Morgunblaðið - 12.04.1992, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.' APRÍL 1992
ERLENT
■NNLEIMT
VIKUNA 5/4-11/4
Skandia kaup-
ir Verðbréfa-
markað Fjár-
festing-
arfélagsins
Samkomulag hefur tekist um
að norræna tryggingafélagið
Skandia kaupi Verðbréfamarkað
Fjárfestingarfélagsins hf. fyrir
186,5 milljónir króna. Þá eru
hafnar viðræður við Kaupþing um
hugsanleg kaup á hlutabréfum í
eignarleigufyrirtækinu Féfangi en
Fjárfestingarfélagið á um 67%
hlutafjár í því.
Tap Járnblendifélagsins í
fyrra nærri hálfur milljarður
487 milljóna króna tap varð
af rekstri Islenska járnblendifé-
lagsins á síðastliðnu ári saman-
borið við 127 milljóna króna tap
árið áður. Hið mikla tap er rakið
til verðhruns á kísiljárni vegna
aukins framboðs. Efnahagur fyr-
irtækisins þykir þó enn vera all-
góður og hafa hvorki sænska fyr-
irtækið Elkem, sem á 30% hlut í
Járnblendinu, né Sumitomo Corp-
oration, sem á 15% hlutafjár, í
hyggju að selja sinn hlut.
Mjólkursamsalan undir
eftirliti Verðlagsstofnunar
í vikunni skyldaði Verðlagsráð
Mjólkursamsöluna í Reykjavík til
að tilkynna Verðlagsstofnun um
almenn viðskiptakjör við sölu á
mjólk, mjólkurvörum og sýrðum
vörum. Einnig var Mjólkursamsöl-
unni gert að greina frá þeim við-
skiptakjörum sem fimm stærstu
viðskipatvinir fyrirtækisins njóta
og allar breytingar þar á. Þetta
var gert vegna háværra radda um
að einstakir viðskiptavinir ættu
kost á sérstökum kjörum gegn
því að þeir seldu ekki vörur frá
keppinauti samsölunnar.
ÍSNO gjaldþrota
Stjórn fiskeidisfyrirtækisins
ÍSNO óskaði eftir því í vikunni
að félagið yrði tekið til gjaldþrota-
skipta. Skuldir þess eru taldar
vera um 700 milljónir króna og
eru Landsbankinn og ýmsir opin-
berir sjóðir stærstu lánardrottn-
arnir. Verðmæti eigna er hins
vegar óvíst en þær eru bókfærðar
á 400 milljónir kr. í reikningum
félagsins. ISNO er með seiðaeldis-
stöð á Öxnalæk í Ölfusi og Lónum
í Kelduhverfi og sjókvíaeldi og
hafbeit í Lónum og Vestmanna-
eyjum.
Dökkt útlit með sumarvinnu
Meira en 1.800 nemendur,
sextán ára og eldri, höfðu látið
skrá sig hjá Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar á miðvikudag
þegar vika var liðin frá því að
skráning hófst. Það er meira en
þreföldun frá árinu áður. Þá hafa
rúmlega 600 nemendur skráð sig
hjá Atvinnumiðlun námsmanna
en sárafá störf hafa boðist á
móti umsóknunum.
ERLENT
Sögulegnr
sigur breska
Ihalds-
flokksins
BRESKI íhaldsflokkurinn vann
sögulegan sigur í þingkosningun-
um í Bretlandi á fimmtudag og
hefur það ekki gerst þar síðan
1822, að sami flokkur hafí unnið
femar kosningar
í röð. Misstu
íhaldsmenn að
vísu töluvert
fylgi en John
Major fórsætis-
ráðherra má
samt vel við una
með rétt innan
við 20 sæta
meirihluta. Þrátt
fyrir nokkra fylgisaukningu eru
úrslitin mikið áfall fyrir Verka-
mannaflokkinn og óvíst, að Neil
Kinnock, leiðtogi hans, fái annað
tækifæri til að sækjast eftir for-
sætisráðherraembættinu. Útkom-
an er ekki síður mikil vonbrigði
fyrir fijálsleynda demókrata og
oddvita þeirra, Paddy Ashdown,
en í stað þess að bæta stöðu sína
á þingi eins og spáð hafði verið
fækkaði fulltrúum þeirra þar. í
bresku fjármálalífi var sigri
íhaldsmanna vel fagnað og hækk-
uðu hlutabréf verulega í verði og
gengi steriingspundsins einnig.
Ongþveiti á Ítalíu
KREPPA ríkir í ítölskum stjórn-
málum að loknum kosningunum
sl. sunnudag en þá töpuðu allir
stóru flokkarnir til smáflokka af
hinu ólíklegasta tagi. Kristilegir
demókratar, sem verið hafa við
stjórnvölinn samfleytt frá stríðs-
lokum, fóru í fyrsta sinn niður
fyrir 30% og Lýðræðisflokkurinn,
arftaki gamla kommúnistaflokks-
ins, tapaði meira en þriðjungi
fyrra kjörfylgis. Hafa ríkisstjórn-
arflokkarnir fjórir að vísu enn
meirihluta á þingi en svo nauman,
að þeir geta ekki stjórnað áfram
nema með tilstyrk fímmta flokks-
ins. Er búist við, að stjórnarmynd-
unarviðræður taki langan tíma.
Eru uppi háværar kröfur um nýj-
ar kosningar en fyrst og fremst,
að kosningalöggjöfinni verði
breytt. .
Ottast um Arafat
FLUGVÉLAR með Yasser Arafat,
leiðtoga PLO, Frelsissamtaka Pal-
estínumanna, var saknað á þriðju-
dagskvöld en hún var á leið frá
Súdan til Líbýu þegar samband
við hana rofnaði. Hófst strax mik-
il leit og 15 klukkustundum síðar
fannst hún í líbýsku eyðimörkinni
þar sem henni hafði verið brotlent
í miklum sandstormi vegna elds-
neytisskorts. Fórust flugmennirn-
ir þrír en Arafat og aðrir farþegar
komust lífs af lítt meiddir. Vörp-
uðu þá Palestínumenn og raunar
fleiri öndinni léttara.
Sátta leitað um
Svartahafsflota
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
og Leoníd Kravtsjúk, forseti
Úkraínu, hafa náð samkomulagi
um, að tilskipunum þeirra á víxl
um yfírráð yfír Svartahafsflotan:
um verði ekki framfylgt meðan
leitað verði sátta í deilunni. Verð-
ur skipuð samninganefnd um
málið og ætla þeir forsetarnir
sjálfir að taka þátt í viðræðunum
á iokasprettinum. í höfuðstöðvum
Atlantshafsbandalagsins hafa
menn hins vegar áhyggjur af
þeirri ákvörðun Úkraínumanna að
hætta að flytja kjarnorkuvopn til
eyðingar í Rússlandi. Hafa þeir
verið hvattir til að standa við
gerða samninga.
Þjóðlíf í viðjum vanans
„ÞAÐ er dapurlegt að sjá
hversu lítinn áhuga lettnesk
ungmenni hafa á því að verða
sér úti um góða menntun og
atvinnu," segir Egils Grikis,
sem er rúmlega fertugur gra-
fískur hönnuður en nam upp-
haflega tölvufræði. Hann er
borinn og barnfæddur í Rígu,
höfuðborg Lettlands. Hann er
sjálfstæður atvinnurekandi og
er einn þeirra sem eru í farar-
broddi í sókninni til markaðs-
búskapar í Lettlandi.
„Vandinn í hnotskurn er sá að
venjuleg vinna borgar sig ekki
lengur. Þegar mánaðarlaun venju-
legra launþega eru milli 2.000 og
3.000 rúblur og kílóverð á banön-
um er 160 rúblur þá verða menn
að drýgja tekjur sínar með ein-
hvetjum ráðum. Og til hvers að
ganga menntaveginn þegar félag-';
ar manns græða á tá og fíngri á
svarta og gráa markaðnum?" seg-
ir Egils Grikis.
Vegna þess hversu gengi rúbl-
unnar er óhemju óhagstætt miðað
við erlendan gjaldeyri (Banda-
ríkjadalur var í lok marsmánaðar
122 rúblna virði í Rigu) virðast
allir útlendingar forríkir. Egils
Grikis nefnir sem dæmi að hann
hafi hannað nafnspjöld handa er-
lendum stjórnarerindrekum. Þeg-
ar forstöðumanni prentsmiðjunn-
ar varð'ljóst að kaupandinn væri
útlendingur vildi hann áttfalda
verðið. Með einhverjum hætti
tókst Grikis að sannfæra karlinn
um að hann fengi aldrei framar
verkefni hjá erlendum sendiráðum
slægi hann ekki af kröfum sínum.
„Landar mínir hafa enga hug-
mynd um hvað felst í lögmálinu
um framboð og eftirspurn,“ segir
Grikis.
Þrátt fyrir háfleygar yfirlýsing-
ar um að breyta hagkerfi Lett-
lands líkt og annarra fyrrverandi
Sovétlýðvelda hefur mjög lítið
gerst enn. Að mati Grikis og fleiri
stafar þetta einkum af því að fáir
skilja raunverulega hvað mark-
aðsbúskapur er í raun. Þetta gild-
ir jafnt um almenning sem stjórn-
málaleiðtoga.
Helst eru það
fyrrverandi
kommúnistaleið-
togar sem hafa
gert sér grein
fyrir hvernig
reka eigi fyrir-
tæki, enda fengu þeir áður fyrr
oft tækifæfi til utanferða og hafa
því kynnst vestrænum starfshátt-
um. En aðrir eiga erfitt með að
skilja hvernig hugtök eins- og arð-
semi eða afköst tengjast hvers-
dagslegu striti.
A svarta markaðnum hefur að
sjálfsögðu verið nokkurs konar
markaðsbúskapur í áraraðir en
hann er einangrað dæmi. Hins
vegar hefur nú þróast nokkurs
konar grár markaður þar sem
framtakssamir einstaklingar
reyna að ná eins miklum tekjum
og hægt er án þess að leggja
rækt við atvinnustarfsemina eða
fyrirtækið lengur en í örfáa mán-
uði. Þegar viðskiptavinirnir sjá að
vörurnar eða þjónustan stenst
ekki kröfur um gæði hverfur fyrir-
tækið eins og dögg fyrir sólu.
Efnahagslífið er fast í nokkurs
konar vítahring. Vegna reynslu-
leysis af markaðshagkerfi veit
enginn hvaða kröfur markaðsbú-
skapur gerir um lagasetningu og
stjórnskipan. Hins vegar er
ógjörningur að stofna fyrirtæki
og fjárfesta í fasteignum og
tækjabúnaði — og leggja þannig
grunn að þekkingu og reynslu —
þegar engin lög eru til sem kveða
á um eignarrétt einstaklinga og
fyrirtækja.
Lettland skortir erlend fyrir-
tæki sem tilbúin eru að fjárfesta
og kenna landsmönnum um leið
hvernig reka eigi fyrirtæki með
ábata. Þessi þró-
un gengur hægt
ekki síst vegna
þess hve erfitt
hefur reynst að
ákvarða ríkis-
borgararétt
þeirra sem búa í
landinu og um leið rétt erlendra
ríkisborgara til að fjárfesta í Lett-
landj.
„Óvissa" er því orðið sem best
lýsir ástandinu í Lettlandi. Er þá
ónefnt risavaxið vandamál sem
tengist því hvað eigi að gera við
eignir sem kommúnistar gerðu
upptækar á fimmta áratugnum.
Húsnæðisskortur gæti aukist ef
allir sem eitt sinn áttu íbúðarb-
lokkir í Rigu og fleiri borgum
fengju þær aftur og ákvæðu að
reka íbúana á dyr. Þess vegna
hafa verið sett lög um margra ára
aðlögunartíma áður en eldri eig-
andi fasteignar getur fengið um-
ráð hennar.
Tortryggni Letta í garð útlend-
inga má skýra með því að um
helmingur íbúa í landinu er kom-
inn úr öðrum hlutum Sovétveldis-
ins sáluga. Nú hafa verið sett lög
um að þeir sem voru ríkisborgarar
Lettlands fyrir 1940 og afkom-
endur þeirra öðlist sjálfkrafa ríkis-
borgararétt. Þar fyrir utan er
gerð krafa um að menn hafi dval-
ið um nokkra hríð í landinu, kunni
málið og sveiji þess eið að sýna
Lettneska lýðveldinu hollustu.
Á meðan beðið er eftir nýrri
lýðræðislegri stjórnarskrá og lög-
gjöf á þeim grunni eru efnahags-
leg þróun Lettlands og opinber
viðfangsefni í höndum fulltrúa í
Æðsta ráði Sovétlýðveldisins
Lettlands. Að vísu voru síðustu
kosningar til ráðsins nokkuð lýð-
ræðislegri en áður hafði gerst en
það dugir skammt. Flestir þing-
manna voru fulltrúar sjálfstæðis-
hreyfingarinnar enda kosnir á
þeim tíma er þjóðin hugsaði ein-
ungis um eitt mál: að endur-
heimta sjálfstæði Lettlands.
Margir hafa ekki getu til eða
áhuga á að verða raunverulegir
stjórnmálamenn.
Það er einróma álit manna að
afar áríðandi sé að endurreisa
þjóðþing Letta. Núverandi þing-
menn hafi ekki sannað lýðræðis-
ást sína. T.d. má nefna að skjala-
safn KGB, fyrrverandi öryggis-
lögreglu Sovétríkjanna, hefur ver-
ið flutt í þinghúsið m.a. til þess
að varna því að upplýsingar um
samstarf þingmanna og KGB
verði birtar í íjölmiðlum.
llona Fedosejeva, sem er frétta-
maður ríkisútvarpsins í Rígu, seg-
ir að sér finnist að blaðamenn
hafi einir orðið að bera hitann og
þungann af lýðræðisþróuninni.
„Almenningur nennir ekki núorðið
að hugsa um annað en afkomu
sína og stjórnmálamenn eru treg-
ir til að vinna að auknu lýðræði.
Niðurstaðan er sú að við í blaða-
mannastétt erum útverðir hvað
þetta varðar," segir Fedosejava.
BAKSVID
Lars Lundsten skrifar
frá Lettlandi
Óhóflesf ílilutun í imianríkismál
Bonn. Reuter. L-/
MANFRED Brunner, háttsettur þýskur embættismaður hjá Evrópu-
bandalaginu (EB), sagði í viðtali sem þýska blaðið Die Welt birti í
gær að óhófleg afskipti EB af innanríkismálum aðildarríkjanna
skýrðu að hluta fylgisaukningu hægri öfgaflokka í nokkrum þeirra
að undanförnu.
Brunner er skrifstofustjóri vara-
forseta framkvæmdastjórnar Evr-
ópubandalagsins, Martins Bange-
manns. Hann sagði í viðtalinu að
ótti við sívaxandi áhrif Evrópu-
bandalagsins hefði stuðlað að því
að margir kjósendur í Þýskalandi,
Frakklandi, Belgíu og á Italíu hefðu
kosið hægri öfgaflokka í kosningum
nýlega. Fólki stæði stuggur af
bandalaginu, meðal annars vegna
þess að það hvorki þekkti né skyldi
stjómkerfi þess.
„Fólk hefur einnig gert uppreisn
- og ég skil það mætavel að mörgu
leyti - gegn tilraunum bandalags-
ins til að semja reglugerðir um of
mörg svið hins daglega lífs. Evrópu-
bandalagið skilur ekki að það þarf
að sætta sig við fjölbreytnina í
Evrópu," hélt embættismaðurinn
áfram. Brunner sagði að hann og
Bangemann hefðu barist gegn til-
raunum bandalagsins til að tryggja
algjört samræmi í lögum og reglu-
gerðurn innan bandalagsins.