Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 T3 Kammersveitin ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Kammersveit Reykjavíkur stóð fyrir skemmtilegum tónleikum á Kjarvalsstöðum sl. fimmtudag. Á efnisskránni voru verk eftir Boh- uslav Martinu, Pál P. Pálsson og Luciano Berio. Einsöngvari var Rannveig Bragadóttir en stjórn- endur Páll P. Pálsson og Bern- hard Wilkinson. Tónleikarnir hófust á nonett fyrir blásarakvintett og fjóra strengi eftir Martinu en þetta skemmtilega verk var fyrst flutt 1959 og stendur að nokkru á skjön við þá tilraunastarfsemi í tónsmíði, sem þá stóð í miklum blóma. Tónmál verksins er tónteg- undabundið og það nýtískulegasta við það er stöku samskipan sam- settra hljóma. Það er mjög vel ritað fyrir hjóðfærin, svo þau á köflum blómstra, eins t.d. hornið, sem glampaði fallega á hjá Ogni- bene. Verkið var mjög vel Ieikið en miðþátturinn, „Andante“, sem er á köflum áhrifamikil tónsmíð, var þó sérlega vel leikinn. Auk menningarverðlaunahafanna í ár, Blásarakvintetts ' Reykjavíkur, léku á' strengi Rut Ingólfsdóttir, Graham Tagg, Bryndís Halla Gylfadóttir og Richard Korn. Eftir Pál P. Pálsson var flutt söngverkið Morgen, sem er samið fyrir mezzosópran, strengjakvart- ett, flautu, óbó, klarinett og píanó. Flytjendur voru Bernhard Wilkin- son, Kristján Þ. Stephensen, Einar Jóhannesson, Anna Guðný Guð- mundsdóttir og Reykjavíkur- kvartettinn, sem í eru Rut Ingólfs- dóttir, Zbigniew Dubik, Guð- mundur Kristmundsson og Inga Rannveig Bragadóttir Rós Ingólfsdóttir. Einsöngvari var Rannveig Bragadóttir en höfund- ur stjórnaði. Verkið er tíu ára gamalt og í því má heyra bæði nýtt og gamalt, vel gerðan stengjaþátt og skemmtileg blæ- brigði, en það er sérstaklega við seinna erindi ljóðsins (eftir John Henry Mackey), sem Páll nær að túlka efni ljóðsins á mjög sann- færandi máta. Rannveig söng verkið fallega og var flutningur- inn í heild góður. Blásarakvintett Reykjavíkur, en þar leika Bernhard Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhann- esson, Joseph Ognibene og Haf- steinn Guðmundsson, fluttu gam- ansamt verk eftir Berio. Auk þess að leika á hljóðfærin skiptust fé- lagarnir á að lesa upp eins konar fjarstæðu-barnakveðskap um ref og hænu á hlöðuballi, hindarkálf sem hugleiðir tilgangslaust stríðs- brölt mannanna, gamla mús, sem varar þær yngri við áramótagleð- inni og kettina Bartolomeus og Ómár, sem reyttir og rifnir eftir slagsmál laumast heim til sín. Þetta er eins konar grín upp á alvöruna, sem einkennir flesta tónleika og er ágætt skemmtiat- riði, sérstaklega þegar um jafn vandaðan flutning er að ræða og hjá félögunum í Blásarakvintett Reykjavíkur. Lokaviðfangsefni tónleikanna var verk eftir Berio, sem hann kallar Folk songs, ritað fyrir mezzosópran, flautu, klarinett, slagverk, hörpu, víólu og selló. Flytjendur auk Rannveigar Bragadóttur og stjórnandans, Bernhards Wilkinson, voru Mart- ial Nardeau, Einar Jóhannesson, Eggert Pálsson, Steef van Ooster- hout, Elísabet Waage, Graham Tagg og Bryndís Halla Gylfadótt- ir. Um er að ræða dægur- og þjóð- lög, sem Berio rammar inn í hljóð- færabúning. Tvö lögin eru þó eft- ir Berio, og eru það bestu þættir verksins. Notkun hljóðfæranna er að nokkru hugsuð sem blæundir- strikun en minná gert af því sem heitir að hljómsetja lögin, nema þá helst í því síðasta, sem er sér- lega skemmtilega útfært. Margt er þarna fallega gert en mest mæðir þó á söngvaranum og í flutningi þessara sjarmerandi laga náði Rannveig Bragadóttir oft að túlka þau á einkar sannfærandi máta. Teikningin af Erik Sönderholm, sem var stolið. SýningTi Braga As- geirssonar að ljúka SÝNINGU Braga Ásgeirssonar í FÍM-salnum á módelteikningum og málverkum fer senn að ljúka. Teikningarnar eru flestar frá námsárum Braga í Ósló, Róm og Miinchen á árunum 1953 til 1959. Fæstar myndanna hafa áður verið sýndar. Seinasti sýningardagur er sunnu- daginn 1. mars. Opið er frá kl. 14 til 18 alla daga. Hér með þessari frétt birtist mynd af Erik Sönderholm, fyrrver- andi forstjóra Norræna hússins eft- ir Braga Ásgeirssson. Hún er mun nýlegri en þær myndir, sem eru á sýningunni, en var í innrömmum um leið og hinar teikningarnar. Því lenti hún í samfloti í sýningarsal FÍM og láðist Braga að taka mynd- ina með heim, enda nóg að gera við undirbúning sýningarinnar, er hún opnaði. Um nóttina var brotist inn og þremur myndum eftir Braga stolið, m.a. þessari mynd af Erik Sönderholm. Myndina hafði Bragi gefið ekkju Eriks á sínum tíma og hugðist fara með hana innrammaða til Kaup- mannahafnar fljótlega. Bragi segir um þennan verknað: „Það er von mín að þjófurinn eða þjófarnir sjái að sér og skili mynd- unum, því að listaverkaþjófnaður er enn sem komið er lítið arðbær á íslandi, og auk þess kemur tapið sér mjög illa fyrir alla aðila er fyr- ir því urðu, en fleiri myndir hurfu um leið eftir aðra listamenn eða sennilega 15 myndir alls.“ Erik Sönderholm og eiginkona hans söfnuðu myndum eftir Braga frá því að hann hélt sína fyrstu sýningu árið 1955 og áttu stærsta einkasafn mynd hans. F J Ö L D I MSD EFTIRfílRAMDI SÉRBÚRABI: □ Stuðarar, vatnskassahlíf, hliðarlistar, hurðahandföng og útispeglar, allt í sama lit og yfirbyggingin □ Heilir hjólkoppar □ Rafstýrðir og rafhitaðir útispeglar □ Vindkljúfur á framstuðara □ Sætaáklæði /gólfteppi - ný gerð □ Vindkljúfur að aftan (Lancer stallbakur og Colt) □ Sportstýrishjól MITSUBISHI LANCER stallbakur-EXE MITSUBISHI LANCER hlaðbakur-EXE A MITSUBISHI MOTORS A MITSUBISHI MOTORS MITSUBISHI COLT-EXE ALLIfí MED 12 VENTLA HREYFIL MEÐ FJÖLINNSPHAUTUN ALLIfí MED AFLSTÝRI - ALLIfí MEÐ HVARFAKÚT ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGD HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.