Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 12
i L 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 HEFEKKERT SAMVISKUBIT Kristinn Sigmundsson í viðtali um Mattheusarpassíuna, íslenskt og erlent tónlistarlíf, vinnu við erlend óperuhús og fleira „ÞAÐ ER voða gaman að koma heim og syngja með gömlum félögum. Það er verst að þetta er svo stuttur tími að það verður alltaf dálítið stress," sagði Kristinn Sigmundsson, óperusöngvarij sem kom heim frá Þýskalandi til þess að syngja hlutverk Krists í Mattheusarpassíunni eftir Jóhann Sebastian Bach. Passían verður flutt í Langholtskirkju í dag, skírdag, föstudaginn langa og á laugardaginn. Mikið einval alið sameinast í flutningi passíunnar; Kór Langholtskirkju, kór Kórskóla kirkjunnar og Kammersveit Langholtskirkju. Söngvarar eru auk Kristins; Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópr- an, Björk Jónsdóttir, alt, Michael Goldthorpe, tenór og Berg- þór Pálsson, bassi. Júlíana Elín Kjartansdóttir er konsert- meistari en stjórnandi er Jón Stefánsson. Það hittist svo vel á að tuttugu mínútum áður en Jón hringdi í mig var mér tilkynnt að tónleikar sem ég átti að syngja á í Amsterdam um páskana féllu niður og ég greip því boð Jóns fegins hendi," sagði Kristinn um aðdraganda þess að hann er hingað kominn. Auk hlutverks Krists syngur Kristinn þrjár bassaaríur „en hlutverk Krists er svo óskaplega fallegt að það eitt hefði verið næg ástæða til þess að koma heim." En Mattheusarpassían ...? „Hún er mikið stórvirki, stór- kostleg tónlist. Einhvern tímann hefur þessu stykki verið líkt við stóra dómkirkju eins og þær gerast stærstar í erlendum stór- borgum; passían er risavaxin að byggingu en hvar sem maður lít- ur á er verkið nostursamlega unnið og maður er endalaust að heyra nýja hluti í hvert einasta skipti sem maður hlustar á þetta verk. Þetta er reyndar það af verkum Bachs sem ég hef sungið hvað minnst. Hún er nú kannski ekki flutt eins oft og hin verkin meðal annars vegna þess jwersu mikið stórvirki hún er. Ég hef oft sungið Jóhannesarpassíuna og hún er líka mjög magnað verk en allt, allt öðruvísi en þessi." Sterk saga Maðurverður nánast fyrir trú- arupplifun þegar maður hlustar á þessa passíu. „Já, maður verður fyrir áhrif- um, það er satt. Þarna er verið að segja píslarsöguna eins og hún kemur fyrir í Mattheusarguð- spjalli og hvort sem maður er trúaður eða ekki þá verkar þessi saga mjög sterkt á mann. Kannski vegna þess að þetta er saga sem alltaf er að gerast en líka auðvitað vegnaþess að Krist- ur er mjög áhrifamikil persóna. Þegar ég kynntist Jóhannesar- passíunni fyrst þá varð það í rauninni til þess að ég fór að velta fyrir mér þessari sögu. Maður hafði auðvitað heyrt hana og lesið í barnaskóla en án þess ' kannski að það sæti mjög mikið eftir af henni í manni. En þegar ég fór að velta Jóhannesarpassí- unni, og það er eins með þessa, fyrir mér þá fór þessi saga að leita mjög sterkt á mig. Þessi saga er svo myndræn að það væri hægt að gera yið hana kvikmynd þar sem tónlistin ein væri bakgrunnurinn og allt annað þögult. Þetta verk hefur líka orðið mörgum innblásturs- efni, til dæmis setti balletinn við ríkisóperuna í Hamborg upp fyrir stuttu nútímaballet við Matt- heusarpassíuna." Þetta er mjög talandi verk? „Já, afskaplega talandi verk og það er að hluta til eins og ópera þar sem Kristur og Pílatus talast við og eins Kristur og Júd- as. Það er mjög áhrifamikil lýsing á síðustu kvöldmáltíðinni. Já, þetta er bara drama eins og það gerist best." Þú hefur verið í Þýskalandi? „Já, ég hef verið þrjú ár í Wiesbaden við óperuna þar. Ég var fastráðinn fyrstu tvö árin en hef verið á hlutasamning síðasta ár og frá og með næsta ári verð ég sennilega eingöngu lausamað- ur. Þá fer ég út um allt, hingað og þangað og syng, reyndar hef ég verið mikið á flakki á þessu ári. Ég hef verið á ferðinni milli Wiesbaden, Dresden, Hamborg, Amsterdam og Paris, svo eitt- hvað sé nefnt. Héðan fer ég svo eftir helgina til Barcelona." Hvernig líkar þér þessi laus'a- mennska? „Það hefur sína kosti og galla. Gallinn er auðvitað sá að maður er mikið í burtu frá fjölskyldunni en kosturínn er hins vegar sá að maður ferðast mikið og sér staði sem maður sæi ekki annars. Þetta er líka betur launað og við- fangsefnin eru miklu fjölbreytt- ari. Hins vegar sakna ég vina minna og samstarfsmanna í Wiesbaden því þar á ég mikið af góðunrfélögum en það er ekki bæði haldið og sleppt." Söngurinn - dýrt áhugamál Manni finnst stundum örla á samviskubiti hjá söngvurum sem hasla sér völl erlendis? „Já, gagnvart íslandi - það hef égallsekki. Égvarnúreynd- ar búinn að reyna það að starfa hér sem söngvari eingöngu. Það gekk nú ekki, það er ekki hægt að framfleyta fjölskyldu þannig og það er ekkert atvinnuöryggi. Það er litið á þetta sem áhuga- starf og ánægjan á að vera næg laun, allt að því. Ég var búinn að lýsa því yfir að ef þetta breytt- ist ekki þá myndi ég fara til út- landa. Innra með mér var ég búinn að ákveða það líka að ef mér tækist ekki að komast að erlendis þá myndi ég líklega hætta vegna þess að þetta var bara dýrt áhugamál. Þetta er auðvitað eins á öðrum sviðum - þjóðin missir þá sem hafa möguleika annars staðar. Erlendis er betur búið að tónlist- arstarfsemi en hér en auðvitað vilja allir vera hér heima og ef þessi mál væru í betra horfi þá myndi ég fyrstur manna vilja syngja hér heima. En þrátt fyrir þessi lélegu kjör og lélegan að- búnað stenst það sem er gert hérna fyllilega samjöfnuð við það sem er gert erlendis. Gallinn er bara sá að hér þarf fólk að hafa meira fyrir því og það endist ekki eins lengi. Erlendis eru menn syngjandi fram eftir öllum aldri, hér hætta menn eftir nokk- ur ár, gefast upp eða fara eitt- hvert annað." Engin teikn á lofti um breyt- ingar? „Nei, ég sé það nú ekki en það er óskaplega gaman að vita til þess hvað það er mikil gróska í tónlistarlífinu núna. Það er svo mikið af nýju fólki að koma fram, það þarf bara að styðja við bakið á því. Ég sé ekki fram á það ef ytri aðstæður breytast ekki að þetta fólk fari ekki sömu leiðina og aðrir á undan. Það er svo gíf- urlega mikil vinna sem felst í því að helga sig tónlistinni að það er í raun ekki forsvaranlegt að ætl- ast til þess að fólk leggi þessa vinnu af mörkum fyrir lítil sem engin laun." Tónlistin hér og þar Kom þér eitthvað á óvart þeg- ar þú fórst utan? „Það sem kom mér kannski á óvart var hvað gæðamunurinn á því sem að gert er hér og erlend- is er í rauninni lítíll. Það er að vísu meiri breidd í raddtýpum, einungis vegna þess að það eru fleiri söngvarar og það þýðir að hlutverkin eru réttar skipuð en hér. í Wiesbaden eru þetta 20-30 fastráðnir söngvarar og þess ut- an eru oft fengnir gestir í.sýning- arnar. Hins vegar er tónlistarleg- ur árangur ekki endilega mikið meiri en hér. Það er margt sem ræður því; sýningar eru settar upp á stuttum tíma og það þekk- ist jafnvel að æfa fleiri en eina óperu á sama tíma enda eru flutt- ar 20-25 óperur á hverju ári." Var erfitt að koma þarna inn? „Nei, mér fannst það ekki. Ég fékk reyndar strax mitt óskahlut- verk, Don Giovanni, og kannski varð það nú til þess að ég átti mjög greiða leið inn í húsið og mér var tekið mjög vel af mínum samstarfsfélögum." Hvernig er að flakka svona um og koma inn í ný og ný óperu- hús? „Það er náttúrlega allt miklu ópersónulegra, ég tala nú ekki um ef maður kemur inn sem gestur í forföllum. Þá mætir maður bara á staðinn og ræðir við aðstoðarleikstjóra og hann sýnir manni svona nokkurn veg- inn hvar maður á að ganga á sviðinu. Við þessar aðstæður kynnist maður náttúrlega eng- um. Þetta er svolítið eins • og í strætó, maður sér þetta fólk eitt augnablik.og síðan er það farið. Þetta á jafnvel við þegar maður er að koma á staði og vinna þar í viku eða hálfan mánuð. Þannig að þetta er að sumu leyti ein- manalegt en það á ágætlega við mig. Mér finnst ágætt að vera einn öðru hvoru, ég þarf líka á næði að halda til þess að geta einbeitt mér." Ofdekraður á íslandi Ertu kominn eins langt og þig dreymdi um? „Mig hefur reyndar aldrei dreymt eitt eða neitt nema að stunda þetta sem atvinnu og hitt kemur af sjálfu sér. Auðvitað Morgunblaðið/Júlíus Kristinn Sigmundsson; „... maður verður svona eins og ungfrú ísland og klökknar." reyni ég að gera hlutina eins og vel og ég get og ná sem mestum áhrifum gagnvart áheyrendum. Ég er óskaplega þakklátur áheyr- endum mínum og það yljar þegar þeir taka manni 'vel. Eg er nú orðinn svolítið ofdekraður hér á íslandi því það hefur alltaf verið tekið vel á móti mér hér en mér fannst það ekki endilega sjálfgef- ið að það væri gert erlendis. Það gengur hins vegar ágætlega þar einnig og til dæmis söng ég í Rotterdam fyrir tveim mánuðum með Fílharmóníuhljómsveitinni. Tónleikarnir voru haldnir í þrjú skipti fyrir fullum sal af fólki en salurinn tekur 2.600 manns og í hvert skipti eftir að ég hafði sungið stóð fólk upp og klappaði standandi. Ég er ekki að segja þetta til að monta mig en svona móttökur eru mér mjög mikils virði; vita að það er tekið mark á manni. Það er kannski það sem mig dreymdi um. Það hvort eða hvenær ég syng á Scala eða Metropolitan, eða hvort það er skrifað vel eða illa um mig er mér miklu minna virði en svona viðbrögð; maður verður svona eins og ungfrú ísland og klökkn- ar." Umræða um tónlist hér á landi... „Nú er ég kannski ekki rétti maðurinn til að dæma um það. Eg hef• ekki fylgst með þessari umræðu neitt að ráði síðan ég fór utan en stundum les maður nú skringilega hluti í gagnrýni í blöðunum og hún er pínulítið öðruvísi en maður sér annars staðar og þáð er kannski meira til þess að hafa gaman af en hitt. íslendingar eru mjög vel upplýst- ir að öllu leyti og það gildir einn- ig um tónlist og það megum við eiga að menningarumfjöllun í fjölmiðlum er mjög mikil miðað við erlendis. Það má stundum deila um innihaldið en það er auðvitað smekksatriði. Yfirhöfuð getum við verið stolt af íslensku menningarlífi. íslendingar "hafa alltaf haft minnimáttarkennd gagnvart öðrum þjóðum. Það er að sumu leyti hvatning fyrir okk- ur að gera hlutina en það er líka óhollt því stundum trúir þjóðin ekki á sitt listafölk og hefur kannski grun um að þetta sé ein- hver annars flokks list en stað- reyndin er sú að það sem ég hef séð erlendis er ekkert betra en hér. Ég vona bara að við höldum áfram að hafa trú á sjálfum okk- ur og gera hlutina jafn vel og hingað til, helst betur og reyna að búa betur í haginn fyrir ís- lenskt tónlistarlíf. Þar getum við lært af ýmsum þjóðum svo sem Finnum og Hollendingum." íslenska minnimáttarkenndin og peningamálin Er þetta með peningamálin fyrirsláttur að þínu mati? „Þetta er auðyitað spurning um forgangsröð. Ég hef sagt það einhvern tímann áður að við erum alltaf fyrstir til að setja peninga í hluti þar sem um er að ræða keppni í að vera bestir og hægt er að mæla árangurinn eins og í skák, handbolta eða brids. Ég held að þetta sé hluti af íslensku minnimáttarkenndinni, við erum alltaf að streða við það að vera bestir í öllu en það verður helst að vera í samkeppni þar sem hægt er að segja ákveðið „þessi er bestur". En þegar um er að ræða list þar sem engin keppni á sér beinlínis stað heldur bara einhver uppbygging sem þar að auki er mjög óáþreifanleg og skilar engum arði - þar halda menn að sér höndunum. Þess vegna er svo erfitt að koma pen- ingum í tónlist á íslandi. For- gangsverkefnið er þetta að sanna sig á alþjóðavettvangi og það gera menn hvér fyrir sig. Líkt og ég og aðrir sem fara til út- landa og standa við hlið erlendra starfsbræðra og sanna sig fyrir sjálfum sér og þjóðinni. En eftir að maður er farinn út þarf þjóðin ekkert að borga. Það er nú líka stundum litið á þá sem eru í klassískri tónlist sem nokkurs konar sértrúarflokk, svona áhugamannaklúbb líkt og frímerkjasafnara þar sem menn lifa bara í áhuga á verkefninu og eiga ekki skilið mikið meiri laun heldur en ánægjuna." gþg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.