Morgunblaðið - 12.04.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.04.1992, Qupperneq 1
112 SIÐUR B/C 87. tbl. 80. árg. Gæludýraeig- endur huggaðir HARMI slegnir gæludýraeigendur í Baiidaríkjunum geta nú fengið þann stuðning og þá huggun sem þeir þurfa á að halda þegar ástvinir þeirra, hund- ar, kettir, fuglar og fleiri dýr, hafa burt- kallast úr þessum heimi. Hefur verið komið á fót sérstakri símaþjónustu í dýralækningadeild Flórídaháskóla og þangað getur fólk liringt í raunum sín- um. „Grátur, einmanakennd og þung- lyndi eru eðlileg viðbrögð við andláti gæludýrsins og stundum þarf að full- vissa fólk um, að allt sé með felldu með þessar tilfinningar," segir dýralæknirinn Thomas Lane en fyrirtæki sem framleið- ir lyf fyrir dýr stendur aðallega straum af kostnaðinum. Stalín lét drepa 200 Norðmenn RÚSSNESK sljórnvöld viðurkenna nú að Stalín hafi látið gjöreyða norskri land- nemabyggð á strönd Kólaskaga í hreins- ununum á fjórða áratugnum. Um það bil 200 Norðmenn munu hafa verið fang- elsaðir, pyntaðir og drepnir. Ríkissak- sóknarinn í Múrmansk mælir með að afkomendum þeirra verði greiddar bæt- ur. „Það sem gerðist var hörmulegt," segir Viktor Kruglov saksóknari. „Norð- mennirnir voru iðjusamt og duglegt fólk og það var alls engin ástæða til að refsa þeim fyrir liðhlaup eða njósnir." Sagan um gleymdu Norðmennina frá Stalins- tímanum var rakin i fréttaþætti í norska ríkisútvarpinu, NRK, og hefur vakið mikla athygli í Noregi. Tveir kvikmynda- höfundar hafa þegar ákveðið að festa þessa sögu á filmu. Norðmennirnir bjuggu í litlum þorpum á strönd Kóla- skaga og stunduðu meðal annars fisk- róðra, landbúnað og hreindýrarækt. Flestir komu þeir þangað á síðustu öld, eftir að hafa fengið boð Rússakeisara um að taka sér bólfestu í ríki hans. Gullöld græn- ingjanna liðin BRESKIR græningjar mega muna sinn fífil fegurri en í kosningunum á Bret- landi á fimmtudag fengu þeir ekki einn tiunda hluta þess fylgis sem þeir fengu í kosningunum til Evrópuþingsins 1989. Nú var uppskeran hjá þeim 1,3% at- kvæða en 15% fyrir þremur árum, sú mesta sem nokkur græningjaflokkur hefur fengið í kosningum. Bauð þó flokk- urinn fram í fleiri kjördæmum en áður, eða 245. Missti hann alls staðar af trygg- ingarfénu, sem tapast ef flokkur fær minna en 5% atkvæða. Aðeins einn fram- bjóðandi flokksins hlaut meira en 2.000 atkvæði í sínu kjördæmi. SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Sverrir Páskarnir nálgast Mikið úrval páskaeggja er í hillum verslana landsins enda I augum á hluta úrvalsins í Konfektbúðinni í Kringlunni páskahátíðin að nálgast. Þessi drengur horfði löngunar- I þegar ljósmyndarinn var þar á ferð fyrir helgina. v Evrópudómstóllinn sam- þykkir EES-samninginn Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morpinblaðsins. EVRÓPUDÓMSTÓLLINN hefur lagt blessun sína yfir áætlanir um stofnun stærsta markaðsbandalags í heimi, Evrópska efnahagssvæðisins, EES, sem tengir saman 19 ríki, 12 aðildarríki Evrópubandalagsins, EB, og sjö aðildarríki Evrópska frí- verslunarbandalagsins, EFTA. Var skýrt frá þessu í Brussel og Luxemborg í gær en dómararnir hafa þann fyrirvara á, að úrskurðir EB-EFTA-nefndarinnar, sem á að skera úr um hugsanleg deilumál, stangist ekki á við úrskurði Evrópudómstóls- ins. Samningurinn um Evrópska efnahags- svæðið komst í uppnám í nóvember síðast- liðnum þegar Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að ákvæðið um sameigin- legan dómstól bryti í bága við Rómarsátt- málann, stofnsamning Evrópubandalagsins. Var þá sest að samningaborðinu að nýju en Evrópuþingið, sem hefur áhyggjur af, að völd þess minnki með tilkomu EES, krafðist þess, að dómstóllinn tæki endur- skoðaðan samninginn aftur til úrskurðar. í niðurstöðu dómstólsins segir, að öll rík- in verði að ábyrgjast, að álit EB-EFTA- nefndarinnar gangi ekki gegn úrskurðum Evrópudómstólsins en hér er um tæknilegt atriði að ræða en ekki efnislega aðfinnslu. Þá er tekið fram, að ákvæðið um meðhöndl- un samkeppnismála sé í samræmi við lög og reglur EB. í athugasemdum með álitinu kemur einnig fram, að nokkur atriði í samningsákvæðunum geti orkað tvímælis en um þau verði að láta reynsluna skera úr. Umfjöllun Evrópudómstólsins hefur vald- ið verulegum töfum á staðfestingu EES- samningsins og er óttast, að í sumum ríkj- anna, einkum Sviss, gefist ekki tími til að staðfesta hann fyrir 1. janúar 1993. Raunar er talið nokkuð ljóst, að sú tímasetning muni ekki standast alveg enda verður samn- ingurinn að fá staðfestingu allra þjóðþing- anna 19 auk Evrópuþingsins. Aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins verða EFTA-löndin Austurríki, Finnland, ísland, Noregur, Sviss, Svíþjóð og Liechten- stein og EB-löndin Belgía, Bretland, Dan- mörk, Frakkland, Grikkland, Holland, ír- land, Ítalía, Luxemborg, Portúgal, Spánn og Þýskaland. Sjá „Hindrun rutt . . . á bls. 2. ♦ •• BL0ÐV0LLUM ♦ ♦ VEGAUUS BÖRN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.