Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 Minning: Pálmi Pálsson, Hjálmsstöðum Fæddur 6. júní 1911 Dáinn 19. febrúar 1992 Með örfáum orðum langar mig til að minnast tengdaföður míns Pálma Pálssonar frá Hjálmsstöðum í Laugardal. Ævikvöldið er liðið, svo alltof stutt eins og alltaf þegar samvist- imar eru góðar og fólki líður vel í návist hvers annars. En gleymum ekki að þakka, því enginn getur misst nema sá er átt hefur. Og við sem áttum því láni að fagna að hafa kynnst Pálma og hans mann- kostum, skiljum við hann víðsýnni og þroskaðri. Á svona skilnaðar- stund rennur hugurinn yfir farinn veg, til fyrstu kynna eða minninga og síðan fram til dagsins í dag. Ég fyrir mitt leyti sé tengdaföður minn, mann á besta aldri, sterkan, duglegan hugmann sem aldrei lá á liði sínu og vildi ekki bíða til morg- uns með þá hluti sem hægt var að gera í dag og ekki hentaði það honum að hafa hálfdrættinga sér við hlið í vinnu. Pálmi var víðlesinn og fylgdist glöggt með heimsmálum á hvetjum tíma. Naut ég oft þeirra stunda og þá sér í Iagi hin síðari ár er hann kom til Reykjavíkur til lækninga og dvaldi þá á heimili okkar um stundarsakir, spjallaði hann þá oft um heimsmálin eða það sem hann var að lesa hveiju sinni. Eitt mesta hugsjónamál hans á seinni árum, eða eftir að hann brá búi, var iögn hitaveitunnar inn dal- inn og vann að því af sömu elju og öðru sem hann tók sér fyrir hend- ur. Eftir komu hitaveitunnar heim- sóttum við þau aldrei öðruvísi en að hann dásamaði ekki hitann í húsinu sem okkur að öllu jöfnu þótti nóg um. En slíkur var munur- inn frá því sem áður var. Og hrædd er ég um að oft verði tómlegt að fá hann ekki í morgun- kaffi í sumarhreiðrið okkar á eyr- inni næsta sumar með fréttir líð- andi stundar eða góðlátlega kímni um hvemig nóttin hafi verið, lækjarniðurinn og fegurðin væri slík í hvamminum að venjulega náttúmlegt fólk á besta aldri svæfi eícki undir slíku. Þannig var hann, kíminn en svo skemmtilega tvíræð- inn, stríðinn en samt svo Ijúfur og þannig viljum við muna hann. Pálmi fór ekki langt til að ná í eiginkonuna Ragnheiði Svein- bjömsdóttur frá Snorrastöðum, það var aðeins yfír lækinn að fára. Þar hreppti hann sitt æðsta hnoss, fal- lega, yndislega og hjálpsama konu er staðið hefur við hlið hans sem klettur alla tíð og hefur hvergi mátt af vandræðum vita án þess að rétta fram hjálparhönd. Saman hafa þau skapað yndis- legt heimili og fjölskyldu sem leitt hefur af sér þau sterkustu fjöl- skyldubönd sem ég hef kynnst. Mig langar til að minnast á atvik sem snerti í mér viðkvæman streng stuttu eftir lát Pálma, en sýnir að snemma hefur krókurinn beygst. Við tengdamæðgumar vorum að skoða gamlar myndir og rifja upp löngu liðna atburði er við rekumst á fermingarkort stílað til Ragnheið- ar Sveinbjömsdóttur frá Pálma Pálssyni. Trúlega er að strax á þessum ámm hefur hann verið bú- inn að veita stúlkunni á næsta bæ eftirtekt. Þetta atvik leiddi huga minn að vísu ortri af Páli föður Pálma, er minnir á þá rómantík er hefur verið í dalnum á þessum tíma og á eflaust eftir að eiga við um ókomin ár. En Pálmi var einnig vel hagmæltur. Með þungan hreim úr hvilftum íjalls hallir falla straumar. Meðan dreymir mey til hals, minning geymist Laugardals. Með þesum orðum vil ég senda tengdaföður mínum mína hinstu kveðju héðan af jörðinni og bið al- góðan Guð að vemda hann og styrkja í þeim verkefnum sem nú bíða hans. Ótrauð höldum við áfram lífshlaupinu sem eftir emm á jörð- inni en styrkur er að því að vita einhvem sér nákominn bíða okkar þegar við leggjum í hinstu ferðina. Og svo ótrúlega er það stuttur tími sem aðskilnaðurinn er ef við lítum í aldanna rás. Elsku Ranka mín, Guð veri með þér og styrki á þessum erfiðu tíma- mótum. Minnumst þess sem stendur í Opinbemnarbók Jóhannesar, 14. ritn.gr. 13. versi. „Og ég heyri rödd af himni sem segir: Rita þú: Sælir era dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir andinn, þeir skulu fá hvfld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ Fyrir hönd tengdadætra. Eygló Þorgeirsdóttir. Það er sama hvað maður býr sig vel undir andlát ættingja og vinar. Alltaf verður höggið jafn þungt og kemur manni jafn mikið að óvöram. Pálmi var nýfarinn frá mér úr kaffi, 19. febrúar, hress eftir atvikum, komst heim og varð þar bráðkvadd- ur. Pálmi fæddist að Hjálmsstöðum 6. júní 1911, ólst þar upp og átti alla tíð þar heimili. Móður sína, Þórdísi Grímsdóttur, missti Pálmi 1914 en faðir hans, Páll Guðmunds- son, giftist aftur og þá Rósu Eyjólfsdóttur sem gekk Pálma í móðurstað og mat hann hana ávallt sem sína móður. Skólagangan varð ekki mikil frekar en margra annarra á þessum tímum. Barnaskólanám og svo Haukadalsskóli veturinn 1930-31 hjá Sigurði Greipssyni, sem hann bar mikið lof á alla tíð. 18 ára gam- all fór hann að stunda sjóinn bæði á bátum og toguram, sigldi á stríðs- áranum, sem ekki hentaði hveijum sem var. Missti þar bróður sinn Erlend, er skipi hans var sökkt. Það var mikið áfall fyrir Pálma, þeir höfðu verið saman á togaranum og fóru túrana til Englands til skiptis. Jafnframt sjómennskunni var hann nokkur sumur verkstjóri hjá Skóg- rækt ríkisins og þá mest við skóg- ræktar- og mæðisveikigirðingar. Fór þá víða og kynntist fólki og landi, enda maðurinn opinn fyrir slíku. Eitt sinn átti að henda ónýtu tijáfræi hjá Skógræktinni en Pálmi og félagar settu það niður. Það er nú lundurinn sem keyrt er í gegnum á leiðinni að Haukadalskirkju. Pálmi var alltaf nokkuð stoltur af þessum lundi og ánægður með að fá stytt- una af Sigurði Greipssyni þar stað- setta. Pálmi var alltaf mikill skóg- ræktarmaður í sér. Árið 1942 snýr Pálmi við blaðinu. Giftist Ragnheiði Sveinbjörnsdóttur frá Snorrastöðum og hóf búskap með henni að Hjálmsstöðum. Fyrst í tvíbýli við föður sinn en síðar við Andrés bróður sinn og hefur því sambýli alltaf farnast vel. Börn Pálma og Ragnheiðar era sex: Gróa Berglind, f. 30. september 1942, húsmóðir og starfsmaður Mennta- skólans að Laugarvatni, gift Hilm- ari Einarssyni byggingarfulltrúa en þau eiga fimm börn og tvö barna- böm; Guðrún, f. 23. desember 1943, hjúkranarfræðingur í Mosfellsbæ, gift Finn Hansen málarameistara og eiga þau ’þijú böm; Páll, f. 7. janúar 1946, bóndi að Hjálmsstöð- um, kvæntur Fanneyju Gestsdóttur hjúkranarfræðingi og eiga þau fjög- ur böm; Sveinbjörn Reynir, f. 26. febrúar 1947, bifvélavirki í Reykja- vík, kvæntur Guðbjörgu Eygló Þor- geirsdóttur snyrtisérfræðingi og eiga þau þijú böm; Bragi, f. 28. desember 1952, bifreiðasmiður í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Kristinsdóttur húsmóður og eiga þau þijú böm; Þórdís, f. 15. febrúar 1954, húsmóðir á Laugarvatni, gift Tómasi Tryggvasyni húsasmíða- meistara og eiga þau þijú böm. Alsystkini Pálma sem nú era á lífi era, Hildur, húsmóðir í Reykja- vík, gift Bimi Jónssyni og Grímur búsettur í Reykjavík, kvæntur Helgu Valtýsdóttur. Látin era af alsystkinum Pálma, Oddný, Guð- mundur, Gróa, Erlendur og Bryndís. Hálfsystkini Pálma, samfeðra, nú á lífi era Þórdís á Hjálmsstöðum, Andrés á Hjálmsstöðum, Hilmar búsettur í Reykjavík, kvæntur Svövu Björnsdóttur og Ásgeir bú- settur í Reykjavík, kvæntur Guð- laugu Jónsdóttur. Látin era af hálf- systkinum Pálma, Sigurður, Guð- mundur og Eyjólfur. Það kom í minn hlut að verða fyrsta tengdabamið, og eins og gengur þá gleypti Pálmi nú ekkert við því að dóttirin væri orðin fleyg- ur fugl og gæti farið hvert á land sem væri. En okkar samskipti urðu öll eins og best verður á kosið. Þó húsið á Hjálmsstöðum væri ekki stórt tók hann því vel að hýsa okk- ur hjónin með bam á meðan við byggðum yfir okkur á Laugarvatni. Það var góður tími. Við getum líka öll tengdabörnin sagt með sanni að Hjálmsstaðahjónin hafa alltaf tekið okkur sem sínum eigin bömum og við umgengist þau sem okkar for- eldra. Pálmi var vinnusamur, stundum full kappsamur, gat ekki unnið hægi, vann sig sveittan en gat svo hvílst á eftir þegar verkinu var lok- ið. Þetta kom sér illa þegar hjartað fór að gefa sig, þá gat hann ekki unnið rólega. En þrátt fyrir vinnusemina löðuð- ust bömin að honum og lærðu þar sitthvað til verka. Fyrsta verkið sem hvert barnabarn lærði var að skrúfa tappann af tóbaksglasinu og gefa afa í nefið. Einn verkþátt gat hann þó aldrei fellt sig við og vorkenndi okkur yngri mönnunum þegar við lentum í bleyjugrafli og uppvaski, það vora ekki karlmannsverk. Hann hafði líka sérstakt lag á sumum hundunum 'sínum og gat látið þá taka hina ýmsu snúninga af sér, það gera hundar ekki nema þeir beri virðingu fyrir húsbónda sínum. Pálmi las mikið og þagði ekki yfir því sem hann las, heldur sagði manni allan þráðinn og það svo vel að ef maður las bókina sjálfur var það eins og að vera að lesa hana í annað sinn. Pálmi ferðaðist talsvert um landið og naut þess vel, enda oftast í för með bömum og tengda- börnum sem nutu þess líka að geta haft foreldrana með. Þannig var líka Hjálmsstaðaheimilið, alltaf sami fasti punkturinn. Þar vann öll fjöl- skyldan saman við það sem þurfti að gera, þó svo að börnin væra öll flutt að heiman og þar skemmti fólk sér saman, kynslóðabil þekktist ekki á þeim bæ. Pálmi var glöggur veiðimaður og hafði gaman af veiðiskap^ Lá á grenjum í hálfa öld, eltist við ijúpur til fjalla og silung í ám og stundaði netaveiði í Laugarvatni. Búmaður var hann hinn besti enda næmur á skepnur, og mikið snyrtimenni, þoldi ekki rak á túnum. Tók vel við öllum þeim nýjungum sem nútíminn hefur boðið upp á þó svo að sumar vélam- ar væra ekki að hans skapi hvað snyrtimennskuna á túnum snerti. Pálmi hætti reglulegum búskap 1982 og tóku þá við búinu Páll og Fanney. Það er mikið lán þegar svo vel tekst til með búskaparbreytingu eins og þar varð. Eftir sem áður gat Pálmi gengið til þeirra verka sem hann treysti sér til og heimilin, þó tvö væra orðin, vora sem eitt. Þetta kunnu líka systkini Páls vel að meta og þakka. Fyrir atbeina Pálma var ráðist í það þarfa verk að leiða heitt vatn úr hvemum á Laugarvatni að Snorra- stöðum og Hjálmsstöðum. í þessu vann hann eins og berserkur, rak á eftir öllum og unni sér ekki hvíldar fyrr en hann komst ofan í heita pottinn heima hjá sér. Þar gat hann síðan oft slappað af. Sveitarstjórn- armál fóra ekki fram hjá Pálma. Hann var sjálfstæðismaður og fór ekkert dult með það. Sat í hrepps- nefnd í 29 ár en sagði þá af sér. Pálmi var gleðimaður en skemmti sér aldrei einn, vildi hafa konu sína, ættingja og vini með, helst sem flesta, syngja mikið og skála en komast þó alla tíð allra sinna ferða fyrir víninu eins og hann sagði gjaman. Hann átti gott með að setja sam- an vísur og fengu flest bömin og bamabömin frá honum gullkom. Það er mikill söknuður sem fylgir því að kveðja slíkan heiðursmann og vin en það fylgir því líka mikil gleði að hafa fengið að kynnast honum og vera með í öll þessi ár. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát- ur. Farðu á Guðs vegum. Blessuð veri minning Pálma Páls- sonar. Hilmar Einarsson. Miðvikudagurinn 19. febrúar rann upp og virtist ætla að verða ósköp venjulegur dagur. Það var hálfgert vesen í vinnunni og ég ákvað að skjótast til afa og ömmu í kaffi, því það var alltaf öraggt að þaðan fór maður ánægður og sáttur við allt þó svo komið væri þangað í þungu skapi. Það brást heldur ekki í þetta skipti. Tæpum tveim tímum síðar berst manni sú harmafregn að afí sé dá- inn, hann hafi orðið bráðkvaddur í svefnherberginu sínu. Við slíkar ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð v eTIl'a J sími 620200 MINNUM A AFSLÁTTINN Á SKÍÐAVÖRUM KRINGLU - Borgarkringlan, sími 67 99 55 j T:eT":4i: * fréttir hrannast minningarnar upp og það er mikill fjársjóður fyrir okkur öll bamabörnin að eiga nú þessar dýrmætu minningar um þennan eðalmann sem afi var. Ég sá fyrir mér þegar ég sem lítill strák- ur elti afa út í fjós og fjárhúsin, gefa lömbunum og brynna þeim í ánni. Síðan kom að því að maður þótti nógu gamall til að verða vinnu- maður og þá var öllum stundum eytt á Hjálmsstöðum. Hann var alla tíð mikill og duglegur verkmaður og það smitaði frá honum því eins og hann sagði stundum „Sjaldan stendur góður maður hjá og horfir á.“ Á vorin var gengið í það af fullum krafti að lagfæra girðingar eftir veturinn, dreifa skít og áburði á túnin og svo auðvitað að gá að bornu eins og kallað var. Þá var farið ríð- andi um allar mýrarnar neðan við Hjálmsstaði og athugað hvort ein- hveijar kindur hefðu borið um nótt- ina. Þessar ferðir munu ávallt verða ógleymanlegar því í þeim kenndi afi okkur að meta náttúrana að verð- leikum. Hann sagði okkur frá lífinu í gamla daga og hvað fuglarnir og jurtirnar hétu og yfirleitt allt milli himins og jarðar. I einni slíkri ferð höfðum við farið fetið lengi vel og hann raulað fyrir munni sér ein- hvem lagstúf þegar hann þagnar skyndilega og spyr mig síðan: „Finnst þér ég vera ríkur, Pálmi?“ Ég hugsaði mig um og þá í þeim dúr að hann ætti Willis ’54, og ekki virtist hann dreifa um sig peningum svo ég svaraði — )Sja ég veit ekki“. Þá sagði hann: „Ég á góða konu og mér hefur auðnast mikið barnal- án, ég átti þess kost að búa í þess- um fallega dal á þessari góðu jörð og ég á marga góða vini svo að mér finnst ég vera ríkur maður.“ Það þurfti ekki að hugsa mikið um það til að sjá að hann hafði lög að mæla og nú lít ég svo á að hann hafi dáið sem auðugur maður. Eftir sauðburð tók við rúningur og það sem honum fylgdi og svo þegar líða tók á sumarið sláttur á túnum. Þá tók afi okkur barnabörn- in með út á tún að raka dreif því hann þoldi illa að skilið væri eftir hey sem hægt var að nýta. í hey- skapnum var ávallt múgur og marg- menni svo nálgaðist oft að vera ættarmót. Þá stjórnaði afi bagga- röðun í hlöðuna af röggsemi og krakkarnir hjálpuðu eins og þau gátu. Afí var veiðimaður hinn mesti og það vora ófáar ferðirnar með honum út á vatn að vitja um eða ganga með stöng meðfram ánum. Hann var slyng ijúpnaskytta og grenja- skytta var hann áratugum saman í sinni sveit. Það væri hægt að halda lengi áfram en eins og það er erfitt að byija á svona grein er ekki síður erfitt að hætta. Við barnabörnin erum orðin 21 og langafabörnin eru 2 og öll eigum við okkar minningar um þennan sómamann. Ég bið guð að styrkja hana ömmu okkar í þess- ari þungu sorg og einnig alla aðra vini og vandamenn sem nú sjá á eftir góðum dreng. Það hefur sjald- an átt betur við að segja að maður- inn lifi þótt hann deyi og við munum finna fyrir nærveru hans um langa tíð. Guð blessi minningu hans. F.h. bamabama Pálmi Hilmarsson. Pálmi Pálsson, bóndi á Hjálms- stöðum í Laugardal, lést á heimili sínu 19. febrúar sl. Þegar okkur bárust þær fregnir að þessi gamli, góði vinur væri allur hrönnuðust upp minningar um liðna tíð og þau kynni er við höfðum haft af hinum látna höfðingja og fjöl- skyldu hans. Pálmi var fæddur 6. júní 1911, sonur þeirra mætu hjóna Þórdísar Grímsdóttur og Páls Guðmundsson- ar, búenda á Hjálmsstöðum. Hann ólst upp á heimaslóð og þar bjó hann alla ævi. Árið 1942 skaust Pálmi yfir læk- inn á næsta bæ, Snorrastaði, og sótti konuefni sitt, Ragnheiði Svein- bjarnardóttur, bónda á Snorrastöð- um. 3. júlí það sama ár voru þau gefin saman og hófu búskap á Hjálmsstöðum. Þau eiga sex börn á lífi, þijár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.