Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 ‘t ■ < © M/DVIKUDAGf Börn meðlagsgreiðenda ódýrustu börn á Islandi eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Hinn 28. maí sl. birtist jjrein í Morgunblaðinu eftir Asthildi Sveinsdóttur undir fyrirsögninni: „Eru börn einstæðra foreldra ein- getin á íslandi?" í greininni er rétti- lega á |>að bent að upphæð með- lags á Islandi er úr öllu samræmi við þann kostnað sem fylgir fram- færslu bams. Ef það væri notað sem viðmiðun, væri börnum ein- stæðra foreldra greinilega ætlað að að lifa langt undir fátæktar- mörkum. Greinin endar á þeim orð- um að það væri „afskaplega ánægjulegt ef þingmenn gerðu minna af því að eyða tíma hátt- virts Alþingis í innbyrðis karp og beittu í staðinn kröftum sínum til að gera lagabreytingar er stuðluðu að því að einstæðum foreldrum yrði kleift að sjá börnum sínum farborða á mannsæmandi hátt.“ Um leið og ég tek heilshugar undir þessi orð og þakka greinar- höfundi fyrir góða og tímabæra grein vil ég bekja athygli hennar og annarra á frumvarpi frá Kvennalistanum sem hefur það beinlínis að markmiði að auka hlut- deild meðlagsgreiðenda í fram- færslu bama sinna. Þetta frumvarp hefur verið flutt i tvígang, nú síð- ast á nýafstöðnu þingi, en í bæði skiptin hafa þingkonur Kvennalist- ans talað fyrir daufum eyrum. Barnalífeyrir og meðlag í frumvarpinu er gert ráð fyrir að kostnaður við framfærslu barns verði metinn af nefnd sem í eigi sæti fimm fulltrúar sem séu til- nefndir af tryggingaráðherra, dómsmálaráðherra, tryggingaráði, Félagi einstæðra foreldra og Hag- stofu íslands. Þessi nefnd geri síðan tillögu til. ráðherra um upphæð bamalífeyris og má hann ekki nema lægri upphæð en sem nemur helmingi af kostnaði við fram- færslu barns. Ástæðan fyrir því að farin er sú leið að hækka barnalífeyri Trygg- ingastofnunar er sú, að í barnalög- um er kveðið á um framfærslu- skyldu foreldra og þar segir að í meðlagsúrskurði megi „aldrei ákveða lægri meðlagsgreiðslu en barnalífeyri nemur, eins og hann er ákveðinn á hveijum tíma í lögum um almannatryggingar." Þrátt fyr- ir að þarna sé einungis kveðið á um lágmarksupphæð þá telst það til undantekninga að úrskurðað sé um hærra meðlag, nema þá tíma- bundið. Það er reyndar mál sem þarfnast sérstakrar skoðunar en sem ekki eru tök á að fara út í í þessari grein. Skv. 15. grein almannatrygging- alaga er barnalífeyrir greiddur með börnum yngri en 18 ára ef annað hvort foreldrið er látið eða er öror- kulífeyrisþegi. Ef þetta á við um bæði foreldri er greiddur tvöfaldur bamalífeyrir. Þá er barnalífeyrir greiddur með börnum sem ekki eru feðruð og í ákveðnum tilvikum með börnum ellilífeyrisþega og refsi- fanga. Barnalífeyrir er með öðrum orðum g;reiddur með börnum þegar annars eða beggja framfærenda nýtur ekki við eða þegar aðstæður framfærenda eru með þeim hætti að þeim er ekki unnt að uppfylla framfærsluskyldu sína. Síðast en ekki síst er barnalífeyrir svo notað- ur sem viðmiðun um meðlags- greiðslur, eins og fyrr segir. Kostnaður við framfærslu barns Af þessu má ljóst vera að barna- lífeyrir er framfærslueyrir barna og ætti því, ef allt væri með felldu, að taka mið af raunverulegum framfærslukostnaði þeirra. Því fer hins vegar víðs fjarri eins og sést best á því að meðlag er aðeins 7.425 kr. á mánuði. Við skulum skoða einfalt reikningsdæmi. Við skulum gefa okkur að for- sjáraðili bamsins leggi 7.425 kr. Armstrong KERFIS-LOFT Yfir 250 gerðir aí loftaplötum. CMC - upphengikerfi og lím. Leitið tilboða EINKAUMBOÐ TEPPABÚDIN B YGGIN G AVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 26. SÍMI 91-681950 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Ástæðan fyrir þessum tvískinnungi er einfald- lega sú að ríkið er sjálft stór meðlagsgreiðandi. Hagsmunir ríkisins og meðlagsgreiðandi feðra eru órjúfanlega samtvinnaðir í 15. grein almannatryggingalag- anna og 11. grein barn- alaganna og ríkið getur ekki hækkað meðlags- greiðslur feðranna nema með því að hækka barnalífeyrinn og þar með sín eigin útgjöld." til framfærslu þess, meðlag eða barnalífeyrir — eftir atvikum — nemi 7.425 kr., mæðralaun 4.653 kr. og barnabætur 7.970 kr. á mánuði ef barn er undir 7 ára aldri en 5.560 kr. ella. Að öllu saman- lögðu hefur barnið til framfærslu 27.473 kr. á mánuði ef það er und- ir 7 ára aldri en 25.063 kr. ef það er eldra. Ymsum kann að þykja þetta all nokkuð en það vantar engu að síður talsvert upp á að upphæðin nægi barni til fram- færslu. Könnun sem gerð var á vegum Félags einstæðra foreldra árið 1986 bendir til að framfærslu- kostnaður barns framreiknaður til dagsins í dag sé á bilinu 30-50 þúsund krónur á mánuði og fari hækkandi með hærri aldri. Það sem upp á vantar, miðað við ofan- greinda útreikninga, verður það foreldri sem fer með forsjána að leggja af mörkum, og í langflestum tilvikum er það móðirin. Ábyrgð meðalagsgreiðenda Ég leyfi mér að fullyrða að með- lagsgreiðendur hafi mun minni til- kostnað af börnum sínum en allir aðrir foreldar. Hverjir aðrir komast af með að greiða 7.425 kr. til uppi- halds barna sinna á mánuði? Ekki einstæðar mæður eða faðir eða móðir í sambúð! Foreldrar í sambúð sem vinna fulla vinnu utan heimilis þurfa að greiða um 25.000 kr. á mánuði fyrir það eitt að hafa bamið í dag- vistun hjá dagmóður. Og jafnvel þó að þeir greiddu aðeins fyrir 5 tíma vistun á leikskóla þá væru það 7.300 kr. á mánuði og þá er allt annað eftir. Þess má líka geta í þessu sambandi að meðalagið eða barnlífeyririnn hrekkur ekki einu sinni fyrir greiðslu dagvistargjalds sem nú er 8 600 kr. á mánuði fyr- ir einstæða 1 reldra. í ljósi þessa er heldur kaldhæðn- islegt að í alln umræðunni um að fólk misnoti velferðarkerfið með GARÐASTAL Á þök og veggi = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000 DAGURINN I HAFNARFIRÐI stendurfyrir Sjómannadagshófi í Súlnasal Hótel Sögu á Sjómannadaginn 14. júní. ■'v—-. Fordrykkur Veislukvöldverður Skemmtiatriði Landsliðið í spaugi teygir hláturstaugar gestanna Húsið opnað kl. 19.00 Að loknu borðhaldi kl. 23.00 hefst dansleikur með hinni vinsælu á hljómsveit Stefáns P. Verð á dansleik kr. 850.- - lofar góðul WORD 2*0 Ný, íslensk bók um Word 2.0 f. Windows eftir Brynjólf Þorvarðarson, tölvufræðing. Fæst í flestum bókabúðum. Sendum í póstkröfu. Sími 91-687590. Tölvuskóli Reykjavíkur. því að skrá sig utan sambúðar og notfæri sér þannig stuðning samfé- lagsins við einstæðar mæður skuli enginn hafa dregið inn þátt og ábyrgð hinna meðlagsskyldu feðra. Ef fjárhagsleg ábyrgð þeirra á af- kvæmum sínum væri meiri, en samfélagið létti henni ekki af þeim í því mæli sem nú tíðkast, liti dæm- ið kannski öðruvísi út. Melrakkar I forstofuherbergjum Ég hef heyrt því fleygt að mörg- um meðlagsgreiðendum þyki illa með sig farið og meðlgsgreiðslur hindri þá jafnvel í því að eignast nýja fjölskyldu. Þeir hafi hreiplega ekki efni á því. Guðmundur Ólafs- son, fulltrúi í nefnd þeirri sem fé- lagsmálaráðherra skipaði til að skoða stöðu karla, líkti meðlags- greiðandi karlmönnum við mel- rakka í nýlegu útvarpsviðtali. Sagði þá ekki hafa efni á öðru en að hýrast í forstofuherbergjum vegna þeirrar byrðar sem meðlagið væri þeim. Illt ef satt væri og leiðir óneitanlega hugann að því hvað kalla eigi mæðurnar sem bera hit- ann og þungann af framfærslu barnanna og hafa að auki minni möguleika á að afla sér tekna en melrakkarnir í forstofuherbergjun- um — þó að ekki væri vegna ann- ars en þess að þær eru konur. Ótal kannanir sýna líka að einstæðir foreldar eru almennt tekjulægri og búa við verri félagslegar aðstæður en aðrir hópar í þjóðfélaginu. Mér er auðvitað ljóst að lág- launamann munar um að greiða eitt, tvö eða þijú meðlög á mánuði en ég held að það sé óhætt að full- yrða að hann sé samt betur settur fjárhagslega en lágíaunamaðurinn sem fer með forræði og framfærslu barna sinna. Meðlagsskylda föð- urnum getur vissulega reynst erfitt að stofna fjölskyldu að nýju og eignast fleiri börn en þá vaknar sú spurning hvort við höfum ríkari skyldum að gegna við þau börn sem við höfum sett inn í þennan heim eða hin sem ófædd eru. Hagsmunir ríkisins Ég held að allt sanngjarnt fólk hljóti að viðurkenna að 7.425 kr. meðlag er hraksmánarlega lág upp- hæð sem nauðsynlegt er að hækka. Sú spurning vaknar því óneitanlega hvernig á því standi að ríkisvaldið haldi upphæð meðlags niðri en ráð- herrar hrósi sér engu að síður af því af og til að þeir vilji gera vel við einstæðar mæður? Þegar sá gállinn er á þeim leiðrétta þeir lítil- lega mæðralaunin og jafnvel barna- bótaaukann en láta meðlagið óáreitt. Ástæðan fyrir þessum tví- skinnungi er einfaldlega sú að ríkið er sjálft stór meðlagsgreiðandi. Hagsmunir ríkisins og meðlags- greiðandi feðra eru' óijúfanlega samtvinnaðir í 15. grein almanna- tryggingalaganna og 11. grein barnalaganna og ríkið getur ekki hækkað meðlagsgreiðslur feðranna nema því að hækka barnalífeyrinn og þar með sín eigin útgjöld. Þegar frumvarp Kvennalistans var lagt fram á Alþingi í vetur fékk það ekki ýkja mikinn hljómgrunn meðal þingmanna. Sjálfsagt var það að hluta til vegna þess að þeim óx í augum að leggja aukin útgjöld á láglaunamenn á tímum niður- skurðar og kjaraskerðinga. Það er skiljanlegt en auðvitað fer því víðs fjarri að allir meðlagsgreiðendur séu með lágar tekjur. Sú spuming hlýtur líka að vakna hvers láglaun- menn í sambúð og einstæðar mæð- ur eigi að gjalda? Það er aftur á móti full ástæða til að hafa áhyggjur af þeim að- stæðum sem launafólk á íslandi eru búnar til að ala upp börn og rækja foreldrahlutverk sitt og þeirri naumu aðstoð sem því er veitt í formi barnabóta og annars stuðn- ings frá ríkinu. Við þessu þarf að bregðast með almennum aðgerðum sem kæmu öllu láglaunafólki til góða — líka þeim sem greiða með- lag. Höfundur er þingkona Kvennalistans íHvykjavík. ► f I I » » » » » I I 1 í I > 1-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.