Morgunblaðið - 07.04.1992, Síða 47
MORG UNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992
47
an. Kjarvalir og Ásgrímar prýddu
veggi, höggmyndir Einars Jónsson-
ar undirstrikuðu dulúð hússins og
húsgögnin ýmist sérvalin suður í
álfu eða smíðuð af listasmiðnum
húsbóndanum á efri hæðinni.
Hringstigi lá upp í turnherbergið
þar sem eitt sinn hafði búið Guð-
mundur Thorsteinsson, Muggur.
Það marraði í þessum stiga á nótt-
inni. Eftir rökkur öðluðust myndirn-
ar í holinu sjálfstætt líf og nátt-
hrafnar voru bleikir. Svo var frítt
í Nýja Bíó. Mér fannst ég í raun
genginn í björg og hef kannski aldr-
ei losnað úr þeim álögum.
Þegar ég kom frá námi erlendis
um miðjan_ 7. áratuginn, höfðu
Laufey og Árni flutt sig um set að
Laufásvegi 63. Bestu árin voru nú
að baki, en áratuga álag og áhyggj-
ur af erfiðum atvinnurekstri var
nokkuð tekið að marka heimilislífið.
Kannski eru þó mínar dýrmætustu
minningar um þau hjón einmitt frá
þessum árum, þegar setið var við
arineld á síðkvöldum og hlýtt á sí-
gilda tónlist, eða húsbóndinn las
ljóð, síðast blindur. Þá glóði stund-
um á vín á skál og veikleikinn og
styrkleikinn mættust í sinni eilífu
glímu. í þeirri glímu hafði að sönnu
ýmsi betur, en andann fékk ekkert
bugað.
Árni Snævarr lést 15. ágúst
1979. Laufey bjó þá ein um hríð í
íbúð þeirra að Laufásvegi 47 og
síðar hjá dætrum sínurn. Undir
miðjan síðasta áratug tók heilsu
hennar mjög að hraka uns hún flutt-
ist að dvalarheimilinu á Blesastöð-
um á Skeiðum. Þar naut hún frá-
bærrar umönnunar frú Ingibjargar
Jóhannsdóttur og starfsólks heimil-
isins, en lifði að mestu í eigin heimi
síðustu árin. Sá heimur virtist þó
fegurri og betri en sá sem við eigum
að venjast. Hún sat gjarnan við
gluggann. Hún var að bíða eftir
honum Árna. Heilsu Laufeyjar
hrakaði enn fyrir nokkrum vikum,
uns hún lést á Blesastöðum 29.
mars sl. Ekki brást heldur smekk-
vísi hennar í dauðanum. Slétt og
fáguð gekk hún á vit örlaga sinna
eins og lilja vallarins.
Nú þegar himnarnir lokast að
baki Laufeyju Snævarr, kveð ég
þessa velgjörðarkonu mína og
fóstru í söknuði og djúpri þökk.
Jafnframt get ég glaðst með henni
að þessari löngu bið eftir honum
Árna skuli nú lokið.
Pétur Stefánsson.
I dag er til moldar borin tengda-
móðir mín, Laufey Bjarnadóttir
Snævarr. Hún átti við vanheilsu að
stíða hin síðustu ár og var því áreið-
anlega hvíldinni fegin þegar kallið
kom. Síðustu æviárin dvaldi hún á
Blesastöðum á Skeiðum og naut þar
frábærrar aðhlynningar og um-
hyggju alls starfsfólks, en ekki er
þó á neinn hallað að þar sé sérstak-
lega tilnefnd Ingibjörg Jóhannsdóttir
forstöðukona. Henni eru færðar alúð-
arþakkir frá öllum aðstandendum
Laufeyjar og megi guðs hönd styðja
hana í því líknar- og mannúðarstarfi
sem hún hefur lagt grundvöllinn að
á Blesastöðum.
Laufey var fædd í Reykjavík 15.
október 1917, dóttir sæmdarhjón-
anna Sesselju Guðmundsdóttur og
á þann veg að allir hlutu að bera
virðingu fyrir henni, hún var drottn-
ing í ríki skólans — og hefði sómt
sér sem drottning hvar sem var.
Áhrif hennar á vöxt og viðgang
skólans verða seint metin að verð-
leikum.
Heimili þeirra skólameistara-
hjóna var rómað fyrir rausn og
menningarbrag. Munu fá heimili á
íslandijiafa haldið uppi jafnmikilli
risnu og skólameistaraheimilið á
Akureyri á sinni tíð. Halldóra átti
sinn ríka þátt í því frjálslega og
menningarlega andrúmslofti er þá
lék um salarkynni þeirra hjóna og
gaf bónda sínum ekki alltaf eftir,
þegar hann var í essinu sínu, fjörug-
ur og hugmyndaríkur, orð kviknuðu
af orði, hugmynd af hugmynd.
Munu margir eiga ánægjulegar
minningar frá þeim stundum. En
jafnhliða höfðingslund og myndar-
skap var Halldóru einnig gefin hag-
sýni og fyrirhyggja, enda hefðu
föng heimilisins ella hrokkið
skammt til þeirrar rausnar sem eín-
Bjarna Jónssonar frá Galtafelli. Hún
ólst upp í hópi sex systkina og var
hin fjórða í röðinni. Æskuárin liðu
fljótt í skjóli góðra foreldra og í
skemmtilegum vina- og systkina-
hópi. Að almennu skyldunámi loknu
lá leiðin í Kvennaskólann en 18 ára
að aldri fór Laufey til Dresden í
Þýskalandi og lærði þar snyrtingu.
Eftir það dvaldi hún í Kaupmanna-
höfn ásamt æskuvinkonu sinni og
frænku Gígju dóttur Guðnýjar frá
Galtafelli. Þessara ára sinna erlendis
minntist hún alltaf með mikilli
ánægju.
Eftir heimkomuna rak Laufey
snyrtistofu um skeið en 13. ágúst
1939 urðu straumhvörf í lífi hennar
er hún gekk að eiga Árna Snævarr
verkfræðing og síðar ráðuneytis-
stjóra. Mun það síst ofmælt að það
skref hafi báðum verið mikið gæfu-
spor.
Þau Árni og Bíbí, en það samheiti
munu þau eiga í hugum flestra er
til þeirra þekktu, settu fyrst saman
bú á Hólavallagötu 13 en í því húsi
bjuggu þá líka Hörður Bjarnason síð-
ar húsameistari bróðir Laufeyjar og
Katla kona hans sem einnig voru að
hefja sinn búskap. Á Hólavallagötu
fæddist elsta dóttir þeirra hjóna, Lilly
Svava, 21. febrúar, eiginkona þess
er þetta ritar.
Áf sérstökum ástæðum varð það
úr að Árni og Bíbí fluttu á neðri hæð
Galtafells við Laufásvegi til þeirra
Bjarna og Sesselju síðla árs 1941.
Eigi mun hafa staðið til að það yrði
til langframa en svo fór að þar
bjuggu þau hjónin þar til þau fluttu
að Efra-Falli við Sog er Árni tók
þar við forstöðu virkjunarfram-
kvæmda árið 1957.
Á búskaparárum sínum á Galta-
felli fæddust þijár yngri dætur þeirra
hjóna en þær eru: Stefanía Ingi-
björg, fædd 2. júlí 1945, maki
Guðmundur Lárus Guðmundsson,
Sesselja, fædd 14. nóvember 1947,
maki Kristján Steinsson, og Sigrún,
fædd 14. september 1951, maki Jak-
ob Möller. Barnabörnin eru tólf og
barnabarnabörnin þrjú.
Á þessum tíma bjó því á Galta-
felli sannkölluð stórfjölskylda og
gestakvæmt var á báðum hæðum.
Þessi ár voru viðburðarík í lífi Lauf-
eyjar, börnunum fjölgaði og Árni
vann að viðgangi Almenna bygg-
ingafélagsins sem á þessum árum
varð eitt stærsta verktakafyrirtæki
landsins.
Árið 1957 fluttu þau hjónin að
Efra-Falli eins og áður er sagt. Þar
bjuggu þau á virkjunarsvæðinu i
nánu sambýli við starfsmenn þá er
þar störfuðu. Þetta umhverfi féll
þeim svo vel að oft heyrði ég þau
eftir á telja þennan tíma að Efra-
Falli einn ánægjulegasta kaflann í
lífi sínu.
Að virkjunarframkvæmdum lokn-
um fluttu þau hjónin í nýuppgert hús
á Laufásvegi 63, þannig að enn var
stutt milli vina. Á Laufásvegi 63 var
búið með mikilli reisn allt til ársins
1969. Eftir fráfall Bjarna á Galta-
felli 1966 varð ljóst að Sesselja ekkja
hans gæti ekki til iangframa búið
ein. Var þá ráðist í að byggja hús á
Laufásvegi 47 þar sem Sesselja bjó
á neðri hæð en Árni og Bíbí á hinni
efri. Það er svo talandi dæmi um
samheldnina í Galtafellsfjölskyldunni
að við fráfall Sesselju 1970 leystu
Hörður og Katla til sín íbúð hennar
kenndi það jafnan, því að aldrei var
af auði að taka.
Frú Halldóra átti sér yndisarð
þar sem var garðurinn við skólahús-
ið. Þar mátti sjá hana snemma á
vorin við gróðursetningu og þar
átti hún áreiðanlega margar góðar
stundir við að hlynna að gróðri jarð-
ar, enda bar garðurinn handverkum
hennar fagurt vitni.
Eftir að Sigurður lét af störfum
fyrir aldurs sakir í árslok 1947 flutt-
ust þau hjónin til Reykjavíkur, þar
sem hann hafði hlakkað til að fást
við ritstörf og önnur hugðarefni sín
í næði. En ævi hans var á þrotum.
Hann andaðist síðla árs 1949. Þá
var heilsa Halldóru orðin veil, en
hún bar veikindi sín af miklu æðru-
leysi. Þegar gamlir nemendur og
vinir komu í heimsókn til hennar
var hún enn hress í tali og tók
gestum sínum af rausn og innileik
sem fyrr. En heilsu hennar hrakaði
smám saman og hún andaðist í jan-
úar 1968 tæpra sjötiu og sex ára
að aldri.
og var þá aftur hafið sambýlið sem
hófst á Hólavallagötunni forðum.
Hinn 15. ágúst 1979 lést Árni
Snævarr skyndilega er þau hjónin
voru á ferð erlendis. Vað það tengda-
móður minni mikið áfall og segja
má að hún hafi aldrei orðið söm
manneskja eftir. í framhaldi af því
fór að bera á vágestinum mikla sem
svo illa leikur margt eldra fólk og
gerir þar engan mannamun. Þeirri
viðureign lauk sunnudaginn 29. mars
sl. er Laufey fékk hægt andlát.
Laufey tengdamóðir mín var ákaf-
lega greiðvikin og hjartahlý kona og
naut ég þess ekki síst er ég kom
ungur maður inn í fjölskyldu hennar.
Ekki var örgrannt um að sumum
þætti tengdasonurinn full fljótt á
ferðinni en þess gætti aldrei á
nokkurn hátt í hennar fari. Enda
leið ekki á löngu þar til ég var orð-
inn einn af fjölskyldunni og naut ég
þess alla tíð síðan.
Að þessum leiðarlokum kveð ég
tengdamóður mína, ekki með hryggð
heldur söknuði. Minningarnar um
ljúfar samverustundir með tengda-
foreldrum mínum sem þokast höfðu
til hliðar í tímans rás, koma hver
eftir aðra upp á yfirborðið. Þá verður
efst í huga þakklætið fyrir að hafa
fengið að njóta þeirra.
Blessuð sé minning Árn og Lauf-
eyjar Snævarr.
Sverrir Ingólfsson.
Okkur langar að minnast ömmu
okkar í nokkrum orðum, nú þegar
hún hefur fengið þakkláta hvíld.
Þegar komið er að þessum tímamót-
um rifjast upp hlýjar minningar frá
heimili afa og ömmu á Laufásvegin-
um. Þar var gjarnan margt í heimili
og munaði ekki um einn eða tvo, sem
sést best á því að elstu dætradæturn-
ar eru fæddar þar og bjuggu þar sín
fyrstu ár. Barnabörnin eru mörg og
eru þar stúlkur í miklum meirihluta.
Afa þótti það skoplegt hversu illa
gekk að koma drengjum að í fjöl-
skyldunni eins og sést best á vísunni
sem hann orti:
Ýmislegt fær afi reynt
aftur brostin vonin
það ætlar að verða æði seint
að hann fái soninn
En seint þó komi sonurinn
samt ég engu kvíði
Áð mínum dími er dóttirin
Drottins besta smíði
(Árni Snævarr)
Okkur er ljúft að minnast jóla- og
áramótaboða, sem haldin voru á
Laufásveginum. í barnsminni eru
þetta í einu orði sagt stórkostlegar
stundir. Á slíkum stundum, þar sem
öll fjölskyldan kom saman, nutu
amma og afi sín best, enda fjölskyld-
an þeim mjög kær. Reyndar þurfti
ekki jólin til og maturinn hennar
ömmu sveik engan.
Heimili þeirra var mikið menning-
ar- og rausnarheimili, sem stóð okk-
ur barnabörnunum alltaf opið. Við-
mót þeirra í okkar gerð var með
þeim hætti að hvetjum og einum
fannst hann vera sérstakur og sem
ekkert væri honum óyfirstíganlegt.
Veganesti sem þetta er ótmetan-
legt og fyrir það viljum við þakka.
Fyrir hönd barnabarnanna,
Unnur, Helga og Laufey
Brynja.
Frú Halldóra var glæsileg kona,
svipurinn festulegur, lireinn og
svalur, fasið tígulegt. Ókunnugum
gat virst hún stolt og ívið kuldaleg
við fyrstu kynni, en sá kuldi var
einungis á ysta borði og hvarf fljótt
við nánari kynni. Greind hennar og
skapgerð hefðu getað haslað henni
völl á mörgum sviðum í þjóðlífi
okkar, en hún kaus sér vettvang
heimilisins og iðraði þess aldrei,
enda skorti hana ekki verkefni. Hún
stýrði stóru rausnarheimili og átti
sinn mikla þátt í mótun mikiilar og
heilsteyptrar menntastofnunar.
Hún gafst ung miklum og sérstæð-
um persónuleika og stóð við hlið
hans upp frá því, mótaði hann og
mótaðist sjálf af honum. Hún varð
þjóðkunn kona þótt aldrei gegndi
hún opinberu embætti, og hún hafði
djúp áhrif á marga upprennandi
mennta- og áhrifamenn þjóðarinn-
ar. Því er full ástæða til að minn-
ast hennar með virðingu og þökk á
þessum tímamótum.
Guðmundur Arnlaugsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
AAGE NIELSEN
tæknimanns,
Bólstaðarhlíð 66,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við læknum,
sjúkrahúspresti og starfsfólki gjör-
gæsludeildar Landakotsspítala.
Stella Magnúsdóttir,
Ólafur P. Nielsen, Martha E. Nielsen,
Agnar Þ. Nielsen,
Oíana M. Nielsen, Þórjón P. Pétursson,
og barnabörn.
Sigurbjörg Nielsen og fjölskylda.
SÆTRE FYRIR SÆLKERANN
KORNMO heiihveitikexið
sómir sér jafnt á veisiu- sem
morgunverðarborðinu