Morgunblaðið - 29.02.1992, Page 5

Morgunblaðið - 29.02.1992, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 5 BSRB vill ræða um aðgerðir BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja er reiðubúið að ganga til viðræðna við önnur samtök launafólks um forsendur fyrir sameiginlegum aðgerðum til að knýja fram niðurstöður í kjara- samningum. Þetta var samþykkt á banda- lagsráðstefnu BSRB. „Menn vilja ræða við önnur samtök um sameig- inlegar aðgerðir, verkföll, en áður en farið er út í slíkt vilja menn vita á hvaða forsendu slíkt yrði gert,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í samtali við Morgunblaðið. „Það eru aðildarfélög BSRB sem hafa samningsréttinn, og enda þótt bandalagsráðstefnan hafi lýst vilja til þessa, þá vilja menn sjá niðurstöður áður en farið er út í aðgerðir. Við erum að opna dyrnar fyrir samstarfi við önnur samtök, en erum ekki að njörva okkur nið- ur á einhver ákveðin skilyrði. Menn eru orðnir seinþreyttir á að bíða eftir því að niðurstöður náist í samningum, og nú viljum við að tekið verði af skarið,“ sagði Ög- mundur. -----»-♦ ♦--- Búnaðarþing hefst á mánudaginn: Breytt rekstr- arumhverfi landbúnaðar stærsta málið BÚNAÐARÞING verður sett á mánudaginn, og verður breytt rekstrarumhverfi landbúnaðar- ins í ljósi þeirra breytinga sem nýi búvörusamningurinn felur í sér væntanlega stærsta mál þessa þings. Einnig verður fjall- að um landbúnað og umhverfi á íslandi, og stöðu kvenna í ábyrgðarstörfum innan félags- kerfis landbúnaðarins. Búnaðarþingið verður sett kl. 10 f.h. á mánudaginn í Súlnasal Hótels Sögu. Jón Helgason for- maður Búnaðarfélags íslands setur þingið, en ávörp flytja Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra og Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda. Að setn- ingúnni lokinni kemur þingið aftur saman kl. 13.30 í Búnaðarþingssal við hlið Súlnasalar, en það mun að venju fjalla um þau mál sem til umfjöllunar eru á Alþingi. ----♦ ♦ ♦--- Umhleypinga- samt veður næstu daga BÚIST er við suðvestanátt sunn- an- og vestanlands í dag með allhvössum slydduéljum og síð- an éljum. Á Norðvesturlandi er búist við hvassri norðvestanátt með snjókomu en hægviðri norðaustanlands. Hiti verður um frostmark. Norðaustanlands var hvassviðri í fyrrinótt en þó ekki eins slæmt veður og búist hafði verið við. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður hiti um og undir frostmarki yfir helgina en á mánudag er búist við hlýnandi veðri og allt upp i tíu stiga hita. Það mun þó ekki vara lengi því á þriðjudag er aftur búist við að frost verði um land allt. Sala rauða nefsins þetta ár er til styrktar afreksfólki okkar sem stefnir á þátttöku í ólympíuleikum fatlaðra í sumar. Þau unnu stórsigra fyrir hönd íslands í Seoul -vinnum með þeim núna kaupum rautt nef af sölufólki og berum það á öskudag. ÓLYMPÍUNEFND FATLAÐRA -5 HáiNtAuar;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.