Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Alþjóðleg frímerkjasýning fyrir unglinga: * Islendingar hlutu þrenn verðlaun Halldóra Björnsdóttir og Baltasar Kormákur í hlutverkum sínum sem Rórneó og Júlía. Síðasta sýning á Rómeó og Júlíu SYNINGUM á Rómeó og Júlíu eftir VVilIiam Shakespeare, sem sýnt hefur verið á Stóra sviði Tískusýning í Kringlunni Á sunnudag, 5. apríl, kl. 15, verð- ur tískusýning hjá Sævari Karli í Kringlunni á vor- og sumartísk- unni 1992 fyrir dömur og herra. Sýningin verður haldin fyrir utan versiunina í Kringlunni. Verslunin verður opin frá kl. 14-17. Þjóðleikhússins síðan um jól, lýk- ur fimmtudaginn 9. apríl. Síðan leikritið var fyrst leikið í lok 16. aldar hefur það verið eitt af vinsælustu verkum leikskáldsins. í uppfærslu Þjóðleikhússins er leik- ritið fært nær okkur í tímanum án þess að atburðirnir séu njörvaðir niður í ákveðið tímabil sögunnar. Tónlistin er t.d. sambland af blús, djassi og nútíma dægurtóniist flutt af hljómsveit sem er hluti af sýning- unni. Rómeó er leikinn af Baltasar Kormáki og Júlíu leikur Haildóra Björnsdóttir. Vegagerð ríkisins eyddi ekki umfram fjárheimildir 1991 í FRÉTTUM og hugleiðingum fjölmiðla undanfarna daga hefur verið vísað til skýrslu Ríkisend- urskoðunar um framkvæmd fjár- laga 1991. I skýrslunni er yfirlit yfir 21 ríkisstofnun sem talin er liafa eytt umfram fjárheimildir á sl. ári. Vegagerð ríkisins er talin í þessum hópi. Það er ekki rétt. Vegagerð ríkisins fékk á sl. ári 5.190 m. kr. úr ríkissjóði sam- kvæmt fjárlögum og átti í greiðsluafgang um sl. áramót 100 millj. kr., segir í athugasemd frá vegamálastjóra. Skýringar á þeim mistökum sem Laugarhóli. ALÞJOÐA frímerkjasýningin „KANADA-92", sem haldin var fyrir unglinga um allan lieim í Montreal í Kanada 21.-29. mars, tilkynnti niðurstöður dómnefnd- ar um verðlaun einstakra þátt- takenda á lokadegi sýningarinn- ar, 29. mars sl. Þrír ungir Islendingar sýndu frí- merki á KANADA-92 og fengu all- ir verðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Þetta verður að teljast vel gert því allir sýndu þeir í fyreta sinn á stórri alþjóðlegri sýningu. Þrír ungir íslendingar hafa unnið sér rétt til að sýna frímerkjasöfn sín á aiþjóðlegum sýningum og þeir tóku að þessu sinni allir þátt í sýn- ingunni „KANADA-92“. Þetta mun vera stærsta alþjóðlega ungmenna- íslenskar sjávarafurðir hf: Bæklingur á ensku Fyrirtækið íslenskar sjávaraf- urðir hf. hefur gefið út upplýs- ingarbæklingurinn Facts and Figurcs í annað sinn en ætlunin er að endurnýja hann árlega. í bæklingnum er að finna ýrnsar upplýsingar varðandi veiðar og vinnslu á ýmsum fisktegundum. Aftast í bæklingum er að finna samantekt á útflutningi fyrirtækis- ins eftir tegundum og mörkuðum. hér hafa orðið liggja fyrir. Ríkisend- urskoðun hefur verið beðin að koma leiðréttingum á framfæri við fjöl- miðla. Hún hefur ekki orðið við þeim tilmælum og því telur Vega- gerðin óhjákvæmilegt að upplýsa hið rétta í málinu, segir í athuga- semdinni. sýningin til þessa. íslendingarnir voru Ólafur Kjart- ansson, sem sýndi safn sitt „Blóm í Evrópu“ og vann fyrir bronsverð- laun, Björgvin Ingi Ólason, sem sýndi safnið „Fuglar Evrópu" og fékk fyrir silfui-verðlaun og Stórt silfur, en heiðursverðlaun hlaut svo Kári Sigurðsson fyrir safn sitt „Merkir Islendingar". Þessir ungu menn er félagar í Félagi frímerkjasafnara í Reykjavík og í Klúbbi Skandinavíusafnara sem Tíðkast hefur til langs tíma að framhaldsskólarnir þreyti ineð sér keppni í ýmsum greinuin íþrótta og fleiru. Nú í annað skipti leiða framhaldsskólanem- ar saman hesta sína í orðsins fyllstu merkingu um helgina þeg- ar haldið verður framhaldsskóla- inót í hestaíþróttum í Reiðhöll- inni. Fimmtán skólar taka nú þátt i mótinu en í fyrra voru þeir fimm. Eru það skólar á Norður-, Vestur- og Suðurlandi auk skóla af höfuð- borgarsvæðinu sem taka þátt að þessu sinni og eru keppendur þrír frá hveijum skóla í hverri grein. Keppt verður í tölti, fjór- og fimm- gangi og er um að ræða bæði ein- staklingskejipni og stigakeppni milli skólanna. I fyrra sigraði Ármúla- skóli en þar hefur á undanförnum árum verið rekið öflugt starf í hestaklúbbi skólans. Mótið hefst fyrir hádegi á laugardag með for- keppni í fjórgangi og þar á eftir verður keppt í fimmgangi. Á sunnu- dag fer frani forkeppni í tölti og úrslit að henni lokinni. í flestum skólum hefur farið fram úrtökukeppni og var víða hart bar- ist um sæti í liðunum. Margir lands- þekktir hestar koma þarna fram og má þar nefna Atlas frá Gerðum sem riðið var til sigurs í fimmgangi á íslandsmóti í Borgarnesi, þá verð- einnig starfar í Reykjavík. Þeir sem hafa aðstoðað þá í söfnuninni og í starfi eru Guðni Fr." Gunnarsson hjá Félagi frímerkjasafnara og Jón Fr. Zalewski hjá Klúbbi Skandinaví- usa/nara. Áður hafa söfn þessi verið sýnd á Norðurlandasýningum og einnig á sýningum innanlands. Það að ná slíkum verðlaunifm á alþjóðlegri sýningu er hins vegar mjög góður árangur. S.H.Þ. ur þarna Hörður frá Bjamastöðum sem er margfaldur íslandsmeistari í unglinga- og ungmennaflokki og að síðustu má nefna Kolskegg frá Ásmundarstöðum en hann stóð efstur í gæðingakeppni unglinga á fjórðungsmótinu á Hellu síðastliðuT sumar. Keppt er um veglegan far- andbikar í stigakeppin skólanna sem Búnaðarbanki Islands gaf. V.Kr. -----» ♦ ♦---- Lýst eftir ökumanni og vitnuni Slysarannsóknadeild lögreglunn- ar í Reykjavík lýsir eftir ökumanni appelsínugulrar grjótflutningabif- reiðar, sem varð fyrir því að aka á númerslausa bláa Ford Fiesta bif- reið fyrir utan húsnæði Bifreiða- skoðun íslands þann 7. febrúar síð- astliðinn um klukkan 15.30. Þá er lýst eftir vitnum að árekstri milli Chevreolet-bifreiðar og BMW- bifreiðar á Kringlumýrarbraut, móts við Nesti í Fossvogi um klukk- an 14.40 þann 21.10. síðastliðinn. Reiðhöllin um helgina: Framhaldsskólanemar leiða saman hesta sína AUGLYSINGAR Laugardagsfundur um mennta- og kennsBumál Landsmálafélagið Vörður boðar til um- ræðufundar um mennta- og kennslumál laugardagsmorguninn 4. apríl nk. milli kl. 10.00 og 12.00 í Valhöll, kjallara. Framsögu hefur Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. ' " Allir, sem áhuga hafa á mennta-, menning- ar- og kennslumálum, eru velkomnir. Landsmálafélagið Vörður. Aðalfundur kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna á Reykjanesi verður haldinn föstudaginn 3. apríl kl. 20.00. í félagsheimili Sjálfstaeðisflokksins í Garðabæ, Lyngási 12. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðal- fundarstörf og léttar veitingar á eftir. Gestur fundarins verður Árni Mathiesen. Stjórnin. Hafnarfjörður Landsmálafélagið Fram og F.U.S. Stefnir halda há- degisverðarfund í Sjálfstæðishúsinu 4. april kl. 12.00- 13.30. Gestur fundarins verður Björn Bjarna- son, alþingismaður. Fundarefni: Utanrikismál. Fundarstjóri: Magnus Gunnarsson. Hvetjum allt sjálfstæðisfólk til að mæta! Qútivist Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferðir sunnudaginn 5. apríl: Kl. 10.30: Kirkjugangan 7. áfangi, Saurbær á Hvalfjarðar- strönd. Kl. 13.00: Skíðaganga á Hellis- heiði. Sjáumst! Útivist. I.O.O.F. 1 = 17343872 = I.O.O.F. 12 = 173438'A = SP St.St.5992444 IX kl. 16.00 Innanfélagsmót skíðadeildar Víkings í stórsvigi verður haldið laugardaginn 4. april kl. 11.00 í flokkum 13-14 ára, 15-16 ára, karla, kvenna og öldunga. Stjórnin. Samvera fyrir fólk á öllum aldri i kvöld í Laugarneskirkju kl. 20.30. Kyrrðar- og íhugunar- stund. Altarisganga. Eftir kyrrð- arstundina verður samvera í safnaðarheimilinu. Efni: „Að lifa einn", sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son talar. Ath. breyttan stað. SAMBAND ÍSLENZKRA 0 KRISTNIBODSFÉLAGA Árleg fjáröflunarsamkoma verð- ur í Kristniboðssalnum, Háalteit- isbraut 58, i kvöld kl. 20.30. Kenýaþáttur: Ragnar Gunnars- son. Happdrættisborð. Hugleið- ing: Skúli Svavarsson. Kaffi. Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavik. Frá Guöspeki- fólaginu Ingólfsstræti 22. Áskrlftarslml Ganglera ar I kvöld kl. 21.00 flytur Jón Arn- alds erindi um mannþekkingu i húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á morgun, laugardag, er opið hús frá kl. 15.00-17.00. Herdís Þorvaldsdóttir sér um fræðslu kl. 15.30. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3S11798 19533 Aðeinstværvikur í páskafrí með FÍ Fjöldi spennandi ferða. 1. 16.-18. aprii. Snæfellsnes - Snæfellsjökull (3 dagar). 2. 16.-20. aprfl. Landmanna- laugar, skíðagönguferð (5 dagar). 3. 16.-20. april. Landmanna- laugar-Hrafntinnusker-Laufa- fell, skíðagönguferð (5 dagár). 4. 18.-20. aprfl. Þórsmörk (3 dagar). 5. 18.-20. apríl. Borgar- fjörður-Húsafell. (3 dagar). Nánari upplýsingar og farmiðar á skrifstofu, Öldugötu 3. Pantið tímanlega. Myndakvöld á miðvikudags- kvöldið 8. aprfl kl. 20.30 í Sóknar- salnum, Skipholti 50a. Áhuga- verð myndasýning af utanlands- og innanlandsferðum. M.a. kynn- ing á páskaferðunum. Sunnudagsferðir 5. aprfl: Kl. 10.30 Bláfjöll-Kleifarvatn, skíðaganga. Kl. 13.00 Skíðakennsla og skfða- ganga frá Hveradölum. Kl. 13.00 Hafnarskeið-Þorláks- höfn, fjölskylduganga. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin (viðkoma hjá Mörkinni 6). Verið með! Ferðafélag islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.