Morgunblaðið - 12.04.1992, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNA/RAÐ/SMÁ
SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
ATVINNUAÍ YSINGAR
Prentsmiður
Hefur þú áhuga á að vinna hjá traustu og
góðu fyrirtæki, sem sérhæft hefur sig í um-
búðagerð og hágæðaprentun?
Við hjá Kassagerð Reykjavíkur erum að leita
eftir samstarfsmanni í filmudeild.
Þú þarft að vera:
- Vandvirkur fagmaður
- Geta unnið í beinu sambandi við viðskipta-
vini Kassagerðarinnar
- Geta unnið undir álagi
- Geta unnið fjölbreytt verkefni
- Geta tileinkað þér nýja tækni
- Samstarfsgóður
Kassagerðin býður upp á góða vinnuað-
stöðu, gott samstarfsfólk og möguleika á
því að fylgjast með nýrri tækni.
Þeir, sem hafa áhuga á þessu starfi, sendi
skriflega umsókn til Óðins Rögnvaldssonar,
sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma
38383 milli kl. 2-3 eh. næstu daga.
KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR HE
KLEPPSVEGI 33-105 REYKJAVÍK — SlMI 38383
$
Norræni Genbankinn
Lausar stöður
Norræni Genbankinn (NGB) er ein af stofnun-
um Norðurlandaráðs, staðsettur á Skáni í
Svíþjóð, skammt frá Malmö. Stofnunin aug-
lýsir eftir umsóknum í þrjár stöður á eftirtöld-
um sviðum.
Ræktunarstjóri
Starfsmaður ber ábyrgð á fjölgun og end-
urnýjun á efnivið Genbankans og jafnframt
að lýsa honum og meta. Hann hefur einnig
yfirumsjón með því að viðhalda fjölrænum
ávaxta-, berja- og garðplöntum. Ræktunar-
stjórinn á að hafa háskólamenntun á sviði
líffræði og reynslu af tilraunastarfsemi eða
annarri ræktun, úti og/eða inni.
Fræsafn
Starfsmaður vinnur í frægeymslu Genbank-
ans. Hann sér t.d. um að koma fræi fyrir í
og afgreiða það úr geymslu. Hann sér um
spírunarpróf og hefur eftirlit með innan-
stokksmunum og innréttingum. Krafist er
stúdentsmenntunar. Hann þarf að hafa gott
verksvit, vera nákvæmur og hafa áhuga á
sviði líffræði.
Skrifstofumaður
Starfsmaður sér um fjármál og starfsmanna-
hald, m.a. að greiða reikninga, bókhald og
að reikna út laun. Hann fæst einnig við skrán-
ingu gagna og ýmis ritarastörf. Krafist er
stúdentsmenntunar, sem sé að nokkru á
sviði skrifstofuhalds og starfsmenntunar á
því sviði.
Ráðið verður í stöðurnar til fjögurra ára og
framlengja má ráðningarsamning um fjögur
ár. Ríkisstarfsmenn í fastri stöðu eiga rétt á
launalausu leyfi á ráðningartímanum. Launa-
kjör eru einstaklingsbundin. Starfsmenn frá
öðrum löndum en Svíþjóð fá uppbót, sem
getur numið allt að 7500 SEK á mánuði eft-
ir fjölskylduaðstæðum og við ráðningu er
greidd sérstök upphæð vegna kostnaður við
staðfestu á nýjum stað. Greiddur er kostnað-
ur vegna flutnings til og frá Svíþjóð og við
árlegar ferðir til heimalands á ráðningar-
tímanum.
Ráðningartími hefst á bilinu 1. júlí 1992 til
1. janúar 1993 eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefa Dr. Stig Blixt, for-
stjóri og Dr. Sigfús Bjarnason, deildarstjóri,
sími +46-40-461790 og Þorsteinn Tómas-
son, forstjóri Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins, sími 91-812230.
Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. maí nk.
Utanáskrift:
Norræni Genbankinn (NGB),
Box 41,
S-23053 Alnarp,
Sverige.
Bókasafn S-Þingeyinga
Forstöðumaður
Bókasafn S-Þingeyinga, Húsavík, óskar að
ráða forstöðumann frá 1. júlí nk. eða eftir
samkomulagi. Æskilegt er að umsækjendur
hafi próf í bókasafnsfræðum.
Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. og skulu
umsóknir sendar til stjórnar Bókasafns S-
Þingeyinga, Safnahúsinu, 640 Húsavík.
Upplýsingar um starfið veita Elín Kristjáns-
dóttir, forstöðumaður bókasafns, í síma
96-41343 (heima) og 96-41173 (vinna) eða
Regína Sigurðardóttir, stjórnarformaður, í
síma 96-41743 (heima) eða 96-41333 (vinna).
Stjórn Bókasafns S-Þingeyinga.
Lögfræðingur
Veitinga- og skemmtistaður óskar eftir að
ráða ungan og drífandi lögfræðing til að
gegna starfi framkvæmdastjóra í hlutastarfi.
Boðið er upp á vinnuaðstöðu í miðbænum
sem viðkomandi gæti nýtt í eigin þágu.
Framkvæmdastjóri sér um skrifstofu fyrir-
tækisins, fjármálastjórn og samningagerð.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
mjög fljótlega.
FWQOF C X, RÁDNINC7NR
Laugavegi 178, s. 689099
(á mótum Bolholts og Laugavegar)
BORGARSPÍTALINN
Bæklunarlækningadeild
fyrir aldraða B-4
Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld- og
næturvaktir;>Boðið er upp á aðlögunartíma.
Öldrunardeild B-5
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa. Vinnu-
tími og starfshlutfall eftir samkomulagi. Boð-
ið er upp á aðlögunartíma. Einnig eru lausar
stöður sjúkraliða. Möguleiki á morgunvökt-
um eingöngu.
Hvítaband öldrunardeild
Sjúkraliðar óskast til starfa á morgun- og
kvöldvaktir. Einnig er laus hálf staða hjúkrun-
arritara.
Hjúkrunar- og endurhæfingardeild
E-63
Staða aðstoðardeildarstjóra er laus til um-
sóknar. Einnig eru lausar stöður sjúkraliða.
Ýmsir vaktmöguleikar og starfshlutfall eftir
samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Hjalta-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma
696358 og deildarstjórar viðkomandi deilda
í síma 696600.
Iðjuþjálfun
Hefur þú áhuga á öldrunarmálum og umönn-
un aldraðra?
í boði eru tvær stöður aðstoðarmanna iðju-
þjálfa.
Annars vegar til að annast virkni/afþreyingu
vistmanna á öldrunardeild Hvítabandsins og
hins vegar á hjúkrunar- og endurhæfingar-
deild spítalans á Heilsuverndarstöðinni.
Um er að ræða hlutastörf. Vinnutími er fyrir
hádegi alla virka daga.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og
geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir aðstoðaryfiriðjuþjálfi í síma
696712.
Hjúkrunarfræðingar
Á Sjúkrahús Akraness bráðvantar hjúkrunar-
fræðinga í sumarafleysingar í júlí-ágúst.
Vinsamlega hafið samband við hjúkrunarfor-
stjóra sem allra fyrst í síma 93-12311.
Gjaldkeri
Innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar að
ráða gjaldkera til framtíðarstarfa. Starfið er
laust nú þegar.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu sem gjald-
keri ásamt góðri bókhaldsþekkingu (tölvu-
bókhald) og reynslu í afstemmingu í bók-
haldi. Æskileg menntun er, Verslunarskóla-
próf eða sambærilegt próf og þekkingu á
Opus bókhaldi. Snyrtimennska, lipurð og
öryggi í ailri framkomu er nauðsynleg. Laun
samkomulagsatriði. Farið verður með allar
umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknir berist fyrir 16. apríl merktar:
„G - 7943“ til auglýsingadeildar Mbl.
Styrktarfélag vangefinna
Þroskaþjálfar
Óskum eftir að ráða þroskaþjálfa í 50% starf
við verndaðar íbúðir félagsins. Um er að
ræða sveigjanlegan vinnutíma.
Styrktarfélagið hefur nú á sínum vegum
umsjón með og stuðning við 16 verndaðar
íbúðir með tæplega 30 íbúum. '
Þessi starfsemi er enn í mótun og starfið
felur í sér þátttöku í áhugaverðri þróun og
gerir kröfur til sjálfstæðra vinnubragða og
náinnar samvinnu við fatlaða, aðstandendur
þeirra og fagaðilá',.
Upplýsingar gefur Kristín J. Sigurjónsdóttir,
forstöðumaður í síma 15622 milli kl. 13 og
15 næstu daga.
Styrktarfélag vangefinna.
radiomidun
Sölumaður
Radíómiðun er rótgróið fyrirtæki, en sérhæf-
ing' þess. er sala og þjónusta á siglinga- og
fiskileitartækjum með fjarskipti og tölvu-
tækni sem sérgrein.
Góðar vörur, duglegt og áhugasamt starfs-
fólk ásamt fjárhagslegu sjálfstæði fyrirtækis-
ins gefur væntanlegum sölumanni gott svig-
rúm til að ná settum markmiðum.
Gott væri að viðkomandi uppfyllti sem flest
eftirfarandi skilyrða:
- Hafi náð árangri í starfi sem sölumaður.
- Tengst sjávarútvegi.
- Hafi tæknimenntun og búi yfir tölvuþekk-
ingu.
- Sé ósérhlífinn, metnaðargjarn og skipu-
lagður í vinnubrögðum.
- Snyrtilegur, með vandaða framkomu
ásamt þjónustulipurð.
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 1992.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást aðeins á skrifstofu Liðsauka frá kl. 9-15.
Afleysinga- og ráðningaþiónusta
Liösauki hf.
Skólavörðustlg 1a - 101 fíeykjavtk - Slmi 62135S