Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 9 Fáksfélagar athugið Almennur félagsfundur verður haldinn mánudaginn 15. júní kl. 20.30. Fundarefni: Nýr félagsbúningur. Fákur. Vib ávöxtum peningana þína á inefoan þú nýtir tíma þinn í annab Hjá Þjónustumiöstöb ríkisverðbréfa starfa sérfræbingar í ávöxtun sparifjár meb ríkisverbbréfum og veita þér jafnframt trausta fjármálaþjónustu sem felst m.a. í vörslu og umsýslu ríkisverbbréfa. Þú þarft ekki ab eyba dýrmætum tíma þínum í ab fylgjast meb hvaba ávöxtunarleibir séu bestar, hvenær ab innlausn líbur o.s.frv. - vib gerum þab fyrir þig: • Við geymum fyrir þig ríkisverbbréfin í öruggum geymsium • Við látum þig vita þegar líður ab innlausn og veitum þér faglega ráðgjöf um næstu skref • Þú færð yfirlit um eign þína í ríkisverðbréfum um hver áramót • Við seljum fyrir þig spariskírteini með lágmarkskostnaði • Með þátttöku okkar í Verðbréfaþinginu getur þú tekið þátt í tilboðum um kaup á spariskírteinum Góð stjórnun felst í því að dreifa verkefnum til trausts fagfólks. Láttu sérfræðingana hjá Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa hafa umsjón með ávöxtun sparifjár þíns. Á meðan getur þú sinnt þínu starfi og áhugamálum. þJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-62 60 40 og Kringlunni, sími 91-68 97 97 Tungufossar stjórnarand- stöðunnar Geir Haarde (S-Rvk) segir í grein í DV síðast- liðinn fimmtudag, sem hefur að yfirskrift: Þing- sköp, ræðuhöld og fylgis- hrun: „Á nýafstöðnu þingi töluðu stjómarþingmenn (þingmeirihhitinn) 31% ræðutímans en stjómar- andstöðuþingmenn (minnihlutinn) í 69%. Á fyrsta þingi síðustu ríkis- stjórnar, veturinn 1988-89, töluðu þing- menn þáverandi stjóm- arflokka hins vegar 43% ræðutímans en þing- menn stjórnarandstöðu 57%. Þótti stjómarand- staðan á þeim tima þó býsna málglöð! Allir sjá að hér hefur orðið ger- breyting á og stjómar- andstæðingar að vem- legu leyti lagt undir sig ræðustól Alþingis. Við þetta bætist síðan að umræðutími á Alþingi hefur lengst til muna eft- ir að þinginu var breytt í eina málstofu, þvert ofan í spár flestra. Heild- arræðutími nú var 687 klukkustundir og þar af fóm 150 tímar í umræð- ur utan dagskrár og um þingsköp. Til saman- burðar var heildarræðu- timi á þinginu 1988-89 samtals 544 tímar ... Þingmenn stjóniar- andstöðunnar töluðu samtals í 475 af áður- nefndum 687 tímum.“ Maraþonmál- þóf í beinni útsendingn Síðan segir Geir: „Þar af töluðu Alþýðu- bandalagsmemi í 220 klukkustundir, þótt þeir séu aðeins þriðjungur stjórnarandstöðunnai’. Þingmenn Alþýðubanda- Iagsins, 9 talsins, notuðu einnig 43% þess ræðu- tíma sem fór í umræður um gæzlu þingskapa. Að tala af sér fylgið! Geir Haarde, alþingismaður, segir í grein í DV, að tvær staðreyndir haldist í hend- ur að því er Alþýðubandalagið varðar: 1) að þingmenn þess (9 af 63) hafi h'afi talað samtals í 220 klukkustundir (af 687 töluðum tímum) á síðasta þingi, 2) og að það sé eini stjórnarandstöðuflokkur- inn sem hríðlagt hafi af í skoðanakönnun- um frá því á sl. hausti, það er úr 20% þá í 13,9% í síðustu viku. Talaði hver að meðaltali í nær íímmfalt lengri tíma en hinir þingmenn- imir 54. Átti formaður flokksins þar drjúgan hlut að máli ... Er furða þótt fylgið hrynji af stjómarandstöðuflokki sem þannig misnotar málfrelsið á Alþingi?“ Síðan víkur Geir í gi-ein sinni að því að fjöldi góðra þingmála dagi uppi, nái ekki þing- legri umfjöllun og af- greiðslu, vegna málþófs. Orðrétt: „Ástæðan fyrir því er alveg skýr í ljósi upplýs- inganna hér að ofan. Hún er fyrst og fremst linnu- lítil ræðuliöld stjómar- andstöðunnar, einkum Alþýðubanchilagsins, um þingmál sem á dagskrá komust, auk langra um- ræðna utan dagskrár og um gæzlu þingskapa. Fleiri mál komust ein- faldlega ekki að. Breytingin i eina mál- stofu hefur að mínum dómi tekizt vel að flestu leyti. Það hefur sýnt sig að ótakmarkaður ræðu- tími einstakra þing- manna og takmarkaður fundartími á þingfund- um fer ekki saman svo vel sé. Á því þarf að ráða bót.“ Geir segir í grein sinni að skýringin á því, hvers vegna Alþýðubandalag- inu, sem jafnan rær und- ir meðal óánægjuafla í þjóðfélaginu, hafi ekki tekizt að nýta sér stjóm- arandstöðu á erfiðleika- tímum, sem krafizt hafi samdráttar í rikisbú- skapnum og aðgerða sem ekki vom sársauka- lausar, til fylgisauka, eins og td. Framsóknar- fiokkurinn, sé eflaust margþætt. Gildur þáttur hemiar sé efalítdð sá að landsmenn hafi getað fylgzt með „þingfundum í beinni útsendingu Sýn- ar siðustu vikur þing- haldsins og hygg ég að þar sé nærtækasta skýr- ingin á fylgishruni Al- þýðubandalagsins. Fram- ganga nokkurra Alþýðu- bandalagsmanna, eink- um formanns flokksins, síðustu daga þingsins, var með þeim hætti að flestum sem á horfðu hefur áreiðanlega blö- skrað“. Kreppurfyrr ognú Úr leiðara Alþýðublaðs- ins sl. fimmtudag: „Munurinn er hins vegar sá, að kreppa fjórða áratugarins var alheimskreppa; hörm- ungar sem komu að utan. Kreppan í dag er lands- kreppa ... efnahagur er- lendra ríkja, m.a. í Evr- ópu, er blómlegur í kjöl- far aukinnar samvimiu og minnkandi verzlunar- hafta milli Ianda ... Gífurlegt verðfall á sjávarafurðum og sölu- tregða á erlendum mörk- uðum lagði undirstöðuat- vinnuveg okkar í rúst [upp úr 1930] og kreppan lagðist yfir ísland ... Rík- isstjóm Ásgeirs Ásgeii's- sonar, sem tók við völd- um 1932, brást rétt við kreppunni með því að draga saman seglin og stórminnka ríkisúlgjöld ... gengi íslenzku krón- unnar var ekki rýrt með fjárfestingarþenslu Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar, sem tók við 1943, tók hins vegar skakkan pól í hæðina, reyrði niður atvinnulífið og stóijók ríkisútgjöld; kreppan hafði fætt af sér fyrstu haftastjómina. Einokun, pólitísk spilling, minnkandi þjóðartekjur og minni hagvöxtur áttu eftir að einkenna stjóm landsins og þjóðarbúið uns viðreisnarstjómin tók við völdum í lok sjötta áratugarins og höftunum létti.“ 8,8% ávöxtun Góð langtímafjárfesting Fastir vextir Verðtrygging SKULDABRÉF GLITNIS Skuldabréf Glitnis eru verðtryggð skuldabréf sem bera 8,8% fasta vexti og eru fáanleg til 2 - 4 ára. A tímum lækkandi vaxta getur einmitt verið gott að tryggja sér fasta vexti og því eru Glitnisbréf mjög góður kostur til langtímafjárfestingar. Bréfin eru gefin út af eignar- leigufyrirtækinu Glitni hf., sem er dótturfyrirtæki Islandsbanka hf. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um skulda- bréf Glitnis, svo sem gjalddaga og einingar. Verið velkomin í VIB. m Metsölublad á hverjum degi! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.