Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 16

Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 Spánn í sviðsljósi heimsins eftir Ingólf Guðbrandsson Fá lönd Evrópu eiga sér jafn ör- lagaríka og litríka sögu og Spánn, sem nú hefur lyft af sér blæjunni og er aftur í sviðsljósi heimsins. Þtjár borgir landsins eru vettvangur heimsviðburða á þessu ári, Bárcel- óna, sem heldur Olympíuleika, höf- uðborgin Madrid, sem ber titilinn, menningarhöfuðborg Evrópu, og höfuðborg Andalúsíu, Sevilla, svið stærstu heimssýningar sem haldin hefur verið til þessa. Allir viðburðir kalla á athygli heimsins og tengjast með einu eða öðru móti sögu og menningu Spánar og fundi nýja heimsins fyrir atbeina Spánveija fyrir 500 árum. Á heimssýninguna í Sevilla er von á 18 milljónum gesta á þeim sex mánuðum, sem hún stendur yfir, eða um 240 þúsund manns daglega, sem slagar uppí íbúafjölda íslands. „Nú liggja ekki allar leiðir til Rómar eins og á dögum Rómarveldis, held- ur til Sevilla,“ segja Spánveijar árið 1992. ímynd Spánar í augum hins venjulega íslendings er einhæf og í litlu samræmi við veruleikann, enda þekkja flestir aðeins sólbaðsstaðina, Mallorka, Benidorm og Costa del Sol, sem margir bjóða þægilega aðstöðu og letilíf handa fjölskyldum í fríi, en gefa ranga eða enga hug- mynd um sögu og listir þjóðar, sem á sér margslungna fortíð og er þess albúin að skipa sér í fremstu röð þjóðanna í sameinaðri Evrópu. Spánn siglir hraðbyri uppávið í sam- félagi þjóðanna, en hann byggir á aldagamalli sögu sinni, list og hefð- um. Fyrir margra hluta sakir er Spánn og þá einkum þjóðin, sem landið byggir, einstakur partur heimsins. Andlit landsins er dregið mörgum dráttum og litbrigðum, en þó er að þjóðin sem gerir það sér- stætt með hefðum sínum og menn- ingu, sprottinni af átökum og sam- runa þjóða og menningarstrauma af ólíkum stofni og uppruna. Rómveijar gistu Spán í 500 ár og gerðu að skattlandi sínu, en inn- leiddu mestu verkmenningu heims- ins á þeirri tíð. Sumir frægustu keisarar Rómveija uxu upp í spænsku umhverfi. Vestgotar og Vandalar komu úr norðri og fóru báli og brandi um íberíaskagann, en báru lægri hlut fyrir Márum þegar Tarik sigldi norður yfir Njörv- asundið árið 711. Máramir flutt með sér menningu og vísindi af austrænum toga og héldu velli á Spáni í nærri 800 ár, eða þar til fyrir réttum 500 árum, varð Spánn stórveldi, þar sem sólin gekk aldrei undir á dögum Filippusar 2, á seinni hluta 16. aldar. Nýjar neysluvörur, silfur, gull og- gersemar, streymdu til Spánar eftir landafundinn mikla. Veglegar hallir og kirkjur risu af grunni. Menntir og listir blómguðust í skjóli auðsins. Nútíminn dáir meistara þessarar aldar eins og Picasso, Dali og Miró, en þeir voru ekki upphaf spænskrar myndlistar, heldur eðlilegt framhald af verkum snillinga fyrri tíðar svo sem Velazquez, Murillo, Grecos og Goya. Sérstakur byggingarstíll þró- aðist á Spáni fyrir áhrif frá róm- verskri og márískri arfleifð í bland. Tónlist Spánar fékk sitt eigið hljóð- fall og tónrænt lagferli með aust- rænum keim, sem lýsir sér til dæm- is í verkum tónskáldanna Manuels de Falla, Albeniz, Ridngos og fiðlu- snillingsins Sarasate. {bókmenntum hafa Spánveijar verið engir eftirbát- ar með sinn Cervantes, sem var samtíðarmaður Shakespeares á Englandi og dóu báðir jafnsnemma, árið 1616. Mörgum finnst rödd Spánar ljóð- rænust og fegurst í ljóðum Federico Garcia Lorca. Báðir þessir snillingar ritaðs máls eru vel kunnir íslending- um, en hver þekkir umhverfi þeirra og rót þess mannlífs sem er kjarn- inn í skáldskap þeirra? Heimsins stærsta sjónarspil Ekki hefur verið haldin heimssýn- ing síðan árið 1970 i Osaka, Japan. EXPO ’92, heimssýningin í Sevilla, tekur öllum fyrri sýningum fram að stærð og umfangi. Sýningar- svæðið sjálft var áður óræktuð eyja í ánni Guadalquivir, 215 hektarar að stærð og stóðu þar engin mann- virki áður utan eitt klaustur frá 15. öld og leirkeraverksmiðja frá 19. öld. 650 arkitektarþátttakendaþjóð- anna, hafa ásamt 6.000 spænskum iðnverkamönnum lagt nótt við dag að Ijúka undirbúningi að opnun há- tíðarinnar sem fara á fram 20. apríl næstkomandi. Stef sýningarinar, inntak og tilgangur felst í nafngift gestgjafanna: „Óld uppgötvana." Þeir skipta sínum hluta á 4 svið í jafn mörgum sýningarskálum, sem heita: öldin, siglingar, landafundir og framtíðin. Allar hér til kunnar stíltegundir og formgerður frá fom- öld til hátækni framtíðar eru kynnt- ar á þessari sýningu með þátttöku 110 ríkja frá 30 Evrópulöndum, 33 frá Ameríku, 19 frá Afríku, 10 frá Miðausturlöndum, 18 frá Austur- Asíu. Japan sýnir stærstu timbur- byggingu heimsins, en í endurreisn- arhöll Italíu sem byggð er úr stáli og gleri, verður áherslan á hefð- bundna list og menningu. Noregur sýnir langskip frá víkingaöld. Omanar, líkan af skipi Sindbads sæfara, og Grikkir róa langæring undir 100 árum á tilbúnu stöðuvatni á miðju sýningarsvæðinu, en það á að tákna Miðjarðarhafið, vöggu sigl- inganna, „hafið okkar“, Mare Nostr- um. Sex brýr yfir Guadalquivir tengja sýningarsvæðið við borgina Sevilla, en 30 km af vegum liggja um sjálft svæðið, auk þess sem það tengist borginni með jámbraut á teini í loft- inu og kláffeijum, og allt skal þetta vera tilbúið á opnunardaginn. Nýir flugvellir verða opnaðir í Malaga, Sevilla og Jeréz, og ný hraðlest sem ganga mun með japönskum hraða milli Sevilla og Madrid. 1.500 km af nýjum þjóðvegum hafa verið lagðir og tengjast 50 km nýrri hringbraut kringum Sevilla til að greiða fyrir umferð til og frá borg- inni. Aðalvandamálið fyrir gesti sýn- ingarinnar verður húsnæðiseklan sem fyrirsjáanleg er, þrátt fyrir mörg ný hótel og uppsprengt gisti- verð. Algengt verð á betri hótelun- um er 60 þúsund pesetar eða um 36 þúsund krónur fyrir tveggja manna herbergi á nott. Margir munu kjósa að búa utan borgarinn- ar, þótt langt sé að sækja, jafnvel í Jeréz, eða í Cordóba, en gistiverð í helstu borgum Spánar hefur tvö- faldast í ár vegna heimssýningar- innar. Sumarhitarnir munu líka reynast mörgum fjötur um fót á þessari „steikarpönnu Spánar“, sem Andalúsía er, þar sem algengt er að hitinn fari í 40 gráður í júlí og ágúst. En atburður sem þessi gerist aðeins einu sinni á ævi manns, og því munu margir hvorki láta hitann né hátt verðlag aftra sér frá að njóta þessa sjónarspils. Máramir kunnu að nota rennandi vatn til kælingar á húsum sínum og görðum, og þessi aldaforni siður verður í góðu gildi á heimssýning- unni í sumar, þar sem 350 þúsund tijám er plantað, grasflatir, garðar, tjamir, stöðuvötn, gosbrunnar og fossar færa sýninguna og ótrúleg tækniundur nútímans í náttúrulegt umhverfi. Tónskáldin Mozart, Rossini og Bizet völdu Sevilla að bakgranni að óperum sínum. í ár verður Sevilla sjálf stærsta leiksvið heimsins og bakgrunnur mikilla listviðburða. Meðan á heimssýningunni stendur verða haldnar um 50 þúsund sýning- ar af öllu tagi til að gleðja augu og eyra gestanna, í leikhúsum, úti og inni, óperahúsum, á torgum og strætum. Frægustu dansarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar heimsins munu leika þar listir sínar, þar á meðal koma frægustu ópera- húsin, Metropolitian frá New York, La Scala frá Mílanó og Vínaróperan með fullskipað lið á sýninguna, og 12 frægustu sinfóníuhljómsveitir heimsins skiptast á að koma til hljómleikahalds í Sevilla og Madrid, sem nú ber titilinn menningarhöfuð- borg Evrópu. Heimssýningin í Sevilla er haldin til minningar um fund „nýja heims- ins“ fyrir 500 áram. Hún mun þó fyrst og fremst sýna „nýjan heim“ dagsins í dag, heim tækni og vél- væðingar og þann heim, sem mann- kynið á í vændum í næstu framtíð. Á vit spænskrar listar og menningar Margir íslendingar eru list- hneigðir og forvitnir og telja sig bókmenntalega sinnaða. Samt sem áður er menningarheimur Spánar þeim flestum sem lokuð bók, jafnvel þótt þeir hafi ferðast um slóðir Don Kíkóta á La Mancha, hlýtt á tónlist Manuels de Falla bergmála í höllum Alhambra í kvöldkyrrðinni undir stjömubjörtum himni Granada eða virt fyrir sér snilldarverk Hieronim- os Bosch, Goya, Murillos og annarra stórmenna listarinnar á veggjum Prado-safnsins í Madrid, einu merk- asta safni myndlistar í heiminum? Ingólfur Guðbrandsson „Heimssýningin vekur meiri athygli en nokkur annar einstakur við- burður ársins, því aldr- ei fyrr í sögu mann- kynsins hafa jafnmarg- ar hugmyndir né annað eins sjónarspil verið samankomið á einum stað.“ Heimsklúbbur Ingólfs, sem sér- hæfir sig í ferðum í fjarlægar heims- álfur, efnir einnig til nokkurra menningarferða um lönd Evrópu. í fyrsta sinn efnir Heimsklúbburinn nú til spænskrar listareisu í maí næstkomandi, þar sem heimssýn- ingarborgin Sevilla verður sótt heim, ásamt Granada, Cordóba, Toledo, Madrid o.fl. merkisstöðum á Spáni. Sérstök kynning verður á spænskri sögu og list, haldin á Hótel Sögu, sunnudaginn 1. marz kl. 4 síðdegis. Hrafnhildur Schram listfræðingur mun segja frá Prado- safninu og spænskri myndlist og sýna myndir, Ingólfur Guðbrands- son mun lýsa Spáni og sérkennum hans í fortíð og nútíð og Andri Már Ingólfsson lýsa ferðaáætlun með myndasýningu. Þótt Islendingar hafi af fjárhags- ástæðum ekki treyst sér til að verða virkir þátttakendur í heimssýning- unni í Sevilla, þarf það ekki að standa í vegi fyrir að íslendingar njóti þess sem sýningin hefur að bjóða, og vill Heimsklúbbur Ingólfs fyrir sitt leyti stuðla að því með menningarveislu á Spáni í tvær til þijár vikur frá 12. maí næstkom- andi. Heimssýningin vekur meiri at- hygli en nokkur annar einstakur viðburður ársins, því aldrei fyrr í sögu mannkynsins hafa jafnmargar hugmyndir né annað eins sjónarspil verið samankomið á einum stað. Höfundur er ferðamálafrömuður. Heit súpa á köldum degi Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Heit súpa á köldum degi Það er tilvalið að bjóða upp á heita súpu þegar kaldir vindar blása utan dyra. Hægt er að hafa súpuna sem aðalrétt með góðu grófu brauði og þá minna á eftir, eggjaköku, heita samloku eða einhvem smárétt af léttari taginu. Bestar eru súpumar auð- vitað ef þær era búnar til frá grunni heima, en hægt er að bæta pakka eða dósasúpu ef ekki er völ á öðru. Vetrarsúpa 500 g kartöflur, 1 stór laukur, l'/z 1 vatn, 1 stór púrra, 50 g smjörlíki, 2-3 tsk. grænmetiskraftur, 2-3 msk. ijómi (má sleppa). Kartöflumar afhýddar og skomar í þunnar sneiðar, laukur- inn sneiddur og sett saman út í smjörlíki í potti. Vatninu hellt jifír og látið malla í ca. 30 mín., púrran skorin í sneiðar og látin sjóða með í 5 mín. Hrært rösk- lega í súpunni svo kartöflur og annað jafnist, bragðbætt með grænmetiskrafti eða súputen- ingi. ítölsk súpa 3-4 meðalstórar kartöflur, 2 meðalstórar gulrætur, 1 laukur, 1 msk. smjörlíki, 1 msk. olífuolía, 1 ds. niðursoðnir tómatar, 7 dl grænmetissoð, 2 hvítlauksrif, timian eða oregano, salt og pipar. Kartöflumar afhýddar og skornar í þunnar sneiðar, gulrætumar hreinsaðar og rifnar á grófu jámi, laukurinn brytjað- ur og þetta sett í pott með feit- inni og rétt látið krauma. Tómat- amir, soðið, marin hvítlauksrifin og kiyddið sett út í, látið malla þar til kartöflumar eru soðnar, (ca. 30 mín.), hrært vel í og svo bragðbætt. Það má stinga upp á því að hafa heitar ostasamlokur með, eða annað brauð. Grænmetissúpa 2 gulrætur, 1 þykk sneið af sellerírót, 2 púrrur, 3 stórar kartöflur, 1 1 vatn, ítölsk súpa. 1 grænmetisteningur, salt, steinselja. Þessi súpa er fljótlöguð. Grænmetið hreinsað, afhýtt og skorið í teninga og púrran í sneiðar. Vatnið með súput- eningnum látið sjóða, grænmetið sett út í og látið sjóða í ca. 15 mín., eða þar til grænmetið hefur mýkst en það á ekki að fara í mauk. Súpan bragðbætt að smekk og steinselju stráð yfir um leið og borið er fram. Gott brauð haft með. Það má gera ráð fyrir því að einn lítri af súpu nægi fyrir 4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.