Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 22

Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 22
saai 5Ia'7m:í'‘! .es íiUDAmiADUAjMm.imoDmM 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 Af bandormi og öðrum ormum eftir Helga Seljan Margt og mikið hefur að undan- förnu verið um þann makalausa orm, bandorminn, skrifað og skraf- að. Ekki ætla ég að fara út í al- menna umræðu um orm þennan, en aðeins tæpa á einum lið sem varðar tekjutengingu lífeyris. Á valdatíma fyrri ríkisstjómar átti ég sæti í nefnd sem vann að heildarendurskoðun tryggingalaga. Þáverandi tryggingaráðherra, Guð- mundur Bjamason, setti nefndinni þann ramma í vinnu sinni að endur- skoðun þessari, að þegar upp væri staðið yrðu heildarútgjöld til mála- flokksins áþekk, þannig að um jöfn- unaraðgerðir yrði að ræða innan kerfisins. Þeim sem hér heldur á penna og hlaut að eiga það hlutverk helzt að reyna að þoka fram réttarbótum og nýmælum var auðvitað ljóst, að svigrúm yrði til þess takmarkað, svo og að einhveijir yrðu í ein- hverju að gjalda, ef þeim lakast settu yrði fengin réttarbót. Aðstað- an var því allörðug. Eitt af því sem inn í umræðuna kom var aðskilnað- ur ellilífeyris og örorkulífeyris þannig að örorkulífeyrir hefði nokkra sérstöðu af þeirri einföldu ástæðu, að blessunarlega er eldra fólk, sem hefur verið við þokkalega starfsheilsu á ævigöngunni, ærið betur sett — einkum eignalega — en sá sem hefur fatlast innan við ævigöngu miðja, að ekki sé nú talað um fötlun frá fæðingu. Þetta sjónarmið fékk fylgi og bótatölur þess fmmvarps, sem full- búið var, endurspegla þennan vilja nefndarmanna, þó ekki væri í þeim mæli er ég hefði viljað sjá. Það var hugað að ýmsum verulegum réttar- bótum og m.a. var mjög rætt um umönnunarbætur til þerira sem sinntu fullorðnum fötluðum og öldr- uðum og með frumvarpinu var stig- ið stórt skref í þá átt. Hér er um margþætt mál að ræða, þar sem hagsmunir og heill einstaklinga fara ágætlega saman við samfé- lagslega hagsmuni, og raunar er trúa mín sú að til lengri tíma litið sé hér um einkar athyglisverða spamaðartiliögur að ræða í okkar annars dýra heilbrigðis- og trygg- ingakerfi, þar sem allt er betra en innlögn á sjúkra- eða hjúkrunar- stofnun, bæði hvað varðar kostnað og velferð einstaklingsins. Ég ætla ekki að tíunda hin mörgu mikilvægu nýmæli og réttarbætur frumvarps þessa, en minni rétt á öryrkjavinnuna, sem örvuð var sem allra mest öllum til hagsbóta í stað þess vafasama kerfis, sem nú er í gildi. Það eitt var ljóst, og vonandi ekki umdeilt, að í ijölmörgum grein- um var gengið fram á veg. En ein- hvers staðar varð að fá féð til um- bótanna, fyrst ekki mátti auka heildarútgjöldin. Og þá var að tekj- utengingunni komið. Nú leyni ég því ekki að ég gerði fyrirvara í nefndaráliti um upphæðir þær sem miða átti við, þ.e. þar sem skerðing skyldi byija. Þegar verið er að taka á slíku umdeildu grundvallaratriði þá þarf að gæta þess að aðgerðin hafi ekki í för með sér raunverulega afkomu- skerðingu hjá fólki. Þess vegna skiptir svo miklu að tekjumörk séu allrúm, þegar skerðing hefst. Það var ekki nægilega hugað að því í frumvarpinu í fyrra og alveg hið sama var uppi á teningnum nú. Bæði þá og nú var á því klifað að ef hærra yrði farið í tekjumörkum „Hins vegar lýsti Ör- yrkjabandalagið sig reiðubúið til umræðu um jöfnunaraðgerðir innan tryggingakerfis- ins, þ.m.t. tekjuteng- ingu grunnlífeyris, ef tilteknum skilyrðum yrði fullnægt, svo sem réttlátari skattlagningu í samfélaginu og nýjum sem og auknum réttar- bótum í tryggingalög- gjöfinni.“ næðist svo lítið inn — það tæki því varla að vera að krukka í þetta með þeim hætti, það skilaði svo litlu. Út af fyrir sig er það rétt, en það sem rétt er í þeim efnum þarf ekki að vera réttlátt. Það var svo eftir öðru nú að í sama mund og bandormur skerð- inganna skreið í gegnum þingið, skreið annar ormur og ófrýnilegri upp á yfirborðið og gaf bandorms- Helgi Seljan feðrum langt ormsnef og allri þjóð- inni um leið. Ljósari sönnun um alvarlegar veilur skattkerfís okkar var ekki unnt að fá, því allt var löglega blúndulagt í bak og fyrir. Og enn var það eftir öðru að upp- hæðimar voru ískyggilega ámóta sem ormunum fylgdu og var þó eðli þeirra gizka ólíkt, þar sem ann- arri fylgdu vemleg vandamál og þrengingar, en hinni aukin auðsæld ein. r ■ ■ Aðdáendur ESCORT og ORION geta verðið stoltir af 1992 línunni frá Ford. Ný og glæsileg hönnun, stærri hurðir, gott útsýni,sportlegt útlit, meira innra rými og frábær aðstaða ökumanns og farþega. ESCORT og ORION eru verðugir fulltrúar þýskrar gæðaframleiðslu. Verðið er ótrúlegt: Frá kr. 871,000,- * Verð miðað víð gengi í febrúar og án skráningar og ryðvamar. Hefur þú ekið Ford - nýlega FRUMSYNINC Laugardag frá kl: 10-17, sunnudagfrá kl: 13-17 ESCORT 5 dyra, hlaðbakur. M)l$Acl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.