Morgunblaðið - 03.04.1992, Síða 35

Morgunblaðið - 03.04.1992, Síða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Alþjóðleg frímerkjasýning fyrir unglinga: * Islendingar hlutu þrenn verðlaun Halldóra Björnsdóttir og Baltasar Kormákur í hlutverkum sínum sem Rórneó og Júlía. Síðasta sýning á Rómeó og Júlíu SYNINGUM á Rómeó og Júlíu eftir VVilIiam Shakespeare, sem sýnt hefur verið á Stóra sviði Tískusýning í Kringlunni Á sunnudag, 5. apríl, kl. 15, verð- ur tískusýning hjá Sævari Karli í Kringlunni á vor- og sumartísk- unni 1992 fyrir dömur og herra. Sýningin verður haldin fyrir utan versiunina í Kringlunni. Verslunin verður opin frá kl. 14-17. Þjóðleikhússins síðan um jól, lýk- ur fimmtudaginn 9. apríl. Síðan leikritið var fyrst leikið í lok 16. aldar hefur það verið eitt af vinsælustu verkum leikskáldsins. í uppfærslu Þjóðleikhússins er leik- ritið fært nær okkur í tímanum án þess að atburðirnir séu njörvaðir niður í ákveðið tímabil sögunnar. Tónlistin er t.d. sambland af blús, djassi og nútíma dægurtóniist flutt af hljómsveit sem er hluti af sýning- unni. Rómeó er leikinn af Baltasar Kormáki og Júlíu leikur Haildóra Björnsdóttir. Vegagerð ríkisins eyddi ekki umfram fjárheimildir 1991 í FRÉTTUM og hugleiðingum fjölmiðla undanfarna daga hefur verið vísað til skýrslu Ríkisend- urskoðunar um framkvæmd fjár- laga 1991. I skýrslunni er yfirlit yfir 21 ríkisstofnun sem talin er liafa eytt umfram fjárheimildir á sl. ári. Vegagerð ríkisins er talin í þessum hópi. Það er ekki rétt. Vegagerð ríkisins fékk á sl. ári 5.190 m. kr. úr ríkissjóði sam- kvæmt fjárlögum og átti í greiðsluafgang um sl. áramót 100 millj. kr., segir í athugasemd frá vegamálastjóra. Skýringar á þeim mistökum sem Laugarhóli. ALÞJOÐA frímerkjasýningin „KANADA-92", sem haldin var fyrir unglinga um allan lieim í Montreal í Kanada 21.-29. mars, tilkynnti niðurstöður dómnefnd- ar um verðlaun einstakra þátt- takenda á lokadegi sýningarinn- ar, 29. mars sl. Þrír ungir Islendingar sýndu frí- merki á KANADA-92 og fengu all- ir verðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Þetta verður að teljast vel gert því allir sýndu þeir í fyreta sinn á stórri alþjóðlegri sýningu. Þrír ungir íslendingar hafa unnið sér rétt til að sýna frímerkjasöfn sín á aiþjóðlegum sýningum og þeir tóku að þessu sinni allir þátt í sýn- ingunni „KANADA-92“. Þetta mun vera stærsta alþjóðlega ungmenna- íslenskar sjávarafurðir hf: Bæklingur á ensku Fyrirtækið íslenskar sjávaraf- urðir hf. hefur gefið út upplýs- ingarbæklingurinn Facts and Figurcs í annað sinn en ætlunin er að endurnýja hann árlega. í bæklingnum er að finna ýrnsar upplýsingar varðandi veiðar og vinnslu á ýmsum fisktegundum. Aftast í bæklingum er að finna samantekt á útflutningi fyrirtækis- ins eftir tegundum og mörkuðum. hér hafa orðið liggja fyrir. Ríkisend- urskoðun hefur verið beðin að koma leiðréttingum á framfæri við fjöl- miðla. Hún hefur ekki orðið við þeim tilmælum og því telur Vega- gerðin óhjákvæmilegt að upplýsa hið rétta í málinu, segir í athuga- semdinni. sýningin til þessa. íslendingarnir voru Ólafur Kjart- ansson, sem sýndi safn sitt „Blóm í Evrópu“ og vann fyrir bronsverð- laun, Björgvin Ingi Ólason, sem sýndi safnið „Fuglar Evrópu" og fékk fyrir silfui-verðlaun og Stórt silfur, en heiðursverðlaun hlaut svo Kári Sigurðsson fyrir safn sitt „Merkir Islendingar". Þessir ungu menn er félagar í Félagi frímerkjasafnara í Reykjavík og í Klúbbi Skandinavíusafnara sem Tíðkast hefur til langs tíma að framhaldsskólarnir þreyti ineð sér keppni í ýmsum greinuin íþrótta og fleiru. Nú í annað skipti leiða framhaldsskólanem- ar saman hesta sína í orðsins fyllstu merkingu um helgina þeg- ar haldið verður framhaldsskóla- inót í hestaíþróttum í Reiðhöll- inni. Fimmtán skólar taka nú þátt i mótinu en í fyrra voru þeir fimm. Eru það skólar á Norður-, Vestur- og Suðurlandi auk skóla af höfuð- borgarsvæðinu sem taka þátt að þessu sinni og eru keppendur þrír frá hveijum skóla í hverri grein. Keppt verður í tölti, fjór- og fimm- gangi og er um að ræða bæði ein- staklingskejipni og stigakeppni milli skólanna. I fyrra sigraði Ármúla- skóli en þar hefur á undanförnum árum verið rekið öflugt starf í hestaklúbbi skólans. Mótið hefst fyrir hádegi á laugardag með for- keppni í fjórgangi og þar á eftir verður keppt í fimmgangi. Á sunnu- dag fer frani forkeppni í tölti og úrslit að henni lokinni. í flestum skólum hefur farið fram úrtökukeppni og var víða hart bar- ist um sæti í liðunum. Margir lands- þekktir hestar koma þarna fram og má þar nefna Atlas frá Gerðum sem riðið var til sigurs í fimmgangi á íslandsmóti í Borgarnesi, þá verð- einnig starfar í Reykjavík. Þeir sem hafa aðstoðað þá í söfnuninni og í starfi eru Guðni Fr." Gunnarsson hjá Félagi frímerkjasafnara og Jón Fr. Zalewski hjá Klúbbi Skandinaví- usa/nara. Áður hafa söfn þessi verið sýnd á Norðurlandasýningum og einnig á sýningum innanlands. Það að ná slíkum verðlaunifm á alþjóðlegri sýningu er hins vegar mjög góður árangur. S.H.Þ. ur þarna Hörður frá Bjamastöðum sem er margfaldur íslandsmeistari í unglinga- og ungmennaflokki og að síðustu má nefna Kolskegg frá Ásmundarstöðum en hann stóð efstur í gæðingakeppni unglinga á fjórðungsmótinu á Hellu síðastliðuT sumar. Keppt er um veglegan far- andbikar í stigakeppin skólanna sem Búnaðarbanki Islands gaf. V.Kr. -----» ♦ ♦---- Lýst eftir ökumanni og vitnuni Slysarannsóknadeild lögreglunn- ar í Reykjavík lýsir eftir ökumanni appelsínugulrar grjótflutningabif- reiðar, sem varð fyrir því að aka á númerslausa bláa Ford Fiesta bif- reið fyrir utan húsnæði Bifreiða- skoðun íslands þann 7. febrúar síð- astliðinn um klukkan 15.30. Þá er lýst eftir vitnum að árekstri milli Chevreolet-bifreiðar og BMW- bifreiðar á Kringlumýrarbraut, móts við Nesti í Fossvogi um klukk- an 14.40 þann 21.10. síðastliðinn. Reiðhöllin um helgina: Framhaldsskólanemar leiða saman hesta sína AUGLYSINGAR Laugardagsfundur um mennta- og kennsBumál Landsmálafélagið Vörður boðar til um- ræðufundar um mennta- og kennslumál laugardagsmorguninn 4. apríl nk. milli kl. 10.00 og 12.00 í Valhöll, kjallara. Framsögu hefur Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. ' " Allir, sem áhuga hafa á mennta-, menning- ar- og kennslumálum, eru velkomnir. Landsmálafélagið Vörður. Aðalfundur kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna á Reykjanesi verður haldinn föstudaginn 3. apríl kl. 20.00. í félagsheimili Sjálfstaeðisflokksins í Garðabæ, Lyngási 12. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðal- fundarstörf og léttar veitingar á eftir. Gestur fundarins verður Árni Mathiesen. Stjórnin. Hafnarfjörður Landsmálafélagið Fram og F.U.S. Stefnir halda há- degisverðarfund í Sjálfstæðishúsinu 4. april kl. 12.00- 13.30. Gestur fundarins verður Björn Bjarna- son, alþingismaður. Fundarefni: Utanrikismál. Fundarstjóri: Magnus Gunnarsson. Hvetjum allt sjálfstæðisfólk til að mæta! Qútivist Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferðir sunnudaginn 5. apríl: Kl. 10.30: Kirkjugangan 7. áfangi, Saurbær á Hvalfjarðar- strönd. Kl. 13.00: Skíðaganga á Hellis- heiði. Sjáumst! Útivist. I.O.O.F. 1 = 17343872 = I.O.O.F. 12 = 173438'A = SP St.St.5992444 IX kl. 16.00 Innanfélagsmót skíðadeildar Víkings í stórsvigi verður haldið laugardaginn 4. april kl. 11.00 í flokkum 13-14 ára, 15-16 ára, karla, kvenna og öldunga. Stjórnin. Samvera fyrir fólk á öllum aldri i kvöld í Laugarneskirkju kl. 20.30. Kyrrðar- og íhugunar- stund. Altarisganga. Eftir kyrrð- arstundina verður samvera í safnaðarheimilinu. Efni: „Að lifa einn", sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son talar. Ath. breyttan stað. SAMBAND ÍSLENZKRA 0 KRISTNIBODSFÉLAGA Árleg fjáröflunarsamkoma verð- ur í Kristniboðssalnum, Háalteit- isbraut 58, i kvöld kl. 20.30. Kenýaþáttur: Ragnar Gunnars- son. Happdrættisborð. Hugleið- ing: Skúli Svavarsson. Kaffi. Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavik. Frá Guöspeki- fólaginu Ingólfsstræti 22. Áskrlftarslml Ganglera ar I kvöld kl. 21.00 flytur Jón Arn- alds erindi um mannþekkingu i húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á morgun, laugardag, er opið hús frá kl. 15.00-17.00. Herdís Þorvaldsdóttir sér um fræðslu kl. 15.30. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3S11798 19533 Aðeinstværvikur í páskafrí með FÍ Fjöldi spennandi ferða. 1. 16.-18. aprii. Snæfellsnes - Snæfellsjökull (3 dagar). 2. 16.-20. aprfl. Landmanna- laugar, skíðagönguferð (5 dagar). 3. 16.-20. april. Landmanna- laugar-Hrafntinnusker-Laufa- fell, skíðagönguferð (5 dagár). 4. 18.-20. aprfl. Þórsmörk (3 dagar). 5. 18.-20. apríl. Borgar- fjörður-Húsafell. (3 dagar). Nánari upplýsingar og farmiðar á skrifstofu, Öldugötu 3. Pantið tímanlega. Myndakvöld á miðvikudags- kvöldið 8. aprfl kl. 20.30 í Sóknar- salnum, Skipholti 50a. Áhuga- verð myndasýning af utanlands- og innanlandsferðum. M.a. kynn- ing á páskaferðunum. Sunnudagsferðir 5. aprfl: Kl. 10.30 Bláfjöll-Kleifarvatn, skíðaganga. Kl. 13.00 Skíðakennsla og skfða- ganga frá Hveradölum. Kl. 13.00 Hafnarskeið-Þorláks- höfn, fjölskylduganga. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin (viðkoma hjá Mörkinni 6). Verið með! Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.