Morgunblaðið - 12.04.1992, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
39
f ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkur, f.h. Hitaveitu
Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í að end-
urnýja hitaveitu við Rofabæ og Laufásveg.
Verkið fellst í að endurnýja um 1.150 m
skurðlengd af hitaveitulögnum við Rofabæ
og Laufásveg. Pípurnar eru frá 070 mm til
0300 mm víðar og er heildarlengd þeirra um
2.300 m.
Verkinu skal lokið 1. september 1992.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,-
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu-
daginn 7. maí 1992, kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirk|uvegi 3 Simi 25800
Sumarbústaðalönd til
leigu
í landi Sælingsdalstungu, Dalasýslu. Svæðið
er kjarri vaxið og berjaland gott. Sundlaug
og hótel skammt frá.
Upplýsingar gefur Gunnar Einarsson, arki-
tekt, í síma 91-32819 og Jón Benediktsson
í síma 93-41273.
Ljósmyndir og filmur
f rá 1930-60
Vegna undirbúnings að heimildarmynd um
Ragnheiði Jónsdóttur, rithöfund, leitum við
að Ijósmyndum og filmum frá 1930-60 af
almennu, fjölskyldu- og bæjarlífi og konum
við störf bæði í Reykjavík og til sveita.
Þeir, sem geta lagt okkur lið, hafi vinsamleg-
ast samband við undirritaða.
Ásthildur Kjartansdóttir,
sími 91-686853.
Framkvæmdasjóður
íslands auglýsir til sölu
eftirtaldar eignir:
1. Fiskeldisstöð að Bakka í Ölfusi, (áður
Bakkalax hf.).
Stöðin er hönnuð til seiðaeldis, en þar
má einnig ala vatnafisk til slátrunar. Eldis-
rýmið er bæði innanhúss og utan, alls
1.100 m3.
Stöðinni fylgir 57,7 KWA vararafstöð.
Tveggja íbúða húsnæði fylgir eigninni,
hvor íbúð um 80 m2 að stærð.
2. Stálgrindarhús á Stokkseyri, 344 m2 að
stærð, byggt 1984.
Húsinu fylgir 3.100 m2 leigulóð með þrem-
ur ferskvatnsholum með tilheyrandi dæl-
um. Lóðin er vestan ísólfsskála.
3. Fiskeldisstöð í landi Seftjarnar í Barða-
strandarhreppi.
Nánar tiltekið 28,8 ha. leiguland, eldis-
hús, borholur, lagnir og eldisker. Stöðin
hefur aðgang að heitu og köldu vatni á
eigin landi. Eldisrými skiptist í 665 m3
seiðaeldi, innanhúss, og 2.100 m3strand-
eldi.
Frekari upplýsingar eru gefnar í Fram-
kvæmdasjóði íslands í síma 624070. Tiiboð-
um skal skilað í síðasta lagi miðvikudaginn
22. apríl nk. til Framkvæmdasjóðs íslands,
Rauðarárstíg 25, Reykjavík.
Framkvæmdasjóður Islands.
Fasteignasala meðeigandi
Góður meðeigandi óskast að virtri fasteigna-
sölu. Æskilegt er að viðkomandi hafi löggild-
ingu til fasteignasölu, en það er ekki skil-
yrði. Aðeins samviskusamur, vandaður aðili
kemur til greina.
Þeir sem hafa áhuga leggi persónulegar
upplýsingar, m.a. um náms- og starfsferil, á
auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. apríl nk. merkt:
„U - 12283“.
Farið verður með allar fyrirspurnir sem trún-
aðarmál.
Orlofshúsaskipti
Múrarafélag Suðurnesja óskar eftir skiptum
á bústað sínum í Þrastarskógi.
Nánari upplýsingar í síma 92-14802 milli kl.
12.30 og 14.00 mánudag, fimmtudag og
föstudag.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Til leigu er fullbúin hárgreiðslu- og snyrti-
stofa í Hótel Örk. Fullbúin tækjum, vandaðar
innréttingar, 2 Ijósalampar.
Upplýsingar í síma 98-34700.
Hótel Örk, Hveragerði.
AKRANESKAUPSTAÐUR, TÆKNIDEILD
Arnardalsreitur, Akranesi
Auglýsing um breytingu á staðfestu
aðalskipulagi og deiliskipulagi.
Með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr.
19/1964 er lýst eftir athugasemdum við breyt-
ingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Arnar-
dalsreits. Um er að ræða breytingu á bygging-
arreitum húsa nr. 16 og 18 við Stillholt.
Teikningar liggja frammi á Tæknideild Akra-
neskaupstaðar, Kirkjubraut 28, 2. hæð, frá
og með 21. apríl til 5. júní 1992.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera
skriflegar og berast til Tæknideildar Akranes-
kaupstaðar fyrir 19. júní nk.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillög-
una innan tiltekins frests teljast samþykkja
hana.
Tæknideild Akraneskaupstaðar.
Hitaveita
Akureyrar
Þær deildir Hitaveitu Akureyrar er verið hafa
í Hafnarstræti 88b flytjast að Rangárvöllum.
Þar er fyrir Vatnsveita Akureyrar. Vegna
þessa verður afgreiðsla Hitaveitunnar lokuð
dagana 13., 14. og 15. apríl.
Frá og með 13. apríl er nýtt símanúmer Hita-
veitunnar 12110.
Þetta verður jafnframt nýtt símanúmer
Vatnsveitunnar.
Utan skrifstofutíma er símanúmer vegna bil-
anatilkynninga 12118 og farsími 985-27305.
Þar sem eindagi útsendra reikninga vegna
heitavatnsnotkunar í mars er 15. apríl viljum
við minna á að gíróseðlana er ávallt hægt
að greiða í bankastofnunum og póststofu.
Hitaveitustjóri.
Mjólkurframleiðendur
athugið
Frestur til að sækja um greiðslu fyrir fuMvirð-
isrétt til mjólkurframleiðslu, sem bændur
ætla ekki að nýta á yfirstandandi verðlags-
ári, hefur verið framlengdur til 1. maí nk.
Umsóknir berist Framleiðsluráði landbúnað-
arins á eyðublöðum sem liggja frammi á
skrifstofum búnaðarsambanda og hjá Fram-
leiðsluráði. Ekki þarf að endurnýja umsóknir
sem sendar hafa verið eftir að áður auglýst-
ur frestur rann út.
Framleiðsluráð landbúnaðarins.
Frá Vatnsveitu
Akureyrar
Frá og með 13. apríl er nýtt símanúmer
Vatnsveitu Akureyrar 12110. Þetta er jafn-
framt símanúmer Hitaveitu Akureyrar. Utan
skrifstofutíma er símnúmer á símsvara vegna
bilanatilkynninga 12118 og farsími 985-
32906.
Veitustjóri.
fff Til leigu
Aðalstræti 2 og Vesturgata 1 (Geysishús)
er til leigu, fram til næstu áramóta, fyrir
hverskonar verslun og þjónustu. - í hús-
næðinu getur verið fjölbreytt starfsemi og
leigist einum eða mörgum aðilum.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Jensson í
síma 628910 - 39036.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Til leigu
verslun og veitingastofa
Kaupfélag Borgfirðinga auglýsir til leigu hús-
eignir sínar og allan búnað til rekstrar á
Vegamótum á Snæfellsnesi.
Á Vegamótum hefur verið rekin veitingastofa
og lítil dagvöruverslun auk benzínafgreiðslu.
Auk húsnæðis fyrir reksturinn er um að ræða
einbýlishús, erfylgt hefur starfi útibússtjóra.
Upplýsingar gefa Þórir Páll Guðjónsson kfstj.
og Georg Hermannsson, forstöðumaður
verslunarsviðs K.B.
KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA
Borgarnesi.
Sími 93-71200, fax 93-71030.
Stór-Reykjavíkursvæðið
Óska að taka húsnæði á leigu fyrir atvinnu-
rekstur. Þarf að vera á jarðhæð með góðum
aðkeyrsludyrum. Stærð ca 100 fm lager og
ca 50 fm skrifstofuaðstaða.
Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl.
eigi síðar 21. apríl nk. merkt: „Atvinnuhús-
næði - 3450“.