Morgunblaðið - 12.04.1992, Page 2
EFNI
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
Viðhorfskönnun þriggja verkalýðsfélaga:
Fólk gerir sér grein
fyrir stöðu þjóðmála
- segir Einar Oddur Kristjánsson
„ÉG HAFÐI alltaf gert mér vonir um að það væri raunsætt mat í
þjóðfélaginu á stöðu efnahagslífsins," sagði Einar Oddur Kristjáns-
son, formaður Vinnuveitendasambands íslands, þegar leitað var álits
hans á niðurstöðum viðhorfskönnunar tveggja verkalýðsfélagas í
Borgarnesi og eins á Selfossi þar sem fram kemur að flestir vilja
að viðræður um nýja kjarasamninga hefjist á ný.
Niðurstöður könnunarinnar eru
þær að 40% þeirra sem þátt tóku
vilja að viðræður um nýja kjara-
samninga hefjist á ný, þess verði
freistað að ná fram lítils háttar lag-
færingum á því sem ASÍ telur að
Hitaveita Suðurnesja:
Viðræður um
endurnýjun
vatnssamnings
við vamarliðið
vinnuveitendur séu tilbúinir til að
fallast á. Tæp 27% viljá að kjara-
samningar verði undirritaðir sem
fyrst, tæp 20% vilja að boðað verði
til verkfalla strax og tæp 14% vilja
fresta viðræðum þar til útlit er fyrir
að betri samningur náist.
Einar Oddur sagði um þetta í
samtali við Morgunblaðið í gær-
morgun: „Ég hef viljað trúa því að
verkalýðshreyfingin væri ábyrg í
þessum málum og þjóðfn öll. Mér
sýnist þetta sýna að fólk geri sér
grein fyrir því hver staða þjóðmál-
anna er og hverjir möguleikarnir
eru.“ Hann sagði að VSÍ myndi
verða við óskum ASÍ um að hefja
viðræður á ný fljótlega eftir páska.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Stúlknasigur í Músíktilraunum
Músíktilraunum Tónabæjar lauk á föstudagskvöld, þegar átta hljóm-
sveitir kepptu um hljóðverstíma. Öruggir sigurvegarar urðu keflvísku
stúlkurnar í Kolrössu krókríðandi, en Kolrassa er fyrsta stúlknasveit
sem tekur þátt í Músíktilraunum í níu ár. í öðru sæti varð þungarokk-
sveitin In Memoriam, en í þriðja sæti unglingasveitin Inflammatory,
sem leikur dauðarokk. A myndinni fagna stúlkurnar í Kolrössu krókríð-
andi sigrinum. Elísa M. Geirsdóttir söngkona og fiðluleikari, Birgitta
M. Vilbergsdóttir trommuleikari, Ester Asgeirsdóttir bassaleikari og
Sigrún Eiríksdóttir gítarleikari.
Menntamálaráðherra:
Frekari aðhaldsaðgerðir
í skólakerfinu á næsta ári
FULLTRÚAR Hitaveitu -Suður-
nesja áttu í síðustu viku fund með
fulltrúum bandarískra sljórn-
valda í Norfolk í Bandaríkjunum
um endurnýjun á samningi um
sölu á heitu vatni til varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli. Núverandi
samningur sem gerður var til tíu
ára rennur út um næstu áramót.
Að sögn Alberts Albertssonar,
framkvæmdastjóra tæknisviðs
Hitaveitu Suðurnesja, kaupir
varnarliðið nálægt helming vatns
sem Hitaveitan selur á svæðinu
og eru verulegir hagsmunir í húfi
við gerð samninganna.
Albert sagði mikið sparnaðarhljóð
í Bandaríkjamönnum og að fram
hafí komið að þeir hygðust ná fram
aukinni hagkvæmni við vatnsnotk-
un, sem m.a. fælist í að minnka
vatnsmagn til hvers húss með orku-
sparnaðaraðgerðum.
„Þessar samningaviðræður eiga
sér stað við sérkennilegar aðstæður
þegar verið er að leggja niður her-
stöðvar víða um heim og uppsagnir
hafa verið hér uppi á velli. Það er
því talsverð óvissa ríkjandi," sagði
Albert.
Hann sagði jafnframt að á þessum
fyrsta fundi hefðu aðilar skipst á
upplýsingum og lagt fram magntöl-
ur. Fyrirhugað væri að næsti samn-
ingafundur verði haldinn hér á landi
næsta sumar og sagði Albert vonir
standa til að samningar liggi fyrir
ekki síðar en í desember.
ÓLAFUR G. Einarsson mennta-
málaráðherra segir að frekari
niðurskurður í skólakerfinu og
ráðuneytinu sé óhjákvæmilegur
á næsta ári. „Það blasir við meiri
vandi við fjárlagagerðina fyrir
næsta ár.en við sáum fyrir á síð-
asta ári, þegar sett var tveggja
ára áætlun um að ná tökum á
ríkisfjármálunum. Við erum að
glíma við stærri vanda en við
sáum fyrir þá og því verðum við
áfram með aðhaldsaðgerðir en
ég get ekki sagt í hvaða formi
þær verða á þessari stundu,“
sagði Ólafur í samtali við Morg-
unblaðið.
Stjórn Kennarasambands íslands
hefur sent frá sér ályktun þar sem
orðum ráðherra um frekari niður-
skurð á næsta ári er mótmælt og
mínnt er á að ráðherra hafi marg-
sinnis lýst yfir frá því að hugmynd-
ir ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir
í ríkisfjármálum komu fyrst fram
að eingöngu væri um tímabundnar
ráðstafanir að ræða. Segir stjórn
KÍ að með ennfrekari niðurskurði
á næsta fjárlagaári sé orðið ljóst
að menntamálaráðherra muni ekki
standa við þau orð sín að nemendur
fái þann skólatíma á næsta ári sem
grunnskólalög kveða á um.
„Ég get staðið við að ég tel þetta
tímabundið og ég hef takmarkaðar
NÍTJÁN ára piltur var sviptur
ökuleyfi eftir að hafa ekið bif-
reið á 110 km hraða á klst. eftir
Hafnarbraut á Höfn í Hornafirði
á föstudagskvöld.
Atburðurinn varð um kvöldmat-
arleytið og að sögn lögreglunnar á
heimildir til skerðingar á vikulegum
kennslutíma. Ef því verður haldið
áfram þarf það að fara fyrir Al-
þingi en ég hef ekkert sagt um
hvort sparnaðaraðgerðirnar verða
fólgnar í skerðingu á kennslutíma.
Það kemur fleira til greina," sagði
Ólafur þegar mótmæli Kennara-
sambandsins voru borin undir hann.
Höfn var margt fólk á ferli í bænum
um það leyti. Leyfilegur hámarks-
hraði á þeim stað þar sem bíll pilts-
ins mældist á 110 km. hraða er 45
km. Á næstunni áformar lögreglan
á Höfn að efla eftirlit með hrað-
akstri í bænum og nágrenni hans.
Höfn í Hornafirði:
Gómaður á 110 km
hraða á Hafnarbraut
Ráðherrar um álit dómstóls Evrópubandalagsins um EES:
Hindrun rutt úr vegi
Útlit fyrir sumarþing til að að fjalla um EES-samninginn
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að með áliti
dómstóls Evrópubandalagsins sé hindrun rutt úr vegi fyrir sam-
komulaginu um Evrópska efnahagssvæðið. Hins vegar sýnist
honum að margítrekaðar tafir af hálfu EB þýði að ekki takist
að hrinda samningnum í framkvæmd 1. janúar næstkomandi. Þá
segir hann einsýnt að ef undirritun samninganna fer ekki fram
fyrr en um miðjan maí þurfi að leggja hann fram á sérstöku
sumarþingi. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að niðurstaða
EB-dómstólsins sé mjög mikilvæg, með honum sé einum ann-
marka ýtt til hliðar og segist Davíð telja víst að kalla þurfi Al-
þingi saman í sumar til að fjalla um EES-samninginn og geti
sumarþingið þurft að standa yfir i sex vikur.
Dómstóll EB komst að þeirri
niðurstöðu á síðasta ári að kafli
EES-samningsins um stofnanir
og úrskurð deiluaðila bryti í
grundvallaratriðum í bága við
Rómarsáttmálann. Eftir það var
samningurinn allur tekinn upp og
var það meginverkefni Islands í
forystu EhTA-þjóðanna að móta
nýjar hugmyndir um lausn þeirra
mála, að sögn Jóns Baldvins. „Það
er út af fyrir sig ánægjulegt að
þær hugmyndir hafa staðist rann-
sókn dómstólsins en þó stillir hann
upp einum fyrirvara um tæknilegt
atriði. Það varðar ekki efnislegan
ágreining heldur inyndi kalla á'
að ákvæði í fylgiskjali, sem kveð-
ur á um að stjórnarnefnd EES
geti ekki gengið gegn niðurstöð-
um dómstólsins, færist í megin-
mál samningstextans og fái þann-
ig lagalega skuldbindandi gildi,“
sagði Jón Baldvin.
Utanríkisráðherra sagði að nú
þegar þessi niðurstaða lægi fyrir
ætti Evrópubandalagið að geta
staðið við tímaáætlun um að ráð-
herrar undirrituðu samninginn 11.
maí. Sagði hann að þó hefði heyrst
að Portúgal, sem nú er í for-
mennsku fyrir EB, leggi áherslu
á að undirritun fari fram í Portúg-
al í byijun maí en það sé enn
óútkljáð.
„Hvort sem undirritun ráðherra
fer fram í byijun maí eða 11. maí
er eftir að fá samninginn staðfest-
an í 19 þjóðþingum og á þingi
Evrópubandalagsins,“ sagði Jón
Baldvin.
„Mér sýnist að þessar marg-
ítrekuðu tafír af hálfu Evrópu-
bandalagsins hafi þegar þýtt að
við náum því ekki að hrinda samn-
ingnum í framkvæmd á upphaf-
lega tilsettum tíma 1. janúar, en
hversu lengi það dregst umfram
það vitum við ekki.
Ef undirritun ráðherra fer ekki
fram fyrr en um miðjan maí sýn-
ist mér einsýnt að við erum kom-
in í sumarþingsstöðu og hljótum
að stefna að því að leggja samn-
inginn og fylgifrumvörp hans fyr-
ir á sérstöku sumarþingi," sagði
Jón Baldvin. Aðspurður sagðist
hann telja að þótt undirritun
samningsins yrði flýtt fram í byrj-
un maí muni reynast of naumur
tími á vorþingi til að Ijúka umfjöll-
un hans á Alþingi.
„Þetta er afskaplega mikilvæg
niðurstaða sem þýðir að við getum
ótrauðir farið í að ganga frá
samningnum að okkar leyti. Það
þarf að gerast strax í vor og ég
tel alveg víst að það þurfi að boða
til sumarþings," sagði Davíð
Oddsson. Hann sagði jafnframt
að sumarþingið gæti þurft að
standa yfir í sex vikur.
Davíð sagðist enn vonast til að
samningurinn gæti tekið gildi 1.
janúar eins og að hefur verið
stefnt eða fljótlega eftir áramót.
Vegalaus börn
►Oddný Sv. Björgvins heldur
áfram að fjalla um aðstæður vega-
lausra barna í þjóðfélaginu. í
áhrifamikilli umíjöllun heimsækir
hún m.a. almennan grunnskóla,
fjölskyldusambýli og sérskóla und-
ir Unglingaheimili ríkisins. Loks
hittir hún að máli Jóhönnu Sigurð-
ardóttir félagsmálaráðherra sem
er staðráðin í að einbeita sér að
málefnum vegalausra ungmenna.
/10
Á blóðvöllum
Kambódíu
►Jóhanna Kristjónsdóttir er ný-
komin úr ferð um land hinna skelfi-
legu voðaverka, Kambódíu, og seg-
ir að höfuðborgin, PhnorrTPenh,
sé nú vöknuð til brothætts friðar.
/16
Enginn grætur
IMoriega
►Fyrrum einnræðisherra Panama
hefur verið fundinn sekur um kó-
akínsmygl og fjárglæfrastarfsemi,
en umgjörð málsins og aðdragandi
vekjaefasemdir. /22
Bheimili/
FASTEIGNIR
► l-32
Stórframkvæmdir í
Smárahvammi
► Byggingafyrirtækið Faghús
hefur fest kaup á 15 þúsund fer-
metrum lands íSmárahvammi í
Kópavogi, þar sem ætlunin að reisa
fjórar byggingar undir skrifstofur
ogversianir. /16
► 1 -32
Ferming til fjár *
►Um 160 þúsund íslendingar
taka þátt í veisluhöldum í arpíl.
Fermingin skapar fjölda manns.,
atvinnu og margir reyna að hagn-
ast á þessari trúarlegu athöfn, svo
að ýmsum þykir hún hafa glatað
inntaki sínu. /1
Norræn kvikmynda-
veisla
►Elína Pálmadóttir var á Nor-
rænu kvikmyndahátíðinni í Rúðu-
borg í Frakklandi. /8
Blábleikar kýr
► Flikróttar, golbuxóttar, klukk-
óttar kindur, blábleikar, frænóttar,
rílóttar kýr, og sporðóttir, litförótt-
ir, moldbleikir hestar. Við veltum
vöngum yfir litarheitum íslenskra
húsdýra. /10
Reykjavík fær Ráðhús
►Ráðhús Reykjavíkinga verður
opnað með viðhöfn nk. þriðjudag.
Guðmundur Ó. Ingvarsson, korta-
gerðarmaður á Morgunbiaðinu,
hefur gert teikningu sem sýnir
fyrirkomulag og herbergjaskipan
í húsinu og Þorkell Þorkelsson,
ljósmyndari, bregður upp myndum
af þessu sérstæða húsi. /16
Tindabikkja og annað
tros
► Rúnar Marvinsson hefur matre-
itt það sem áður þótti óætt tros -
og sannað að það getur líka verið
herramannsmatur. /14
► FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Skoðun 23
Leiðari 24
Heigispjall 24
Reykjavíkurbréf 24
Minningar 26
íþróttir 42
Útvarp/sjónvarp 44
Gárur 47
Mannlifsstr. 6c
Kvikmyndir 18c
INNLENDAR Fl
2-6-BAK
ERLENDAR FR
1-4
Dægurtónlist 19c
Fólk í fréttum 22c
Myndasögur 24c
Brids 24c
Stjörnuspá 24c
Skák 24c
Bíó/dans 25c
Rréf til blaðsins 28c
Velvakandi 28c
Samsafnið 30d
ÉTTIR;