Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 15 LISTIYFIR HELSTU VERK 1808: Demetrio e Polibio dramatísk ópera í 2 þáttum. Frumsýnd: Teatro Valle í Róm. 1810: La Cambiale di Matrimonio gamanópera, einþáttungur. Frs: San Moise í Feneyjum. 1811: L’Equivoco Stravagante gamanópera í 2 þáttum. Frs: Teatro del Corso í Bologna. “ : L’Inganno Felice gamanópera einþáttungur. Frs: San Moise í Fe- neyjum. 1812: Ciro in Babilonia dramatísk ópera með kór í 2 þáttum. Frs: Teatro Municipale í Ferrara. “ : La Scala di Seta gamanópera. Einþáttungur. Frs: San Moise í Feneyjum. “ : La Pietra del Paragone gamanópera í 2 þáttum. Frs: La Scala í Mílanó. “ : L’Occasione fa il Ladro gamanópera. Einþáttungur. Frs: San Moise í Feneyjum. “ : II Signor Bruschino gamanópera. Einþáttungur. Frs: San Moise í Feneyjum. 1813: Tancredi dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: Fenice í Feneyjum. “ : L’Italiana in Algieri gamanópera í 2 þáttum. Frs: San Benedetto í Feneyjum. “ : Aureliano in Palmira dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: Scala í Mílanó. 1814: II Turco in Italia gamanópera í 2 þáttum. Frs: Scala í Mílanó. “ : Sigismondo dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: Fenice í. Feneyjum 1815: Elisabetta, Regina d’Inghilterra dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: San Carlo í Napólí. “ : Torvaldo e Dorliska dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: Teatro Valle í Róm. 1816: 11 Barbiere di Seviglia (Rakarinn í Sevilla) gamanópera í 2 þáttum. Frs: Teatro Argentina í Róm. “ : La Gazzetta gamanópera í 2 þáttum. Frs: Teatro dei Fiorentini í Napólí. “ : Otello dramatísk ópera í 3 þáttum. Frs: Teatro del Fondo í Napólí. 1817: La Cenerentola (Öskubuska) gamanópera í 2 þáttum. Frs: Teatro Valle í Róm. “ : La Gazza Ladra (Þjófótti skjórinn) gamanópera í 2 þáttum. Frs: Scala í Mílanó. “ : Armida dramatísk ópera í 3 þáttum. Frs: San Carlo í Napólí. “ : Adelaide di Borgogna dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: Teatro Argentina í Róm. 1818: Mosé in Egitto dramatísk ópera í 3 þáttum. Frs: San Carlo í Napólí. “ : Adina gamanópera, einþáttungur. Frs: Teatro Sao Carlos í. Lissabon “ : Ricciardo e Zoraide dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: San Carlo í Napólí. 1819: Ermione dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: San Carlo í Napólí. “ : Eduardo e Christina dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: San Benedetto, Feneyjar. “ : La Donna del Lago dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: San Carlo í Napólí. “ : Bianca e Falliero dramatísk ópera í 3 þáttum. Frs: Scala í Mílanó . 1820: Maometto dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: San Carlo í Napólí. 1821: Matilde Shabran ópera í 2 þáttum. Frs: Appollo í Róm. 1822: Zelmira dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: San Carlo í Napólí. 1823: Semiramide dramatísk ópera í 2 þáttum. Frs: La Fenice í. Feneyjum. 1825: II Viaggio a Reims ópera í 2 þáttum. Frs: Salle Louvois í París. 1826: La Siége de Corinthe dramatísk ópera í 3 þáttum. Frs: Salle Le Peletier í París. 1827: Moise et Pharaon dramatísk ópera í 4 þáttum. Frs: Salle Le Peletier í París. 1828: Le Comte Ory gamanópera í 2 þáttum. Frs: Salle Le Peletier í. París 1829: Guillaume Tell dramatísk ópera í 4 þáttum. Frs: Salle Le Peletier í París. Að auki samdi Rossini nokkrar svokallaðar pasticci eða centoni sem þýða mætti sem stuttóperur, fjölda sönglaga er gefin hafa verið út í 1 bók er nefnist Quaderni Rossiniani og samanstendur af 22 bindum og um 14 bindi af fjölbreytilegum verkum er hann hann nefndi Peches de Viellesse eða Elliglöp. Rossini samdi þijár messur, þá fyrstu árið 1808 er hann var aðeins 16 ára, Stabat Mater er hann lauk við -árið 1841 og La Petite Messe Solennelle fýrir tvö píanó og harmóníum er var frumflutt í París 186 4 en sú messan verður flutt hér af söngsveitinni Fílharmóníu undir stjórn Úlriks Ólasonar nú í vor. Frá útför Rossinis. að viðbættum ólgandi, suðrænum undirtón. Hann hafði ekki þörf fyrir að auðgast af þessum verkum og enn síður sóttist hann eftir frek- ari hylli frá aðdáendum því fyrir þeim mátti hann vart um fijálst höfuð stijúka. Þess í stað naut hann þess að bjóða til tónlist- arveislu á laugardagskvöldum á heimili sínu og sinnar heittelskuðu Olympe á Rue Chaussée D’Antin sem liggur rétt hjá Parísaróper- unni. Hann kynnti ný verk í hverri viku og lék þá oftast undir á 'píanó með heimsins bestu söngvurum, en sjálfur sagðist Rossini vera fjórða klassa píanisti. I þá daga gat mönnum vart hlotnast meiri Rossini um 1800. heiður en sá að vera boðinn á tón- listarkvöld á heimili Rossini-hjón- anna. Missir Rossini lést að heimili sínu í París föstudaginn 13. nóvember árið 1868. Hann var fyrst jarðsett- ur í París og var mikill mannfjöldi saman kominn við útförina. Tutt- ugu árum síðar voru jarðneskar leifar hans fluttar til Flórens þar sem útför hans var gerð í annað sinn. Sem fyrr safnaðist múgur og margmenni til þess að syrgja hið elskaða tónskáld. Aðeins 4 dögum eftir lát Rossinis hófst Verdi handa að semja Requiem í minningu hans og fékk hann til liðs við sig önnur 12 tónskáld sem öll lögðu sitt af mörkum við samningu verksins. Við Rossinistofnunina í Pesaro er nú reynt að safnað saman verkum Rossinis eftir föngum en Rossini skrifaði oft lítil lög í gestabækur eða á kort fyrir vini og kunningja. Söngvarar eru óðum að bæta þess- um perlum inn á söngskrár sínar og má nú fínna sum þessara laga á diskum. Ekki má gleyma að minnast á trúarleg verk Rossinis, Stabat Mater og hinsta verk snill- ingsins, La Petite Messe Solenn- elle, en þessi verk sýna glöggt hina miklu breidd í verkum Rossinis. Hið síðamefnda er afar sérstakt fýrir margra hluta sakir, t.d. er þessi messa skrifuð fýrir tvö píanó og harmóníum sem gerir flutning í kirkju erfiðan, hún er afar frum- leg og á köflum bæði taktföst og fjörug um leið og notkun harmónís- ins minnir á hið ljúfa líf Parísar- borgar. Útkoman er lík og Rossini hafi tekist að færa daglegt amstur inn í kirkjuna og upphefja það í guðdómleika. Nú með vorinu gefst tækifæri til þess að hlýða á La Petite Messe Solennelle því hún er næsta verkefni söngsveitarinnar Fílharmóníu. Á þessu afmælisári er einnig verið hylla tónskáldið víða um Evrópu með uppfærslum á óperum, sjónvarpsþáttum, út- gáfu diska, o.fl. Vonandi berst angi af hátíðahöldunum alla leið hingað norður í haf því okkur veit- ir sannarlega ekki af gleðinni og uppörvuninni sem er að fínna í tónlist Rossinis. Á hugann leitar þákklæti fyrir margar ánægju- stundir fylltar með geislandi tónum og hreinni snilld. Rossini, heill þér fímmtugum! Frá gröf Rossinis i Flórens gjörið svo vel Milljónir dregnar út þriðjudagskvöld. SPENNAhlW! - ef þú átt miða! Hálfsmánaðarlega greiðum við útmilljónir króna úr vinningssjóði HAPPÓ. Hæsti vinningur er að jafnaði tvær og hálftil þrjár milljónir — og hann gengur alltaf út. Ef númerið þitt er í sjóðnum, gætir þú orðið næstur. Láttu ekki henda þig að horfa á Óskastundina miðalaus. ARGUS/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.