Morgunblaðið - 19.05.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.05.1992, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 23 Hátækniiðnaður á íslandi III: Forsendur aukinnar fjöl breytni eru traustar eftir Pál Theodórsson íslenskt atvinnulíf hefur þörf fyr- ir meiri fjölbreytni. Nútíma atvinnu- líf byggir í vaxandi mæli á þekk- ingu. Forsendur aukinnar fjöl- breytni eru traustar því á hverju ári snúa hundruð ungra karla og kvenna frá löngu' námi og vinnu erlendis. En er þessi auðlind virkj- uð? A Islandi þessa unga fólks er að jafnaði ekki gróinn iðnaður. Samtal mitt við ungan íslenskan hugvitsmann, rafmagnsverkfræð- ing sem vill nú snúa heim, lýsir þessu. Ég held hér áfram að rekja viðræður okkar. Hann vill fullþróa og framleiða á íslandi tæki sem hann hefur fundið upp. Hann hafði helst bundið vonir við að fá stuðning frá Rannsókna- sjóði Rannsóknaráðs ríkisins, en markmið sjóðsins er að styrkja nytjarannsóknir sem geta eflt ís- lenskt atvinnulíf. Kunningi minn hafði talið líklegt að þessi sjóður hefði verið efldur töluvert, nú þegar svo brýn þörf er fyrir meiri ijöl- breytni í íslensku atvinnulífi. Svo reyndist þó ekki. Þvert á móti, framlag til sjóðsins hefur lækkað nokkuð frá síðasta ári. - En þetta eru samt liðlega 100 milljónir króna, kannski get ég fengið stuðning frá sjóðnum.“ - Hvað þarftu mikið til að full- hanna tækið?“ - Ég þarf að hafa góðan raf- mangsverkfræðing með mér og við getum lokið verkinu á tæpum tveimur árum. Tækin sem þarf við þróunarstarfið eru ekki dýr, við þurfum tvær góðar tölvur, hugbún- að og ýmis fylgitæki. Hann gaf mér síðan mat sitt á heildarkostnaðinum. Mér fannst það nokkuð varlega metið og tók að spyija hann nokkurra spurninga. — Jú þetta er kannski of lágt metið, sagði hann. Eftir að hafa skoðað betur áætl- un hans og rætt hana varð niður- staða okkar að þróunarkostnaður- inn yrði um 16 milljónir króna, en síðan þyrfti að reikna með um fimm milljónum króna þriðja árið við að undirbúa framleiðslu og sölu. Ef vel gengi með megináfangann yrði Páll Theodórsson „Forsendur aukinnar fjölbreytni eru traustar því á hverju ári snúa hundruð ungra karla og kvenna frá löngu námi og vinnu erlendis. En er þessi auðlind virkjuð?“ kannski ekki erfitt að útvega síð- ustu fimm milljónirnar. - Hvaða möguleika hef ég á að fá þessar 16 milljónir króna frá Rannsóknasjóði, spurði hugvits- maðurinn. Ég varð að svara í fullri hrein- skilni að það gæti hann varla feng- ið. Sjóðurinn krefðist undartekn- ingalítið mótframlags sem ekki mætti vera minna en það sem sjóð- urinn veitti. Og jafnvel þótt hann gæti tryggt mótframlag, fjórar milljónir á ári í tvö ár, nei, sjóður- inn mundi varla veita svo stóran styrk í eitt verkefni af þessu tagi. Lán ætti ég víst frekar að segja því þetta fé á eðlilega að endur- greiða, gangi verkefnið vel. - En verkefni mitt er engan veg- inn stórt, mótmæiti viðmælandi Varst |jú í Fríkirkjunni? Á undanförnum árum hefur fjöldi safnaðarfélaga fallið af skrá vegna búferlaflutninga, skv. gömlum stjórnvaldsregl- um. Þessum reglum hefur nú verið breytt þannig að nú getur fólk verið í Fríkirkjusöfnuðinum hvar sem það býr. Hvaé meé þig? Nánari upplýsingar í síma 27270 í dag kl. 10-13. Fríkirkjan í Reykjavík. minn, þetta væri talið lítið og ódýrt verkefni í því umhverfi sem ég vinn í. Þetta er fráleitt. Ég varð að viðurkenna að þetta væri rétt hjá honum, en Rannsókna- sjóður, Vísindasjóður og trúlega ýmsir fleiri svipaðir sjóðir eiga erf- itt með að neita mörgum um stuðn- ing og reyna því frekar að hafa fleiri en smærri styrki. - Ég ætti þá kannski frekar að dreifa þessu á fjögur ár, spurði hugvitsmaðurinn með nokkurri óþolinmæði. - Já, það mundi trúlega auka möguleika þína á að fá stuðning frá sjóðnum, svar'aði ég. - En þá væri verkefni mitt senni- lega dauðadæmt, ég má ekki missa tvö ár. Auk þess verð ég að fá með mér mann sem þekkir vel til hug- búnaðar þar sem mig vantar reynslu. í heild mundi þetta kosta sjóðinn sömu heildarupphæð. Hugvitsmaðurinn sagði mér nú að stórt íslenskt fyrirtæki, sem flyt- ur inn ýmsar vélar og tæki, hefði boðið sér vel launaða stöðu sölu- stjóra. - Ég ætti kannski bara að taka þessu boði. Eða að vinna að þróun tækisins erlendis, sagði hinn ungi hugvitsmaður. Þessari sögu er ekki enn lokið, hún verður rakin frekar í næstu grein. Höfundur er eölisfræðingur og starfar við Raunvísindastofnun Háskólans. UTIHURÐJR • Vandaöar útihuröir úr furu, oregon pine og mahóní tilbúnar til uppsetningar. Þeim fylgir karmur, lamir, skrá, húnar og þéttilistar. • Viö sérsmíöum einnig hurðir og glugga eftir þínum óskum. Gerum föst tilboö í alla smíöi. • Góöir greiösluskilmálar. Áratuga reynsla í huröa- og gluggasmíði. B.0. RAMMI viö Reykjanesbraut í Hafnarfirði - Símar 54444 og 654444 TIME MANAGER - NÁMSKEIÐ I FYRSTA SINN Á ÍSLENSKU TÍMASTJÓRNUN, MARKMIÐASETNING, FORGANGS VERKEFNI, MANNLEG SAMSKIPTI OG AUKNAR HUGMYNDIR. Stjórnunarfi 2 Hauku\ TMi Haukur Haraldsson Upplýsingar í síma 621066 Stjórnunarfélag íslands FRÆ og áburður í hentugum umbúðum RAÐGJOF SERFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GROÐURRÆKT VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 4321 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.