Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 29. FEBRÚAR 1992 7 Hvalur gengur aftur Hella. FYRIR nokkrum dögum tóku glöggir Þykkbæingar eftir dökkri þúst, allmikilli um sig, í fjarska niður við sjó. Héldu menn jafnvel að þar væri annar hvalreki en sem kunnugt er rak stóran búrhval á fjörur þeirra Þykkbæinga í þorrabyrjun. Þegar betur var að gáð kom þó í ljós að þar var kominn sá sami og var ,jarðaður“ 29. janúar sl. „I óveðrinu sem gengið hefur yfir undanfarnar vikur hefur brimið verið gífulegt og brotið niður sjáv- arkambinn og fært hvalinn til og rótað sandinum frá á alla kanta,“ sagði Emil Ragnarsson bóndi á Sólbakka í Þykkvabæ, þegar rekinn var skoðaður. „Það er alit annað að sjá hann núna, hann hefur skroppið saman og fýlan er ekki eins sterk,“ sagði Emil, en hann urðaði hvalinn. Hvalurinn er núna á jafnsléttu en holan sem hann var urðaður í var nokkurra metra djúp og tæplega metra sandlagi var þjapp- að ofan á og sléttað yfir. Ekki er vitað hvað verður um hval- inn þar sem svo erfitt er að losna við hann. Trúlega verður þó reynt að urða hann aftur. „Ég hef talað við sóknarprestinn," segir oddviti Þykkbæinga, Páll Guðbrandsson, „og hún tók vel í að aðstoða okkur við að koma hvalnum með sómasamlegri viðhöfn ofan í jörðina, kannski það myndi duga.“ - A.H. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Það eru engin smáræðis náttúruöfl hér að verki, brimið hefur rótað hvalnum uppúr gröf sinni og hvílir hann nú á jafnsléttu. Fíkniefnalögreglan: Fundu hass og kókaín Fíkniefnalögreglan hann við húsleitir nýlega 112 grömma af hassi og 4 grömm af því sem talið er vera kókaín. Tveir pilt- ar og stúlka voru handtekin vegna málsins og hafa játað að eiga efnin. Auk efnanna fann lögreglan í húsleitunum áhöld til fíkniefna- neyslu svo og hnífa og ýmis önn- ur vopn. Fólkið er allt þekkt að fíkniefnaneyslu og brotum tengd- um henni. Málið er talið upplýst. Nefnd um ahnenna stjórnsýslu- loggjof Forsætisráðherra skipaði í gær, föstud. 28. febrúar, sérstaka nefnd sérfræðinga til þess að vinna að undirbúningi almennrar stjórnsýslulöggjafar, segir í frétt frá forsætisráðuneytinu. Skipun nefndarinnar er í samræmi við stefnu og starfsáætlun ríkisstjórn- arinnar en þar segir m.a.: .. verður unnið að undirbúningi löggjafar á sviði stjórnsýslunnar. Markmið þeirra löggjafar er að tryggja réttaröryggi einstaklinga gagnvart ákvörðunum stjórnvalda og gera athafnir framkvæmdavaldsins skýrari og traustari. Þá verða jafn- framt í þeim lögum ákveðið um upp- lýsingaskyldu stjórnvalda. Kannað verður hvort æskilegt sé að setja á laggirnar sérstakan stjórnsýsludóm- stól. Er þetta gert til að tryggja nauðsynlegt eftirlit með fram- kvæmdum og ákvörðunum stjórn- valda, en nokkuð hefur þótt skorta á að farið væri eftir ábendingum umboðsmanns Alþingis. (...) Þessi vinna er í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að leikreglur stjórnskipunnar skuli vera í sífelldri mótun og taki mið af kröfum tímans um réttaröryggi borgaranna." í nefndinni sitja Eiríkur Tómasson hrl., formaður, Gunnar Jóhann Birg- isson hdl. og Páll Hreinsson lögfræð- ingur. -..-.-».» ♦---- Alþjóðlegt skákmót: Fyrsta umferð á sumiudaginn ALÞJÓÐLEGT skákmót hefst í Reykjavík á morgun, sunnudag. Allir sterkustu skákmenn Islend- inga taka þátt í mótinu auk fimm erlendra keppenda. Dregið verð- ur um töfluröð í dag en mótið verður sett á morgun og þá verð- ur fyrsta umferð tefld. íslensku keppendurnir eru Jóhann Hjartarson (2580 Eló-stig), Margeir Pétursson (2555 Eló-stig), Helgi Ól- afsson (2525 Eló-stig), Jón L. Arna- son (2515 Eló-stig), Karl Þorsteins (2485 Eló-stig), Hannes Hlífar Ste- fánsson (2455 Eló-stig) og Þröstur Þórhallsson (2425 Eló-stig). Erlendis frá koma Alexej Sírov, Lettlandi (2655 Eló-stig), Vasilios Kotronias, Grikklandi (2560 Eló-stig), Stuart Conquest, Englandi (2505 Eló-stig), Olivier Renet, Frakklandi (2495 Eló- stig) og James Plaskett, Englandi, (2455 Eló-stig). Mótið er í 11. styrkleikaflokki Alþjóðagkáksambandsins og eru níu af tólf þátttakendum stórmeistarar en Karl, Hannes og Þröstur kru al- þjóðlegir meistarar. Verðlaunafé nemur alls 18.000 Bandaríkjadölum, þar af eru 6.000 dalir í fyrstu verð- laun. Mótið er haldið af Skáksambandi íslands og Taflfélagi Reykjavíkur en aðalstyrktaraðili er Radíóbúðin- Apple-umboðið á íslandi. Taflið hefst alla daga kl. 17.00 nema síðasta umferð laugardaginn 14. mars sem hefst kl. 13.00. Nœsta mál! Kosning gjaldkera húsfélagsins Húsfélagaþjónusta íslandsbanka býðst til að annast innheimtu-, greiðslu- og bókhaldsþjónustu fyrir húsfélög. Gjaldkerastarf í húsfélagi fjölbýlishúsa hefur aldrei HÚSFELAGA þótt eftirsóknarvert, enda bœöi tímafrekt og oft van- pjonusta þakklátt. Húsfélagaþjónustan auöveldar rekstur og tryggir öruggari fjárreiöur húsfélaga meö nákvœmri yfirsýn yfir greiöslustööu og rekstur á hverjum tíma. Þetta fyrir- komulag er því íbúum fjölbýlishúsa til hagsbóta. Þrír þœttir Húsfélagaþjónustu: ..---Innheimtuþjónusta: Bankinn annast mánaöarlega tölvuútskrift gíróseöils á hvern greiö- /jf '\r'\ anc^a húsgjalds. Á gíróseölinum eru þau gjöld sundurliöuö sem greiöa /<£• v', þarf til húsfélagsins. (2 Vo Greiösluþjónusta: '^/ Öll þau gjöld sem húsfélagiö þarf aö greiöa, t.d. fyrir rafmagn og £c/ ^ v v hita, fœrir bankinn af viöskiptareikningi og sendir til viökomandi á 'S-^5LUÍ^-/ umsömdum tíma. Bókhaldsþjónusta: I lok hvers mánaöar er sent út reikningsyfirlit sem sýnir hverjir hafa greitt og í hvaö peningarnir hafa fariö. í árslok liggur fyrir yfirlit yfir rekstur húsfélagsins á árinu, greiöslur íbúa á árinu og skuldir þeirra í lok árs. Allar nánari upplýsingar um Húsfélagaþjón- ustu bankans og kynningartilbobib sem stendur húsfélögum til boba til 16. mars fást hjá þjónustufulltrúum í neban- ISLANDSBANKI greindum afgreibslustöbum bankans. _ ( v(q nýja tfmai Eftirtaldir afgreibslustabir Islandsbanka veita Húsfélagaþjónustu: Bankastrœti 5, sími 27200. Lœkjargata 12, sími 691800. Laugavegur 172, sími 626962. Alfheimar 74, sími 814300. Grensásvegur 13, sími 814466. Háaleitisbraut 58, sími 812755. Stórhöfbi 17, vib Gullinbrú, sími 675800. Lóuhólar 2-6, sími 79777. Kringlan 7, sími 608000. Þarabakki 3, sími 74600. Dalbraut 3, sími 685488. Bbistarg 17, Seltj., sími 629966. Reykjavíkurvegur 60, Hafnarfirbi, sími 54400. Strandgata 1, Hafnarfirbi, sími 50980. Hörgatún 2, Garbabce, sími 46800. Hamraborg 14a, Kópavogi, sími 42300. Þverholt 6, Mosfellsbæ, simi 666080. Hafnargata 60, Keflavík, sími 92-15555. Kirkjubraut 40, Akranesi, sími 93-13255. Hrísalundur la, Akureyri, sími 96-21200. Abalgata 34, Siglufirbi, sími 96-71305.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.