Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992
Aðalfundur íslandsbanka:
Sameining eignarhaldsfélag-
anna við bankann undirbúin
Tveir milljarðar lagðir á afskriftareikning á sl. þremur árum
AÐALFUNDUR íslandsbanka samþykkti samhljóða tillögu um að
fela bankaráði bankans í samráði við stjórnir þeirra eignarhaldsfé-
laga, sem aðild eiga að bankanum, að halda áfram að undirbúa sam-
einingu eignarhaldsfélaganna og bankans eftir því sem um semst.
í ræðu Vals Valssonar, formanns banka- og framkvæmdastjórnar,
kom fram að framlag í afskriftareikning útlána nam 815 milljónum
króna á sl. ári samanborið við 565 milljónir árið áður og er það um
44% aukning. Bankarnir fjórir sem mynduðu íslandsbanka lögðu
árið 1989 tæplega 700 milljónir á afskriftareikning. Þetta gerir sam-
tals yfir 2.000 milljónir á sl. þremur árum.
Kveikti eld
og skaut
af byssu
inni hjá sér
ELDUR kom upp í íbúð við
Vallarás í Reykjavík um klukkan
hálftvö aðfaranótt sunnudagsins.
íbúi reyndist hafa lagt eld að
fatahrúgu á gólfi, kveikt í henni
og skotið síðan nokkrum skotum
úr haglabyssu inni í íbúðinni.
Þegar lögregla og slökkvilið
komu á staðinn hafði maðurinn
slökkt eldinn með slökkvitæki og
komið haglabyssunni fyrir inni í
skáp. Hins vegar var reykur á stiga-
ganginum og skemmdir af völdum
hans og sóts í íbúðinni.
Maðurinn var vistaður í fanga-
geymslum lögreglunnar.
Sérhæfði
sig í að
stela Saab
FJORIR unglingspiltar voru
handteknir á stolnum Saab-
bíl á Mosfellsheiði snemma á
sunnudagsmorgun. Einn
þeirra hefur játað að hafa
undanfarnar vikur stolið fjöl-
mörgum bílum sömu tegund-
ar en hann hafði komist yfir
höfuðlykil sem gekk að flest-
um Saab-bílum. För piltanna
fékk þann endi að bíllinn
lenti út af veginum eftir að
honum hafði verið ekið yfir
umferðarskilti á heiðinni og
allar vegstikur á 2-3 km
vegarkafla.
Bíl þessum höfðu piltamir
stolið við Seljaveg fyrr um nótt-
ina. Þegar eigandinn tilkynnti
lögreglunni um þjófnaðinn um
klukkan ellefu á sunnudags-
morguninn var þegar búið að
draga bílinn stórskemmdan í
port lögreglustöðvarinnar.
Fleiri Saab-bílum höfðu piltar
þessir stolið fyrr um helgina
en þeir virtust allir undir áhrif-
um áfengis, að sögn lögreglu.
Missti framan
af fingri þegar
hurð var skellt
MAÐUR missti framan af fingri
þegar skellt var á hann hurð í
húsi þar sem hann var ekki vel-
kominn gestur.
Maðurinn mun hafa ætlað sér
að heimsækja fólk í húsi í austurbæ
borgarinnar, um klukkan þfjú að-
faranótt sunnudags. Honum var
vísað á dyr en þegar útidyrnar voru
látnar aftur varð einn fingur
mannsins milli stafs og hurðar og
hjóst þar framan af honum.
í ræðu sinni sagði Einar Sveins-
son, formaður bankaráðs, að svo
virtist sem skilyrði hefðu verið
sköpuð sem auðvelda mættu sam-
einingu eignarhaldsfélaganna og
bankans. Um þetta væru þó nokkuð
skiptar skoðanir. Hvatti hann til
að unnið væri að sameiningu eins
fljótt og kostur væri.
Hagnaður af rekstri íslands-
banka varð 62 milljónir króna á sl.
ári samanborið við 448 milljónir
árið 1990. Sagði Einar þessi miklu
umskipti stafa 'af tvennu. Annars
vegar hefði vaxtamunur minnkað
snögglega á fyrstu mánuðum ársins
og á tímabilinu 1. janúar til 30.
apríl hefði verið 252 milljóna króna
tap á rekstri bankans. Vaxtamunur
var 3,4% árið 1991 en 4,0% árið
1990. Hins vegar hefði framlag
bankans í afskriftareikning hækkað
um 44% á milli ára. Einnig sagði
hann að bankanum væri nauðsyn-
legt að gæta ýtrustu varkárni við
mat á útlánum bankans.
Einar greindi jafnframt frá að-
gerðum bankans undanfarin ár til
að auka hagkvæmni í rekstrinum.
Útibúum hafi verið fækkað úr 37
í 32. Húsnæði hefði verið selt fyrir
345 milljónir króna og bankinn
noti nú 3.000 færri fermetra en
bankarnir fjórir gerðu áður. Starfs-
fólki hefði fækkað og gert væri ráð
fyrir að stöðugildi verði 750 talsins
í lok þessa árs og hefði fækkað um
150 frá því ákvörðun um stofnun
íslandsbanka hefði verið tekin.
Valur Valsson gagnrýndi álögur
ýmissa opinberra gjalda sem gerðu
íslenskum bönkum erfitt að keppa
við erlenda banka. Þá sagði hann
bundnar innstæður banka og spari-
sjóða í Seðlabankanum hafa numið
rúmlega 10 milljörðum króna á sl.
ári. Ekki væri fjarri að álykta að
hefðu bankar og sparisjóðir fengið
eðlilega ávöxtun af fé sínu hefðu
tekjur þeirra verið um 500 milljón-
um króna hærri á síðasta ári en
raun varð á og afkoma Seðlabank-
ans 500 milljónum króna verri af
sömu ástæðu.
Eigið fé íslandsbanka nam í árs-
lok 5.391 milljón króna og hafði
þá hækkað um 1.407 milljónir.
Á aðalfundinum var samþykkt
tillaga bankaráðs um að greiddur
yrði 5% arður á árinu 1992 eða 189
milljónir. í bankaráð íslandsbanka
voru kosnir Ásmundur Stefánsson,
Brynjólfur Bjarnason, Einar Sveins-
son, Guðmundur H. Garðarsson,
Kristján Ragnarsson, Magnús
Geirsson og Sveinn Valfells. Á
fyrsta fundi bankaráðsins í gær var
Kristján Ragnarsson kjörinn for-
maður ráðsins, Bi-ynjólfur Bjarna-
son varaformaður og Ásmundur
Stefánsson ritari.
:-----» ♦ >-----
Islenskt
grænmeti
til varn-
arliðsins
Selfossi.
VARNARLIÐINU á Keflavíkur-
flugvelli verður í fyrsta sinn
selt íslenskt grænmeti í apríl.
Um er að ræða tilraunasölu.
Kristinn Ágústsson sölustjóri
hjá Sölufélagi garðyrkjumanna
sagði að ef þessi tilraunasala gengi
vel væri stefnt að því að allt græn-
meti sem varnarliðsmönnum byðist
yrði íslenskt. Grænmeti vamarliðs-
manna hefur hingað til verið flutt
inn frá Bandaríkjunum.
- Sig. Jóns.
Missti fót um ökkla
SJÓMAÐUR um borð í Kópanesi SH 702 missti fót um ökkla i
slysi sem varð er skipið var statt úti af Snæfellsnesi á sunnudag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Sif, var kvödd til aðstoðar en
slæmt veður var á slysstað og varð þyrlan að bíða hins slasaða
á bryggjunni á Rifi.
Slysið mun hafa orðið með þeim
hætti að dreki var settur fyrir
borð og festist færi sem bundið
var í hann um fót sjómannsins
með fyrrgreindum afleiðingum.
Sjómaðurinn, sem er á fertugs-
aldri, var á gjörgæsludeild Borg-
arspítalans í Reykjavík í gær, en
var ekki talinn í lífshættu.
Landhelgisgæslunni barst
beiðni um aðstoð frá Kópanesi kl.
20.40 á sunnudagskvöld. Þyrlan
kom að bátnum þar sem hann var
staddur um tíu sjómílur norðaust-
ur af Rifi rétt fyrir kl. 22. Veður
var slæmt, sex vindstig af norð-
austri, og var ekki talið ráðlegt
að hífa sjúklinginn um borð í þyrl-
una vegna sjógangs, að sögn
Landhelgisgæslunnar.
Læknir seig um borð í bátinn
með sjúkrabörur og búnað og
gerði að sárum mannsins til
bráðabirgða og bjó hann undir
sjúkraflutning. Læknirinn fór síð-
an með skipinu að Rifi þar sem
þyrlan beið þess. Siglingin að Rifi
tók um 50 mínútur. Flogið var
með sjúklinginn að Borgarspítal-
anum og þar lenti þyrlan kl.
23.38.
Sjómaðurinn fluttur í land á sjúkrabörum. Morgunbiaðið/Aifons