Morgunblaðið - 10.06.1992, Síða 34

Morgunblaðið - 10.06.1992, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 Þórir Schiöth varð annar, en hann varð af sigri þegar bilaði í þessari þraut, en hann valdi Mudder- dekk í stað skófludekkja í mýrlendið. Torfæra á Hellu: Magiiús tók forystu í meistarakeppninni MAGNIJS Bergsson tók forystu í Islandsmeistarakeppninni í tor- færuakstri sérútbúinna jeppa með sigri í keppni Bilabúðar Benna og Oiís á Hellu á laugardaginn. Hann vann sinn flokk, en Guð- mundur Sigvaldason vann flokk standard-jeppa. _ Þrautimar í keppninni voru alltof margar í mótum og þrautir óvenjulegar að því leyti að þær buðu upp á fremur lítil tilþrif, en kröfðust þess meiri lagni í akstri og mörg dekk afmörkuðu aksturs- leiðimar enda hafði verið umkvört- unarefni keppenda að veltur væru ófærar með öllu oft og tíðum. Rign- ing setti svip á keppnishaldið, en vatnaakstur og akstur í mýrlendi gerði keppendur enn votari en ella. Keppni var jöfn í báðum flokkum, en tímabraut í lokin réð miklu um Magnús Bergsson vann í sérút- búna flokknum og hefur for- ystu í meistarakeppninni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Mót ofar skýjum. Árni Kópsson tók eitt af fáum flugum keppninn- ar, en hafði ekki erindi sem erfiði og komst ekki í verðlaunasæti og hefur ekki náð að vinna mót það sem af er árinu, en hann hefur titil að verja. úrslitin. Sem dæmi tapaði Þórir Schiöth sigurmöguleikum í sérút- búna flokknum, þegar óvenjulegur bíll hans bilaði í miðri þraut. Magn- ús Bergsson var vel að sigrinum kominn, ók yfirvegað að venju, sem skilaði sér í þrautunum að þessu sinni. Ámi Kópsson átti ekki góðan dag og komst ekki í verðlauna- sæti, þrátt fyrir góð tilþrif á köfl- um. í götubílaflokknum vann Guð- mundur Sigvaldason með rúmlega 100 stiga mun, Ragnar Skúlason varð annar og Þorsteinn Einarsson þriðji. Mikill ljöldi keppenda skráði sig til leiks og þurfti undankeppni til að fækka keppnistækjum í sérút- búna flokknum og sýnir þetta best stigvaxandi áhuga á þessari íþrótt, en mikil uppsveifla er í aksturs- íþróttum almennt. Bílkross er lang- vinsælast og horfur á stórum mót- um í rallakstri á komandi mánuð- um. Bílamarkaburinn '■'-w-rœr. Volvo 740 GL '85, rauður, 5 g.p ek. 98 þ. Mjög fallegur. V. 720 þús. stgr., sk. á ód. Honda Prelude EX ’87, topplúga, sjálfsk., vökvast., spoiler, ek. 68 þ. Fallegt eintak. V. 760 þús. stgr. MMC Pajero ’89, 5 g., vökvast., sportf., grind o.fl. ek. 49 þ. Toppeintak. V. 1320 þús. stgr. Renault 5 TR '90, rauöur, 5 g., ek. 25 þ. V. 550 þús. stgr. Peugout 205 junior '91, ek. 14þ., 2 dekkjag. o.fl. V. 550 þús. stgr. Range Rover 4 dyra '84, sjálfsk., ek. 96 þ. Fallegur jeppi. V. 1190 þús., sk. á ód. wrrrr Toyota Tercel Rv Special 4x4 ’88, hvítur, ek. 67 þ. V. 730 þús. stgr. Daihatsu Charade TS ’88, ek. 56 þ. Gott eintak. V. 430 þús. stgr. Mercury Cougar sport ’88, blár, sjálfsk., ek. 120 þ., rafrúður, krómfelgur, V6-2.8, eöalvagn. V. 830 þús., sk. á ód. Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 671800 Nú erfjör íbilaviðskiptum! Vantar á skrá og á staðinn allar gerðir af nýlegum bflum Undirbúningi sjálfvirks tilkynningaskyldukerfis skipa lokið: Uppsetning kostar um 100 millj. TALIÐ er að kostnaður hins opinbera við uppsetningu sjálfvirks tilkynn- ingarskyldubúnaðs, þ.e. landstöðva, fjarskiptastöðvar og eftirlitsstöðv- ar, verði rúmlega 100 milljónir kr. Kerfisverkfræðistofa Verkfræði- stofnunar Háskóla Islands hefur í samvinnu við Póst og síma gert ítar- lega athugun á tæknilegum og fjárhagslegum þáttum í uppsetningu slíks kerfis og er þeirri vinnu nú lokið. Hann gæti jafnframt tekið á móti upplýsingum frá landi, t.a.m. frá fiskmörkuðum. Þorgeir sagði að greinargerðin yrði send samgönguráðuneytinu í næstu viku og frekari framvinda þessa máls væri í höndum þess. Sjálf- ur taldi hann ekkert vera því til fyrir- stöðu að heijast handa síðla sumars eða næsta haust við uppsetningu kerfisins, allur undirbúningur hefði þegar farið fram. Útflutningur á tómötum og gúrkum til Færeyja Að sögn Þorgeirs Pálssonar, for- stöðumanns kerfisverkfræðistofunn- ar, er gert ráð fyrir einni fjarskiptat- ölvu á vegum Pósts og síma og kæmi sterklega til álita að hún yrði staðsett í Gufunesi. Slík móðurtölva, eða fjarskiptastjóri, stjómaði fjar- skiptum í gegnum fjórtán landstöðv- ar. Sérstök eftirlitsstöð yrði í bæki- stöðvum Tilkynningaskyldunnar og bærust öll gögn til hennar í gegnum fjarskiptastjórann. Þá væri gert ráð fyrir uppsetningu 14 smástöðva sem næðu til svæða sem erfitt yrði að ná til með öðrum hætti. Þorgeir sagði að ekki væri um mikla tæknivæðingu fyrir flotann að ræða. Tengja þyrfti litla tölvu við staðsetningartæki skipanna sem stjómaði fjarskiptunum, hvort sem það væru lóran-tæki eða GPS-kerfi, og kostnaður við það yrði um 200 þúsund kr. á hvert skip. Meginfjár- festingarkostnaðurinn lægi í land- kerfum Pósts og síma og samteng- ingum frá þeim inn til miðstöðvarinn- ar, eða fjarskiptastjórans. Tilkynningar munu berast frá skipunum um staðsetningu þeirra sjálfvirkt og ekki sjaldnar en á fímmtán mínútna fresti. Eftirlits- tölva í bækistöðvum Tilkynninga- skyldunnar gerir síðan starfsmanni þar viðvart ef eitthvað fer úrskeiðis. Þorgeir sagði að kerfíð byði upp á ýmsa aðra möguleika, eins og t.d. gagnasendingar. Flotinn gæti t.a.m. stundað sín bankaviðskipti í gegnum kerfið og unnt væri senda aflaupplýs- ingar frá flotanum stöðugt til lands. SÖLUFÉLAG garðyrkjumanna sendi nýlega nokkur hundruð kíló af gúrkum og tómötum á markað í Færeyjum með flugvél Flugleiða. Að sögn Kolbeins Ágústssonar, sölustjóra Sölu- félagsins, seldist allt grænmetið upp á skömmum tíma, en verðið sem fékkst var það sama og skráð verð hér á landi. Kolbeinn sagði að Færeyingar hefðu viljað fá smá tilraunasendingu af grænmeti. „Það hittist svo á með gúrkurnar að á sama tíma voru frétt- ir í Færeyjum um eitraðar gúrkur erlendis, þannig að öll sendingin seld- ist á örskömmum tíma. Hvort fram- hald verður á þessu fer eftir verðinu hér heima, en ef það hækkar hafa þeir væntanlega ekki mikinn áhuga, og við getum væntanlega ekki gert þétta nema þegar verðið er í lág- marki,“ sagði hann. UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 5.-9. júní. Aðfaranótt iaugardags kom holdvotur maður inn á miðborgar- stöð lögreglunnar. Sá hafði stokk- ið í höfnina, en þótti sjórinn kald- ur og ákvað því að fara í land aftur. Honum tókst að komast upp úr af eigin rammleik, en ástæða þótti til að flytja hann á slysá- deildina. í því er verið var að leggja af stað þangað sáu lögregl- umennirnir hvar ung stúlka tók á rás út úr símaklefanum við Tryggvagötu í átt að höfninni og virtist liggja mikið á. Skipti eng- um togum, stúlkan hijóp viðstöðu- laust fram af bakkanum og hafn- aði í sjónum. Lögreglumennirnir brugðut skjótt við, fískuðu stúlk- una upp úr sjónum og notuðu síð- an ferðina til þess að aka henni á slysadeildina því talsvert var af henni dregið. Á hvítasunnudag þurfti lög- reglan að loka 29 sölubúðum, myndbandaleigum og fleiri þess háttar stöðum. í 4. gr. samþykkt- ar um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík frá 15. nóvember 1990 segir m.a. að á hvítasunnudag skuli öllum sölustöðum lokað allan daginn. Þessu áttu margir versl- unareigendur erfitt með að una. Að kvöldi hvítasunnudags mældu lögregluþjónar í þjóðvega- eftirlitsbíi lögreglunnar bifhjól á 160 km/klst. hraða á Vestur- landsvegi á Hvalfjarðarströnd. Heldur dró í sundur með lögreglu- bílnum og bifhjólinu. Akstur bif- hjólsins var stöðvaður af lögreglu- mönnum í öðrum þjóðvegaeftir- litsbíl við Brynjudalsá. Ökumaður- inn var síðan fluttur á lögreglu- stöðina þar sem hann var sviptur ökuréttindum. Síðar um kvöldið var bíll mældur á 135 km hraða á Suðurlandsvegi nálægt borg- inni. Sá ökumaður var einnig sviptur ökuréttindum. Alls voru 63 ökumenn kærðir fyrir of hrað- an akstur í eða við borgina um helgina. Fáeinum ökumönnum lá mikið á að komast út úr borginni á föstudagskvöld. T.d. var einn þeirra stöðvaður á 140 km hraða á Vesturlandsvegi í Svínahrauni auk annarra á svipuðum hraða nálægt borgarmörkunum. Á sunnudagskvöld og um miðjan dag á mánudag lá þeim sörnu eða öðrum mikið á að komast til borg- arinnar aftur. Þá mældust þeir á allt að 146 km hraða á Vestur- landsvegi, en hraðinn var minni á Suðurlandsvegi, enda þéttari um- ferð þar á þeim tíma. Alls var tilkynnt um sex líkams- meiðingar til lögreglu um helgina. Aðfaranótt sunnudags voru tveir ungir menn handteknir í miðborg- inni eftir að hafa veist að þeim þriðja. Fyrirmyndina að þessari hegðun sinni sögðu þeir vera sjón- varpsmynd á annarri sjónvarps- stöðinni kvöldið áður. Skömmu eftir miðnætti á mánudag veitti vegfarandi at- hygli tveimur drengjum þar sem þeir voru að stela ljóskösturum af bílum á bílasölu við Borgartún. Drengirnir fóru á brott á bíl en vegfarandinn náði niður bílnúmer- inu. Hann hafði samband við lög- regluna, sem stöðvaði drengina á bílnum skömmu síðar. Þeir voru færðir á lögreglustöðina þar sem þeir viðurkenndu þjófnaðinn. Tilkynnt var um 19 innbrot og 16 þjófnaði um hátíðina. M.a. var brotist inn í fimm bíla á bílasölum um hátíðina. Óvenjumikið hefur verið um innbrot og þjófnaði und- anfarnar vikur. Allmargir hafa verið handteknir vegna þessara mála, en svo virðist sem gera þurfi skilvirkara ferlið afbrot, lög- regla, réttarkerfi, dómskerfi og viðurlagakefí, þ.e. að afbrota- mennirnir verði í flestum tilvikum gefin kostur á að taka út refsingu sína í beinu framhaldi af afbroti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.