Morgunblaðið - 19.05.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992
5
Bátasmíði í Víetnam:
Miklir möguleik-
ar fyrir Islendinga
- segir forstjóri Mótunar hf.
REGIN Grímsson, forstjóri Mótunar hf., sem framleiðir Gáskabáta,
er nýkominn úr ferð til Víetnams. Þangað fór hann í boði þarlendra
stjórnvalda sem áhuga hafa á samstarfi um smíði þessara báta í
landinu. Regin segir að í Víetnam séu miklir möguleikar í boði fyr-
ir Islendinga og íslensk fyrirtæki sem framleiða vörur til útgerða.
Víetnamar þurfi að byggja upp sjávarútveg sinn svo til frá grunni
og spurning sé hvort Islendingar eigi ekki að vera þeir fyrstu sem
koma þeim til aðstoðar við það verkefni.
Regin Grímsson fór til Hanoi 5.
maí sl. til viðræðna við stjórnvöld
en Mótun hf. kemur til greina sem
samstarfsaðili Víetnama við upp-
setningu á smábátaverksmiðju. Yrði
það verkefni unnið í samvinnu við
Sameinuðu _ þjóðirnar og Alþjóða-
bankann. „Ég tel að íslendingar eigi
fullt erindi inn á þennan markað
enda má segja að Víetnamar séu svo
gott sem á bronsaldarstiginu í út-
gerðarmálum," segir Reginn. „Við
hjá Mótun höfum hugsað okkur að
senda þangað tvo Gáskabáta á til-
raunaveiðar þar sem notuð yrði ís-
lensk veiðiþekking. Ég er nú að
hafa samband við önnur íslensk fyr-
irtæki um samstarf."
í máli Regins kemur fram að
Mótun fer nú í sambandi við ríkisrek-
ið útgerðarfyrirtæki í Víetnam sem
hefur sjálfstæðan fjárhag. Verið er
að ganga frá samstarfssamningi við
það fyrirtæki. „Það kom fram í heim-
sókn minni til landsins að þarlend
stjórnvöld telja Gáskabáta góðan
kost. Hins vegar er ekki bara að
Víetnama skorti góða smábáta held-
ur nánast allt annað eins og stærri
skip og allskyns veiðarfærabúnað
og þar gætu önnur íslensk fyrirtæki
komið inn í myndina," segir Regin.
„Ég er að hafa samband við hugsan-
lega samstarfsaðila hér innanlands
og reikna með að halda fund með
þeim bráðlega um málið.“
>
Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson
Mikill ís í Jökulsárlóni
í föstudagsveðrinu eftir páskana fór sandrifið sem
hafði um nokkurn tíma lokað Jökulsárlóni við Breiða-
merkursand. Nú er flóð og fjara í Jökulsárlóni og
mikill ís þar á floti eins og svo oft um þetta leyti.
Öskugeirar frá gömlum eldgosum teygja sig niður
að lóninu því jökullinn skilar öllu sem í hann fer. Á
myndinni má sjá að verið er að prufukeyra hjólabát
fyrir ferðamannavertíðina.
- Vilhjálmur.
NÝR OG
GLÆSILEGUR
MITSUBISHI
>
Stálu bíl sem
var í gangi
BIL, sem skilinn var eftir í gangi
á mótum Rauðarárstígs og Grett-
isgötu meðan ökumaðurinn hugð-
ist bregða sér frá í skamma stund
á föstudagskvöld, var stolið og
fannst um fimm tímum síðar eftir
að hafa komið við sögu í tveimur
umferðaróhöppum. Þjófurinn
komst undan.
Um tveimur tímum eftir bílþjófn-
aðinn var tilkynnt til lögreglunnar
að hinum eftirlýsta bíl hefði verið
ekið utan í annan við Gerðuberg og
síðan í burtu. Klukkan fjögur um
nóttina hafði þessum bíl svo verið
ekið utan í ljósastaur á Bæjarhálsi
og af staðnum. Skömmu síðar fann
lögregla bílinn stórskemmdan og
mannlausan í Bleikjukvísl og var
ekki vitað hverjir þarna höfðu verið
að verki.
----*—*—•----
Tveir á nær
150 km hraða
TVEIR ökumenn voru sviptir öku-
leyfi í Borgarnesi um helgina.
Þeir mældust á 145 og 147 km
hraða, annar undir Hafnarfjalli
en hinn á Hvalfjarðarströnd.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi var mikið um hraðakstur í Borg-
arfirði um helgina og margir kærðir
eftir að hafa mælst á of miklum
hraða.
----» ♦ ♦----
Henti steini
í barnarúm
> Meira innirými > Betri hljóðeinangrun > Aukinn öryggisbúnaður >
> Aflmiklir hreyflar með rafstýrðri fjölinnsprautun > Styrktarbitar í hurðum >
> Aukin þægindi > Enn betri aksturseiginleikar >
DÆMIÐ SJÁLF
AÐ LOKNUM REYNSLUAKSTRI
Verð frá kr. 897.600
STEINN, sem hent var inn um
rúðu íbúðar við Njálsgötu, hafn-
aði við fætur 6 mánaða gamals
barns, sem lá sofandi í rúmi sínu.
Atvikið átti sér stað laust eftir
miðnætti aðfaranótt laugardags og
var ókunnur maður þar að verki.
Rúðan brotnaði og lágu glerbrot a
víð og dreif um herbergið en barnið
sakaði ekki.
HVARFAKÚTUR
MINNI MENGUN
>
A IHl
hekla
MITSUBISHI LM)GAVEGIV74
MOTORS SÍMI695500
>