Morgunblaðið - 12.04.1992, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
Frá sýningunni í Hafnarborg haustið 1990.
IHelga Pálína Brynjólfsdóttir,
textílhönnuður, smíðakennari
og leiðsögumaður
eftir Laufeyju Helgadóttur
Helga Pálína Brynjólfsdóttir er ein þessara atorku-
kvenna sem virðast geta allt. Þegar vetur gengur I
garð er hún textíl- og smíðakennari, en um leið og
snjóa tekur að leysa og dagurinn og nóttin renna
saman í eitt þeytist hún um landið með ferðamenn í
eftirdragi - enda talar konan ein fimm tungumál.
Svo þegar tími gefst skýst hún á gömlu Lödunni sinni
suður í Garðabæ, þar sem hún rekur ásamt fjórum
öðrum listakonum vinnustofuna „Fjórar grænar og
ein svört í sófa“.
Helga Pálína átti verk á
stórri ' textílsýningu sem
haldin var í Hafnarborg í
september 1990 og einnig
er hún ein þeirra lista-
kvenna sem standa að listhúsinu
Sneglu sem nýlega var opnað á
homi Grettisgötu og Klapparstígs
í Reykjavík. Nafngiftin Snegla er
mjög vel til fundin, enda hefur hún
tvöfalda merkingu eftir orðabók-
um að dæma: .hryssingsleg kona
eða veíjaspóla. Listhúsið er ör-
stutt frá notalegri íbúð Helgu
Pálínu á Lokastígnum þar sem
ég hitti hana og við spjölluðum
um námsferil hennar og vinnu.
Hún var fyrst spurð af hveiju hún
fór að læra smíðar.
„Mér sárnaði einu sinni við afa
minn heima á Olafsfirði þegar
hann sagði að konur gætu ekki
lært að smíða og viðbrögð hans
hertu mig upp í þetta,“ segir Helga
hlæjandi og bætir síðan við: „Þeg-
ar ég var í Menntaskólanum á
Akureyri hélt ég alltaf að ég myndi
fara í fræðinám, - samanburðar-
málfræði, tungumálarannsóknir
eða eitthvað slíkt, en svo tók hand-
verkið yfirhöndina. Það tók mig
langan tíma að átta mig á því
hvað ég raunverulega vildi. Þegar
ég var yngri viidi ég læra bæði
vefnað og smíðar, en guggnaði
þegar ég komst að því að til þess
að nema smíðaiðnina yrði ég að
komast í læri - á samning. Þess
vegna fór ég til Frakklands eftir
stúdentspróf á meðan ég var að
átta mig á því hvað ég vildi. Þeg-
ar ég kom til baka ákvað ég að
taka smíðar sem valgrein í Kenn-
araháskólanum. Þetta var þriggja
ára nám og þaðan útskrifaðist ég
1980. Síðan vann ég aðeins við
smíðar og kennslu, en mig langaði
alltaf í meira nám.“
- Síðan tekur þú þig upp á ný
og ferð til Finnlands árið 1982, -
af hveiju Finnland?
„Ég held ég hafi farið þangað
af því að ég vissi svo lítið um land-
ið, segir Helga hikandi, „og í sann-
leika sagt þá fór ég þangað án
þess að vita hvað ég ætlaði mér.
Mig langaði að fara í Listiðnaðar-
háskólann í Helsinki því ég vissi
að þar voru góðar deildir eins og
t.d. textílhönnunar- og leikmynda-
deildin. Ég var búin að vera á
kvöldnámskeiðum í vefnaði í
Myndlistarskólanum og var oft að
velta því fyrir mér hvort ég gæti
ekki tengt vefnaðinn og tréð ein-
hvern veginn.
Ég komst inn í textíldeildina
þarna sem gestanemi fyrst en tók
síðar inntökuprófið til að fá full-
gilt próf að námi loknu. Þetta er
fimm ára háskólanám sem lýkur
með kandídatsprófi og telst fólk
þá ýmist textílhönnuðir eða textíl-
listamenn eftir því hvorn þáttinn
þeir hafa lagt meiri áhérslu á í
náminu.
Ég valdi hönnunariínuna í
þrykki, en þar lærir maður m.a.
að notfæra'sér tækni fjöldafram-
leiðslunnar. Þegar ég byijaði að
vinna fyrsta stóra verkefnið mitt
við textíldeildina rak ég mig fljótt
á annmarka tækninnar, sem varð
mér þó jafnframt öj:run til að tak-
ast á við hana. Eg hafði notað
handþrykk og beitt þar ýmsum
ráðum sem ég kunni til að fá út
áferð og munstur sem ég var
ánægð með. Kennarinn minn gerði
mér þá ljóst að þetta myndi ekki
ganga í framleiðslu, en fannst
engu að síður að það gæti verið
spennandi að sýna þetta textíl-
verksmiðjum og vita hvort í sam-
einingu væri e.t.v. hægt að finna
leið til að ná sama árangri með
vélunum og þessu handþrykki
mínu. Menn voru mjög spenntir
fyrir tilrauninni í verksmiðjunni
og hún tókst.
Það var mikil samvinna milli
textíldeildar háskólans og textíl-
verksmiðja og þannig gafst okkur
færi á nánari tengslum við hina
eiginlegu framleiðslu. Mér varð
þetta í senn ögrun og ögun, að
þurfa að laga mínar listrænu hug-
myndir að því verklagi sem beitt
er við fjöldaframleiðslu. Öðrum
henta ekki svona vinna og fínnst
hún hefta sig.“
- Þarna komist þið sem sé
strax í tengsl við atvinnuiífið?
„Já og það voru fyrirtæki sem
styrktu okkur um leið sem var líka
mjög uppörvandi. Mér skilst að
það sé mjög óvanalegt að fá að
vinna svona eins og við unnum.
Ef til vill er það vegna þess að
Finnarnir eru svo afskaplega
raunsæir, enda byggja þeir á
langri reynslu, textíiiðnaðurinn er
yfir 100 ára gamall hjá þeim.“
- Nú hefur mér fundist gæta
dálítillar stöðnunar í því sem
Finnar eru að gera í textíliðnaði
í dag?
„Það gengur mjög illa hjá þeim
í dag og það eru mörg fyrirtæki
gjaldþrota. Mér finnst eins og hin
séu bara að framleiða það sem
selst best og taka þess vegna enga
áhættu.“
- Nú eru mjög ólík viðhorf hér
á Islandi til textílgerðar og í Finn-
landi?
„Eins og ég sagði áðan þá
byggja Finnar á svo traustum
grunni í textíliðninni og þar er
miklu meira leitað til textílhönn-
uða eins og t.d. í sambandi við
nýbyggingar, litavai, áklæði,
gluggatjöld og annað slíkt. Mark-
aðurinn þar er líka miklu stærri
heldur en hér hjá okkur, sem eðli-
legt er þar eð Finnar eru miklu
stærri þjóð en við, þó þeir teljist
ekki til stórþjóða á heimskortinu."
- Hvaða möguleika hafa svo
þeir nemendur sem útskrifast úr
Listiðnaðarháskólanum þegar þeir
koma út á vinnumarkaðinn?
„Það lítur ekki mjög glæsilega
út í dag. Það eru margir sem fara
í allt annað en hönnun eftir að
þeir útskrifast, sumir verða t.d.
innkaupastjórar hjá stórfyrirtækj-
um, velja efni, liti og annað slíkt,
aðrir fara í kennslu og enn aðrir
reyna fyrir sér við hönnun og
skapa sér eigin verkefni eins og
ég hef reynt að gera hér heima.
Ég hef t.d. verið að hanna bóka-
kápur sem eru kannski ekki beint
mitt fag en þar beiti ég samt minni
kunnáttu og mínum aðferðum.“
- Þú talaðir áðan um löngun
til að sameina vefnað og tré, af
hveiju ekki í skúiptúr?
„Eg hugsaði um það á tímabili
en komst fljótt að því að það er
fyrst og fremst handverkið og
hönnunin sem ég hef áhuga á. Ég
vil gera hluti sem hægt er að nota,
- nytjalist. Ég vil hanna og fram-
leiða hluti sem fegra og auðga
hvunndaginn. Mér finnst gaman
að sjá þegar fólk kann vel til verka.
Ég man eftir því að Níels Haf-
stein myndlistannaður sagði eitt
sinn, að það að raka fallega væri
gott handverk. Ég ber virðingu
fyrir handverkinu og það heillar
mig.
- Þó að efnin þín séu vissulega
nytjalist þá eru þau líka þín tján-
ing, þitt tungumál, - hvernig
stendur t.d. á því að þú notar
svarta litinn svona mikið?
Það kemur íjarrænt blik í augun
á Helgu þegar hún svarar: „það
eru svörtu strendurnar og svörtu
sandarnir í óbyggðum íslands. Ég
er svo heilluð af þessum söndum
og mér tekst alltaf að sjá alls kon-
Það eru svörtu strendurnar
og svörtu sandarnir í
óbyggðum Islands,
Eg ersvo heilluð af þessum
söndum og mér tekst alltaf
að sjó alls konar mynstur
út úr þeim sem ég nýti
mér síðan beint eða óbeint.
Textílhönnuður
rammar ekki verkin sín inn,
þetta eru endalausir strangar,
líkt og sandöldur
Sprengisands eða
hraunbreiður Ódóðahrauns,
ar mynstur út úr þeim sem ég
nýti mér síðan beint eða óbeint.
Textíihönnuður rammar ekki verk-
in sín inn, þetta eru endalausir
strangar, líkt. og sandöldur
Sprengisands eða hraunbreiður
Ódáðahrauns,“ segir Helga og
kímir. „Mér finnst annars, án gam-
ans, að ég noti þessi ferðalög með
ferðamönnunum á sumrin til þess
að afla fanga, safna sjónrænni
reynslu úr náttúrunni og e.t.v.-
ekki síður stemmningu. Áferðin
skiptir mig gríðariega miklu máli
þegar ég er að vinna munstur fyr-
ir textílframleiðslu. Hún ásamt
litasamsetningu og blæbrigðum
skapar þá stemmningu sem tauið
ber með sér. íslensk náttúra er
óendanleg uppspretta fyrir þá sem
horfa á hana þessum augum. Ég
tek myndir af mosanum, kletta-
veggjum, ofan í sandinn og vatn-
ið. A veturna vinn ég svo bæði
út frá myndunum og líka hlaðin
þeim krafti sem náttúran hefur
gefið mér í göngu um fjöll og
firnindi. Lokaverkefnið _mitt var
að vissu leyti óður til íslands -
heimþrá. Þó sumir haldi að þetta
séu bara einhver munstur á efnun-
um þá eram við líka svo sannar-
lega að vinna út frá okkar eigin
tilfinningum.“
- Þegar þú hefur sýnt efnin á
sýningum þá hefur þú reynt að
skapa ákveðnar „installasjónir",
þ.e.a.s. þú sýnir þau ekki sem efn-
isbúta sem skoðandinn gæti keypt
í metravís. heldur reynir þú að
skapa stemmningu í kringum þau;
hver er tilgangurinn þeð því?
„Ég vil sýna fram á að efnið
þarf ekki bara að vera skreytilist
heldur liggur á bak við það eins
og alla góða hönnun heilmikil
íhugun. Efnið á ekki að þurfa að
vera innrammað upp á vegg tii
þess að geta staðið sem sjálfstætt
verk.“