Morgunblaðið - 15.04.1992, Side 49
Þetta loforð var um tíma skriflegt
en engu að síður var það svikið og
innheimtur héldu áfram af fullum
krafti. Eftir mánaðarþóf þar sem
innheimtumennirnir létust fúsir til
samninga varð þ'óst að ekki næðust
samningar, þar sem gagnkröfur
innheimtumannanna jafngiltu í
raun fjárkúgun í ljósi stöðunnar.
Þegar ijóst var að ékki gengi að
semja við innheimtumennina um
framsal krafnanna samdi stjórn
Þjóðlífs ítarlega greinargerð um
málið og sendi öllum bæjarfógetum
og sýslumönnum sem og Borgar-
dómi Reykjavíkur. í bréfinu var
varað við innheimtumönnunum og
á það bent að þeir störfuðu í óþökk
Þjóðlífs við innheimtu krafna-sem
ekki ættu sér stoð í raunveruleikan-
um. Bréfinu var síðan fylgt eftir
með símtölum við öll embættin þar
sem málið var frekar skýrt. Sam-
hliða bréfi þessi var framferði inn-
heimtumannanna kært til Lög-
mannafélags íslands og farið fram
á liðsinni þess í að stöðva fram-
göngu þeirra. Lögmannafélagið
taldi málið ekki heyra undir starf-
semi sína og vísaði því frá sér.
Þegar hér var komið sögu höfðu
okkur borist í hendur gögn sem
sýndu að innheimtumennirnir höfðu
ofan á allt annað falsað undirritun
framkvæmdastjóra Þjóðlífs undir
nýjan kaupsamning og lagt hann
fram sem réttargagn í dómsmálum.
Fölsun þessi var þegar í stað kærð
til Rannsóknarlögreglunnar og far-
ið fram á rannsókn málsins. Enn í
dag hefur ekkert borið á viðleitni
lögreglunnar til að fylgja málinu
eftir og hefur krafan um rannsókn
legið þar óhreyfð í um sex mánuði.
Öllum bæjarfógetum og sýslumönn-
um var tilkynnt um fölsunina og
kæru Þjóðlífs á henni. Það hafði
þau áhrif að sýslumenn hættu að
taka mál innheimtumannanna fyrir
og tókst því að stöðva frekari dóma
á saklaust fólk. En því miður virð-
ast fógetaembættin enn í dag vinna
athugasemdalaust fyrir innheimtu-
mennina. Á þessu ári hefur lögmað-
ur Þjóðlífs með formlegum hætti
rift samningnum og komið var að
stefnum ( málunum þegar Þjóðlíf
hf. þraut örendið og var endanlega
lýst gjaldþrota, ekki síst vegna
þessa máls. Þar með missum við
málið úr okkar höndum en fyrrum
stjórnarmenn Þjóðlífs hafa þegar
farið fram á leyfi bústjóra til að
halda málarekstri á hendur inn-
heimtumönnum áfram á eigin
kostnað. Enn hefur ekki verið veitt
svar við þeirri málaleitan okkar.
Bitur reynsla - Gallað
réttarkerfi
Nú er Ijóst að íjöldi einstaklinga
um allt land hefur hlotið af máli
þessu mikinn skaða, bæði fjárhags-
legan og tilfinningalegan. Þjóðlíf
hf. er gjaldþrota vegna þessa máls
og fyrrum hluthafar þess sitja per-
sónulega uppi með margra milljóna
króna skuldbindingar. Allt hefur
þetta átt sér stað þrátt fyrir að allra
leiða hafi verið leitað til að stöðva
málið þegar ljóst var hvert stefndi,
Hagsmunasamtök lögmanna reynd-
ust ráðalaus, lögreglan reyndist
gagnslaus og fógetavaldið brást
oftar en ekki því hlutverki sínu að
upplýsa þolendurna um þau úrræði
sem þeim gáfust og unnu sum hver
þess í stað í einu og öllu með inn-
heimtumönnunum. Getuléysi þeirra
stofnana sem verja eiga almenning
fyrir átroðningi glæpamanna hefur
því opinberað sig í þessu máli og
það skilur eftir sig ótal spurningar
um raunverulegan tilgang þess, Það
ætti að vera dómsmálaráðherra og
lögmönnum þessa lands ærið um-
liugsunarefni hvernig bregðast eigi
við til að endurvinna traust almenn-
ings á þessum stofnunum. Við sem
stóðum upphaflega að sölu krafn-
anna gerum okkur fulla grein fyrir
okkar ábyrgð og þeim mistökum
sem salan var. Við munum freista
þess að reka málið áfram í réttar-
kerfinu en ítrekum þá skoðun okkar
að málið sé allt með þeim hætti að
hið opinbera ætti að grípa í taum-
ana, stöðva aðgerðir fyrirtækisins
Innheimtur og ráðgjöf hf. og hefja
opinbera rannsókn á starfsemi þess.
HRANNAR ARNARSSON
KRISTINN KARLSSON
1 l"!’i / 1;’ |. :.( 1 K-ll /í 4|j/ ( |j(\! !; . i ! I
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992
—■—r~
49
VELVAKANDI
BLOMASALUR
LYKLAKIPPA
Lykiakippa með húslykli og
póstkassalykli fannst við Ból-
staðarhlíð fyrir skömmu. Lítill
skór er áfastur við kippuná.
Upplýsingar í síma 31053.
VESKI
Brúnt veski með smellu tapaðist
fimmtudaginn 9. apríl á bíla-
stæðinu við Kringluna. Finnandi
er vinsainlegast beðinn að koma
því til öryggisvarða í Kringlunni
eða til lögreglunnar eða hringi
í heimasíma 92-12953.
TASKA
Dökkblá strátaska tapaðist í
Þórskaffi 28. mars. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 672827 eða síma 682703.
Fundarlaun.
KETTIR
Gulbröndóttur köttur með
hvíta bringu er í óskilum. Upp-
lýsingar í síma 75160 og 72261
eða í Kattholti.
Kettlingar fást gefins. Upp-
lýsingar í síma 682489.
Köttur tapaðist við Gunnars-
braut á sunnudag, er til heimil-
is í Bólstaðarhlíð 7. Vinsamleg-
ast hringið í heimasíma 28116
eða vinnusíma 685060 ef kisa
hefur komið fram.
Fimm gullfallegir kettlingar
fást gefins. Upplýsingar í síma
652472.
HRINGUR
Lítill gullhringur tapaðist á
fimmtudag, sennilega í grennd
við Hagabúðina eða við Lækjar-
götu. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 14588.
Opið öll kvöld um páskahátíðina
- fyrir þig
Borðapantanir í síma 22321
FLUGLEIÐIR
HÓTEL LOFTLEIÐIR
- þegar matarilmurinn liggur í loftinu
\__________________________)
Trúarhópar
Fvá Guðna Thorarensen:
Við skulum líta aðeins á eitt
stærsta trúarsamfélag heims.
Nefnilega kaþólsku kirkjuna. Þeirra
trú hefur einkennst svolítið í gegn-
um árin að kaupa sjálfan sig lausan
með það sem kallast syndaaflausn
en það er A venjulegu máli að kaupa
sig lausan undan einhverri synd
sem þeir hafa drýgt. Þetta er nú
að mestu ef ekki öllu horfið Bem
betur fer en þá hefur bara annað
komið I staðinn, t.d. blessun Martu
meyjar og að fara með sömu bæn
margoft, á sama tíma eru færðar
kúlur til og frá sem eru á bandi.
_En hvað segir Bibltan við þessu?
„Ég er vegurinn, sannleikurinn og
ltfið," sagði Jesús eitt sinn. Jóh.
14.6. Hann sagði einnig: „Ég er
dyrnar.“ Jóh 10.9. Einkennilegt er
að á þessum tveimur textum er
ekki minnst einu orði á Martu móð-
ur Jesú. Kannski vegna þess að
Biblían talar um að hinir látnu séu
sofandi og munu verða það uns
hann kemur aftur samanber yfir-
ferð mína um þjóðkirkjuna. Til eru
einnig líkneski af allskonar dýrling-
um sem uppi hafa verið og beðið
er til þeirra um hvað eina sem lujá-
ir kaþólska menn.
Megum við samkvæmt heilagri
ritningu biðja til dýrlinga og til alls-
konar mynda og stytta? í Jes, 44.
9.-11. og III Mós 26.1. er greini-
legt að allt slíkt er bannað og hveij-
ir sem sltkt gjöra munu til skamm-
ar verða.
Þeir mega þó eiga það að þeir
bera hvað mesta virðingu fyrir sinni
trú og kirkju. Þeir hneigja sig og
signa fyrir hveija einustu messu
Ófriðar-
ástand
Frá Vilhjálmi Alfivðssyni:
Það vekur ugg hjá mörgum á
Vesturlöndum hve tyrknesk yfir-
völd láta ófriðlega gagnvart Kúrd-
um t Norður-írak og Armenum.
Báðar þessar stðarnefndu þjóðir
haifa þurft að þola ótrúlegustu raun-
ir af hálfu tyrkneskra yfirvalda ára-
tugum sarnan.
Annað hvort gera tyrknesk yfir-
völd upp við sig að virða rétt þess-
ara tveggja þjóða eða taka afleið-
ingunum. Það væri synd að það
land, sem Kamel Ataturk faðir
Tyrklands nútímans stofnaði, yrði
lagt í rúst, Enginn er óhultur t þess-
um heimi t dag. Tyrkir ættu þegar
að hverfa frá þeim stöðum í Evrópu
sem tilheyra Grikklandi og Búlgar-
(u.
VILHJÁLMUR ALFREÐSSON,
Efstasundi 76, Reykjavík.
bæði fyrir og eftir. Kirkjan hefur
verið með um alllangt skeið klaust-
ur bæði fyrir konur og karla. Bibl-
ían bannar ekki þessi hús beint en
þau koma í veg fyrir að kristniboðs-
skipunin fái að ryóta sín þannig að
allir menn fái að heyra fagnaðar-
boðskapinn og taki þá trú sem þeir
kjósa sér. Matt 28. 18.-20. Páfinn
hefur tnikið vald innan kirkjunnar
og það sem hann segir er bæði rétt
og satt. Stangist það stðan á við
það sem ritningin segir hefur páfínn
rétt fyrir sér en ekki Biblían.
Þannig væri eins og í fyrstu
kynningu lengi hægt að halda
áfram. En slíkt er ekki við hæfi því
ekki er það ætlun mín hér að dæma
einn eða neinn heldur að fólk fái
örlitla innsýn t það sem þessir hóp-
ar segja og trúa og hvað Biblían
segir um sama efni.
GUÐNI THORARENSEN,
Melsíðu 6d, Akureyri.
LEIÐRÉTTING AR
Svartfugl á
frönsku
í Morgunblaðinu 12. aprtl s.l. á 6,
bls, birtist frétt um að Svartfugl
Gunnars GunnarBsonar sé nýkominn
út á frönsku og þetta sé fyrsta verk
höfundarins sem kæmi út á því máli,
Það er ekki rétt.
Fjallkirkjan I-III (Lék ég mér þá
að stráum, Skip heiðríkjunnar og
Nótt og draumur) kom út á frönsku
1942-1944 og Svartfugl 1947. Þetta
er því 2, útgáfa Svartfugls í Frakk-
landi,
í fréttinni er þýðandi sagður vera
Jacqueline Delia en það er ekki held-
ur rétt. Þýðandinn er sá sami og
1947, J. Dorende, en þýðingin er
endurskoðuð af Gérard Lemarquis
og Maríu Gunnarsdóttur.
Rangur bókartitill
f GREININNl „Blábleikar kýr“ sl.
sunnudag var ranglega farið með
nafn á bók Alberts Jóhannssonar,
Hún heitir „Handbók tslenskra hesta-
manna. Knapinn á hestbaki er kóng-
ur um stund“.
Ártal misritaðist
í myndatexta á miðopnu blaðsins
! gær þar sem talað var um hvar
fundir bæjar- og borgarstjórnar
hefðu verið haldnir f gegnum ttðina,
misritaðist ártai. Hið rétta er að
fundir bæjarstjórnar voru haldnir t
kaupþingssalnum á efstu hæð Eim-
skipafélagshússins við Pósthússtræti
frá 1932 til 1958.
Einnig láðist að geta þess (mynda-
texta að fundir bæjar- og borgar*
stjómar voru haldnir að Skúlatúni 2
á árabilinu 1968 til 1992.
FRÖNSKU
LAMPARNIR
FALLEG HÖNNUN
MARGAR GERÐIR
le öauphin
FRANCE
HEKLA
LAUQAVEQ1174
S 695600/695550