Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 Minning: Jakob O. Olafsson, Vestmannaeyjum Fæddur 18. ágúst 1915 Dáinn 18. febrúar 1992 18. febrúar sl. andaðist í Vest- mannaeyjum Jakob Óskar Ólafsson, Jjýskur konsúll og skrifstofustjóri Útvegsbankans í Vestmannaeyjum um áratuga skeið. 'Jakob fæddist á Brekku í Fljóts- dal, Norður-Múlasýslu, 18. ágúst 1915. Faðir hans, Ólafur Óskar Lárusson, var þar starfandi héraðs- læknir. Við andlát Halldórs Gunn- laugssonar læknis, sótti Ólafur um héraðslæknisembættið í Vest- mannaeyjum og hlaut það. Var hann héraðslæknir Eyjamanna ára- tugum saman við mjög góðan orð- stír. Hann var kvæntur Sylvíu Guð- mundsdóttur ísleifssonar frá Eyrar- bakka og eignuðust þau tíu börn. Jakob sem hér er kvaddur var sjö- undi í röðinni og við andlát hans eru þau öll látin og hafa kvatt lífið. Ólafur faðir Jakobs fæddist á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd og var sonur Lárusar smáskammta- læknis Pálssonar frá Amardrangi í Landbroti í Vestur-Skaftafells- sýslu. Þegar Ólafur byggði stórhýsi sitt við Hilmisgötu í Vestmannaeyj- um, sem einnig var sjúkrahús, þá kallaði hann það Arnardrang og hélt þannig upp á sín feðratún. Jakob var vel af Guði gerður, átti gott með að læra. Brautskráð- ist hann frá Verslunarskóla íslands tvítugur að aldri, árið 1935. Hélt hann síðan til framhaldsnáms í Þýskalandi og náði við það góðum tökum á þýskri tungu. Árið 1938 varð hann hafnargjaldkeri í Vest- mannaeyjum. Sem símsendill kom ég oft á skrifstofu hans. Man ég Jakob fyrir háttvísi hans og ljúfa framkomu, sem aldrei gerði manna- mun. Starfaði Jakob þarna í átta ár. Þaðan réðst Jakob til Útvegs- bankans í Vestmannaeyjum, fyrst sem féhirðir, síðan aðalbókari og skrifstofustjóri. Þarna við eitt stærsta útibú landsins réðu þeir ríkjum áram saman, Baldur Ólafs- son og hægri hönd hans, Jakob Ólafsson. Árið 1956 er við Óskar bróðir keyptum bát okkar af Útvegsbanka íslands á Seyðisfirði, áttum við mikil og góð samskipti við þá Bald- ur og Jakob. Þar bar aldrei skugga á. Hugljúfar minningar áttum við bræður um þá báða. Kynntumst við þar lipurð og sanngirni, spm ógleymanleg er. í einkalífi sínu var Jakob mikill gæfumaður. Hann giftist Jóhönnu Bjamasen og eignuðust þau þijú mannvænleg börn. Elst er Guðrún Jóhanna, gift Sigurði Á. Tómas- syni. Þeirra sonur er Jakob Óskar, handboltahetja með Val, og er hann faðir eina bamabarns Jakobs Ólafs- sonar, en unnusta hans er Fjóla Sigurðardóttir. Önnur er Sigríður Sylvía, gift Eyjólfi Martinssyni. Eiga þau tvö börn, Jóhönnu Maríu, unnusti hennar er Albert Pálsson, og Martin. Þriðja bam þeirra er Ólafur Óskar, kvæntur Sigríði Þór- arinsdóttur og eiga þau fjögurbörn, Þórarin Jóhannes, Jakob Óskar, Sigurð Anton og Hönnu Lísu. Ólafi syni Jakobs kynntist ég vel strax á unglingsáram hans, þar sem hann tók einarðlega jákvæða af- stöðu til fagnaðarerindis Jesú Krists og gerðist virkur liðsmaður í Hvíta- sunnusöfnuðinum. Þegar ég heim- sótti Jakob sjúkan á Landspítalann í nóvember sl. opnaði sig fyrir mér þessi orðvari og oft duli maður. Kvað hann því ekki að leyna, að áhyggjur hefði hann haft af þessum einkasyni sínum. Áhyggjumar juk- ust við það, að Ólafur spilaði með unglingahljómsveit og hafði verið beðinn um að spila í danshljómsveit í Reykjavík, sem ekki varð af. Jak- ob vissi af sárri raun, að þar hefði Bakkus getað orðið með í för. Jak- ob horfði nú fast á mig og mælti: „Ég vil nú þakka þér hvað þú varst fyrir hann Öla minn. Allar áhyggjur og kvíði hurfu, þegar Óli varð liðs- maður ykkar. Hann á í dag góða konu, yndislegt heimili og myndar- böm. Það er öryggi fyrir mig að á heimili þeirra kemur áfengið aldrei inn.“ Eftir þetta samtal lá opin leið til bæna og fól Jakob sig í hendur frelsara Jesú Krists. Hann var tilbú- inn að ganga á Drottins fund, þeg- ar kallið kom. Blessuð veri minning Jakobs Óskars Ólafssonar. Einar J. Gíslason. Mig langar til þess að kveðja elskulegan afa minn með örfáum orðum, en hann lést eftir stutta sjúkdómslegu á Dvalarheimili aldr- aðra i Vestmannaeyjum 18. febrúar sl. Það er ekki í mannlegu valdi að breyta gangi lífsins og dauðinn er hluti af tilveranni. Það eina sem við vitum með fullri vissu í lífínu er að einhvem tíma deyja allir, lífíð hér á jörðinni er ekki endalaust. Það kemur manni þó alltaf jafn mikið á óvart er ástvinur hverfur skyndilega úr jarðnesku lífí. Þannig var um mig þegar ég frétti skyndi- legt andlát afa míns. Frá því ég man fyrst eftir mér hefur afí aldrei verið langt undan og mér fannst hann alltaf vera einn af föstu punkt- unum í tilverunni. Því bregður mér nú við þegar ég veit að ég á ekki eftir að hitta hann aftur í þessu lífí. Við vorum mjög góðir vinir og ræddum oft saman um lífíð og til- veruna. Afí lét sig alltaf miklu varða hvað afabörnin hans væru að aðhaf- ast og fýlgdist vel með okkur öllum, bæði í námi og starfí. Það var þessi áhugi afa á hvað við værum að gera og hvað við ætluðum okkur í framtíðinni, sem sýndi svo vel um- hyggju hans. Það streyma ótal minningarbrot fram í huga mér þegar ég hugsa um stundimar sem ég átti með afa gegnum tíðina. Ég minnist vetrar þegar afí dvaldi hjá fjölskyldu minni í Eyjum, okkur til mikillar gleði. Hann var óþreytandi við að hjálpa okkur systkinum við námið og spila við okkur. Ég minnist ótal kvöld- stunda á Háaleitisbrautinni í gegn- um árin, þar sem við áttum notaleg- ar viðræður um lífsins gagn og nauðsynjar. Afí var bæði skynsam- ur og gáfaður maður og hafði frá mörgu að segja. Ég fæ seint full- þakkað þau góðu ráð og þá miklu speki sem hann miðlaði mér í gegn- um tíðina. Fyrir tveimur árum flutti ég í sama hús og afí bjó í. Ég hefði hvergi annars staðar kosið að hefja búskap en á hæðinni fyrir neðan afa og það að vita af honum í grend- inni var mér mikið öryggi. Það tengjast margar minningar þessum tíma, sem í dag er mér svo dýrmæt- ur. Upp kemur í hugann sólríkur sumardagur sem við eyddum saman í garðinum bak við hús, heimsóknir sem afi kom í á neðri hæðina til mín og nú síðast stundirnar sem ég átti með honum á Landspítalan- um. Þar bar ýmislegt á góma sem ég geymi djúpt í hjarta mínu og verður mér að leiðarljósi um ókomna tíð. Minninguna um yndislegan afa, sem ég mat svo mikils, fær enginn tekið frá mér og verður mér hugg- un í sorginni og söknuðinum. Eg bið algóðan Guð að geyma afa minn, sem var mér svo mikils virði. Jóhanna María. Mig langar að minnast tengda- föður míns, Jakobs Óskars Ólafs- sonar, í stuttu máli hér á kveðju- stund. Það er alltaf erfítt að kveðja vin og er söknuður mér ofarlega í huga á þessari stundu. Það var alla tíð mjög kært á milli okkar Jakobs og bar þar aldr- ei nokkum skugga á. Margs er að minnast, þegar farið er yfír rúmlega tveggja áratuga skeið. Tíminn flýg- ur hratt hjá og ævi mannsins er ekki Iöng. „Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefír sinn tíma. Að fæðast hefír sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma.“ Þannig kemst Prédikarinn að orði í Heilagri ritningu. Mér er minnisstætt, er ég kom í fyrsta skipti til Vestmannaeyja á undurfögram eftirmiðdegi í ágúst- mánuði fyrir tæplega tuttugu og tveimur árum. Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta og ég var frá mér numinn. Þá sá ég tengdaföður minn í fýrsta skipti og fór strax vel á með okkur. Þá hafði ég þegar kynnst eiginkonu hans og tengda- móður minni, Jóhönnu M. Bjarna- sen, hér í Reykjavík, en þau kynni vora mér mjög dýrmæt. Var hún langdvölum í höfuðborginni síðustu árin, sem hún lifði til að leita sér lækninga við alvarlegum sjúkdómi. Þá annaðist hún einnig aldraða móður sína og hélt heimili fyrir son sinn, sem var við nám í Verslunar- skóla íslands. Höfðu þau hjónin búið sér heimili á Háteigsvegi 8 í Reykjavík, en þeirra aðalheimili var reyndar ætíð í Vestmannaeyjum, meðan Jóhönnu naut við, en hún lést langt um aldur fram, 15. júlí 1972. Þá um haustið fluttist Jakob til Reykjavíkur í íbúð þeirra á Há- teigsveginum og bjó þar ein í tutt- ugu ár, eða þar til hann fluttist að Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 10. janúar sl. Þar hafði hann aðeins dvalið í rúman mánuð, þegar dagar hans voru allir. Hann andaðist þar 18. febrúar sl. Jakob missti mikið við fráfall sinnar yndislegu konu og var hann 'aldrei samur maður eftir lát henn- ar. 'Stuttu eftir að hann fluttist al- farinn til Reykjavíkur braust út eld- gos í Vestmannaeyjum í janúar 1973. Gat hann því með mikilli gleði hýst báðar dætur sínar, tengdasyni og barnaböm í íbúðinni, sem þau hjónin höfðu fest kaup á nokkrum t Bróðir okkar, LÁRUS GUÐMUNDSSON, lést í Vífilsstaðaspítala þann 24. febrúar. Gunnar Guðmundsson og systkini. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN GUÐMUNDSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Langeyrarvegi 5, Hafnarfiröi, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 27. febrúar. Guðrún Ragnheiður Erlendsdóttir, Baldvin Hermannsson, Etsa Kristín Jónsdóttir, Auður Hermannsdóttir, Anders Englund, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, MARGRÉT JAKOBSDÓTTIR, Garðaflöt 37, Garðabæ, lést í Vífilsstaðaspítala fimmtudaginn 27. febrúar. Páll Gíslason, Albert Albertsson, Steinunn Gísladóttir, Ingibjörg Gísladóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, EINAR H. PÁLSSON, Dalbraut 27, Reykjavík, er látinn. Hörður Einarsson, Steinunn H. Yngvadóttir, Edda Einarsdóttir, Einar Már Magnússon, Kristfn Einarsdóttir, Sveinn G. Scheving. t Móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA MAGNÚSDÓTTIR, Sólvallagötu 53, sem lést 23. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 3. mars. Athöfnin hefst kl. 13.30. Magnús Þórðarson, Ragnheiður Þórðardóttir, Magnús Hjálmarsson, Guðrún Þórðardóttir, og Einar Þorláksson. árum áður, sem augljóslega kom sér mjög vel á slíkum neyðartímum. Jakob var alltaf mjög greiðvikinn og naut þess að gleðja aðra. Alla tíð var hann sérstaklega barngóður og nutu barnabörnin ætíð góðvildar hans. Tími óvissu fór í hönd eftir Heimaeyjargosið og þurfti fólk að taka ákvarðanir um framtíðarbú- setu, annað hvort „uppi á landi“, eins og Eyjamenn segja, eða flytja aftur til Eyjanna fallegu. Tímar liðu og hagir fólks breyttust á ný. Jakob varð aftur einn í íbúð sinni, en ekki leið á löngu þar til Guðrún eldri dóttir hans og eiginmaður hennar, Sigurður Tómasson, keyptu íbúð í næsta húsi og hafa búið þar í hálf- an annan áratug. Mörg undanfarin ár önnuðust þau hann daglega og báru mikla umhyggju fyrir honum. Sigríður, yngri dóttir hans, fluttist aftur til Eyja ásamt eiginmanni sínum Eyj- ólfi Martinssyni og börnum þeirra. Sigríður hefur þó dvalið hér í borg oft á undanförnum áram til lengri eða skemmri tíma og notaði hvert tækifæri til að annast föður sinn og vera samvistum við hann. Jakob gat einnig notið samvista við Eyjólf tengdason sinn, þar sem hann heim- sótti hann nær alltaf í sínum stuttu en tíðu ferðum til borgarinnar. Son- ur Jakobs, Ólafur, yngstur barna hans, býr hér í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni og er ég undirrituð gift honum. Þess er skemmst að minnast að við lögðum land undir fót sumarið 1990 og buðum Jakobi með okkur. Fórum við austur á Fljótsdalshérað og dvöldum þar í vikutíma og skoðuðum m.a. æsku- stöðvar Jakobs, en hann fæddist að Brekku í Fljótsdal, þar sem fað- ir hans var héraðslæknir um 13 ára skeið. Ferðin var í alla staði ógleym- anleg fyrir okkur öll og mynduðust alveg sérstök tengsl milli afa Jak- obs og Hönnu Lísu dóttur okkar, sem þá var aðeins 13 ára gömul, og kallaði hún hann alltaf kærast- ann sinn upp frá því. Foreldrar Jakobs vora hjónin Sylvía Guðmundsdóttir frá Háeyri á Eyrarbakka og Ólafur Lárusson fæddur á Sjónarhóli á Vatnsleysu- strönd. Fjölskylda Ólafs Lárussonar fluttist til Vestmannaeyja, þegar Jakob var ungur að árum, er faðir hans tók við embætti héraðslæknis þar í bæ. Jakob ólst upp í stóram hópi systkina, sem nú öll eru látin. Kvaddi hann síðastur þeirra. í næstum hálfa öld bjó Jakob í Vestmannaeyjum. Hans aðalstarfs- vettvangur var á sviði bankamála, en hann starfaði í Útvegsbanka íslands um áratuga skeið. Jafn- framt lét hann til sín taka á hinum ýmsu sviðum félagsmála og þar vora líknarmál of'arlega á baugi. Jakob var fróður um menn og mál- efni, víðlesinn og lét sér annt um velferð samferðarmanna sinna. Hann var hæglátur maður, dulur og flíkaði ógjarnan tilfinningum sínum, sem hann var þó ríkur af. Þeir sem vel til þekktu. vissu að inni fyrir sló viðkvæmt hjarta manns, sem hafði næmni fyrir margvíslegum hliðum mannlegs lífs. Jakob var listhneigður og hafði næmt auga fyrir fegurð ýmiskonar. Tónlist var hans yndi og hafði hann sem ungur maður lært á píanó hjá Önnu Jesdóttur frá Hóli í Eyjum og stuðlaði.að menntun bama sinna í þeim efnum. Stuðlaði hann jafn- framt að tónlistarmenntun og var einn þeirra, sem glæddi áhuga Eyj- amanna fyrir tónlist, því að hann var einn af stofnendum Tónlistarfé- lags Vestmannaeyja og í stjórn þess um áratuga skeið. Oft slógum við á létta strengi hér á heimili okkar í orðsins fyllstu merkingu, við söng og hljóðfæra- slátt. Þar lék hann á als oddi, og áttum við margar slíkar góðar stundir, sem ylja um hjartarætur. Jakob gerði sér glögga grein fyrir því að langt var liðið á ævikvöldið í þessum forgengilega heimi, en hann átti sér eilífðarvon. Þar kom vel fram á samveru- og bænastund- um, sem hann átti með syni sínum. Hann hafði öðlast himeskan frið í drottni okkar og frelsara Jesú Kristi.* Drottinn blessj alla aðstandendur og vini Jakobs Óskars Ólafssonar. Sigríður Þórarinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.