Morgunblaðið - 10.06.1992, Síða 28

Morgunblaðið - 10.06.1992, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JUNI 1992 Hjónaband bresku ríkisarfanna: Blöðín halda sínu striki þrátt fyrir mikla gagnrýni Lundúnum. Reuter. Daily Telegraph. BRESKIR fjölmiðlar hafa um fátt annað fjallað undanfarna daga en hjónaband Díönu prinsessu og Karls Bretaprins, sjálfsmorðstil- raunir Diönu og hugsanlegan skilnað þeirra hjóna. Bresku blöðin hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir óvandaðan fréttaflutning af málinu og rætt hefur verið um nauðsyn þess að herða kröfur til fjölmiðla með lagasetningu. í bresku blöðunum hafa birst útdrættir úr tveimur ævisögum sem eru að koma út um prinsess- una og í annarri þeirra, sem er eftir Andrew Morton, segir að hún hafi fimm sinnum reynt að stytta sér aldur síðan þau Karl voru gefin saman fyrir ellefu árum. I bókinni segir að í Díana hafí hún fleygt sér niður stiga, skorið sig á púls með rakvélarblaði, stungið í bijóst sér og læri með hnífí, kastað sér á glerskáp og skorið sig með sítrónuhnífi. Þessar til- raunir hafi verið örvæntingarfull hróp hennar á hjálp. í bókinni segir einnig að Díana þjáist af megrunarsjúkdómnum bulimia nervosa. Þeir, sem haldnir eru þessum sjúkdómi, svelta sig í megrunarskyni þangað til þeir verða nánast viðþolslausir af hungri. Þá háma þeir í sig mat en fá síðan samviskubit og neyða sjálfa sig til að kasta upp. í mörgum blöðum er Karli lýst sem kaldrifjuðum og tilfínninga- lausum, hann hafí jafnvel misst áhuga á konu sinni og umgangist aðrar konur æ meir. Er gömul vinkona Karls, Camilla Parker- Bowles, oft nefnd í því sambandi. Getum hefur verið leitt að því að Díana hafi haft samvinnu við Morton þegar bókin var skrifuð en talsmenn konungsfjölskyld- unnar segja slíkt vera fjarri sanni. Á mánudag hafði Daily Mirror það eftir Díönu að hún hefði ekki unnið með Morton en Daily Ex- press segist aftur á móti hafa sannanir fyrir því að hún hafí aðstoðað við samningu bókarinn- ar. í hinni umdeildu bók er vitnað f marga vini konungsfjölskyldunn- ar en á síðustu dögum hafa þeir komið fram hver af öðrum til að neita því að hafa brotið trúnað Díönu prinsessu. Þegar fjallað er um megrunarsjúkdóm Díönu í bókinni er vitnað til eins vinar hennar, Rorys Scotts. Hann segist hafa rætt við Morton um líf Díönu áður en hún giftist Karli en ekki Milljónir manna fylgdust með því í beinni útsendingu 9. júlí 1981 er Karl Bretaprins gekk að eiga Díönu Spencer. Fimm mánuðum síðar reyndi hún í fyrsta sinn að svipta sig lífi að sögn Andrews Mortons. Því er haldið fram að Karl sé enn með hugann við Camillu Parker-Bowles. gefíð honum neinar upplýsingar um hjónaband þeirra. Erkibiskupinn af Kantaraborg hefur ávítað breska fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun þeirra um konungsfjölskylduna. Hann segir vinnubrögð þeirra hafa verið sið- laus og í raun árás á einkalíf fjöl- skyldunnar. Nefnd, sem fjallar um siðareglur og vinnubrögð fjöl- miðla, tók í sama streng og í yfir- lýsingu frá henni segir að umfjöll- un margra blaða um konungsfjöl- skylduna síðustu daga hafi verið andstyggileg og sé langt frá því að vera réttlætanleg með tilliti til upplýsingarskyldu fjölmiðla. Þá hefur fréttaumfjöllun síðustu daga vakið upp umræður meðal breskra þingmanna um að þörf sé á að setja ný lög um fréttaflutn- ing til að vemda einkalíf fólks gegn óábyrgum blaðamönnum. Andrew Neil ritsjóri Sunday Tim- es hefur svarað þeim, sem hafa gagnrýnt blöðin hvað mest, og segir að umfjöllun um hjónaband verðandi konungshjóna hljóti að teljast réttmætt fréttaefni. Vegna ásakana um að heimildir blaðanna byggðu á veikum grunni birti rit- stjórinn yfirlýsingu frá 35 ára gömlum manni, James Gimbley, sem var kynntur sem fylgdar- sveinn Díönu fyrir hið konunglega brúðkaup árið 1981. í yfírlýsing- unni segir Gimbley að Díana hafí sagt sér frá umræddum sjálfs- vígstilraunum. Atburðir síðustu daga hafa leitt til mikilla umræðna í Bretlandi um framtíð konungíjölskyldunnar en ímynd hennar hefur beðið hnekki vegna þessa máls. John Major forsætisráðherra Bretlands sagði í gær, að hann teldi að kon- ungdæmið væri Bretum mikil- vægara en svo að þeir sneru baki við því vegna þessa máls. Tékkar kjósa til hægri en Slóvakar til vinstri Góður sigur Vaclavs Klaus kom á óvart Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. LÝÐRÆÐISFLOKKUR (ODS) Vaclavs Klaus, fjármálaráð- herra Tékkóslóvakíu, vann stærri sigur en reiknað var með í þingkosningunum í Bæheimi og Mæri í lok síðustu viku. Um þriðjungur kjósenda, tæp 34% í kosningunum til sambands- þingsins og rúm 29% í kosning- unum til tékkneska þingsins, studdi róttæka efnahagsumbót- astefnu hans og áframhaldandi sambandsríki tékknesku hlut- anna tveggja og Slóvakíu. Þriðjungur kjósenda í Slóvakíu greiddi hins vegar Hreyfingu fyrir lýðræðislegri Slóvakíu (HZKS), sem boðar hægari efnahagsumbætur með áfram- haldandi ríkisafskiptum og laust bandalag við tékknesku hlutana, atkvæði sitt. Hreyfing Vladimirs Meciars, leiðtoga HZKS, hlaut tæp 34% í sam- bandsþingskosningunum og 37% í kosningunum til slóvaska þingsins. Gamla kommúnistaflokknum gekk vel í báðum sambandslýð- veldunum. Flókkur lýðræðislegra vinstrisinna (SDL) í Slóvakíu og Vinstriblokkin í tékkneska hlutan- um hlutu rúm 14% hvor. Þjóðar- flokkurinn í Slóvakíu (SNS) hlaut rúm 9% atkvæða. Sósíaldemó- krataflokkur Alexanders Dubceks fékk aðeins menn kjörna í fulltrúa- deild sambandsþingsins og á slóv- aska þingið. Hann náði ekki 5% atkvæðum í kosningunum til öldungadeildarinnar en flokkar þurftu minnst 5% atkvæða til að koma mönnum á þing og kosningabandalög tveggja flokka 7%. Slóvaskir hægri flokkar og þeir sem börðust fyrir óbreyttu sam- bandsríki í Slóvakíu komu illa út úr kosningunum. Kristilegum demókrötum (KDH) varð ekki að ósk sinni um kraftaverk og stór- sigur heldur hlutu aðeins tæp 8% atkvæða í sambandsþingskosn- ingunum og tæp 10% á slóvaska þingið. Kosningabandalag ung- verska minnihlutans í Slóvakíu hlaut rúm 7%. Meciar sagði þegar úrslit lágu fyrir að hann myndi eiga samningaviðræður um stjórnar- myndun í Slóvakíu við SDL og SNS. Flokkarnir hafa nógu stóran meirihluta til að koma stjórnar- skrárbreytingum í gegnum þingið. Meciar sagði að þingið myndi Bretar vilja setja skorður við miðstjórnarvaldinu í Brussel London. The Daily Telegraph. Reuter. BRESKA sljórnin vill reyna að bjarga Maastricht-samkomulaginu eftir að danskir kjósendur felldu það með því að leggja til, að reist- ar verði skorður við „miðstýringartilhneigingum“ framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins, EB, í Brussel og forseta hennar, Jacques Delors. Allir irsku sljórnmálaflokkarnir hafa skorað á kjósendur að styðja Maastricht-samkomulagið í þjóðaratkvæða- greiðslunni í næstu viku og eru víst ekki önnur dæmi um slíkan einhug í pólitíkinni á írlandi. Breskir embættismenn sögðu á mánudag, að þegar Bretar tækju við forsæti í EB í byijun næsta mánaðar myndu þeir leggja fram tillögur um framkvæmd Maastric- ht-samkomulagsins þar sem áhersl- an yrði á valddreifíngu og tak- markanir við völdum framkvæmda- nefndarinnar. Þeir kváðust hins vegar ekkert vita hvernig tillögun- um yrði tekið í öðrum EB-ríkjum eðá hvort 'þær gætu greitt fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku. Breska stiómin vonast til, að tillögumar lægi nokkuð öld- urnar innan íhaldsflokksins og vax- andi andstöðu við Maastricht-sam- komulagið en Verkamannaflokkur- inn hefur hótað að koma í veg fyr- ir afgreiðslu þess á þingi geti stjóm- in ekki útskýrt hvert framhaldið verði. Fjármálaráðherrar EB-ríkjanna komu saman í Lúxembbrg á þriðju- dag til að ræða um fjárlagaáætlan- ir bandalagsins á fimm ára tímabil- inu 1992-97. Eru áætlanirnar mið- aðar við, að aðildarríkin verði áfram 12 og Maastricht-samkomulagið komi til framkvæmda. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu frá Jacques Delors er gert ráð fyrir, að tekjur EB aukist um þriðjung á næstu fimm ámm og á að nota helming aukningarinnar til að bæta lífskjör á írlandi, Spáni, Portúgal og Grikk- landi. Bretar og Þjóðveijar eru hins vegar andvígir mikilli útgjalda- aukningu og þykir ólíklegt, að and- staða þeirra minnki meðan óvissa ríkir um Maastricht. Fjórir helstu stjórnmálaflokkarn- ir á írlandi, tveir stjórnarflokkar og tveir stjórnarandstöðuflokkar, LIÐAST TEKKO-__ SLÓVAKÍA í SUNDUR? semja nýja stjómarskrá fyrir Sló- vakíu og lagði til að tékkneska þingið gerði hið sama fyrir sitt leyti og þá væri ekki lengur þörf á stjórnarskrá fyrir sambandsrík- ið. Fráfarandi sambandsþingi tókst ekki að semja nýja stjórnar- skrá eins og því var ætlað eftir kosningarnar 1990 og Meciar seg- ir sambandlýðveldunum heimilt að semja eigin stjórnarskrár sam- kvæmt gömlu stjórnarskránni frá 1968. Meciar hefur verið sakaður um það í kosningabaráttunni að segja eitt í dag og annað á morg- un um framtíð sambandsins við tékkneska hlutann. Talsmenn hans sögðu sem svo að stefna flokksins væri opin svo að það yrði hægt að semja um bandalag við Tékka ef vilji væri fyrir hendi. Þeir sögðust vilja eigin seðla- banka, utanríkisstefnu og forseta og Meciar hefur nú lagt til að út- varps- og sjónvarpsstöðvar sam- bandsríkisins verði lagðar niður. Borgarahreyfing (OH) Jiri Di- enstbiers utanríkisráðherra náði ekki kjöri á þing. Hún er leifamar af „mjúku hlið“ Borgaravett- vangsins sem myndaði stjórn eftir „flauelsbyltinguna" í nóvember 1989. Úrslit kosninganna sýna að Tékkar og Slóvakar tóku ákveðna og skorinorða stefnu fram yfir „skilningsríka" pólitík. Vinstriöfl eiga upp á pallborðið í Slóvakíu þar sem efnahagsvandinn er meiri en hægrihreyfingin er sterk í Bæheimi og Mæri. Kristilegir dem- ókratar (KDU) og Repúblikana- flokkurinn, með útlendingahatar- ann Miroslav Sladek í broddi fylk- ingar, fengu rúm 6% hvor eins og flokkur sósíaldemókrata og Bandalag fijálslyndra sósíalista í Bæheimi og Mæri. uskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um Maastricht-samkomulag- ið á fimmtudag í næstu viku og skora á landsmenn að samþykkja það. „Við höfum sameinast í þágu þjóðarinnar, þetta er einsdæmi í írskri stjórnmálasögu," sagði Albert Reynolds forsætisráðherra þegar hann kom af fundi með flokksleið- togunum en embættismenn EB segja, að felli írar samkomulagið verði því ekki bjargað við. í yfirlýs- ingu flokksleiðtoganna segir, að Maastricht-samkomulagið muni auka hagvöxt og atvinnu og jafna lífskjörin í aðildarríkjunum og efna- hags- og myntbandalagið verða til að lækka vexti og greiða þar með fyrir aukinni Qárfestingu. Gorbatsjov viðriðinn hryðjuverk? Róm. Reuter. MÍKHAÍL Poltoranín, upp- lýsingamálaráðherra Rúss- lands, segir, að Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum forseti Sovétríkjanna, hafi stutt al- þjóðleg hryðjuverk í forseta- tíð sinni. Kemur þetta fram í viðtali í ítalska blaðinu L’Unita en þar segir Poltoranín, að Gorbatsjov hafi sóað olíuauðnum sovéska í „Eþíópíu, Kambódíu, Nik- aragúa, Kúb, Afganistan. Við munum birta skjöl um Afgan- istan, sem vekja munu furðu“. Poltoranín segir, að forsetinn fyrrverandi hafí framlengt stríðið í Afganistan um fimm ár og á þeim tíma hafi hann „selt 200 tonn af gulli og ógrynni af demöntum og tæmt fjárhirslur ríkisins. Þessar upp- lýsingar eiga eftir að vekja hneykslan um allan heim“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.