Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 Þú kemur svo aftur eftir viku, ef þú verður á Iífi... ur læknir. Af hverju? HÖGNI HREKKVÍSI pliorigitttiilíKtvfeiitíi BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Adam var ekki lengi í Paradís! frá Jóhanni Pétri Sveinssyni: ÞÆR gleðifregnir að við íslending- ar verjum mestum fjármunum allra þjóða til heilbrigðismála reyndust því miður ekki réttar. Það er þó huggun að við erum eftir sem áður framarlega í hópi þjóðanna á þessu sviði, eða höfum a.m.k. verið það fram til þessa. Mér hefur þótt umfjöllun um þessar fréttir furðulega neikvæð. Við íslendingar höfum hingað til veið fremur hreyknir af því ef við höfum skarað fram úr á einhveijum sviðum. Við höfum gumað af því að heilbrigðisþjónustan okkar sé ein sú besta í heimi og það ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart að hún kosti sitt. í raun og veru ætti hún að vera okkur hlut- fallslega dýrari en stóru þjóðunum. Það ætti því að vera fagnaðarefni fremur en hið gagnstæða að fá staðfestingu á að við erum framar- Iega í hópi þjóðanna hvað snertir fjármuni sem varið er til heilbrigðis- mála. Það er á hinn bóginn jafn sjálfsagt þegar um jafn mikilvægan málaflokk er að ræða og heilbrigðis- mál að meta stöðugt hvar sé hægt að gera betur, hvernig sé hægt að fá betri þjónustu fyrir peningana og að vinna stöðugt á faglegan hátt að því hvemig þjónustunni verður best skipað. Á sama hátt er einnig mikilvægt að fjalla um markmið heilbrigðis- þjónustunnar, fjármögnun og hvaða Ieiðir sé rétt að fara í heilbrigðis- málum. Heilbrigðismál em það stór og mikilvægur málaflokkur að eigi breytingar á honum að koma að einhveiju gagni þarfnast þær mjög víðtæks samráðs við fagaðila, hagsmunaaðila og mér liggur við að segja við þjóðina alla. Slíkt sam- ráð hefur ekki átt sér stað. Eins og það sem gert hefur verið nú síð- ustu mánuði horfir við frá sjónar- hóli leikmannsins virðist hafa verið farið fram af meira kappi en forsjá. Auðvitað vitum við að efnahags- útlitið er ekki gott og að hér er við erfið mál að eiga en samt held ég að það hljóti að vera vænlegra til árangurs að reyna að fá fólkið með sér eða a.m.k. til að skilja aðgerð- irnar áður en þeim er skellt á. Það er mín skoðun að það sé ekki væn- legt til árangurs að skella einhveij- um aðgerðum á og ætla síðan eftir á að sníða af verstu vankantana og þá gjarnan ekki nema að undan- gengnum háværum mótmælum þeirra er hagsmuna eiga að gæta. Svo mjög hefur fólkí ofboðið að- gerðir stjórnvalda að menn sáu ástæðu til að blása í herlúðra og mynda nýja fjöldabreyfingu undir nafninu „Almannaheill" til að standa vörð um velferðarkerfið. Það hlýtur eitthvað að hafa mistekist í að framfylgja eða kynna stefnu rík- isstjórnarinnar sem ber heitið „Vel- ferð á varanlegum grunni" fyrst almenningur sér sig knúinn til að snúast til vamar með þeim hætti er raun ber vitni. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sýnt það með aðgerðum sínum í málaflokki fatlaðra undir traustri forystu félagsmálaráðherra, Jó- hönnu Sigurðardóttur, og með að- gerðum í þeim þætti heilbrigðis- þjónustunnar er snýr að heilsugæsl- ustöðvum og heimahjúkrun að hún getur gert góða hluti og tekið fag- lega á málunum. í ljósi þess verður að treysta því að ríkisstjórnin taki í útréttar hendur almennings í land- inu og samtaka þeirra til að saman getum við tryggt áframhaldandi velferð í landinu og haldið með sæmd fyrsta sætinu í heilbrigðis- málum í heiminum! JÓHANN PÉTUR SVEINSSON Formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Hátúni 12 Reykjavík Víkveiji skrifar Nú í vikunni gerðist það að kalla varð út björgunarsveitir til þess að leita að fólki, sem farið hafði upp á fjöll á jeppabifreiðum og ekkert hafði spurzt til. Fólkið kom ekki til síns heima samkvæmt áður uppgefinni áætlun og var far- ið að óttast um það. Því voru kallað- ar út björgunarsveitir og þau, sem þær skipa, eru jú ávallt viðbúin og víla ekki fyrir sér að fara í leit, þó að veður séu válynd og útlit þannig að menn séu í raun bezt geymdir innan dyra. ___ En hvernig stendur á því að fólk með fullu viti, fólk, sem alið hefur allan sinn aldur á þessu landi, anar út í vitleysuna, íslenzka vetrarveðr- áttu og fer upp á ijöll án talstöðvar eða farsíma? Víkveiji verður að við- urkenna að sér er þetta gjörsamlega óskiljanlegt. Slíkt flan getur auð- veldlega breytzt í algjört feigðar- flan, því að íslenzkt vetrarveður er ekkert lamb að leika sér við. Fólk, sem fer bæði vanbúið og af algjör- um þekkingarskorti upp á fjöll á þessum tíma á að gera ábyrgt gerða sinna. Það er þess vegna skoðun Vík- veija, að nauðsynlegt sé að láta fólk, sem anar blint út í válynd veður undir því yfirskini að verið sé að fara í skemmtiferð, verði lát- ið greiða úr eigin vasa allan þann kostnað, sem hlýzt af útkalli björg- unarsveita um hávetur. Allt annað er að misnota þá góðu þjónustu, sem björgunarsveitarmenn bjóða upp á, fara jafnvel úr vinnu til þess að geta sinnt nauðstöddum. Eitt er víst að menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir ana hugsunarlaust út í slíkar reisur, ef útkall björgunar- sveita kemur við pyngju þeirra. Menn eiga umfram allt að vera ábyrgir gerða sinna í þessum mál- um sem öðrum. að virðist vera orðin tízka fólks, einkum og sér í lagi þeirra, sem einhveiju stjórna, að hafa allt á hornum sér og svartsýnisraus tröllríður nú þjóðfélaginu. Nýlega var rætt við einn af forstjórum físk- sölusamtaka og hann spurður um stöðu mála. Hann lýsti því þá yfir að útlitið væri dökkt og virtist ekki sjá ljósglætu þegar horft var til framtíðar. Verð á erlendum mörk- uðum færi lækkandi og birgðir ykj- ust stöðugt. Því væri útlitið dökkt. Síðan leið helgin og nú komu frétt- ir frá Kanada um að menn þar í landi hefðu ákveðið að skera niður þorskkvótann um 35%. Allir venju- legir menn töldu að nú myndu menn sjá einhveija ljósglætu fram- undan miðað við þá stöðu, sem ver- ið hefði á málum fyrir helgina, þ.e.a.s. við minna framboð frá Kanada myndi verð hugsanlega hækka á íslenzka þorskinum og auðveldara yrði að selja hann. En viti menn, þegar leitað var umsagn- ar um stöðuna, þá breytti þetta engu, sama svartnættið var fram- undan og engin ljósglæta í augsýn. Spyr nú sá, sem ekki veit. Getur verið, að afstaða manna og ástæðan fyrir því að þeir lifa nú í algjörlega myrkvuðum heimi, mótist að ein- hveiju leyti af því að framundan eru heildarkjarasamningar í land- inu? xxx Undanfarið hefur það færzt mjög í vöxt, að DV, Bylgjan og Stöð 2 hafi aukið mjög umfjöllun um barnsforræðismál, en þessi mál eru einhver viðkvæmustu mál, sem unnt er að fjalla um í opinberum fjölmiðlum. Jafnvel hefur það gerzt, að myndir hafi verið teknar af for- eldrum, sem bítast um börn og af börnunum sjálfum og sér hver, sem málin hugsar, að um algjört tillits- leysi er að ræða gagnvart viðkvæm- um barnssálum, sem áreiðanlega vilja ekki vera í sviðsljósinu vegna slíkra mála. Börn eru nú einu sinni þannig gerð, að þau vilja ekki skera sig úr fjöldanum — þau vilja ekki einu sinni klæðast úlpu eða flík, sem vekur á þeim athygli og er að ein- hveiju leyti ekki eins og flíkur allra hinna krakkanna. I þessum málum er hin gullvæga hending Einars Benediktssonar úr Einræðum Starkaðar aldrei of oft í huga höfð, er hann sagði: „Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Og hvaða sál er viðkvæmari en barns- sálin? Skrif um forræðismál barna koma sjaldnast niður á foreldrum þeirra með sama þunga og á börn- in, sem rifizt er um. Á miðvikudagskvöldið var viðtal við starfsmann Barnaverndarráðs í ríkissjónvarpinu, þar sem hann lýsti því hvernig neikvæð umræða um þessi forræðismál í fjölmiðlum hefði í mörgum tilfellum svert þessi yfir- völd, sem fyrst og fremst eiga að gæta hagsmuna barnanna. Foreldr- arnir, oft í geðshræringu, skella einatt skuldinni á barnaverndaryfir- völd og kenna þeim um allar ófarir sínar, en sannfærður er Víkveiji um að það fólk, sem þar virinur oft gott starf í kyrrþey, er ekki að abbast upp á fólk að ástæðulausu, enda sagði áðurnefndur starfsmað- ur, að forræðissvipting væri ekki gerð fyrr en mikið hefði gengið á áður og þá sem algert neyðarúr- ræði og eingöngu vegna barnsins. Starfsmaðurinn kvaðst óttast að þessi neikvæða umræða um barna- verndina hefði í för með sér, að fólk veigraði sér við að leita til hennar um aðstoð þegar í óefni væri komið og því liðu börn og þjáð- ust í þjóðfélaginu, þar sem barna- verndin þyrfti í raun að skerast í leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.