Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 Færeyjar: Til hamingju með afmælið! Elizabeth Taylor hélt í gær uþp á sextugsafmæli sitt í Disneygarði í Anaheim í Kaliforníu og að sjálfsögðu tók Mikki mús á móti afmælisbarninu þegar það mætti til veislunnar sem sögð var hin umfangsmesta sem sögur fara af. Frú Taylor er vön að láta bíða eftir sér og engin breyting varð þar á að þessu sinni því hún mætti ekki til sinnar eigin veislu fyrr en hálftíma á eftir síðasta gestinum en þeir voru um eittþúsund. Þórshöfn. Frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. TILKYNNT hefur verið um nálægt 1.000 skemmdir af völdum óveð- ursins sem gekk yfir Færeyjar á fimmtudag. A föstudagsmorgun rigndi tilkynningum um tjón yfir starfsmenn Brunatryggingarinnar en hún tekur á móti tilkynningum sem þessum. í nær öllum tilfellum var um smávægilegt tjón að ræða, rúður brotnuðu, þakplötur og þök losnuðu og ýmislegt lauslegt fauk út í veður og vind og olli við það nokkrum skaða. Aðeins er vitað um eitt slys en kona fótbrotn- aði þegar bíll hennar fauk út af veginum. Um allar Færeyjár vann fólk í gær að viðgerðum enda var spáð miklu hvassviðri með kvöld- inu og gefin út viðvörun vegna þess. Allar samgöngur jafn á láði, legi sem og í lofti lögðust niður. Feijur komust ekki á milli háfna, öllum helstu þjóðvegum var lokað fyrir umferð og flug lagðist af fram á kvöldið. Stiiðning- ur við Bush dvínar enn Wasliington. Reuter. STUÐNINGUR bandarísku þjóð- arinnar við George Bush forseta dvínar enn ef marka má niðurstöð- ur skoðanakönnunar sem birt var í fyrradag en samkvæmt þeim eru aðeins 39% þjóðarinnar sátt við frammistöðu forsetans, eða 7% færri en í janúar og 51% færri en í mars í fyrra en þá sögðust 90% þjóðarinnar ánægð með frammi- stöðu Bush á valdastóli. Var þá Persaflóastríðinu nýlokið. Af stærstu tjónunum má nefna að gluggi brotnaði í nýlegri pappírs- verksmiðju, við það gaf milliveggur sig og rafmagn fór af húsinu. Reiknað er með að vinna hefjist af fullum krafti á mánudag eftir við- gerðir. í Kvívík fór helmingur af þaki af einu húsanna og fuku báru- járnsplötur með miklum látum í gegnum byggðina. Kofi fauk af grunni sínum og lenti milli fjóss og íbúðarhúss með þeim afleiðingum að íbúarnir komust ekki út úr hús- inu. í Klakksvík sukku tveir útróðr- arbátar og í Hvannasundi losnuðu þakplötur upp af sjö húsum. Raf- magn fór víða af en komst aftur á með kvöldinu. Tjón í þessu illviðri varð miklu minna en í óveðrinu sem gekk yfir um jólin 1988. írland: Ráðherra styður breytta TTjónið í óveðrinu yf- irleitt smávægilegt Samkvæmt könnuninni, sem gerð var á vegum Times Mirror- miðstöðv- arinnar, myndi Bush tapa forseta- kosningum færu þær fram nú, fengi 40% atkvæða en ónefndur frambjóð- andi Demókrataflokksins 48%. Hins vegar sögðust 66% aðspurðra allt eins eiga von á því að þegar Ijóst yrði hvert yrði forsetaefni demókrata næði Bush endurkjöri í nóvember. Könnunin var gerð á tímabilinu 20.-23. febrúar. löggjöf um fóstureyðingar Dyflinni. Reuter. CHARLES McCreevy, félags- málaráðherra Irlands, lýsti í gær yfir stuðningi við breyting- ar á strangri löggjöf sem bannar fóstureyðingar með öllu. Djúp- E vr ópubandalagið: Þúsundir ákvarðana gætu reynst ógild- ar vegna formgalla Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÚTLIT er fyrir að hægt sé að vefengja allar ákvarðanir framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins allt frá árinu 1957 þegar hún var sett á laggimar, vegna formgalla á störfum hennar. Fyrstastigsdómstóll Evrópudómstólsins I Lúxemborg ógilti í gær ákvörðun framkvæmda- sljómarinnar frá árinu 1989 um að sekta fjórtán fyrirtæki í plastiðn- -j-, , , , . .* aði fyrir tilraun til hringamyndunar á þeirri forsendu að forseti HiVFOPUD(HKlcllRfflO! framkvæmdastjórnarinnar, Jacques Delors, hefði ekki undirritað ákvörðunina á öllum níu tungumálum bandalagsþjóðanna. stæð siðferðiskreppa plagar nú írskt þjóðfélag vegna deilu út af 14 ára stúlku sem kyrrsett var er hún hugðist fara til Eng- lands til að láta eyða fóstri. Hún er þunguð eftir að faðir bestu vinkonu hennar nauðgaði henni. McCreevy er fyrsti ráðherrann sem Iýsir stuðningi við að aflétt verði skilyrðislausu banni við fóst- ureyðingum í írlandi, þar sem strangur siðferðisboðskapur ka- þólsku kirkjunnar á meiri ítök en víðast hvar annars staðar á Vestur- löndum. „Séu menn ekki andvígir fóstureyðingum í undantekning- artilvikum er rökrétt að breyta lögunum,“ sagði ráðherrann. Harðar deilur brutust út í ír- landi þegar borgardómur Dyflinn- ar setti táningsstúlkuna í farbann fyrir skemmstu er hún hugðist leita eftir fóstureyðingu í London. í þessari viku varð hæstiréttur Ir- lands hins vegar við beiðni foreldra stúlkunnar og úrskurðaði að henni væri frjálst að fara úr landi, en fóstureyðingar er ekki að fá á ír- landi vegna hins undantekningar- lausa banns. í hverri viku fara tugir írskra kvenna til Englands og gangast þar undir fóstureyðingaraðgerð án þess að við því hafi verið amast af hálfu yfirvalda. Hafa írar verið gagnrýndir harðlega fyrir þetta á alþjóðavettvangi og sakaðir um hræsni. McCreevy viðurkenndi í gær að þessi gagnrýni ætti rétt á sér og sagði málið gott dæmi um „írska tvöfeldni“. Aðstoðarráðherra og nokkrir þingmenn úr röðum kvenna lögðu til í vikunni að löggjöf um bann við fóstureyðingum yrði rýmkuð þannig að eyðing fósturs yrði leyfð í undantekningartilvikum, svo sem þegar um nauðgun eða sifjaspell væri að ræða. Skoðanakönnun sem gerð var um síðustu helgi leiddi í ljós aða tveir þriðju íra eru hlynnt- ir rýmkun á löggjöfinni. Er þar um að ræða gagngera hugarfars- breytingu frá 1983 er skilyrðis- laust bann við fóstureyðingum var samþykkt með tveimur þriðju at- kvæða í þjóðaratkvæði. erleinit Þetta er í þriðja sinn á mánuði sem dómarar í Lúxemborg ógilda ákvarðanir framkvæmdastjómar- innar vegna formgalla. Þau vinnu- brögð hafa verið viðhöfð innan framkvæmdastjómar EB frá upp- hafí að forseti hennar hefur látið nægja að undirrita fundargerðir til að staðfesta þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Samkvæmt regl- um bandalagsins teljast textar á tungumálum allra aðildarríkjanna fmmtextar og skýrt er kveðið á um að forseti framkvæmdastjórnarinn- ar eigi að undirrita ákvarðanir á fmmtextum sem em bindandi fyrir aðildarríkin. Framkvæmdastjórn EB kemur vikulega saman til funda og af- greiðir að jafnaði 300 mál á fundi eða um 18.000 mál á ári. Embættis- menn benda á að ef fara ætti eftir reglunum þyrfti Delors að skrifa nafn sitt allt að 3.000 sinnum að loknum hveijum fúndi; slíkt gæti ekki leitt til annars en skrifkrampa í handlegg forsetans. Samkvæmt heimildum í Bmssel er ekki talið útilokað að vefengja megi ákvarð- anir framkvæmdastjómarinnar fyr- ir dómstólum á sama hátt og plast- fyrirtækin fjórtán gerðu og jafnvel að tveggja mánaða kæmfrestur geti ekki gilt um þessi mál. í raun- inni segjast embættismenn ekki vita hvort þeir eigi að gráta eða hlæja, ef taka eigi niðurstöður dómstólsins alvarlega muni þær hafa ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Fastlega er búist við því að framkvæmdastjórn- in geti áfrýjað úrskurðinum til Evr- ópudómstólsins og ósennilegt er talið að hann muni stefna rúmlega þijátíu ára vinnu í voða. Akvarðan- ir framkvæmdastjórnarinnar varða nánast allt milli himins og jarðar innan ramma Rómarsáttmálans. Þannig hlýtur um stundarsakir að ríkja um það fullkomin óvissa innan EB hvort gulrætur eru ávöxtur þar sem ákvörðun framkvæmdastjóm- arinnar þess efnis er nú vefengjan- leg. Danir lýsa yfir vilja til að greiða götu Finna Helsinki. Reuter. UFFE Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, fagnaði í gær þeirri ákvörðun finnsku ríkissfjórnarinnar að sækja um aðild að Evrópubandalaginu (EB) og lýsti yfir því að Danir myndu vinna að því að umsókn Finna fengi jákvæðar viðtökur. Ellemann-Jensen lét þessi orð falla á fundi með blaðamönnum í Helsinki en á fimmtudagskvöld lýsti Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, yfír því að Finnar hefðu ákveðið að sækja um aðild að EB. Var þessi ákvörðun bundin því skilyrði að þingheimur samþykki álit ríkisstjórnarinnar er málið verður tekið fyrir 18. mars. Utan- ríkisráðherra Dana sagði að mestu skipti að hreyfing væri komin á málið og kvaðst hann ætla að gera utanríkisráðherrum aðildarríkja Evrópubandalagsins grein fyrir afstöðu Finna í næstu viku. Uffe Ellemann-Jensen sagði að Danir myndu gera hvað þeir gætu til að greiða götu Finna í þessu efni er þeir taka við formennsku í ráð- herraráði EB á næsta ári. Danski utanríkisráðherrann var minntur á að finnsk stjómvöld hefðu lýst yfir því að þau væntu þess að engin breyting yrði á hlut- leysis- og öryggismálastefnu Finn- lands þótt aðild að Evrópubanda- laginu yrði að veruleika. Uffe Elle- mann-Jensen kvað ljóst að Finnar yrðu að taka tillit til áforma EB- ríkja um samruna og samstarf á flestöllum sviðum líkt og ákveðið hefði verið á leiðtogafundinum í Maastricht í Hollandi í desember. Þar væri gert ráð fyrir að sam- starf ríkjanna tæki einnig til varn- ar- og öryggismála. Utanríkisráðherrann lét þess getið að umsókn Finna og Svía, sem einnig hafa afráðið að bætast í hóp aðildarríkja EB, myndi verða til þess að auka áhrif Norðurlanda í hinni nýju Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.