Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C 129. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Hungursneyð að skella á í Sarajevo Belgrad, Washington, Zagreb, London. Reuter, The Daily Telegraph. HERSVEITIR Serba héldu í gær áfram stórskotaárásum á Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Herzegovínu, og götubardagar blossuðu upp í borginni. Bandaríska utanríkisráðuneytið skýrði frá því að hungurs- neyð væri að skella á í borginni vegna tveggja mánaða umsáturs Serba. I ráði er að utanríkisráðherrar samtaka 45 múslimaríkja ræði möguleikann á hernaðaríhlutun í Bosníu á fundi í Tyrklandi í næstu viku. Hlé var á árásunum á Sarajevo í fyrrinótt eftir að sveitir múslima og Króata hófu fyrstu gagnsókn sína gegn árásarsveitum Serba. Lík lágu eins og hráviði á götunum eft- ir bardagana og óstaðfestar fregnir herma að tugir hafi fallið í valinn og rúmlega 350 særst. „Sarajevo er óþekkjanleg," sagði einn íbúa höfuðborgarinnar. „Við lifum eins og rottur í kjöllurum.“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða áætlun um að senda um 1.100 hermenn á vett- vang til að hafa eftirlit með flugvell- inum í Sarajevo til að tryggja að hægt yrði að koma matvælum til borgarbúa. Flugvöllurinn er nú á valdi Serba. Í áætluninni er þó gert ráð fyrir að varanlegt vopnahlé komist á áður en hermennirnir verða sendir til borgarinnar en ólík- Úkraína: Mannskætt legt er talið að bardögunum linni í bráð. Embættismaður í bandaríska ut- anríkisráðuneytinu sagði að margir íbúa Sarajevo, sem eru um 300.000, væru að deyja hægum dauðdaga vegna matarskorts. „Flestir verða að láta sér nægja hveiti og netlur,“ sagði hann. I Tyrklandi er nú rætt um að senda sveit íslamskra sjálfboðaliða til aðstoðar trúbræðrum sínum í Bosníu. Nokkur múslimaríki, svo sem Líbýa og Iran, beita sér nú fyrir því að sendar verði hersveitir til aðstoðar bosnískum múslimum, sem litið er á sem píslarvotta í nýju samsæri gegn íslam. Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að þetta mál yrði rætt á fundi Samtaka múslimaríkja í næstu viku. Mate Granic, aðstoðarforsætis- ráðherra Króatíu, sagði í gær að hartnær tvær milljónir manna hefðu flúið frá fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu. Reuter Æft fyrir setningu Evrópukeppninnar Úrslitamót Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu hefst í Svíþjóð í dag með leik Svíþjóðar og Frakk- lands, sem verður sýndur í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu klukkan 18.15. Á myndinni æfa sænsk- ar stúlkur boltakast fyrir setningu mótsins. Sjá umfjöllun um Evrópukeppnina á bls. B3. Þingkosningarnar í Tékkóslóvakíu: Havel segir að hægt sé að afstýra upplausn landsins ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgnnbiaðsins. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, og Vaclav Klaus, formaður Lýðræðisflokksins (ODS), ræða við blaðamenn í gær. námuslys London. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 38 námu- menn biðu bana í gassprengingu í kolanámu í austurhluta Úkraínu í gær. 18 manna til viðbótar var saknað í gærkvöldi og 27 voru á sjúkra- húsi eftir sprenginguna. Rússneska fréttastofan Itar-Tass sagði að kviknað hefði í kolaryki í námunni og kolmónoxíð hefði borist um loftræstikerfið um öll göng námunnar. Tillögur um einkavæðingu landhelgisgæslunnar eru til at- hugunar í sjávarútvegsráðuneyt- inu en talið er að hún geti sparað því allt að 620 milljónir ÍSK á ári. Á árinu 1986 var eftirlit úr lofti einkavætt og þykir það hafa gefíst mjög vel. Árið 1379 voru herskip fyrst notuð til að veija ensk fískiskip fyrir sjóræningjum en Elísabet I kom á eiginlegu eftirliti 1575. Fyrstu varðskipadeildina stofnaði hins vegar Karl I árið 1636. í fyrra stöðvuðu varðskipin 137 skip innan bresku fiskveiðilög- VACLAV Havel, forseti Tékkó- slóvakíu, sagði eftir fund með sögunnar og þau áttu mestan hlut að málshöfðunum vegna ólöglegra veiða. Talsmenn hersins segjast ótt- ast, að auk þess sem hundruð manna muni missa atvinnuna, muni eftirlit með vopnasmygli til IRA, Írska lýðveldishersins, öðru smygli og ólöglegum innflytjend- um minnka stórlega. Frakkar, Þjóðveijar, Hollendingar og fleiri þjóðir hafa herskip við landhelgis- gæsluna og nokkur uggur er um að landhelgisbijótar muni bera minni virðingu fyrir einkareknu gæslunni en hernum. I Vaclav Klaus, formanni Lýðræð- I isflokksins (ODS), í gær að upp- lausn sambandsríkisins Tékkó- slóvakíu væri ekki endilega óum- flýjanleg. Klaus mun eiga fund á morgun, fimmtudag, með Vladim- ir Meciar, leiðtoga Hreyfingar fyrir lýðræðislegri Slóvakíu (HZDL), sem vann stórsigur í þingkosningunum í Slóvakíu um helgina. Þeir áttu sex stunda fund á mánudag og Klaus sagði eftir hann að sambandsríkið ætti enga framtíð fyrir sér og framhaldsvið- ræður þeirra myndu snúast um upplausn sambandsríkisins en ekki framtíð þess. Havel fól Klaus að hefja stjórnarmyndunarvið- ræður á sunnudag eftir sigur ODS í þingkosningunum í Bæheimi og Mæri um helginá. Stefna ODS var skýr í kosninga- baráttunni. Klaus sagði þá að hann kærði sig hvorki um „þriðju leiðina" í efnahagsmálum, utanríkismálum né í sambandi Slóvakíu og tékkneska hluta sambandsríkisins Tékkóslóvak- íu. Flokkur hans hlaut þriðjung at- kvæða í Bæheimi og Mæri. En hreyf- ing Meciars, sem boðaði breytt sam- band við tékkneska hlutann og hæg- ari efnahagsumbætur en Klaus hefur komið á, fékk þriðjung atkvæða í Slóvakíu. Klaus sagði eftir fundinn með Meciar að skoðanamunur þeirra væri verulegur, Meciar vildi alþjóðlega viðurkenningu á fullveldi Slóvakíu en hann sjálfur treysta bönd sam- bandsríkisins. Meciar lagði til á fundinum með Klaus að Slóvakía og tékkneski hlutinn mynduðu með sér viðskipta- og varnarbandalag en að öðru leyti fara hvort sína leið, sam- kvæmt útvarpsfréttum. Slóvakar voru á móti tillögu Havels um þjóðar- atkvæðagreiðslu um framtíð Tékkó- slóvakíu í fyrra en Meciar er nú sagð- ur reiðubúinn að fallast á hana svo framarlega sem Havel gefur ekki kost á sér sem forseti. Framtíð Havels í forsetastóli er fullkomlega óljós. Meciar sagði strax eftir að niðurstöður þingkosninganna lágu fyrir að hann myndi segja þing- mönnum flokksins í sambandsþing- inu að greiða atkvæði gegn Havel í forsetakosningunum sem á að halda í þinginu í byijun júlí. Flokkur Klaus styður hins vegar Havel og stórum meirihluta Tékka finnst ekki annað koma til greina en Havel verði áfram leiðtogi þjóðarinnar. Meciar mun vera reiðubúinn að styðja einhvern annan Tékka í forsetastól, bara ekki Havel sem honum fínnst ekki hafa sýnt Slóvökum og efnahagserfiðleik- um þeirra nægan skilning. Sjá „Tékkar kjósa ...“ á bls. 28. Bretland: Verður landhelgis- gæslan einkavædd? London. The Daily Telegraph. BÚIST er við, að breska landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyt- ið ákveði á næstunni að einkavæða landhelgisgæsluna við Bret- land. Yrði þar með lokið þeirri 600 ára gömlu hefð að sjóherinn hafi það starf með höndum en það hefur hann gert allt frá árinu 1379.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.