Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992
1
Lífeyrissjóðimir mega ekki
daga uppi sem nátttröll
Rætt við Guðmund H. Garðarsson, fráfarandi formann Lífeyrissjóðs verzlun-
armanna, um starfsemi sjóðsins og framtíð lífeyrissjóðanna
GUÐMUNDUR H. Garðarsson sem ýmist hefur verið varaformaður
eða formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sl. 15 ár lætur af for-
mennsku í sjóðnum nú um mánaðamótin. Hann verður þó áfram
fulltrúi Verzlunarmannafélag's Reykjavíkur í stjórninni en samkvæmt
hefð gegnir fulltrúi atvinnurekenda formennskunni næstu þijú árin.
Guðmundur kom inn í stjórnina árið 1966 en þá voru 1.637 virkir
sjóðsfélagar. Arið 1977 voru félagarnir orðnir um 10 þúsund og um
síðustu áramót var fjöldi þeirra 25.276. Stærstur hluti sjóðsfélaga
er verslunar- og skrifstofufólk á samningssviði Verzlunarfélags
Reykjavíkur en auk þess hafa þúsundir manna, þ.á m. forstjórar,
löggiltir endurskoðendur og flugfreyjur, komið inn í sjóðinn ótil-
kvaddir. Á undanförnum árum hefur sjóðurinn færst nær því að
geta staðið við tryggingarlegar skuldbindingar gagnvart félögum
sinum. Þannig hefur tekist vel til við ávöxtun fjármuna sjóðsins sem
m.a. má rekja til fjárfestinga í hlutabréfum en þau hafa að jafnaði
skilað hárri ávöxtun undanfarin ár. Vegna stærðar sjóðsins er kostn-
aður jafnframt hlutfallslega mun lægri en hjá hinum fjölmörgu
smærri lífeyrissjóðum hérlendis.
Guðmundur H. Garðarsson, sem nú lætur af formennsku í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, hefur setið í
stjórninni frá árinu 1966. Síðastliðin 15 ár hefur hann ýmist verið formaður eða varaformaður stjórnar-
innar. Á myndinni er stjóm og aðrir stjómendur sjóðsins. Standandi f.v.: Valgarður Sverrisson, skrif-
stofustjóri, Jóhann J. Ólafsson, Víglundur Þorsteinsson, Magnús L. Sveinsson og Þorgeir Eyjólfsson,
forstjóri. Sitjandi f.v. em Björn Þórhallsson, Guðmundur H. Garðarsson og Gunnar Snorrason, varafor-
maður.
Það hefur auðvitað haft geysi-
lega þýðingu í allri starf-
semi og uppbyggingu sjóðsins að
hér er mjög gott starfsfólk og við
höfum mjög hæfan forstjóra sem
heitir Þorgeir Eyjólfsson," segir
Guðmundur þegar hann er spurður
hveiju hann þakki þann árangur
sem náðst hefur hjá sjóðnum.
„Stjórnarmenn hafa einnig haft
góða þekkingu á íslensku peninga-
kerfi og atvinnulífí.“
- í hveiju hefur starfsemi sjóðs-
ins verið fólgin í megindráttum?
„Meginhlutverk sjóðsins felst í
tryggingunum og við leggjum
áherslu á að haga málum þannig í
meðferð fjármuna að í gegnum
ávöxtunina getum við náð 100%
tryggingu á grundvelli reglugerðar-
innar. Það gefur augaleið að þegar
um er að ræða svo fjölmennan sjóð
með lágan meðalaldur sjóðsfélaga
verður hér mikil uppsöfnun á fjár-
munum. Eitt af meginhlutverkum
stjórnar og forstjóra er að vinna
að því að ávaxta þessa fjármuni sem
best. Þetta hefur verið gert í sam-
ræmi við þá möguleika sem íslenskt
atvinnulíf skapar,' jafnframt því sem
það hefur verið ein af aðalskyldum
lífeyrissjóðanna að fjármagna íbúð-
arlánakerfi landsmanna. Þannig
hafa 70 krónur af hveijum 100
krónum sem komið hafa hingað
runnið aftur til sjóðsfélaga og íbúð-
arlánakerfisins. Sjóðurinn kaupir
skuldabréf af Húsnæðisstofnun rík-
isins eða húsbréf og veitir lán beint
til sjóðsfélaga. Ávöxtunin sem við
höfum fengið hefur verið í samræmi
við gerða samninga og hvemig
ávöxtun húsbréfa hefur verið á
markaðnum.
Þar fyrir utan höfum við tekið
tillit til atvinnulífsins. Við eigum
viðskipti við banka og fjárfestingar-
sjóði og kaupum af þeim banka-
tryggð bréf. Þessar stofnanir end-
urlána síðan þessa peninga út í at-
vinnulífíð. Að sjálfsögðu hefur mik-
ið farið í þær atvinnugreinar þar
sem uppspretta þessara peninga er,
sem er á verslunar- og þjónustusvið-
inu.
Til viðbótar höfum við keypt
hlutabréf í nokkrum fyrirtækjum
og lífeyrissjóðurinn á nú hlutabréf
í 19 fyrirtækjum. Hlutabréfaeignin
hefur gefíð góða ávöxtun en hún
var í árslok bókfærð á 932 milljón-
ir. Helstu fyrirtækin sem við eigum
hlut í eru Flugleiðir, Eignarhaldsfé-
lag Alþýðubankans, Islandsbanki,
Eimskipafélagið og Draupnissjóð-
urinn. Við erum ennfremur hluthaf-
ar í olíufélögunum og fjórum sjávar-
útvegsfyrirtækjum á hlutabréfa-
markaði."
Höfum ekki sóst eftir sétu í
stjórnum fyrirtækja
- Hvernig er háttað stjómarþátt-
töku sjóðsins í einstökum hlutafé-
lögum? Hver er stefna sjóðsins í því
efni?
„Við erum fyrst og fremst fjár-
festir til að lífeyrissjóðurinn fái
góða ávöxtun á sama tíma sem
hann er á vissan hátt bakhjarl í
góðum fyrirtækjum. Stjómin hefur
ekki sóst eftir því að einstakir
stjómarmenn séu í stjómum fyrir-
tækja. Hins vegar kemur það fyrir
að óskað er eftir því og þá er tekin
afstaða til þess í einstökum tilvik-
um. Við teljum okkur hafa sömu
skyldum að gegna eins og aðrir sem
fjalla um fjármuni, bæði sjálfra sín
og annarra. Það getur verið nauð-
synlegt og æskilegt að fylgjast náið
með rekstri ákveðinna fyrirtækja
án þess að vera þar ráðandi aðili
til þess að gæta hagsmuna sjóðsins
sem hluthafa."
- Þú hefur t.d. setið í stjóm Fjár-
festingarfélags íslands þar sem
sjóðurinn á um 10% hlutafjár. Hver
er tilgangurinn með þátttöku sjóðs-
ins í því félagi?
„Á sínum tíma tók lífeyrissjóður-
inn ásamt Iðnaðarbankanum,
Verslunarbankanum og fleiri aðil-
um þátt í að stofna Fjárfestingarfé-
lagið. Þá var það óþekkt fyrirbæri
á Islandi að versla á opnum mark-
aði með skuldabréf með þeim hætti
sem þekkist í dag. Þetta var ákveð-
ið brautryðjendastarf og það þurfti
að kynna það. Síðan em flestallir
bankar komnir með hliðstæð félög
þannig að þetta var liður í því að
þróa upp þetta form og hafa mögu-
ieika á að læra af því.“
- En er ekki ákveðin hætta á
hagsmunaárekstrum vegna þátt-
töku fulltrúa lífeyrissjóða í stjómun
hlutafélaga?
„Sú hætta er ekki fyrir hendi hjá
Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Þrátt
fyrir óbeina eignaraðild okkar að
íslandsbanka er lífeyrissjóðurinn í
viðskiptum við aðrar peningastofn-
anir eins og Landsbankann, Búnað-
arbankann, Sparisjóð Reykjavíkur
og nágrennis o.fl. Þeir menn sem
hafa tekið sæti fyrir hönd lífeyris-
sjóðsins í stjómum ákveða ekki
dagleg viðskipti við viðkomandi
stofnanir heldur er það á ákvörðun-
arsviði forstjóra sjóðsins. Stjómin
ákveður heildarrammann í viðskipt-
um við viðkomandi stofnanir að
fengnum tillögum forstjóra og
framkvæmdaráðs. Einstakir menn
geta ekki ráðið þar um þó þeir sitji
bæði hér í stjóm og í bankaráðum."
- Lífeyrissjóðir hafa Iítið haft sig
í frammi á aðalfundum íslenskra
almenningshlutafélaga en t.d. í
Bandaríkjunum eru þeir ósparir á
gagnrýni á slíkum fundum þegar
þeim fínnst einhveiju áfátt í rekstri
viðkomandi fyrirtækis. Sérðu fyrir
þér breytingar í þessu efni hér á
landi?
„Lífeyrissjóðir eru eins og aðrir
hluthafar. Þeir hljóta að verða að
taka afstöðu og tryggja aðhald í
rekstri þeirra hlutafélaga sem þeir
eiga eignaraðild að.“
Varlega farið í hlutabréfakaup
- Hver er stefna Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna í hlutabréfakaup-
um? Er t.d. miðað við að ákveðið
hlutfall af eignum sjóðsins verði
ávaxtað í hlutabréfum?
„Stjómin hefur sett sér ákveðin
takmörk. Sveiflur í íslensku atvinn-
ulífi eins og atvinnulífí annarra
landa geta verið mjög miklar. Með-
alávöxtunin af hlutabréfaeigninni
hefur hins vegar verið mjög góð og
mun betri en í verðbréfaeigninni og
því er freistandi að taka nokkum
þátt í að kaupa hlutabréf í fyrir-
tækjum. Stefnan hefur verið sú að
fara varlega. Við emm með tæplega
5% af heildareigninni í hlutabréfum
og það er lítið í samanburði við
erlenda lífeyrissjóði þar sem hluta-
bréfaeignin er mæld í tugum pró-
senta af heildareignum."
- Þið vomð óvenjulega forsjálir
í sambandi við hlutabréfakaup og
í raun fyrsti lífeyrissjóðurinn sem
fór út í slík kaup í einhverjum mæli.
„Lífeyrissjóðurinn keypti sitt
fyrsta hlutabréf árið 1970 í Eim-
skipafélagi íslands. Síðan höfum
við fylgst með þessu en það er ekki
fyrr en á síðasta áratug að kaupin
hefjast í einhverjum mæli. Hér er
mjög takmarkaður markaður og þá
komum við að því að dreifa áhætt-
unni. Það er nauðsynlegt fyrir líf-
eyrissjóðina og ekki hvað síst jafn
stóran sjóð eins og Lífeyrissjóð
verzlunarmanna með svona mikið
af ungu fólki að geta ávaxtað sitt
pund að einhveiju leyti erlendis.
Þær heimildir liggja ekki fyrir enn-
þá en við unnum hins vegar skipu-
lega að undirbúningi þess á síðasta
ári og mun það verða gert ennfrek-
ar á þessu ári. Það er gert ráð fyr-
ir að þessi viðskipti geti hafíst 1.
janúar 1993 og við höfum unnið
töluvert mikið undirbúningsstarf í
samstarfi við erlenda banka sem
em í góðu áliti, að geta hafíð við-
skipti við þá innan þeirra reglna sem
Seðlabankinn eða stjórnvöld kunna
að setja.“
- Nú em þegar ákveðnar heim-
y ildir í gildi um fjárfestingar í erlend-
um verðbréfum. Hefur sjóðurinn
ekki í hyggju að nýta sér þær?
„Þessar heimildir em svo litlar
að það borgar sig ekki fyrir sjóðinn
að nýta sér þær. Við höfum hins
vegar verið í mjög nánum viðræðum
við viðurkennda banka í Englandi
sem hafa í áraraðir verið í viðskipt-
um við Islendinga."
- Hefur einhver stefna verið
mörkuð um það hversu mikið fé
verður sett í erlend verðbréf?
„Það tekur við ný stjórn fljótlega
og hún mun fjalla um það hversu
miklu á að ráðstafa í erlend verð-
bréf. En til að svo stór sjóður eins
og Lífeyrissjóður verzlunarmanna
komist í góð viðskipti, nái hagstæð-
um þjónustugjöldum o.s.frv. þarf
háar fjárhæðir. Tekjurnar sem fást
til baka eru jafngildi þess að veiða
þorsk á fískimiðunum þegar til
lengri tíma er litið.“
- Hefur innlendur banki eða
verðbréfafyrirtæki milligöngu um
samstarf ykkar við hina erlendu
aðila? „Við hyggjumst annarsvegar
eiga samstarf við erlenda aðila
gegnum banka eða verðbréfafyrir-
tæki og hins vegar ætlum við að
eiga beint samstarf. Þannig fáum
við samanburð og þá kemur í ljós
hvaða leið skilar sér betur. í vissum
tilvikum eru bein viðskipti æskileg
því bankar taka sín þjónustugjöld.
Hins vegar eru margir mjög hæfír
menn í erlendum deildum íslensku
bankanna og ég tel það sjálfsagt
að lífeyrissjóðirnir notfæri sér þekk-
ingu þessara manna eftir því sem
hægt er.“
Erum ekki spekúlantar á
fjármálamarkaðnum
- Nú hafa raunvextir verið mjög
háir upp á síðkastið. Hefur síðasta
ár og það sem af er þessu ári ekki
verið hagstætt tímabil fyrir lífeyris-
sjóðinn?
„Lífeyrissjóður verzlunarmanna
hefur rekið þá stefnu gagnvart sín-
um sjóðsfélögum að í beinum lánum
eru vextir í lægri kantinum eða 7%.
Þegar uppsveifla varð í raunvöxtun
ákváðum við að elta ekki þessa
svokölluðu hávaxtastefnu sem ýms-
ir gerðu, heldur héldum okkur við
7% vexti. Sumir lífeyrissjóðir fóru
með sína vexti af lánum til sjóðsfé-
laga upp í 10% þegar þeir urðu
hæstir og miðuðu við breytingu á
svokölluðum almennum bankavöxt-
um. Við höfum hins vegar reynt í
sambandi við aðra fjárfestingu að
fá sem besta ávöxtun. T.d. er ávöxt-
un á hlutabréfum rúmlega 13% og
síðan hafa húsbréfín skilað ágætri
ávöxtun. Við erum ekki spekúlantar
á fjármálamarkaðnum heldur höf-
um fremur lengri tíma sjónarmið í
huga.“
- En hefur ekki dregið úr eftir-
spurn almennra sjóðsfélaga eftir
lánum úr sjóðnum eftir að húsbréfa-
kerfíð var sett á laggirnar?
„Það hefur verið nokkuð stöðug
eftirspurn í þessum sjóði þó auðvit-
að hafi hún minnkað stórlega þegar
nýtt húsnæðislánakerfí var sett á
laggirnar árið 1986. Við fullnægj-
um yfirleitt þeirri eftirspurn sem
kemur frá almennum sjóðsfélög-
um.“
- Nú hafa risið upp deilur um
tilnefningu í stjórn sjóðsins af hálfu
Félags íslenskra stórkaupmanna.
Hvert er þitt álit á þessum ágrein-
ingi?
„Eg sem formaður og fulltrúi
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
vil ekki koma nálægt þeim deilum.
Þetta er fyrst og fremst deila innan
raða vinnuveitenda. Það er mjög
óvenjulegt að þetta hafí komið upp
og hefur ekki gerst áður í 36 ára
sögu sjóðsins. Þrátt fyrir það er
örugg stjóm á Lífeyrissjóði verzlun-
armanna og svona uppákoma hefur
engin áhrif á stjórn og rekstur
sjóðsins. Eg trúi því að málið verði
leyst með viðunandi hætti.“
Skrifstofukostnaður um 2% af
iðgjöldum
- Hver er kostnaður af rekstri
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna?
„Skrifstofukostnaður sem hlut-
fall af iðgjöldum er 1,96% árið 1991
og 0,84% sem hlutfall af veltu. Stöð-
ugildi eru 14 talsins mælt í slysa-
tiyggðum vinnuvikum. Hlutfall
hreinnar eignar og lífeyris er 50,3
ár. Rekstrarkostnaður hjá okkur er
mjög lágur miðað við alla aðra sjóði
og hér er lögð áhersla á að halda
niðri kostnaði. Hins vegar verður
að gæta þess að öll öiyggisatriði
séu í lagi þar sem mikil ábyrgð er
á fjármagni. Mikilvægur þáttur er
tölvuvæðing og þessi sjóður er vel
tölvuvæddur.“
- Hvernig metur þú framtíð líf-
eyrissjóðanna?
„Það er oft talað um félagslega
sjóði annarsvegar og séreignarsjóði
hins vegar. í séreignarsjóðum er
framlag hvers manns séreign hans
og hahn getur fengið þá peninga
útborgaða ásamt vöxtum meðan
þeir endast. Séreignarsjóður er
raunverulega ekkert ' annað en
spamaður sem nýtur ákveðinna
skattfríðinda vegna þess að hann
hefur verið flokkaður undir lífeyris-
sjóði. Lífeyrissjóðir á félagslega
sviðinu eins og þessi sjóður eru
sameiginlegir sjóðir þar serh ann-
arsvegar er um að ræða ellilífeyris-
tryggingar og hins vegar áhættu-
tryggingar. Þeim síðarnefndu er
ekki til að dreifa í séreignasjóðunum
og þær em mjög mikilvægur þáttur
í þessu tryggingakerfí.
Ég tel að félagslegir sjóðir eins
og Lífeyrissjóður verzlunarmanna
sem em vel reknir muni verða áfram
ákveðin grunntrygging og smátt
og smátt leysa af hólmi almenna
tryggingakerfíð. Síðan koma til
skjalanna viðbótarsjóðir sem flokk-
ast undir hugtakið séreignarsjóðir.