við höfum náð með
Raunault-fólksbíla á undanförnum
ámm. Þar sem við sjáum fram á
samdrátt í innflutningi á bílum til
landsins á næsta ári er þetta mjög
kærkomið fyrir okkur. Við ætlum
svo að hefja sölu á Renault atvinnu-
bílum á árinu í framhaldi af þessum
samningum," sagði hann.
Pétur sagði að strætisvagnarnir
væm tæknilega mjög fullkomnir.
Þeir væm sjálfskiptir og með afl-
mikilli vél. Em þeir með 35 sæti
og tækju 35 farþega í stæði.
Búnaðarbankinn og sparisjóðirnir lækka vexti:
Lítil verðbólga grundvöll-
ur vaxtalækkunar okkar
- segir Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans
Búnaðarbankinn mun lækka vexti sína þann 1. mars og nemur
lækkunin 0,25-0,50% að jafnaði. Landsbankinn mun einnig lækka
vexti sína 1. mars eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gærdag
og sparisjóðirnir lækka raunvexti sína en engar vaxtabreytingar
verða hjá íslandsbanka. Búnaðarbankinn var með lægstu vextina
fyrir og segir Stefán Pálsson bankastjóri að lítil verðbólga sé grund-
völlur vaxtalækkana þeirra. Verði verðbólgan áfram lítil sem engin
telur hann grundvöll til frekari vaxtalækkana hjá bankanum.
Helstu vaxtabreytingar hjá Bún-
aðarbankanum em að forvextir víx-
illána lækka úr 12,5% i 12,25%,
vextir af almennum skuldabréfalán-
um lækka úr 11,5% og í 11,25%
og vextir á yfírdráttarlánum lækka
úr 15,75% og í 15,25%. Á móti
lækka innlánsvextir hjá bankanum
á almennum sparisjóðsbókum úr
1,25% og í 1% og af sex mánaða
vísistölubundnum reikningum
lækka vextir úr 3% og í 2,75%.
Helstu vaxtabreytingar hjá spari-
sjóðunum eru á vísitölubundnum
lánum sem lækka um 0,25% og á
vísitölubundnum innlánsreikning-
um til sex mánaða sem lækka úr
3% í 2,75% og vísitölubundnum
reikningum til 15-24 mánaða sem
lækka úr 7,75% í 7,25%.
„Við teljum að efni séu til enn
frekari vaxtalækkana," segir Stef-
án Pálsson, bankastjóri Búnaðar-
bankans. „Grundvöllur þessa er að
verðbólga mældist engin í febrúar
og ef hún heldur núllstiginu höldum
við áfram að lækka vextina hjá
okkur. Það er hins vegar erfítt að
spá fyrir um verðbólguþróunina
einkum þar sem kjarasamningar
standa fyrir dyrum. Lánskjaravísi-
talan er viðkvæm fyrir launabreyt-
ingum en ef samið verður um kaup-
hækkanir á þeim lágu nótum sem
rætt hefur verið um er ástæða til
bjartsýni."
Pálína kjör-
in ungfrú
Norðurland
PÁLINA Sigrún Halldórsdótt-
jr var í gærkvöldi kjörin
Ungfru Norðurland í feg'urð-
arsamkeppni Norðurlands
sem haldin var í Sjallanum.
Palma var einnig kjörin besta
ljosmyndafyrirsætan.
Pálína stundar nám í Mennta-
skólanum á Akureyri og hyggst
í framtíðinni stunda nám við
Bændaskólann á Hólum og síðar
við Háskólann. Hún var kiörin
úr hópi tólf stúlkna.
Stúlkurnar kusu Lovísu
Sveinsdóttu vinsælustu stúlkuna
úr sínum hópi.