Morgunblaðið - 07.04.1992, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.04.1992, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF BRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 Ný gerð barnabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu tll 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrír leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verð kr. 9.997 - Borgartúnl 26 Síml: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 Silkiprentaðir límmiðar AUGLYSINGAR - SKILTAGERÐ SILKIPRENTUN SKEIFUNNI 3c - 108 REYKJAVlK SÍMI: 68 00 20 - FAX: 68 00 21 VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI 88 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Fræðsla Ráðstefna um við- skiptamenntun MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ og íslandsdeild NKH, sem er norræn nefnd um verslunarfræðslu, efna til ráðstefnu um viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi, fimmtudaginn 9. apríl nk. Á ráðstefnunni verður leitað svara við þeirri spurningu hvort breytinga sé þörf og hvers virði viðskiptamenntun framhaldsskólanna er fyrir einstakling- inn og atvinnulífið. Kunnir athafna- og skólamenn mun svara þessum spurningum og finna fleiri fleti á málinu enda er markmiðið með ráðstefnunni að fá fram liugmyndir um heppilegar stuttar starfs- mennabrautir, segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd ráðstefn- unnar. Ráðstefnan verður haldin í Borg- artúni 6, 4. hæð og hefst kl. 13.15 með setningarávarpi Þorvarðar Elíassonar, formanns íslandsdeildar NKH en að því loknu mun Olafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, flyta ávarp. Fyrirlesarar á ráðstefn- unni eru þau Pétur Björn Péturs- son, fjármálastjóri Fjölbrautarskól- ans í Breiðholti, Oddrún Kristjáns- dóttir, framkvæmdastjóri Liðsauka, Helgi Baldursson, kennari í Versl- unarskóla íslands, Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, Þórður Hilmarsson, forstjóri Globus og Þorlákur H. Helgason, deildar- Verslunarráð * Arsfundur SIVÍ ÁRSFUNDUR SIVÍ, hagsmuna- hóps minni fyrirtækja í Verslun- arráði íslands (VÍ) verður hald- inn í dag. Á fundinum verður m.a. fjallað um Tíund, fjárfest- ingasjóð smáfyrirtækja og bankaábyrgð í iánsviðskiptum heildsala, smásaia og verktaka. Þá verður stjórn SIVÍ kjörin. Formaður VI situr hluta fundar- ins og tekur þátt í kynningu ráðs- ins, auk þess að svara fyrirspurnum að henni lokinni. Fundurinn verður haldinn kl.16.00 í fundarsal Verslunarráðs íslands, Húsi verslunarinnar og er opinn öllum aðilum að Verslunar- ráði sem telja sig eiga heima í þess- um hópi. Þátttöku þarf að tilkynna til Verslunarráðs fyrir fundinn. sérfræðingur í Menntamálaráðu- neytinu. Að lokum erindum verða pall- borðsumræður með þátttöku þeirra Péturs A. Maack, varaformanns Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, Magnúsar E. Finnssonar, fram- kvæmdastjóra Kaupmannasamtak- anna, Jóhannesar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Bónus, Jóns Torfa Jónassonar, dósents við Háskóla Islands, Sólrúnar B. Jensdóttur, skrifstofurstjóra í menntamála- ráðuneytinu, Unu Eyþórsdóttur, deildarstjóra hjá Flugleiðum og Þórs Guðmundssonar, viðskipta- fræðings. Ráðstefnustjóri verður Halldóra J. Rafnar, menntamála- fulltrúi Vinnuveitendasambands ís- lands. Gert er ráð fyrir að ráðstefnunni ljúki kl. 17.30. Innflutningur Vín með ís- lenskum upp- lýsingum Komin eru í verslanir ÁTVR og á einhverja veitingastaði hvítvín og rauðvín frá Chateu de Rions með bakmiða á íslensku Samkvæmt upplýsingum frá inn- flytjanda fékk árgangur 1990 af hvítvíninu silfurverðlaun í Borde- aux á síðastliðnu ári og rauðvínið 1989 bronsverðlaun. Nú eru þau komin hingað til lands í nýjum bún- ingi með upplýsingum um hvaðan þau koma, bragð þeirra o.fl. á ís- lensku. KJÖTVINNSLA — Nýiega stóð Plastos hf., Krókhálsi 6 fyrir sýningu á ýmsum vélum og tækjum fyrir kjötiðnaðinn. Fyrirtæk- ið hefur m.a. sett upp framleiðslulínu sem samanstendur af ABM sjálfvirkum kjöthníf sem heggur t.d. læri eð hrygg og afkastar allt að 150 sneiðum á mínútu. Ulma Chick pökkunai-vélin tekur við af hnífnum og pakkar sjálfvirkt og sendir bakkann áfram á færibandi á Ishida tölvuvog sem vigtar og límir verðmerkimiða sjálfvirkt á bakkann sem síðan er settur í loftþéttar umboðir í Henkovac pökkun- arvél, segir í frétt frá Plastos. Á myndinni eru þau Rúnar Guðmunds- son, sölustjóri tækjadeildar og Kristrún Zakaríasdóttir, innkaupa- stjóri. Tölvur Microsoft og IBM munu beijast Financial Times. Á næstunni munu bæði Microsoft og IBM hefja sölu nýrra mynd- rænna stýrikerfa fyrir einkatölvur. Baráttan snýst um „andlega leið- sögn“ í svokölluðum PC-heimi. Upphaflega ætluðu fyrirtækin að vinna saman, en leiðir skildu vegna ólíkra hugmynda um framtíð stýrikerfa. Microsoft kaus að fara hægar í sakirnar og þróa Windows enn frek- ar. Windows er notendavænn tengi- liður við stýrikerfið Microsoft DOS sem er að finna í níu af hveijum tíu einkatölvum. Utgáfan Windows 3.0 hefur selst í meira en níu millj- ónum eintaka frá því hún kom á markað í júní 1990. Fullyrt er að hin nýja útgáfa, Windows 3.1, sé fljótvirkari, harðgerðari og auðveld- ari í notkun. Microsoft reiknar með að selja eina milljón eintaka innan 30 daga. Nýja stýrikerfið frá IBM kallast OS/2. Það mun leysa af hólmi bæði Windows og DOS. Með OS/2 hyggst IBM bijóta niður nánast algjöra einokun Microsoft á mark- aðnum. Þessir fyrrum bandamenn búa sig undir grimmilegt markaðsstríð. Microsoft mun í fyrsta skipti aug- lýsa Windows í sjónvarpi og IBM er að skipuleggja mikla kynningar- herferð. Þá er einnig að vænta harð- vítugrar verðsamkeppni. Fyrir 50 Bandaríkjadali (3.560 ÍSK) geta notendur Windows 3.0 keypt forrit sem breytir kerfinu í 3.1. Getum útvegaö með stuttum fyrirvara, á mjög góðu verði, nokkra vel búna Scania 113 HL 6x4 með intercooler 345 hestöfl. Verð með vsk: 7.345.000.- Verð án vsk: 5.900.000.- Til afgreiðslu strax: Scania T 112 MA 6x4 345 hö. Scania T 113 HL 4x2 345 hö. Scania R 113 ML 6x4 380 hö. Scania R 113 HL 6x4 360 hö. Scania R 143 HL 6x4 500 hö. Ennfremur höfum við verið beðnir um að selja fyrir viðskiptavini okkar: Scania R 112 M 6x4 árg. '86 Scania T 112 H 6x2 árg. '87 Scania R 112 H 6x4 árg. '87 Scania R 143 M 6x4 árg. '87 Scania T 113 M 6x4 árg. '90 jr IS'ttÍlN HF. Skógarhlíð 10, sími 91-20720.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.