Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992
39
Eggert Halldórsson,
Isafirði - Minning
Fæddur 1. júlí 1903
Dáinn 23. febrúar 1992
Það er óhjákvæmilegur lífsins
gangur, að fulltrúar hins gamla tíma
hverfa hver af öðrum á vit forfeðr-
anna. Þegar ég frétti lát Eggerts
Halldórssonar var mér enginn harm-
ur í hug, miklu fremur feginleiki,
þar sem ég vissi, að hann var þrot-
inn að kröftum eftir langvarandi
veikindi og þráði ekkert fremur en
hvíld frá hinu jarðneska lífí. Með
honum er genginn traustur sam-
ferðamaður.
Eggert Halldórsson var fæddur í
Miðdalsgröf í Strandasýslu 1. júlí
1903. Foreldar hans voru hjónin
Elín Samúelsdóttir og Halldór Jóns-
son, sem bjuggu í Miðdalsgröf frá
1902-1912, en faðir hans drukknaði
á Steingrímsfirði árið 1912. Eggert
var annar í röðinni af fimm systkin-
um. Elztur var Alfreð, bóndi í Stóra-
Fjarðarhorni í Strandasýslu, sem nú
er látinn, en yngri voru Jón, lengi
bifreiðarstjóri á Isafirði, og Þuríður,
skrifstofukona á ísafirði og Reykja-
vík, nú bæði búsett í Kópavogi, og
Samúel, sem lézt í bemsku. Eftir
fráfall manns síns bjó Elín á Tindi
í Strandasýslu til ársins 1921, en
þá fluttist hún til ísafjarðar, ásamt
þremur börnum sínum, Eggerti, Jóni
og Þuríði. Eftir að Elín fluttist til
ísafjarðar bjó hún með Björgvin
Bjamasyni útgerðarmanni. Sonur
þeirra er Richard Björgvinsson, við-
skiptafræðingur og fyrrverandi bæj-
arfulltrúi í Kópavogi.
Þegar til ísafjarðar kom, hóf Eg-
gert störf hjá móðurbróður sínum,
Jóni S. Edwald, sem þá rak um-
fangsmikla verzlun á Isafirði. Hjá
honum starfaði hann í eitt ár, en
hélt þá á ný til æskustöðvanna í
Steingrímsfirði. Dvaldi hann sum-
arlangt á Drangsnesi, en hélt þá á
ný að Djúpi. Þar hóf hann störf hjá
Hálfdáni Hálfdánssyni í Búð í
Hnífsdal, og þar var heimili hans
næstu árin.
Hann kvæntist 11. september
1927 Þorbjörgu Jónsdóttur, Hálf-
dánssonar frá Meirihlíð í Bolungar-
vík. Móðir hennar, Þorbjörg Einars-
dóttir, lézt af barnsförum, þegar hún
fæddist, en faðir hennar dmkknaði
með togaranum Leifi heppna í Hala-
veðrinu 8. febrúar 1924. Föðurbróð-
ir hennar, Hálfdán Hálfdánarsson
og kona hans Ingibjörg Halldórs-
dóttir í Búð, gengu henni í foreldra-
stað og ólst hún upp hjá þeim. Þor-
björg og Eggert eignuðust fjóra syni,
en þeir era: Jón Þorberg, f. 31. maí
1925, vélstjóri í Hraðfrystihúsinu
Norðurtanga hf. á ísafírði, kvæntur
Ólafíu Kristjánsdóttur frá Þingeyri
og eiga þau sex börn. Ingólfur Hálf-
dán, f. 16. des. 1927, skipasmiður
og rafeindafræðingur hjá Pólsrekstr-
arvörum á ísafirði, kvæntur Her-
borgu Vernharðsdóttur frá Atlastöð-
um í Fljótavík, og eiga þau fimm
börn. Óskar, f. 24. ágúst 1934, raf-
virkjameistari, forstjóri Pólsins hf. á
ísafirði, kvæntur Sólveigu Her-
mannsdóttur frá Hallfríðarstaðakoti
í Eyjafirði, og eiga þau þrjá syni.
Haukur, f. 24. ágúst 1934, skipa-
smiður og rafvirkjameistari hjá Póln-
um hf. á ísafirði, kvæntur Herdísi
Þorsteinsdóttur frá Nautseyri í ísa-
fjarðardjúpi. Þau eiga þijár dætur.
Þorbjörg og Eggert bjuggu í Búð
til ársins 1946, en þá keyptu þau
býlið Karlsá við Seljalandsveg á
ísafirði. Þau höfðu aðeins búið þar
tæpt ár, þegar snjóflóð féll á húsið
24. marz 1947, tók það af grunni
og færði niður í fjöru, um 60-70 m
leið og braut það í spón að heita
mátti. Þorbjörg var ein heima í hús-
inu, þegar flóðið skall á því og bjarg-
aðist giftusamlega. Þetta var í annað
sinn, sem hún bjargaðist á undur-
samlegan hátt úr snjóflóði, því að
hún lenti í snjóflóðinu mikla í Hnífs-
dal 1910, en hún var þá á fjórða
aldursári. Eins og gefur að skilja,
var þetta mikið áfall fyrir þau hjón,
því að engu var bjargað úr húsinu
á Karlsá, nema litlu einu af sængur-
fatnaði, og misstu þau þar allt.sitt
innbú. Og þar missti Eggert vandað
bókasafn, sem hann hafði komið sér
upp. Eftir snjóflóðið á Karlsá keyptu
þau sér íbúð í Fjarðarstræti 14, þar
sem þau bjuggu lengst af síðan
meðan heilsan entist, að seinustu
árin þjuggu þau í Sundstræti 20, í
húsi Öskars, sonar þeirra.
Á langri vegferð fékkst Eggert
við hin fjölbreyttustu störf, því að
honum var margt til lista lagt. Hann
var prýðisvel handlaginn, eins og
frændur hans allir. Þegar hann flutt-
ist til ísaijarðar hóf hann störf í
Norðurtanganum, fyrst við fiskfl-
ökun, en lengst af fékkst hann við
viðgerðir á öllu því, sem aflaga fór
á stórum vinnustað. Þegar Hálfdán
féll frá vorið 1949, keypti hann hluta
af hlutafjáreign hans í Norðurtang-
anum hf., og átti sæti í stjórn félags-
ins frá 1961-1973. Hann var mjög
tillögugóður, framfarasinnaður og
ávallt hvetjandi, en þó raunsær. I
byijun níunda áratugarins fór heilsu
hans að hraka, og treysti hann sér
þá ekki lengur til að ganga að dag-
legum störfum, enda fór heilsu Þor-
bjargar einnig ört hrakandi. Sein-
ustu árin dvaldist hann í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Isafirði, þar sem
hann lézt 23. þ.m. Sjúkralegan var
orðin löng og erfið. Hann hélt and-
legum kröftum allt til þess síðasta
og fylgdist vel með öllu sem var að
gerast þó að líkamskraftarnir væra
þrotnir. Seinustu árin hafði hann oft
orð á því, að hann þráði vistaskiptin
öllu öðra fremur.
Eggert Halldórsson var á vissan
hátt einfari. Hann umgekkst fáa,
en var traustur vinur vina sinna og
ræktaði vinskap við þá. Hann var
mikill Strandamaður og meðan heils-
an entist fór hann árlega norður í
Strandasýslu, til þess að hitta þar
frændur og vini. Það veitti honum
mikla lífsfyllingu. Faðir Eggerts var
talinn merkur fræðimaður og er
handritasafn hans geymt í Lands-
bókasafni. Sjálfur var Eggert víðles-
inn og sjór af fróðleik. Ekkert vissi
ég veita honum meiri unað, en vel
samda sögu eða vel ort ljóð. Af
skáldum dáði hann öðrum fremur
sveitunga sinn Stefán frá Hvítadal
og Davíð Stefánsson. Sjálfur var
hann vísnasmiður ágætur og hafði
nautn af góðum stökum. Að loknum
vinnudegi stakk hann oft góðri stöku
að vinnufélögum sínum, sem hann
vissi að höfðu gott brageyra. Þá
vænti hann þess að fá hana endur-
goldna að morgni næsta dags. Á
löngu árabili var naumast haldin svo
árshátíð á ísafirði að ekki væri leit-
að til Eggerts að semja gamanvísur
um félaga og samstarfsmenn en auk
þess að vera vel hagmæltur hafði
hann ágætt skopskyn.
Að leiðarlokum þakka ég Eggerti
Halldórssyni trausta og einlæga vin-
áttu. Hann reyndist mér ávallt hollr-
áður í hvert sinn sem ég leitaði til
hans og samvinna okkar var alla tíð
með ágætum. Fýrir það er mér bæði
Ijúft og skylt að þakka.
Aðstandendum hans öllum sendi
ég einlægar samúðarkveðjur.
Jón Páll Halldórsson.
-----♦ ♦ «-----
Hvað er
heilbrigðis-
þjónusta?
VILHJÁLMUR Árnason dósent í
heimspeki hefur fyrirlestur um
heilbrigðisþjónustu á vegum
Rannsóknarstofnunar í siðfræði,
í dag, laugardaginn 29. febrúar
og nefnist hann „Hvað er heil-
brijgðisþjónusta?“
I viðleitni sinni til að svara þeirri
spurningu mun Vilhjálmur velta
fyrir sér hver séu meginmarkmið
og verkefni heilbrigðisþjónustu,
hvert sé inntak mannlegs heilbrigð-
is og hvemig skipta megi gögnum
og gæðum heilbrigðisþjónustunnar
á réttlátan hátt.
Vilhjálmur lauk BA-prófi í heim-
speki og uppeldis- og kennslufræði
frá Háskóla íslands og doktorsprófi
frá Purdue-háskólanum í Banda-
ríkjunum árið 1982.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Lögbergi, stofu 101, og hefst kl.
14.30. (Fréttatilkynning)
UPOFLOOR
parketið er samlímt borðaparket í
hæsta gæðaflokki frá Finnlandi
þurrkað eins og þarf fyrir íslenskar
aðstæður og lakkað fimm umferðir
með innbrenndu lakki.
Við eigum einnig
landsins mesta úrval
af gegnheilu nótuðu stafaparketi
Verð frá: kr. 1.987 m2
s (eik 19 mm. kvistuð)
I
Dæmi um verð:
Eik rustikal kr. 2.978 stgr.
Beyki natur kr. 3.395 stgr.
Hlynur rustikal kr. 3.280 stgr.
Merbau natur kr. 3.218 stgr.
Eik natur II fl. kr. 2.750 stgr.
Athugið !
aðeins takmarkað magn
á þessu frábæra verði
PARKETgÓlf hf.
Sérverslun med parketvörur
Skútuvogl 11. 104 Reykjavfk. Sími 671 71 7
Parketsýning um
helgina
Opið frá 10 til 16 laugardag
og 13 til 15 sunnudag