Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 39
2G0I IwOi. .0r HUOAauxiycmvi QigAjaMUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992
39.
Aukín afköst
— lægri laun
eftir Sigurð T.
Sigurðsson
Blekkingar
Fyrir tveimur árum neitaði
ÍSAL, einir atvinnurekenda á ís-
landi, svokölluðum þjóðarsáttar-
samningum og tilkynnti að um
enga samninga yrði að ræða nema
verkamönnum í kerskálum fækkaði
um 22. Fækkunina sögðu fulltrúar
ÍSAL vera gerða vegna hagræðing-
ar af nýjum tæknibúnaði í kerskál-
um og buðu starfsmönnum ein-
greiðslur vegna fækkunarinnar og
þeirrar hagræðingar sem ÍSAL
hefði af henni. Eingreiðslumar
námu um 3% af árslaunum verka-
manns. Einnig var í yfirlýsingum
frá fyrirtækinu gert ráð fyrir ha-
græðingarbónus, ef fækkunin næði
fram að ganga.
Þessar yfirlýsingar ÍSAL urðu
til þess að samkomulag náðist og
nýr kjarasamningur tók gildi. Hins
vegar hefði ekkert samkomulag
náðst við verkamenn, hefðu þeir
vitað um þau óheilindi hjá ÍSAL
að segja einungis frá þeim mann-
afækkunum sem talið var að verka-
menn samþykktu, en geta þess
ekki að fyrirtækið ætlaði sér að
fækka verkafólki langt umfram það
sem tilkynn't var. Með þessari
óþokkalegu framkomu og blekk-
ingum um hagræðingarbónus tókst
ÍSAL/VSÍ að auka vinnuálag á
verkamenn í framleiðsludeildum
álversins það mikið að óeðlilegt
verður að teljast.
Afsal réttinda
í ár leikur ÍSAL sama Ieikinn
aftur og neitar að undirrita kjara-
samning nema verkalýðsfélögin
gangi að eftirfarandi skilyrðum:
að starfsmenn afsali sér kaffi-
tímum,
að ÍSAL megi ákveða einhliða
og án íhlutunarréttar viðkom-
andi starfsmanna eða verkalýðs-
félags hvort og hvenær unnin
er reglubundin dagvinna eða
vaktavinna,
að ÍSAL verði heimilt að ráða
verktaka í hvaða störf sem er í
álverinu á hvaða launum sem er,
án tillits til kjarasamnings fyrir-
tækisins við verkalýðsfélögin.
Eins og í samningunum 1990
hafnar ÍSAL nú öllum hugmyndum
verkalýðsfélaganna og ríkissátta-
semjara um lausn kjaradeilunnar
og ætlar með hótunum að loka
verksmiðjunni að knýja fram leyfi
til að láta verktaka undirbjóða
vinnuna í álverinu og sniðganga
m--------—■—---------——
PCILÍMOGFÚGUEFNI
::í iiftSn
£
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
þannig samning, sem verkalýðsfé-
lögin hafa gert við fyrirtækið um
kaup og kjör.
Kjaraskerðing
Svissneski auðhringurinn sem á
ÍSAL og samtök íslenskra atvinnu-
rekenda beita nú öllum tiltækum
ráðum til að skerða kaup og kjör
starfsfólks í álverinu eins mikið og
frekast er unnt og æ oftar heyrist
nú sú hótun að þeir sem mögli og
taki ekki á sig stöðugt aukna vinnu
séu óæskilegir og megi búast við
áminningu eða uppsögn.
íslenska álfélagið metur einskis
við verkamenn þá miklu hagræð-
ingu, sem nú þegar er búið að ná
í fyrirtækinu og ætlar auðsjáanlega
að launa þeim aukið vinnuframlag
með sífellt meiri kjaraskerðingu.
Það segir sína sögu um ástandið
að á sama tíma og veruleg hagræð-
ing á sér stað í fyrirtækinu hafa
laun starfsmanna rýrnað um 5%
umfram önnur laun í landinu.
Öryggismál ekki undanskilin
Ekkert bendir til þess að ÍSAL
muni láta hér staðar numið í kjara-
skerðingum, heldur halda áfram
þeirri ætlun sinni að gera vinnu
við álframleiðslu í Straumsvík að
láglaunastörfum.
Spymi ekki bæði stjórnvöld og
verkalýðshreyfingin við fótum
gegn þessari erlendu ágengni í
Straumsvík og setji ÍSAL stólinn
fyrir dymar, mun varla mögulegt
að komast hjá hörðum átökum, sem
ekki sér fyrir endann á.
Gauragangurinn og offorsið í
þessú erlenda fyrirtæki er svo mik-
ið að jafnvel öryggismálin fá ekki
að vera í friði. ÍSAL reynir nú ein-
hliða að afnema áratuga gamalt
samkomulag um skiptivinnu á
bryggjukrönum við lestun og losun
skipa, þó svo að slíkt hljóti að kalla
á aukna slysahættu.
Rógburður
Hinn þýski forstjóri ÍSAL hefur
ítrekað gengið freklega á rétt
starfsmanna sinna. Hann hefur
ásakað þá í víðlesnasta blaði lands-
ins fyrir ijárkúgun og hann notaði
eigið skipulagsleysi í stjórnun fyrir-
tækisins til þess að rægja þá og
telja þjóðinni trú um að hópur verk-
amanna í álverinu ynni einungis 2
til 3 klukkutíma á 8 stunda vakt.
★ GBC-Pappírstætarar
Þýsk framleiðsla
Ýmsar stærðlr og gerðlr fáanlegar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 -105 Reykjavik
Símar 624631 / 624699
Til þess að upphefja sjálfan sig
hefur hann gert sig sekan um að
skýra rangt frá samningsákvæðum
og oftar en einu sinni brotið gild-
andi kjarasamning og haft að engu
mótmæli verkalýðsins þar um.
Hann virðir að engu samstarf
við verkamenn eða þau verkalýðs-
félög sem þeir eru í og hann er
búinn að koma málum þannig fyrir
að öll eðlileg samskipti milli aðila
hafa lagst af. Gagnkvæmt traust,
sem áður var til staðar, er ekki
lengur fyrir hendi.
ÍSAL gengur of langt
Með óbilgimi sinni og heimtu-
frekju hefur ÍSAL gengið of langt.
Fyrirtækinu nægir ekki að sitja við
sama borð og annar atvinnurekstur
i landinu, heldur heimtar það sér-
stök kjör til handa sér, sem myndu
veita því verulega meiri réttindi
umfram önnur fyrirtæki, til viðbót-
ar þeim miklu fríðindum sem fyrir-
tækið hefur nú þegar, s.s. tollfijáls-
an innflutning tækja og búnaðar,
lágt orkuverð og sérstakar skatta-
ívilnanir.
Ein af aðalkröfum ÍSAL er óheft
fijálsræði til útboða á verkefnum
og störfum í fyrirtækinu. Þegar
ÍSAL hóf starfsemi sína í Straums-
vík fyrir meira en 20 árum þótti
sjálfsagt að takmarka verulega alla
verktöku hjá fyrirtækinu. Flestir
íslendingar voru sammála um það
þá og veru væntanlega á sömu
skoðun nú, að laun hjá erlendu stór-
Sigurður T. Sigurðsson
„Fyrirtækinu nægir
ekki að sitja við sama
borð og annar atvinnu-
rekstur í landinu, held-
ur heimtar það sérstök
kjör til handa sér.“
iðjufyrirtæki eins og ÍSAL eigi að
vera þókkaleg og koma verði í veg
fyrir að hægt sé að skerða þau
með undirboðum verktaka. Veru-
leikinn hvað þetta snertir hefur
ekkert breyst og frekari starfsemi
verktaka en nú þegar á sér stað
hjá ÍSAL myndi aðeins leiða til
launalækkunar í margs konar
störfum hjá fyrirtækinu. Verka-
mannafélagið Hlif hefur eitt sér
og einnig í samstarfi við önnur
verkalýðsfélög reynt að ná samn^
ingum við ÍSAL en án árangurs.
Fyrirtækið virðist ekki geta sætt
sig við íslenskar aðstæður. Það
hafnaði miðlunartillögu ríkissátta-
semjara um lausn deilunnar þrátt
fyrir að Vinnuveitendasamband ís-
lands mælti eindregið með sams
konar tillögu á almennum markaði.
Yfirdrottnunarvald
Hlíf mun aldrei una því að starfs-
fólki ÍSAL sé gert lægra undir
höfði en öðrum launþegum. Þegar
álverið hóf starfsemi sína gengustr
eigendur þess inn á ákveðna skil-
mála, vilji þeir breyta þeim verður
um það að semja. Haldi þeir hins
vegar áfram uppteknum hætti, að
reyna með hótunum að fá vilja sín-
um framgengt, mun það óhjá-
kvæmilega leiða til átaka.
Verkamannaféiagið Hlíf óskar
eindregið eftir að ná samkomulagi
um öll ágreiningsmál við ÍSAL,
þannig að báðir hafi hag af, en
hafnar í eitt skipti fyrir öll því yfir-
drottnunarvaldi, sem forstjórinn er
að reyna að innleiða í samskiptum
sínum við félagið og meðlimi þess.
Höfundur er formaður
Verkamannafélagsins Hlífar.
Tilkynning um útgáfu markaðsverðbréfa
Lind hf.
Útboð skuldabréfa í júní 1992
1. flokkur 1992, A-F
Kr. 150.000.000,-
Kr. eitt hundrað og fimmtíu milijónir 00/100
Útgáfudagur: 1. júní 1992.
Gjalddagar: 20.07.1995, 20.11.1995, 20.02.1996, 20.05.1996, 20.08.1996 og 20.01.1997.
Sölutímabil: 9. júní 1992 - 9. september 1992.
Grunnvfsitala: 3210.
Einingar bréfa: Kr. 200.000.-
Verötrygging og ávöxtun: Ofangreind bréf eru verðtryggð miðað við hækkun lánskjaravísitölu. Ársávöxtun, umfram verötryggingu, er 9,00% á fyrsta söludegi.
Söiuaöilar: Landsbréf hf., Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og Landsbanki íslands. Skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum.
Skráning: Sótt hefur verið um skráningu skuldabréfanna á Verðbréfaþingi (slands. Landsbréf hf. eru viöskiptavaki skuldabréfa Lindar hf. á Verðbréfaþingi íslands.
Umsjón meö útgáfu: Landsbréf hf.
LANDSBRÉF H.F.
Landsbankinn stendur rneð okkur
SuðurJandsbraut 24, 108 fíeykjavík, sími 91-679200, fax 91-678596.
Laggilt verdbréfafyrirtæki. Aðili ad Verðbréfaþingi íslands.