Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992
Þegar fréttastofa út-
varps er gagnrýnd
eftir Óla Björn
Kárason
Það er til efs að nokkur fjölmiðill
sé jafn viðkvæmur fyrir gagnrýni
og fréttastofa Ríkisútvarpsins. Kári
Jónasson fréttastjóri hennar kallar
gagnrýni sleggjudóma. Svargrein
hans síðastliðinn laugardag við grein
undirritaðs, fimmtudaginn 20. fe-
brúar sl., þar sem fréttastofa út-
varpsins var gagnrýnd fyrir frétta-
flutning í hádeginu þriðjudaginn 18.
febrúar, af máli Eðvalds Hinriksson-
ar, bendir til að vinnubrögð hennar
hafi í raun verið ámælisverðari en
ég hafði gert mér grein fyrir. Gagn-
rýni mín beindist að því hvenær og
hvemig fréttastofan kaus að flytja
jafn alvarlega frétt og ásakanir á
hendur íslenskum ríkisborgara um
stríðsglæpi. Eða með öðrum orðum,
vinnubrögð fréttastofunnar vom
sögð ámælisverð. Við það er staðið.
Það er rétt hjá Davíð Oddssyni
forsætisráðherra, að mjög alvarlegar
sakir eru bornar á íslenskan rík-
isborgara. Og einmitt þess vegna
ættu allir, þá ekki síst fjölmiðlar,
að fara sér hægt og athuga málið
gaumgæfílega. Eg er og var ekki
að ijalla um það hvort Eðvald er
sekur eða saldaus af ákæmnum.
Um það verður vonandi fjallað af
öðrum og réttum aðilum, Sé hann
saklaus er mikilvægt fyrir Eðvald
og þó ekki síst fyrir fjölskyldu hans
að hið rétta komi fram.
Það var lofsvert af fréttastjóran-
um að hafa gefíð sér tíma til að
kynna frétt útvarpsins fyrir syni
Eðvalds skömmu áður en hún var
birt. Slík vinnubrögð em sjálfsögð
vinnuregla hvers fjölmiðils. En þau
gefa einnig til kynna að engar
ástæður vom fyrir því að vinna frétt-
ina ekki betur áður en hún var birt,
og bíða ekki uns frekari upplýsingar
lágu fyrir. Mér var kunnugt um
þessa stuttu aðvömn sem Atli Eð-
valdsson fékk, þegar fyrri grein var
skrifuð, enda kom það fram í við-
„Fréttastjóri útvarps-
ins getur aldrei haldið
því fram að hér hafi
verið farið varlega.
Þegar Ríkisútvarpið
<og raunar allir fjöl-
miðlar á íslandi) birtir
frétt um kæru í nauðg-
unar- og/eða morðmáli
er ekki greint frá nafni
meints árásarmanns,
enda meginregla að
maður er saklaus uns
sekt er sönnuð.“
tali sem Stöð_ 2 átti við hann síðar
um kvöldið. I yfírlýsingu sem þeir
feðgar sendu Morgunblaðinu og birt-
ist sama dag og svar fréttastjórans
segir hins vegar orðrétt: „Fréttin
barst á mjög óviðfelldinn hátt.
Mannlegum tilfínningum og sjálf-
sagðri kurteisi var algjörlega kastað
fyrir róða vegna hins skelfílega
kapphlaups fjölmiðla um hver verði
fyrstur að birta „fréttina" sem er
orðin 31 árs gömul.“
Hvaða reglur gilda?
Fréttastjóri Ríkisútvarpsins svar-
ar í engu hvers vegna hann taldi
nauðsynlegt að flytja fréttina hálf-
unna á umræddum tíma. Gerði hann
sér ekki grein fyrir því að með birt-
ingu fréttarinnar, eins og hún var
unnin (eða ekki unnin), gat hann
stefnt fjölskyldu Eðvalds í hættu?
Gerði hann sér ekki grein fyrir því
hversu alvarlegar ásakanirnar á
hendur nafngreindum íslenskum rík-
isborgara voru? Eftir hvaða reglum
er unnið á fréttastofu ríkisins?
Kári Jónasson hafnar því að nafn-
leynd hafi átt við, þar sem um mál
Eðvalds hafí verið fjallað opinber-
lega í áratugi. Ef fréttastjóranum
var kunnugt um söguna, eins og
hann segir, því var ekki greint frá
henni og að þetta væri ekki í fyrsta
skipti sem Eðvald er sakaður um
svipaða eða sömu glæpi?
Og finnst fréttastjóra útvarps
ekki undarlegt að maður sem nú er
sakaður um stríðsglæpi skuli hafa
látið birta ævisögu sína? Finnst hon-
um ekki einnig undarlegt að sami
maður skuli láta taka við sig
blaðaviðtal í fæðingarlandi sínu, þar
sem meintir glæpir eiga að hafa átt
sér stað? Eðvald Hinriksson hefur
aldrei leynt fortíð sinni, heldur þvert
á móti, eins og fréttastjóri bendir
raunar sjálfur á, þegar hann vitnar
til viðtals sem Morgunblaðið átti við
Eðvald fyrr í vetur. Var það ekki
næg ástæða fyrir hann og starfslið
hans að hugsa sig tvisvar um hvort
ekki væri ástæða til að hinkra og
vinna heimavinnuna betur?
Ekki farið varlega
Fréttamaður útvarpsins var ekki
að skafa af hlutunum í hádegisfrétt-
um og sagði: „Wiesenthal-nefndin
segir að Eðvald Hinriksson hafi tek-
ið þátt í gyðingaofsóknum og morð-
um þegar hann var lögreglumaður
í Eistlandi á stríðsárunum. Hann
hafi meðal annars nauðgað og myrt
14 ára gyðingastúlku Ruth Rubin
að nafni.“ Fréttastjóri útvarpsins
getur aldrei haldið því fram að hér
hafí verið farið varlega. Þegar ríkis-
útvarpið (og raunar allir ljölmiðlar
á íslandi) birta frétt um kæru í
nauðgunar- og/eða morðmáli er ekki
greint frá nafni meints árásar-
manns, enda meginregla að maður
er saklaus uns sekt er sönnuð. Engu
að síður valdi fréttastjórinn að birta
nafn Eðvalds í fyrstu frétt um þátt-
töku í alvarlegustu glæpum sögunn-
ar. Eftir hvaða reglum fer frétta-
stofa Ríkisútvarpsins?
Það hefði í mínum huga gjör-
breytt viðkomandi hádegisfrétt ef
Ríkisútvarpið hefði greint frá því að
þetta væri ekki í fyrsta skípti sem
ásakanir af þessu tagi hefðu verið
hafðar í frammi.
Kári Jónasson segir meðal ann-
ars: „Það var líka í fullu samráði
við ijölskylduna hvað haft var eftir
Eðvald í Utvarpinu síðar um daginn.
Óli Björn Kárason
Samkeppnissjónarmið réð því ekki
birtingu fréttar á þessum tíma held-
ur venjulegt fréttamat okkar hér á
fréttastofu Útvarps." Las frétta-
stjórinn ekkert í grein minni eða kýs
hann leið útúrsnúninga? Grein mín
fjallaði á engan hátt um fréttir út-
varpsins „síðar um daginn", þegar
undirmenn hans voru smám saman
Alþýðuflokkurinn hefur
slæman málstað að veija
eftir Finn Ingólfsson
í Morgunblaðinu fímmtudaginn
6. febr. sl. birtist grein eftir Sig-
björn Gunnarsson alþingismann
Alþýðuflokksins og formann heil-
brigðis- og trygginganefndar Al-
þingis. Greinin bar yfírskriftina
„Um tekjutengingu elli- og örorku-
Íífeyris“. í greininni dregur Sigbjöm
upp nokkuð glögga og skýra mynd
af því hvaða þýðingu tekjutenging
elli- og örorkulífeyris hefur. Þrátt
fyrir það þá sé ég mig tilknúinn til
að setja hér nokkur orð á blað vegna
þess sem Sigbjörn segist ekki hafa
skilið og því sem ósagt er. Sigbjöm
segir það hafi komið fram hjá full-
trúum allra flokka í umræðum á
„Framsóknarflokkur-
inn hefur alltaf látið
afstöðu sína til tekju-
tengingu elli- og ör-
orkulífeyris ráðast af
því hvernig þeim fjár-
munum sem spöruðust
við tekjutengingu elli-
og örorkulífeyris yrði
ráðstafað.“
Alþingi í janúar, að þeir telji tekju-
tengingu elli- og örorkulífeyris
sjálfsagða og eðlilega. Þetta er rétt,
en það er algjör stefnubreyting í'
málflutningi bæði hjá Sjálfstæðis-
flokki og Alþýðuflokki. Það stað-
festir að málflutningur Sjálfstæðis-
flokksins ræðst algjörlega af því
hvort hann er í ríkisstjóm eða utan
ríkisstjómar. Það undirstrikar líka
að Alþýðuflokkurinn er eins og hver
önnur dmsla í höndum íhaldsins og
er notaður í skítverkin. Þessu til
sönnunar vil ég nefna tvö dæmi.
Undarlegt hátterni Alþýðu-
og Sjálfstæðisflokks
í nefnd þeirri er sá um endur-
skoðun á lögum um almannatrygg-
ingar áttu sæti fulltrúar allra þeirra
flokka sem nú sitja á Alþingi nema
Kvennalistans. í því nefndarstarfí
kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn
Þá hækka vextirnir
eftirLeó E. Löve
Flestum er kunn sú regla bifreið-
atrygginganna að raða viðskipta-
vinum sínum í gæðaflokka. Þessir
gæðaflokkar em betur þekktir und-
ir hugtakinu „bónus". í hæsta gæð-
aflokki lenda þeir sem hafa sýnt
mesta aðgæslu í umferðinni, sjaldan
eða helst aldrei lent í óhöppum en
borga iðgjöldin reglulega og em því
bestu viðskiptavinir trygginga-
félaganna.
Öllum fínnst eðlilegt að trygg-
ingafélögjn verðlauni bestu við-
skiptavini sína á þennan hátt. Þetta
er eitt af gmndvallarlögmálum
fijálsra viðskipta.
Þeir em færri sem gera sér grein
fyrir því að úti í hinum stóra heimi
gilda svipaðar reglur um peninga-
viðskipti.
Það gerist með þeim hætti að
góðir viðskiptavinir fá betri lána-
kjör, t.d. lægri vexti, en aðrir sem
lánveitendurnir telja miður ömgga.
Þetta á meira að segja við um heilu
þjóðimar.
Þannig er til dæmis þjóðum í
þróunarlöndunum skipað í lakari
flokk en iðnríkjunum með þeim af-
leiðingum að vextimir sem vanþró-
uðu þjóðimar þurfa að greiða af
erlendum lánum sínum em mun
hærri en „ríku“ þjóðirnar þurfa að
greiða, ef þær ríku þurfa þá lán á
annað borð.
Á undanförnum mánuðum hefur
ríkisstjóm íslands skýrt frá áform-
um um að afnema ábyrgð ríkissjóðs
á ýmsum lánasjóðum atvinnulífsins
og nú síðast virðist hafa verið tekin
um það ákvörðun að breyta Lands-
bankanum og Búnaðarbankanum í
hlutafélög sem hefur þær afleiðing-
ar að ríkisábyrgð fellur niður.
Það er undarlegt fyrir okkur sem
stöndum álengdar og fylgjumst með
þjóðfélagsumræðunni að þetta skuli
vera á döfinni — og jafnvel sam-
þykkt af Alþingi — á sama tíma
og kjarasamningar virðast standa
eða falla með því hvort tekst að
lækka vextina eða ekki.
Það er jafnvel enn undarlegra
að á tímum sparnaðar og óvægins
niðurskurðar skuli tekin ákvörðun
sem kostar þjóðarbúið hundruð
milljóna á ári í erlendum gjaldeyri
og er þar með hreint tap.
Ríkisbankarnir
Mér er kunnugt um einstaklinga
sem fluttu sparisjóðsinnstæður sín-
ar í annan hvom ríkisbankann þeg-
ar Útvegsbankinn var seldur og
missti við það ríkisábyrgðina.
Hugsanlega er það tilgangur
hinna nýju hugmynda að beina fé
þeirra varkámstu í kaup á spari-
skírteinum eða öðmm sparnaðar-
möguleikum sem ríkissjóður býður
uppá, þótt það þýði ef til vill heldur
lægri vexti en bestir bjóðast á mark-
aðinum hveiju sinni.
Það er hins vegar verra fyrir
þjóðarbúið, atvinnulífíð og almenn-
ing í landinu ef afnám ríkisábyrgð-
arinnar leiðir almennt til hækkaðra
útlánsvaxta. Líklegt er að svo fari.
Ofan á minnkun innlánsfjár munu
erlendir lánveitendur skipa hlutafé-
lagabönkum i.lakari flokk en rikis-
bönkum þegar hinir breyttu bankar
þurfa að taka lán í öðrum löndum.
I dag á Landsbankinn um það
bil 6.000 milljónir króna í eigin fé
og Búnaðarbankinn um það bil
3.300 milljónir. Þrátt fyrir þessa
sterku stöðu munu erlendir lánveit-
endur mjög líklega hækka vexti á
lánum til hinna nýju hlutafélaga-
banka sem nú skulda samtals um
kr. 35.000 milljónir til erlendra lán-
veitenda.
Þegar þessi vaxtahækkun skellur
á er svo ekkert annað hægt að
gera en velta vaxtabyrðinni yfír á
lánþega bankanna sem einmitt eru
launþegar og fyrirtæki í landinu.
Sjóðirnir
Þeir opinberu lánasjóðir sem
sviptir verða ríkisábyrgð eru Fisk-
veiðasjóður, Iðnlánasjóður, Iðnþró-
unarsjóður og Stofnlánadeild land-
búnaðarins.
Eigið fé Fiskveiðasjóðs er nú um
kr. 4.100 milljónir, Iðnlánasjóðs um
kr. 3.000 milljónir, Iðnþróunarsjóðs
um kr. 2.500 milljónir og Stofnlána-
deildarinnar um kr. 1.700 milljónir.
Þeir skulda allir fé erlendis, sam-
tals um kr. 21.600 milljónir.
Alveg eins og í dæminu um bank-
ann munu þessir sjóðir missa þau
bestu kjör sem þeir nú njóta. Nú
vita lánveitendur sem er að það er
sama að lána sjóðunum og að lána
sjálfum ríkissjóði íslands en það
mun breytast til hins verra og sem
fyrr verður vaxtabyrðinni velt yfir
á þjóðfélagið, þ.e. launþega og fyr-
irtæki, auk þess sem dýrmætur
gjaldeyrir tapast.
Leó E. Löve
„Ríkið á allar þær lána-
stofnanir sem rætt hef-
ur verið um hér að
framan. Það sem gerast
mun í vaxtamálum ef
hugmyndir um hlutafé-
lög í stað ríkisábyrgðar
verða að veruleika er
einungis eitt: Vextirnir
hækka.“
Ríkið „skrifi upp á“
Ríkið á allar þær lánastofnanir
sem rætt hefur verið um hér að
framan. Það sem gerast mun í vaxt-
amálum ef hugmyndir um hlutafé-
lög í stað ríkisábyrgðar verða að
veruleika er einungis eitt: Vextirnir
hækka.
Það væri ef til vill skiljanlegt að
menn vildu breyta fyrirkomulaginu
úr ríkisábyrgð í hlutafélagaform ef
áhætta ríkissjóðs með ábyrgð sinni
væri mikil.
En þegar um er að ræða jafn
sterka sjóði og banka og hér að
ofan hefur verið greint frá er ólík-
legt að því fylgi nokkur áhætta
fyrir ríkissjóð að „skrifa upp á“
fyrir þá. Það myndi hins vegar
skjóta erlendu lánveitendunum
skelk í bringu ef ríkisábyrgðin yrði
afnumin. Þeir myndu samstundis
hækka vextina og ekki er hægt að
lá þeim það — ekki geta þeir fylgst
eins vel með og við heimamenn sem
vitum að allt ætti að vera í lagi.
Þjóðhagslega er auðvitað mikið
beint peningalegt tap af hækkuðum
vöxtum erlendra lána. Allt þarf að
gera til þess að spara gjaldeyri og
síst skyldi ríkisvaldið ganga á und-
an með óþörfum þjónustugjöldum
til útlanda. Ef einkavæðingin væri
ekki ófrávíkjanleg stefna mætti
frekar hugsa sér að lánastofnun á
vegum og ábyrgð ríkisins sæi um
allar erlendar lántökur sem þá yrðu
með hagstæðum kjörum og féð síð-
an endurlánað. Aðeins 0,5% vaxta-
lækkun þýðir um 300 milljón króna
sparnað á ári.
Ríkisvaldið ætti að hugsa sig um
tvisvar áður en ríkisábyrgðin verður
endanlega afnumin. Að halda henni
áfram kostar ekkert annað en að-
hald með stjórnum stofnananna en
heffur þann ávinning að þjóðin losn-
ar við að greiða óþarflega háa vexti
til útlendra aðila.
Höfundur er varamaður í
bankar&ði Seðlabankans.