Morgunblaðið - 07.04.1992, Side 56

Morgunblaðið - 07.04.1992, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 ái sl 14- a npú geturóogb mcsb&bnúna-. Eq iok ^ rafhLöbumar úr heyrna-tedcínu. hans. ‘ -TARNOWSK' Ég spyr cinskis og læt lítið yfir mér þó svo ég reikni með smáaurum af og til... HÖGNI HREKKVÍSI N BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 FJÖR ULEIKUR Ovirðuleg’ list Ofstjórn Frá Guðmundi G. Jónssyni: ÉG HEYRÐI í fréttum frá Alþingi á dögunum að nú ætti að setja upp nýtt ofstjórnarapparat vegna skot- veiða. Mér varð nú fyrst að orði að lengi getur nú vont versnað, hvað ætlar þetta ofstjórnarbijálæði á Islandi að ganga langt. Maður má ekki leggja hrogn- kelsanet fyrir framan landið hjá sér nema fá til þess leyfi frá Reykjavík og borga fyrir það. Ekki má leggja síldarnetsstubb nema fá til þess leyfi og borga fyrir það. Ekki má draga sér fisk í soðið nema fá til þess leyfi og borga fyrir það. Ætli einhver að slátra lambi úr sinni eigin hjörð í soðið verður að fara með það eins og mannsmorð. Og nú á að bæta enn einu leyfisveitingaapparatinu við. Hvar í ósköpunum endar þessi andskotans vitleysa? Samkvæmt þessu frumvarpi má maður víst ekki skjóta á eigin land- areign nema fá til þess leyfi og skila svo um það skýrslu suður. Það má bóka að ef þetta kerfi kemst á, verða þessar skotveiði- skýrslur örugglega mesta safn af lygasögum sem safnað hefur verið saman á íslandi. Þeir hjá umhverfisráðuneytinu verða að bæta við sig miklum mannskap ef þeir ætla að lesa alit það safn. Ég hélt nú satt að segja að það væri brýnna verkefni fyrir stjórn- völd að rekja ofan af ofstjórnarvit- leysunni en að bæta við hana. Með öllum þessum boðum og bönnum sem komin eru á alla hluti er mönnum sem ennþá nenna að bjarga sér hreiniega bannað allt slíkt. Ég ætla að leyfa mér að vona að það verði nógu margir þingmenn á Alþingi til að stoppa þessa vitleysu. Það er annars mikið umhugsun- arefni að þegar svona ofstjórnar- kerfi eru að hrynja úti í heimi þá virðast þau festast í sessi hér. GUÐMUNDUR G. JÓNSSON Munaðarnesi Ströndum Frá Ragnheiði Brynjólfsdóttur: MIKIÐ er ég þakklát guðmundi Guðmundarsyni fyrir grein er hann skrifar í Morgunblaðið 15. janúar sl. — nýársþankar um ný-list — list- fræðinga og fleira. Það voru sannarlega orð í tíma töluð, ef það gæti orðið til þess að hræra upp í þessum aumingja ruglukommum sem kalla sig alls konar nöfnum sem eiga að tákna listafólk með fulla dómgreind og smekk og virðingu fyrir því sem fallegt er og sýningarhæft. Samanber þegar Yoko Ono var með „óviðjafnanlega" list-sýningu á Kjarvalsstöðum síðastliðið vor. Þar voru sýndar alls konar lufsur og tuskur, gamall barnasvampur, epli sem búið var að bíta í, rústuð hnífapör, tútta og snuð og fleira. í einu horni salarins voru mál- verk hvert niður af öðru. Þetta voru 3 rassar frá miðbaki niður á mið læri. Einnig voru kven- og karlveij- ur uppstilltar ásamt vetjum sem steyptar voru í málm. Allir þessir „listmunir" voru sett- ir á plastsúlur, einn á.hvetja, svo þetta tæki sig sem best út. Ég á eftir að nefna eitt sýningar- tákn sem maður horfði undrandi á, en það var stór trékross sem stóð nærri miðju gólfi og náði hátt til lofts, með útbreidda arma, alþak- inn hóffjöðrum svo ekki var hægt að drepa niður fingri ásamt hamri, sem sýningargestir notuðu til að negla hófljaðrir í krossinn. Fleiri tugir kílóa hafa farið í aumingja krossinn af venjulegum hóffjöðrum. Þessi „veglega sýning" var opnuð með viðhöfn, aðallinn boðinn vel- kominn með kampavísstaupi — og brosti síðan í allar áttir til að þókn- ast „listakonunni". Að undanförnu hefur á þessum sýningum mest verið sýnt: járna- rusl, spýtnahaugar, málningardoll- ur, tómar bensíntunnur, gangstétt- arhellur, heysáta og fleira og fleira, sem endalaust væri hægt upp að telja. Ef það er ekki vanvirða fyrir sjálfa KjaiTalsstaði að leyfa sýning- ar á svona rusli þá veit ég ekki hvað er hvað. En gleymið því ekki að Kjarvals- staðir eru nefndir eftir okkar mikla listamanni, Jóhannesi Kjai’val, og á hann það ekki skilið að fyrir honum sé borin meiri virðing en svo, að hinir veglegu salir Kjarvalsstaða séu gerðir að ruslakistum af mis- vitru og dómgreindarlausu fólki? RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR Blönduhlíð 3 Reykjavík Víkverji skrifar ingflokkur Alþýðubandalags- ins hefur óskað eftir því, að Alþingi sendi fimm fulltrúa á hina eftirsóttu umhverfisráðstefnu í Rio í sumar. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem fram komu hér í blað- inu í fyrradag má búast við, að allt að ellefu aðrir fulltrúar íslenzka rík- isins fari á þessa ráðstefnu. I hópi þessara ellefu munu vera þrír ráð- herrar. Undanfarnar vikur hefur einhver hópur íslenzkra embættis- manna verið í New York til undir- búnings ráðstefnunni í Rio. Ætli það sé í raun og veru svo, að íslenzka stjórnkerfið geri sér enga grein fyrir því umhverfi, sem við lifum í? Lífskjör almennings hafa verið skert gífurlega á nokkr- um undanförnum árum. Nú er svo komið, að það er ekki hægt að sýna fram á það með nokkrum hætti, að lægstlaunaða fólkið komist þokkalega af. Staðhæfingai' um, að lægstu laun samkvæmt kauptöxt- um séu ekki greidd eru rangar. Hópur félagsmanna í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkui' getur m.a. staðfest það. Jafnframt standa ríkisstjórn og Alþingi í stórátökum til þess að stöðva útgjaldaaukningu hins opin- bera. Það er ekki verið að skera niður, heldur stöðva aukninguna. Allt stjórnkerfið, sem hefur náttúr- lega mikla reynslu af ráðstefnum og fundum á erlendri grund, veit að það er engin þörf á því að hafa svo fjölmenna sendinefnd í Rio. Við erum þjoðarkríli, sem hlýtur að tak- marka þátttöku í fundum af þessu tagi við það, sem við höfum efni á. Við höfum engin efní á að senda sextán manna sendinefnd til Rio. Það er líka ástæðulaust að senda sextán manna sendinefnd til Rio. Færri sendimenn héðan geta miðlað upplýsingum um það, sem þar ger- ist til annarra fulltrúa íslenzka stjórnkerfisins. XXX ess vegna er það rétt ákvörðun hjá forsætisnefnd Alþingis að senda einungis tvo fulltrúa frá Al- þingi, einn frá stjórnarflokkum og annan frá stjórnarandstöðu. Ef stjórnmálaflokkarnir telja nauðsyn- legt að hafa fleiri fulltrúa þar, verða þeir að borga sjálfir. Jafnframt væri ekki úr vegi, að ríkisstjórnin hugleiði, hvort það sé ekki nóg, að einn ráðherra fari til Rio. Það skipt- ir engu máli í þessu sambandi, þótt aðrar þjóðir sendi helztu forystu- menn sína til þessarar ráðstefnu. Sumar þjóðir hafa efni á því. Aðrar gera það án þess að hafa efni á því. Vilja íslenzku ráðherrarnir vera í þeim hópi?! XXX Asíðasta áratug flæddu pening- ar um Vesturlönd. Því pen- ingaflóði er lokið. Menn þurfa ekki að búast við því á þessum áratug. Tíðarandinn er bréyttur. Sú krafa er gerð til stjórnmálamanna og stjórnkerfisins, að þessir aðilar gangi á undan með góðu fordæmi og sníði sér stakk eftir vexti. Þjóð- in unir því illa, að fá fyrirmæli um að herða að sér, ef þess sjást engin merki, að ráðamenn geri slíkt hið sama.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.