Morgunblaðið - 07.04.1992, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.04.1992, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 45 hlekkur í þeirri keðju sem samtökin á stöðinni hafa staðið saman um. Ljúfur og viðmótsþýður starfsbróðir sem gott var að umgangast. Að vísu voru aldrei náin kynni á milli okkar Jóns, en til þess lágu aðallega tvær ástæður. í fyrsta lagi var hann ungur að árum og yngri menn eiga oft meira sameiginlegt og blanda meira geði saman, en með okkur sem eldri erum. I öðru lagi stundaði hann starfið á öðrum tímum sólarhringsins en ég, því það liggur í hlutarins eðli að ungir menn eru duglegri við nætur- og helgar- akstur en við sem höfum ekið ára- tugum saman. Af þessum ástæðum sá ég Jón sjaldnar en marga aðra, en engu að síður voru kynni okkar á hinn besta veg. Hann var hugljúfur heiðursmað- ur, sem allir sakna sem þekktu hann best. Það er skarð fyrir skildi í bílstjórahópnum á BSR, brostinn strengur sem ekki verður bættur, en minningin lifir og Iýsir fram á veginn eins og rísandi röðull sem boðar nýjan dag. Eg kveð Jón með söknuði og trega, en með þeirri öruggu vissu að eilífðin sjálf hún er alein til og bíður okkar allra. Megi algóður Guð veita þeim huggun og styrk sem hann lifði fyrir og unni mest. Jakob Þorsteinsson að þær gætu starfað utan heimilis- ins, ef þær hefðu löngun til. Að þessu leyti batt hún kannski ekki sína bagga sömu hnútum og aðrir. Þórdís var vel lesin og vel heima í þjóðmálum. Maður kom aldrei að tómum kofanum, hvar sem drepið var niður í umræðum dagsins. Hún hafði ríka kímnigáfu og gat auð- veldlega séð broslegu hliðarnar á flestum málum. Ég minnist margra skemmtilegra stunda heima í eld- húsinu í Hjarðardal þar sem oft fóru fram fjörlegar en jafnframt harðar rökræður um ólíklegustu mál og þar hafði tengdamóðir mín alltaf ákveðnar skoðanir á málefn- inu, sem verið var að ræða um. Eg undirrituð kom inn í þessa fjölskyldu með 3 ára gamlan son minn vorið 1976. Okkur var tekið opnum örmum, mér sem tengda- dóttur og sonur minn varð strax sem barnabarn þeirra enda hefur hann alltaf kallað þau afa og ömmu og dvaldi hjá þeim sumarlangt um árabil. Tengdaforeldrar mínir bjuggu mjög góðu búi í Hjarðardal öll þessi ár. Þórdís gekk til allra starfa af miklum dugnaði - fór oft seint í rúmið en alltaf snemma á fætur. Og nú er komið að leiðarlokum sem bar að alltof snemma. Fyrir nokkrum árum greindist tengda- móðir mín með Alzheimer-sjúkdóm og hrakaði heilsu hennar mjög ört en þrátt fyrir að orðin vantaði var brosið það sama og hún hélt sinni reisn fram í andlátið, enda umvafin ástríki og virðingu fjölskyldu sinn- ar. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og þakka henni fyrir allt sem hún var mér og syni mínurn frá fyrstu tíð. Blessuð sé minning Þórdísar Guðrúnar Guðmundsdóttur. Sólveig Victorsdóttir. LÍFSSTÍLL, LEIÐTIL SAMRÆMINCAR HUCAROC LÍKAMA Mörkin 8, austast v/Suður- landsbraut, s. 679400. NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR VERÐMURINN ROFINN NOTAÐIR BÍLAR Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI TOYDTA COROLLA DX 1300 - árg. 1987, 4 gíra, 5 dyra, VW JETTA CL 1600 - árg. 1987, 4 gíra, 4 dyra, gylltur, hvítur, ekinn 71 þ. km., verð kr. 430.000 stgr. ekinn 75 þ.km., verð kr. 450.000 stgr. MIVIC GALANT GL1800 - árg. 1988, 5 gíra, 4 dyra, grábrúnn, ekinn 88 þ.km., verð kr. 600.000.stgr. MMC PAJER0 STUTTUR 2600 - árgerð 1988, 5 gíra., 3 dyra, silfur, ekinn 95 þ.km., verð kr. 1.000.000. stgr. AMC CHEROKKE LARED0 V6-2800 - árg. 1984, sjálfsk., 4 dyra., steingrár, ekinn 127 þ.km., verð kr. 800.000. stgr. MMC SAPPARO 2400 - árg. 1988, sjálfsk., 4dyra, perluhvítur, ABS o. fl., ekinn 80 þ.km., verð kr. 890.000 stgr. VIÐ BJOÐUM TRAUST OG ORUGG VIÐSKIPTI GREIÐSLUSKILEVIÁLAR AD ÓSKUSVI KAUPENDA 3 NOTAÐIR BÍLAR HEKLUHUSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.