Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 37 Próf. Einar B. Páls- son — Afmæliskveðja Einar Baldvin Pálsson, prófess- or, heiðursdoktor og verkfræðing- ur er áttræður í dag. Reyndar er dagurinn í dag, hlaupársdagur, aðeins sá tuttugasti frá 1912, fæðingarári Einars, og lætur það ekki ólíklega þar sem maðurinn- er sprækari en flestir jafnaldrar hans og margir miklu yngri menn mega hafa sig alla við að fylgja honum á göngu, að ég segi ekki á spretti. Það var undirrituðum um- hugsunarefni að eiga fullt í fangi með að fylgja eftir á göngum og stigum Háskólans helmingi eldri manni þar sem Einar var og standa næstum á öndinni frammi fyrir nemendum sem hann var nýbúinn að kynna mig fyrir. Það að Einar hefur alla tíð verið svona ungur má kannski rekja til þess að hann var manna yngstur í skóla, stúdent aðeins nýorðinn átján ára. Hann mun enn í augum skólafélaganna úr Menntaskólanum vera „strákur- inn“. Að þessu leyti fetaði hann í fótspor mætra verkfræðinga svo sem Geirs Zoéga, vegamálastjóra, og Emils Jónssonar, ráðherra, en þeir urðu stúdentar mjög ungir. Að stúdentsprófi loknu hélt Ein- ar til Þýskalands til verkfræðin- áms, fyrst til Darmstadt og síðar Dresden, en þar lauk hann diplom- prófi í byggingarverkfræði árið 1935. Hann varð að loknu prófi aðstoðarmaður hjá prófessor dr. Ing. K.Beyer við tækniháskólann í Dresden. Dresden var á þeim tíma ein fegursta borg Evrópu og voru þar stórfallegar og glæsilegar byggingar frá barokk- og rókókó- tímanum. Fyrir fagurkera hefur dvöl þar verið hreinasta unun því auk arkitektúrsins var Dresden mikil lista- og menningarborg bæði í tónlist og leiklist. En blikur voru á lofti og tæpast hefur verið gaman fyrir Einar að fylgjast með þeirri uggvænlegu þróun á stjórn- málasviðinu sem á endanum leiddi til annarrar heimsstyijaldarinnar. Enda flutti hann heim til íslands þegar árið 1936 og hóf störf við sitt fag hér í Reykjavík. í Þýska- landi kynntist Einar því sem fremst var í verkfræði í heiminum á þeim tíma en einnig eignaðist hann vini sem síðar urðu þekktir menn. Má þar nefna prófessor Leussink, sem síðar varð rektor tækniháskólans í Karlsruhe, og margir íslenskir námsmenn þar kynntust, og enn síðar samgöngumálaráðherra Sambandslýðveldisins. íslenskir stúdentar í Karlsruhe villtust stundum á rektomum og löndum sínum og áttu til að slá á öxlina á honum og segja t.d. „eigum við ekki að líta við á knæpu“, eða eitt- hvað þvílíkt. Ástæða þessa var sú að Leussink hafði eignast eina af þeim frægu íslandsúlpum, sem þá var einkennisbúningur íslenskra stúdenta í Karlsruhe. Aldrei munu þá hafa orðið nein eftirmál þess konar mistaka. Þegar heim var komið tök við starf hjá bæjarverkfræðingnum í Reykjavík, fýrst hjá Valgeiri Bjömssyni en síðan Bolla Thorodd- sen. Á þeim tíma, sem stóð yfir í aldarfjórðung, gegnum heimsstyij- öldina, uppbygginguna í Reykjavík eftir stríð og allt fram í verkfræð- ingaverkfallið mikla, var Einar oft staðgengill bæjarverkfræðings, og þegar Bolli lét af störfum árið 1961 var búist við að Einar tæki við embætti borgarverkfræðings. Það var þó ekki og gerðist hann þá ráðgefandi verkfræðingur næstu árin eða allt þar til hann varð prófessor við Háskólann árið 1974. Sem ráðgefandi verkfræð- ingur vann hann að mörgum verk- efnum sem telja má til stórvirkja, svo sem aðalskipulagi Reykjavíkur og Akureyrar, leiðakerfi fyrir strætisvagna Reykjavíkur og um- sjón hafði hann að undirbúningi breytingar yfir í hægri umferð 1968. Einar mun fyrstur hafa kynnt hérlendis meginreglur um- ferðarskipulags með flokkun gatn- akerfís og aðgreiningu umferðar- innar og em margar greinargerðir um umferð í aðalskipulögum síðan skrifaðar eftir hans skrifum um þau efni að breyttu breytanda. Frá fyrstu tíð verkfræðideildar Háskólans hefur Einar B. Pálsson verið við hana tengdur, allt frá því að vera í nefnd til að gera áætlun um nám við deildina 1943 og frá 1946 til 1973 sem prófdómari í aflfræði og burðarþolsfræði og síð- an frá 1974 sem prófessor í svo nefndum bæjarverkfræðigreinum. Má segja að hann hafi litið yfir handverk allra íslenskra byggingarverkfræðinga sem num- ið hafa við Háskóla Islands nema allra síðustu árganga. Sem pró- fessor emeritus hefur Einar síður en svo setið auðum höndum því orðanefnd byggingarverkfræðinga hefur verið og er enn undir hans stjórn. Það verður langt þangað til menn kunna fyllilega að meta það starf. Um fjölhæfni Einars má segja að enn hefur ekki fund- ist verðugur maður til að taka við þeim kennslugreinum sem hann hafði umsjón með og hefur verið haft á orði að DIN-staðall um slíka menn hafí ekki verið í brúki um langt skeið. Að ofantöldu mætti ráða að það sem Einar hefur starfað væri nóg fýrir a.m.k. einn mann, jafnvel þó hann hefði verkfræðipróf. í félags- málum hefur hann tekið þátt næst- um eins og það væri fullt starf, a.m.k. á stundum. Verkfræð- ingafélagið hefur notið atorku hans og tvisvar hefur hann setið í stjóm þess, 1944-1946 og 1964- 1966 síðara tímabilið sem formað: ur. Þá var hann formaður BVFÍ 1955-1957 og fulltrúi Verkfræð- ingafélagsins í BHM árin 1958- 1965. Og þetta er aðeins það helsta sem hann hefur gert fyrir félagið því enn er hann aktífur, kemur á fundi og tekur til máls, kennir okkur og siðar, alltaf jafn ferskur og skemmtilegur. Fyrir öll sin störf í þágu Verkfræðingafélagsins kaus það hann heiðursfélaga á sjö- tugsafmæli félagsins og var hann til skamms tíma sá eini sem fýllti þann flokk félagsmanna. Jafnvel þetta hefur ekki verið Einari nóg. Skíðaíþróttin á honum mikið að þakka m.a. fyrir farar- stjórn í fyrstu ferð íslenskra íþróttamanna á vetrarólympíuleika árið 1948, en þá voru leikamir í St. Moritz, og síðar á fleiri ólymp- íuleika auk annarra starfa fyrir íþróttina. Skíðasambandið gerði hann líka að heiðursfélaga sínum árið 1971 sem vonlegt er auk þess sem hann hefur fengið gullmerki ÍSÍ fyrir framlag sitt til íþrótta- mála. Síðast en e.t.v. ekki síst er vert að geta áhuga Einars á tónl- ist. Og eins og annars staðar hefur hann tekið virkan þátt en ekki lát- ið sér nægja að vera einfaldur neytandi. Um árabil var hann m.a. í stjóm Kammermúsikklúbbs Reykjavíkur. I allri þessari virkni, sem líkja má við háhitasvæði, hefur Einar ekki staðið einn því hann hefur verið svo lánsamur að eiga hina ágætustu konu, Kristínu Pálsdótt- ur, sem staðið hefur við hlið hans og stendur enn. Þau eiga fjögur böm. Án hennar veit ég ekki hvernig Einar hefði orðið, kannski bara eins og við hinir. Á þessum heiðursdegi Einars B. Pálssonar viljum við verkfræð- ingar færa honum heillaóskir og þakkir fyrir það sem hann hefir gert á liðnum ámm. Og þegar liti^ er til baka finnst okkur mörgum að ef til vill höfum við verið og eram enn nemendur hans. Megi hann lengi enn verða kennari okk- ar. F.h. Verkfræðingafélags íslands, Þorsteinn Þorsteinsson. MINNUM A AFSLÁTTINN Á SKÍÐAVÖRUM KRINGLU Borgarkringlan, sími 67 99 55 Aðalfundur Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t. og eignar- haldsfélagsins Andvöku g.f. verða haldnir í Ármúla 3, Reykjavík, þriðjudaginn 31. mars nk. og hefjast kl. 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og tillaga um breyt- ingar á samþykktum. Stjórnir félaganna. 20 ára afmæli öldungadeildar MH 20 ára afmælishátíð öldungadeildar Mennta- skólans við Hamrahlíð verður haldin 20. mars nk. á Hótel Borg. Gamlir nemendur og kennarar eru hvattir til að mæta. Glæsileg hátíðardagskrá. Miðar verða seldir í skólanum 9.-11. mars milli kl. 19.00 og 20.30. Miðaverð kr. 1.500,-. Nánari upplýsingar í símum 24764, Ásta og 15162, Hafdís. Framsóknarvist Reykjavík Framsóknarvist verður spil- uð sunnudaginn 1. mars nk. í Danshúsinu, Glæsibæ, kl. 14.00. Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri, flytur stutt ávarp í kaffihléi. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Aðgangseyrir kr. 500 (kaffi- veitingar innifaldar). Framsóknarfélag Reykjavíkur. KENNSLA Lærið vélritun 6 vikna námskeið hefst 2. mars Vélritunarskólinn, sími 28040. □ GIMLI 599202037 - 1 Frl. □ MlMIR 599203027 = 1. KFUK KFUM Fræðslustund í aðalstöðvunum við Holtaveg kl. 10.30-12.00. Þúsund ára ríkið. Umsjón Einar Sigurbjörnsson. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Fjölbreyttar sunnu- dagsferðir 1. mars 1. Kl. 10.30 Skíðaganga á Hengilssvæðinu. Gengið milli hrauns og hlíða um Hengladali og áð í skálanum ( Innstadal. 2. Kl. 13.00 Skíðaganga um Hellisheiði Komið með Feröafélaginu í skemmtilegar skíðagöngur, nægur snjór. 3. Kl. 13.00 Þjóðleið 2: Varðaða leiðin á Hellisheiði. Ekiö austur á Helllshelöi og gengið þaðan með gömlu vörð- uðu leiöinni. Áð við Hellukofann (gamalt sæluhús hlaðið úr hraunhellum) og gengið um Hell- isskarð að Kolviöarhóli. Safnið þjóðleiðum. 4. Skarðsmýrarfjall (597 m) Hressandi fjallganga. Verð í hverja ferð er kr. 1.100,-. Brottför frá Umferðarmiöstöð- inni, austanmegin (stansað við nýbyggingu F( í Mörkinni 6). Gangið ( Ferðafélagið. Munið aðalfund Ferðafélags- ins, miðvikudaginn 4. mars kl. 20 í Sóknarsalnum, Skip- holti 60a. Missiö ekki af vetrarfagnaðin- um laugardaginn 7. mars i Bðsnum f Efstalandi, Ölfusi. Brottför fró Mörkinni 6 kl. 18.00. Ferðafélag íslands, félag allra landsmanna. Ljósheimar ísl. heilunarfélagið Fyrri áfangi vetrarnámskeiös Ljósheima, ísl. heilunarfélags- ins, veröur endurtekinn helgarn- ar 7.-8. og 28.-29. mars. I þess- um fyrri áfanga veröur m.a. kennt um innri líkama mannsins, áruna og orkustöðvarnar, um sjálfsvernd og farið í grundvall- aratriði hugleiðslutækni. Skráning er hafin í símum 624464 og 674373. Skrifstofan er opin á Hverfisgötu 105 alla miðvikudaga frá kl. 14-15.30. El ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 DagsferAir sunnud. 1. mars Kl. 13.00 Þingvellir. Gengið verður frá Leirunum að Skógarkoti og þaðan að Þingvalla- bænum. Létt og skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna og ef snjóalög leyfa er upþlagt að hafa gönguskíðin með í för. Brott- för frá BSl bensínsölu, stansað við Árbæjarsafn og Kaupf. í Mos- fellsbæ. Verð kr. 1.400/1.250,-. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorönum. Laugardaginn 29. febrúar. í tilefni hátíðarhalda Reykjavíkur- borgar vegna 100 þús. íbúans verður Útivist með göngu um miðborgina, lagt af stað kl. 15.00 frá Austurvelli. Útivistarfélagar fjölmennið! Sjáumst! Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Sunnudagaskóli kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður: Reuben Sequeira. Laugardagur: Dagur fyrir þig. Kl. 13.30 er biblíufræðsla. Ræðumaður: Reuben Sequeira. Kl. 16.00 er biblíufræðsla. Ræðumaður: Reuben Sequeira. Kl. 18.00 verður kvöldverður. Audbrekka 2. Kdpm'Oijtir Samkoma í kvöld kl. 20.30. Bernie Sanders predikar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.