Morgunblaðið - 12.04.1992, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992
43
hefð á bak við sig. Það verður mik-
il barátta og leikmenn bera enga
virðingu fyrir andstæðingnum. Það
er erfitt að spá en ég held að heima-
völlurinn vegi þungt. 2:1 fyrir Sel-
foss,“ segir Valdimar um viðureign
Selfyssinga og Hauka.
„Eg tel að það verði þjálfaranna
að klára þetta dæmi. Liðin eru
áþekk og það er aðeins spurning
um útfærslu hjá þjálfurunum þegar
-í leikinn er komið og viðbrögð leik-
manna á vellinum.
Styrkur Selfyssinga er sterk
vörn, að minnsta kosti helmingur-
inn af henni. Sigurður Sveinsson
er reyndar ágætur við að stöðva
skot en hann er ekki eins sterkur
maður á móti manni. Það verður
því fróðlegt að sjá hvernig til tekst
hjá Halldóri Ingólfssyni.
Selfoss er með besta markvarða-
dúettinn og það fleytir þeim langt.
Einar Þorvarðarson, sem nú er að
koma sér í form, og Gísli Felix eru
báðir snöggir að koma knettinum
í leik og því byggja þeir mikið á
hraðaupphlaupum auk þess sem
þeir eru með góðar skyttur.
Lið þeirra er sambland af reynd-
um köppum og ungum strákum.
Þeir gömlu vita hvernig tilfinning
það er að sigra og ungu strákarnir
hljóta að vera orðnir þyrstir í titií.
Þetta er besta blanda sem hægt er
að hafa í handbolta. Vandamálið
hjá þeim er að breiddin er ekki næg
og ef lykilleikmenn bregðast gætu
þeir lent í vandæðum. Þetta er
reyndar vandamál sem fiest lið eiga
við að etja.
Haukarnir eiga að geta gert bet-
ur en þeir hafa gert í vetur. Þeir
hafa þrjár góðar skyttur og ágæta
hornamenn og Jón Örn er lunkinn
línumaður en á erfitt uppdráttar
gegn sterkari liðum.
Petr Baumruk og Páll Ólafsson
eru báðir í góðri æfingu og það
hefur verið einkenni Páls undanfar-
in ár að hann leikur aldrei betur en
á vorin, í lok keppnistímabilsin^.
Það mun því mæða mikið á þeim
félögum enda eru þeir sterkir leik-
menn. Vörnin er ekki nægilega góð
og markvarslan hjá þeim í vetur
hefur verið of gloppótt."
Sterkir heimavellir og KA-
menn sigra því þeir eiga tvo
leiki heima
„Þetta verður fyrst og fremst
leikur þar sem vellirnir skipta máli.
Bæði lið eru með góða heimavelli
og þar sem KA á tvo heimaleiki
vinna þeir 2:1,“ segir Valdimar um
leik nyrsta liðsins, KA, og þess
syðsta, ÍBV.
„Það má segja að KA byiji með
8:4 því heimavöllurinn gefur fjögur
mörk. KA er með einn besta heima-
völlinn í deildinni og allir þekkja
heimavöll ÍBV, sem er geysilega
mikilvægur liðinu.
í KA þekkja fæstir hvað það er
að vinna en þó eru nokkrir leikmenn
sem hafa fundið þefinn af titli, en
það hefur ekki skilað sér inn í liðið.
Þó hefur leikur liðsins breyst síðari
hluta móts og er nú betri en áður.
Erlingur Kristjánsson hefur verið
að koma til og er nú mjög sterkur.
Stefán Kristjánsson hefur hins veg-
ar ekki nýst sem skyldi fyrir utan
en hefur komið ágætlega út í horn-
inu og svo er það auðvitað Alfreð.
Vandamálið í vetur hefur verið
markvarslan. KA hefur þokkalega
góða breidd og leikmenn eru há-
vaxnir þannig að vömin á að geta
verið sterk.
Aðall Eyjamanna er markvarsla
Sigmars Þrastar ÓskArsson, sem
hefur verið mjög sterkur í vetur og
ég er viss um að þeir gætu komist
langt á henni. Vestmanneyingar eru
þekktir fyrir góðan varparleik og
gífurlega stemmningu sem þeir ná
upp. Breiddin er höfuðverkur þeirra
og leikir ráðast gjarnan á hvernig
leik lykilmennirnir ná hveiju sinni.
Aðrir leikmenn hafa þó sýnt að
þeir geta leikið vel.
LEIKIRIMIR
Lið verður að sigra í tveimur leikjum
til að komast áfram, því er ekki víst
að til þriðja leiks komi.
PH - Stjarnan
Kaplakriki, mánud. 13. apríl kl. 20.30
Garðabær, miðvikud. 15. apríl kl. 20
Kaplakriki, mánud. 20. apríl kl. 20.30
Víkingur - Fram
Víkin, mánudagur 13. apríl kl. 20
Höllin, miðvikudagur 15. apríl kl. 20.15
Víkin, laugardagur 18. apríl kl. 16.30
Selfoss - Haukar
Selfoss, mánudaginn 13. apríl kl. 20
Strandgata, miðvikud. 15. apríl kl. 20
Selfoss, laugard. 18. apríl kl. 16.30
KA - ÍBV
KA-hús, mánudaginn 13. april kl. 20
Eyjar, miðvikudaginn. 15. apríl kl. 20
KA-hús, laugard. 18. apríl kl. 16.30
Morgunblaðið/Einar Falur
Vörnin í lagi
Vörn KA er hávaxin og ekki árennileg. Úrslitin í leikjum liðanna í úrslitakeppn-
inni eiga örugglega eftir að ráðast af því hvernig liðunum tekst upp í vörn-
inni. Markvarslan mun einnig hafa mikið að segja, ekki síst hvað varðar hraða-
upphlaupin en mörg liðanna leggja ineiri áherslu á sóknina en vörnina.
/ / /
LOÐAUTHLUTUN I GARÐABÆ
Um er að ræöa raðhús við Draumahæð. Bent er á að enn eru lausar
einbýlishúsalóðir til úthlutunar annars staðar í hverfinu.
Allar upplýsingar um byggingar- og skipulagsmála ásamt
umsóknareyðublöðum liggja frammi á bæjarskrifstofum
Garðabæjar, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg.
Umsóknarfrestur er til 1 .maí 1992.
Skipulagsarkitekt er Ingimundur Sveinsson
GARÐABÆR
Gott úrval hljóðfæra
fermingartilboði t.d.
REYKJ AVÍKUR
Laugavegi 96 - Sími: 600935
MosVibvJfn V
peaoNeY1
Verb oí>e\ns
SKÍFAH: BOGAKT