Morgunblaðið - 29.02.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 29.02.1992, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 Mjólkárvirkjun: Mesta orkufram- leiðsla frá upphafi Bíldudal. FRAMLEIÐSLUMET var sett á síðasta ári hjá Mjólkárvirkjun. Orku- framleiðsla var 61,2 GW stundir, en árið áður 1990, voru framleidd- ar 57,8 GW stundir. Þetta er langmesta orkuframleiðsla í virkjun- inni frá upphafi en virkjunin var tekin í notkun árið 1958. Helgi Helgason stöðvarstjóri seg- ir þessu að þakka góð vatnsár og lítið um bilanir í stöðinni á síðasta ári. Helgi segir meðaltal mega- vatnsstunda á dag hafi verið 167 allt árið í fyrra en mest 192 stund- ir. „Árið í ár er mjög svo óvenju- legt. Það rigndi mikið í janúar, leys- ingar hafa verið óvenju miklar á þessum tíma árs, sem reyndar telst vera sá erfiðasti á ári hveiju hvað orkuframleiðslu varðar. En ég held að það sé of snemmt að segja til um hvort annað framleiðslumet verður sett í ár, það verður tíminn að leiða í ljós,“ sagði Helgi Helga- son að lokum í samtali við Morgun- blaðið. - R. Schmidt. Eitt verka írisar. Iris Friðriksdóttir sýn- ir í Gallerí einn einn ÍRIS Friðriksdóttir opnar sýn- ingu í Gallerí einn einn að Skóla- vörðustíg 4a, Reykjavík, í dag, laugardaginn 29. febrúar kl. 16.00. Þetta er hennar önnur einkasýn- ing en hún hélt sýningu í Nýlista- safninu á síðastliðnu ári. Einnig hefur hún tekið þátt í mörgum sam- sýningum m.a. í Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi. íris stundaði nám í Textíldeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1980-84 og fram- haidsnám í Maastricht í Hollandi 1984-86. Hún hefur ætíð notað þau efni sem hver hugmynd krefst en ekki einskorðað sig við neitt eitt efni. Á sýningunni í Gallerí einn einn er að finna ný verk verk unnin úr m.a. járni, hitaplötu, tvinna og sápu. Sýningin er opin daglega kl. 14.00-18.00 og henni lýkur 12. mars. Morgunblaðið/Grímur Á myndinni eru stúlkurnar 11 sem þátt taka í keppninni um fegurðardrottningu Vestmannaeyja 1992. Efsta röð til vinstri: Ólöf Viðfjörð Hreiðarsdóttir, 20 ára nemi, Guðrún Guðmundsdóttir, 20 ára nemi, Kristjana Ingólfsdóttir, 18 ára nemi og Anna Lára Guðjónsdóttir, 18 ára nemi. Miðröð frá vinstri: María Þórsdóttir, 20 ára nemi, Steinunn Jónatansdóttir, 18 ára neini, Hrefna Sigur- björg Jóhannsdóttir, 19 ára nemi og Ingibjörg Jónsdóttir 18 ára nemi. Neðsta röð frá vinstri: Hrönn Róbertsdóttir, 18 ára nemi, Brynja Jónsdóttir, 17 ára nemi og Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir 18 ára nemi. Fegurðardrottning Yest- mannaeyja krýnd 1 kvöld Vftstmanneviar. Vestmanneyjar. FEGURÐARDROTTNING Vestmannaeyja 1992 verður krýnd á miðnætti í kvöld í Samkomuhúsinu í Eyjum. 11 Eyjastúlkur taka þátt í keppninni og hafa þær staðið í ströngu undanfarnar vikur við undirbúning fyrir keppnina. Tískuvöruverslunin Flott og flipp- að hefur séð um framkvæmd keppninnar í Eyjum í samvinnu við Fegurðarsamkeppni íslands og Ragnheiður Borgþórsdóttir hefur séð um þjálfun stúlknanna. af Lýð Ægissyni og tileinkað keppninni í Eyjum. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar mun síðan leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Þátttakendur í fegurðarsam- keppninni koma fram í síðkjólum og á sundfötum og verður vinsæl- asta stúlkan valin úr hópi þeirra. Á miðnætti verða síðan Ljós- Ýmislegt verður á dagskrá keppniskvöldsins í Eyjum. Sam- komuhúsið opnar kl. 19.00 og þá verður boðið upp á fordrykk. Borðhald hefst kl. 20.00 þar sem borin verður fram þríréttuð mál- tíð. Arna Þorsteins mun síðan syngja nokkur lög og frumflutt verður lagið „Hún“ sem samið er myndafyrirsæta Vestmannaeyja og Fegurðardrottning Eyjanna 1992 krýndar. Dómnéfndin verður skipuð Ól- afi Laufdal, sem verður formaður, Esther Finnbogadóttur, Bryndísi Ólafsdóttur, Ernu Jóhannesdóttur og Arnfinni Friðrikssyni. Heiðar Jónsson snyrtir verður kynnir kvöldsins. Fegurðardrottning Vestmanna- eyja hlýtur margvísleg verðlaun. Utanlandsferð með Flugleiðum, fataúttekt, skó, máltíð á Holiday Inn, skartgripi, penna, íþróttavör- ur og margt fleira. Grímur. Rússnesk-íslenska verslunarfélagið hf. stofnað: Ætlunin að greiða fyrir við- skiptum og veita upplýsingar Jón Guðjónsson Jón Guðjóns- son fyrrver- andi skip- stjóri látinn JÓN Guðjónsson fyrrverandi skip- stjóri og útgerðarmaður lést á Vífilsstaðaspítala 25. febrúar síð- astliðinn á áttugasta aldursári. Jón fæddist 15. september 1912 á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, son- ur Guðjóns Péturs Jónssonar sjó- manns og Sólveigar Þorleifsdóttur. Hann fór fyrst til sjós á 12. aldurs- ári. Hann tók próf í vélstjórn og síð- ar öðlaðist hann skipstjórnarréttindi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og stofnaði útgerðarfélagið Stíganda hf. á Ólafsfirði 1948. Hann rak það til ársins 1967. Hann lét smíða bát- ana Stíganda ÓF og Gunnólf ÓF og var lengst af skipstjóri á Stíganda. Jón bjó á Óiafsfirði árin 1963 til 1984, er hann fluttist til Reykjavík- ur. Eiginkona hans var Bára Arn- grímsdóttir, sem lést áríð 1990. Jón verður .jarðsunginn frá Bústaða- kirkju á þriðjudag klukkan 15. * Fyrrverandi yfirmaður APN á Is- landi stj órnarformaður félagsins STOFNAÐ hefur verið hlutafélag undir nafninu Rússnesk-íslenska verslunarfélagið hf. sem er ætlað greiða fyrir viðskiptum við Rússland og veita upplýsingar um viðskiptastofnanir og fyrirtæki í lýðveldinu. Stofnendur félagsins eru Vladímír Verbenko, fyrrver- andi yfirmaður Novosti fréttastofunnar á íslandi (APN), auk nokk- urra einstaklinga hérlendis. Verbenko er stjórnarformaður félags- ins en Sverrir Orn Sigurjónsson viðskiptafræðingur framkvæmda- stjóri. Verbenko hefur að eigin sögn fengið bæði dvalarleyfi og atvinnuleyfi á Islandi til að sinna störfum sínum fyrir félagið en hann þurfti að fá endurnýjað landvistarleyfi þegar fréttastofan var lögð niður í byrjun ársins. Að sögn Verbenkos standa von- ir til að félaginu muni takast að færa út kvíamar í framtíðinni og koma á viðskiptatengslum við fleiri ríki samveldisins. „Ég get fullyrt á grunvelli fimm ára reynslu minnar af alþjóðlegri frétt- amennsku að fyrir þá aðila sem hafa nægilegt hugrekki og við- skiptavit og eru skjótir til eru tækifærin til viðskipta við þessi lönd mjög mikil. Við munum gera okkar besta til að greiða fyrir því,“ sagði hann. • Sverrir sagði að félagið væri stofnað með það í huga að stuðla að viðskiptum við Rússland. Hann segist sjálfur hafa átt lítilsháttar viðskipti við Rússland en hafi fljót- lega rekið sig á hindranir vegna þess hve viðskiptavenjur og stjórn- kerfi landsins væri ólíkt því sem íslendingar þekktu. Því hefði verið valinn sá kostur að fá Verbenko til samstarfs en hann hefði mikla þekkingu á viðskiptavenjum og stjómkerfi Rússlands. Sverrir sagði að félagið væri komið vel á veg með nokkur verkefni. Verbenko sagði að þrátt fyrir viðskiptasamning íslands og Rúss- iands lægi framtíðin í beinum við- skiptum á milli fyrirtækja og stofnana innan landanna. Sagði hann að félagið ætti ekki aðeins að sinna milligöngu um viðskipti heldur veita upplýsingar á mörg- um sviðum varðandi markaðs- Vladímír Verbenko og Sverrir Örn Sigurjónsson. Morgunblaðið/RAX færslu, menningarsamskipti og fleira. „Mín hugmynd er að koma á fót félagi um norður- austur- samskipti sem tækju til fleiri landa en Rússlands og Islands,“ sagði hann. Kvaðst hann hafa varið nokkrum vikum í Danmörku þar sem hann hefði komist að raun um að frammámenn í viðskiptalíf- inu teldu skorta hlutlausar upplýs- ingar um Rússland. Sverrir sagði að félaginu væri fyrst í stað einkum ætlað að hafa milligöngu um viðskipti við Rúss- land og væri byggt upp með það í huga að ná að selja vörur til og frá landinu. Hann sagði að félaginu stæði til boða að hefja samstarf við stóra viðskiptaaðila í Rússlandi og væru þau mál í athugun. Þá væri í undir- búningi að hefja kynningu á þjón- ustu félagsins meðal íslenskra fyr- irtækja. Stofnhlutafé félagsins er 600 þúsund kr. og hefur það opnað skrifstofu í Ármúla 1.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.