Morgunblaðið - 07.04.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.04.1992, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 Verjumst hjarta sjúkdómum eftir Svein Magnússon Frumvarnir Algengasti hjartasjúkdómurinn á Islandi og hinum vestræna heimi er kölkun í kransæðum. Þetta leiðir af sér þrengingar í æðunum og afleiðingin getur orðið hjartaöng (angina pectoris), kransæðastífla eða hjartabilun. Forvörnum sjúkdóma hefur oft verið skipt í þijú stig: 1. stig er að hindra myndun sjúkdómsins og um það verður aðallega rætt í þessari grein, 2. stig er að finna sjúkdóm- inn meðan hann dylst og 3. stig er að koma í veg fyrir alvarleg eftir- köst sjúkdómsins. Þrátt fyrir allar framfarir í með- ferð hjarta- og æðasjúkdóma er eftir sem áður æskilegast fyrir hvern einstakling að reyna að koma í veg fyrir að veikjast af þessum sjúkdómum. Áhættuþættir Rannsóknir hafa sýnt að nokkur atriði, svo kaliaðir áhættuþættir, skipta verulegu máli um það hvort einstaklingur fær hjarta- eða æða- sjúkdóma. Með heilbrigðu líferni getur hann haft áhrif á marga þess- ara þátta en aðra ekki. Flestir þeirra þátta sem hafa áhrif á eru: Reykingar Hár blóðþrýstingur Hækkuð blóðfita Offita Hreyfingarleysi Reykingar skemma kransæðar og flýta æðakölkun. Þar að auki draga þær úr hæfni blóðsins til að flytja súrefni til vefjanna og auka líkur á blóðtöppum. Talið er, engin ein aðgerð í heilbrigðismálum hefði jafn jákvæð áhrif og að hætta neyslu tóbaks. Hár blóðþrýstingur skemmir veggi kransæðanna og eykur hættu á æðakölkun og öðrum æða- skemmdum. Hækkuð blóðfita eykur hættu á æðakölkun í líkamanum. Rétt er að hafa í huga að líkaminn framleið- ir sjálfur visst magn fituefna en ofneysla fitu, einkanlega mettaðrar fitu getur komið magni blóðfitunnar upp fyrir hættumörk. Offita, streita og hreyfingarleysi geta aukið hættu á æðakölkun. Þessir ofannefndu áhættuþættir eiga allir það sameiginlegt, að hafa má áhrif á þá til betri vegar, með því að reykja ekki, stunda einhveija líkamsrækt, halda kjörþyngd og láta lækni sinn athuga blóðþrýsting og blóðfitur. Suma þekkta áhættuþætti er ekki hægt að hafa áhrif á með hollum lífsháttum, t.d. háan aldur og mikla ættarsögu um hjarta- og æðasjúk- dóma. Hvort tveggja eykur þó mikil- vægi þess, að veita breytanlegum áhættuþáttum meiri eftirtekt. Eigið líferni Hér að ofan hefur verið farið yfir helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Mikilvægt er að gera sér vel grein fyrir því, að eigið hátt- erni getur haft áhrif á myndun þessara sjúkdóma. Til mikils er að vinna. Komi hins vegar í ljós, að þú hefur eftir sem áður áhættu- þætti yfir eðlilegum mörkum, þarft þú að leita ráða hjá lækni og ráðg- Sveinn Magnússon „Mundu að ábyrgð þín er mikil, þitt eigið framlag til verndar eig- in heilsu getur skipt sköpum. Þitt líferni getur aukið iíkurnar á lengra og betra lífi.“ ast um framhaldið. Mjög oft getur einföld meðferð bætt úr skák. Þú ræður miklu Mundu að ábyrgð þín er mikil, þitt eigið framlag til verndar eigin heilsu getur skipt sköpum. Þitt líf- erni getur aukið líkurnar á lengra og betra lífi. Höfundur er liéraðslæknir Reykjaneshéraðs ogyfirlæknir Heilsugæslunnar í Garðabæ. Léttu 6 manita ELFA-DELCA uppþvottavélin kostar aðeins 33.155,- stgr. Tekur borðbúnað fyrir 6 - þurrkar, skammtar sjálf þvottaefni. 7 kerfi. Getur staðið á borði, má einnig byggja inn í skáp. íslenskar leiðbeiningar. Greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar: (91) 622900 og 622901 - Næg bílastæði Flugvallarskattur kr. 1.250,- Leitið nánari upplýsinga. Frá Graz eru greiðar leiðir til allra átta: Um Austurríki, suður til Ítalíu, norður :il Þýskalands, vestur til Sviss og í austurátt 11 Ungverjalands. Ýmsir valmöguleikar á hótelum í Graz.£ Flug og bíl: Verð frá kr. 27.100,- * m.v. 2 í bíl. *// Flug og hótel í 2 m. herb. kr. 29.700,- ^Slbk: rtuiuiero MusiurriKi — uana — öviss Verð kr. 88.500,- m.v. 2 í herb. Óperuferð með Sigurði Björnssyni Verð kr. 41.500.- m.v. 2 í herb. Ferð: Salzburg — Graz. Verð 35.500,- m.v. 2 í herb. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAB HF. Borgartúni 34, sími 683222 __

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.