Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 59

Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 59
seer inOr. .01 HUOAauxivaiM (iKMjaviu.ujiOM■ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 85 5 á Reuter Garríj Kasparov heimsmeistari í skák klappar ákaft fyrir Corazon Aquino forseta Fiiippseyja við opnun Ólympíuskáakmótsins á mánudag. Aquino settist við taflborð gegn Kasparov og lék drottningarpeðinu fram og eftir nokkra umhugsun bauð Kasparov henni jafntefli. Aquino hafði í setningarræðu sinni lýst því yfír að hún tæki ekki mark á orðum Kasparovs og Karpovs að konur kunni ekki að tefla. Fyrir aftan sjást meðal annara Fidel Ramos tilvonandi forseti Filippseyja og Florencio Campomanes forseti Alþjóðaskáksam- bandsins. Olympiuskákmótið á Filippseyjum: ísland í efri hluta móts- ins eftir tvær umferðir íslendingar unnu íra, 3,5-0,5 í fyrstu umferð Ólympíuskákmótsins á Filippseyjum, og höfðu yfir gegn Perúmönnum, 1,5-0,5 í annarri um- ferð en tvær skákanna í þeirri viðureign fóru í bið og voru tefldar í nótt að íslenskum tíma. Rússar eru efstir eftir tvær umferðir með 7,5 vinninga en næstir koma Svíar, Hollendingar, Lettar, ísraelsmenn og Króatar með 7 vinninga og fleiri þjóðir, þar á meðal Islendingar, geta náð þeim að vinningum þegar biðskákum lýkur. íslendingar, sem eru 14. sterkasta skáksveitin samkvæmt skákstigum af um 100 sveitum á Ólympíumót- inu, tefldu við íra í fyrstu umferð- inni. Margeir Pétursson gerði jafn- tefli við Orr á 1. borði eftir að hafa verið með betri stöðu mestalla skák- ina. Jón L. Ámason vann Brady á öðru borði, Hannes Hlífar Stefáns- son, sem teflir á sínu fyrsta Ólympíu- móti, vann Daly á þriðja borði og Þröstur Þórhallsson vann Ryan á fjórða borði. í annarri umferð tefldu íslending- ar við Perúmenn. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Granda-Zuniga á 1. borði. Jóhann var lengst af með frumkvæðið í skákinni en tókst ekki að nýta sér það. Helgi Ólafsson vann Utday á öðru borði, og skákir Hann- esar Hlífars og Reyes og Þrastar og Oblitas fóru í bið. Hannes hafði betri stöðu í sinni skák þegar hún fór bið. Þröstur átti lengi í erfíðleikum með andstæðing sinn en náði gagnsókn og þegar skákin fór í bið átti Þröstur biskup og hrók gegn hrók. Sú staða er fræðilegt jafntefli en Þröstur ætl- aði samt að reyna að ná fram vinn- ingi. Biðskákimar voru tefldar í nótt. Rússar unnu Svisslendinga 3,5-0,5, í annari umferð en Viktor Kortsjnoj þurfti að gangast undir skurðaðgerð á auga og teflir því ekki með Svisslendingum. Annar gamalkunnur skákmeistari, Míkhaíl Tal, liggur á sjúkrahúsi í Moskvu eftir nýmaaðgerð en hann var skráð- ur í lið Letta á Ólympíuskákmótinu. Óvæntustu úrslit annarrar umferðar voru tap Bandaríkjamanna fyrir Lit- háum sem tefla aðeins fram einum stórmeistara, Rosenthalis. í frétta- skeytum kemur fram að Gata Kam- sky, sem leiðir bandarísku sveitina, lýsti yfir mikilli óánægju með sveit- arfélaga sína og strunsaði í fússi út úr skáksalnum þegar þessi úrslit urðu ljós. Ólympíuskákmótið var sett í Man- ila á Filippseyjum á mánudag við mikla viðhöfn af Corazon Aquino, forseta landsins, en Fidel Ramos, til- vonandi forseti landsins var einnig viðstaddur. Sá fánaberi, sem bar fána íslands við setningarathöfnina, var handtekinn þegar öryggisverðir heyrðu hann viðhafa ummæli um að reka Aquino á hol með fánastöng- inni. Enginn íslendinganna varð þó var við þetta atvik, en nokkuð var Qallað um það í blöðum á Filippseyj- um. Fánaberinn hélt því fram að hann hefði verið að segja brandara sem hann hefði heyrt aðra fánabera segja, og dómari lét hann skömmu síðar lausan gegn jafnvirði 5.000 króna tryggingar. Alls verða tefldar 14. umferðir á Ólympíumótinu en því lýkur 24. júní. íslendingarnir byrja vel Skák______________ Bragi Kristjánsson Á ÓLYMPÍUSKÁKMÓTINU verða tefldar 14 umferðir eftir svissneska kerfinu. íslendingar senda sterka sveit til mótsins, stórmeistarana Jóhann Hjartar- son, Margeir Pétursson, Helga Ólafsson og Jón L. Árnason, og til vara eru alþjóðlegu meistar- arnir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson. Sveitin byijaði vel, vann Ira 3'/j—Vi í fyrstu umferð og hefur VA—Vi og tvær betri biskákir gegn Perú í annarri umferð. Upplausn Sovétríkjanna og Júgóslavíu setur mikinn svip á þetta mót eins og sjá má á eftirfar- andi lista yfir tuttugu sterkustu sveitimar skv. stigaskrá FIDE, al- þjóða skáksambandins: 1. Rússland (Kasparov, Khalifman, Dolmatov, Dreev, Kramnik og Vys- manavin), 2. England (Short, Spe- elman o.fl.), 3. Ukraína (ívantsjúk, Beljavskíj o.fl.), 4. Bandaríkin (Kamsky, Jermólinskíj, Seirawan o.fl.), 5. Bosnia-Herzegovina, 6. Ungveijaland, 7. Holland, 8. Þýskaland, 9. Armenía, 10. Lett- land, 11. Georgía, 12. Svíþjóðj 13. Tékkóslóvakía, 14. ísland, 15. Isra- el, 16. Bulgaría, 17. Frakkland, 18. Indland, 19. Litháen og 20. Eistland og aftar 35. Danmörk, 39. Finnland og 45. Noregur. Staða efstu sveita eftir 2. um- ferð er þessi: 1. Rússland, 7 Vi v. (af 8 möguleg- um). 2. -5. Svíþjóð, Holland, Lettland og Króatía, 7 v. hver þjóð. íslendingar hafa 5 v. og tvær biðskákir og teljast því með 6 v., þegar raðað verður í þriðju umferð. Við skulum að lokum sjá snagg- aralegan sigur Þrastar Þórhalls- sonar ! fyrstu umferð. Hvítt: Þröstur Þórhallsson. Svart: J. Ryan (írland). Frönsk vörn. I. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. e5 - c5, 4. c3 - Rc6, 5. Rf3 - Db6, 6. a3 - c4, 7. Rbd2 - Bd7, 8. g3 " f!» (Önnur ieið er hér 8. - Ra5, t.d. 9. Bh3 - Re7, 10. 0-0 - h6, 11. Rel 0-0-0, 12. Rg2 - Kb8, 13. Hbl - Ka8!?, 14. Khl - Rec6, 15. f3 - g6, 16. Re3 - h5 með nokkuð jöfnu tafli (Lobron — Jóhann Hjart- arson, millisvæðamótinu í Manila 1990).) 9. exf6 - gxf6 (eða 9. - Rxf6, 10. Bg2 - Bd6, II. 0-0 - 0-0, 12. De2 - Hae8, 13. Re5 - He7 og hvítur á rýmri stöðu.) , 10. Bh3 - 0-0-0, 11. 0-0 - e5!? (Irinn opnar taflið of fljótt. Hann hefði betur reynt að koma í veg fyrir að hvítur opni sóknarleiðir á drottningarvæng með 11. - Ra5 o.s.frv.) 12. Bxd7+ - Hxd7,13. b3! - exd4 Eftir 13. - Ra5 fellur peðið á e5 og 13. - e4, 14. Rh4 - Ra5, 15. bxc4 - Rxc4, 16. Rxc4 - dxc4, 17. De2 - Dc6, 18. Rf5 - Re7, 19. Re3 - b5, 20. a4 gefur hvítum vinningsstöðu.) 14. cxd4 - Rxd4 (Eftir 14. - Ra5, 15. bxc4 - dxc4, 16. De2 - Dc6, 17. Bb2 - Re7, 18. Hfcl - b5, 19. a4 opnast kóngsstaða svarts.) 15. bxc4 - dxc4, 16. Rxc4 - Dc6, 17. Rxd4 - Dxc4, 18. Be3 - Kb8, 19. Bf4+ - Bd6 (Eftir 19. - Ka8, 20. Hcl verður svartur mát á áttundu reitaröð.) 20. Rf5! - Bxf4, 21. Dxd7 - Rh6 (Eða 21. - Be5, 22. Hacl - Be3, 23. Rd6 og svartur getur ekki varist máthótunum hvíts.) 22. Habl - Le4, 23. Hfel - Dxf5 (Eða 23. - Df3, 24. Rh4 o.s.frv.) 24. Dxb7+ mát. Sala nautakjöts jókst um 10,7% Kindakjötssala dróst saman um 5,4% Á TÍMABILINU frá 1. maí 1991 til 31. apríl 1992 varð 5,4% samdráttur í sölu á kindakjöti, en það þýðir rúmlega 400 tonna minni sölu miðað við síðustu 12 mánuði þar á undan. Á þessu tímabili hefur hins vegar orðið 10,7% aukning í sölu nautakjöts, 1,3% aukning í sölu svínakjöts og 3,8% aukning í sölu alifuglakjöts. Að sögn Þórhalls Arasonar, starfsmanns Markaðsnefndar landbúnaðarins, eru það fyrst og fremst verðsveiflur milli kjöttegundanna innbyrðis sem valda þessum breyt- ingurn, en einnig hafi breyttar neysluvenjur hér á landi sívaxandi áhrif og ýtt undir sölu á öðrum kjöttegundum en kindakjöti. Á tímabilinu frá 1. febrúar til aprílloka varð samdráttur í sölu kindakjöts 0,7% miðað við sama tímabil í fyrra. 16% aukning varð í sölunni í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra, en hins vegar 5,2% samdráttur í mars. Hvað nautakjötið varðar þá jókst salan á þessu þriggja mánaða tímabili um 21,9% miðað við sama tímabil árið áður, en helsta skýring á því er talin sú að naut- gripabændur lækkuðu verðið til sín um 10% í febrúar. Á tímabilinu jókst sala á svínakjöti um 2,4%, sala ali- fuglakjöts jókst um 14%, og sala hrossakjöts jókst um 4,3%. Sölutölur fyrir maímánuð liggja ekki fyrir, en í apríl varð 10,1% sö- lusamdráttur í kindakjöti miðað við sama mánuð á síðasta ári. Salan á nautakjöti jókst hins vegar um 9,5% og sala á alifuglakjöti jókst um 16,4%, en sala á svínakjöti dróst saman um 5,8%. Heildarkjötneysla í mánuðinum dróst saman um 3,8% miðað við sama mánuð í fyrra. Þórhallur Arason sagði í samtali við Morgunblaðið að á tímabilinu frá 1. maí 1991 til 31. apríl 1992 hefði kjötneysla hér á landi dregist saman um 0,45 miðað við árið á undan. Markaðshlutdeild lambakjöts á þessu tfmabili hefði verið 49,8%, en það hefði verið í fyrsta sinn í nokk- ur ár sem hún fer niður fyrir 50%. Markaðshlutdeild nautakjöts væri orðin 20,5%, svínakjöt væri með 16,1%, alifuglakjöt með 9,4% og hrossakjöt með 4,2%. „Það eru fyrst og fremst verð- sveiftur milli kjöttegundanna inn- byrðis sem ráða ferðinni. Lambakjöt hækkaði síðastliðið haust um 8%, en áhrif þess komu hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir áramótin. Verð- lækkun á lambakjöti á lágmarks- verði í febrúar skilaði sér í aukinni sölu þá, en hún fór síðan rénandi. Alifuglar hafa verið á tilboði síðustu mánuði, én mikil samkeppni hefur verið meðal framleiðenda og verðið lágt, og helsta skýringin á upp- sveiflu í nautakjötinu er verðlækkun til bænda í byijun mars. Þá er ein skýringin á breyttum hlutföllum tal- in sú að í kjötvinnslu er nú notað meira af nauta- og svínakjöti í vinnsluvörur í stað kindakjöts. Síðan er alveg ljóst að neysluvenjur á ís- landi hafa verið að breytast á síð- ustu árum. Við höfum hefð fyrir mjög mikilli lambakjötsneyslu hér á landi, en öll erlend áhrif hafa frekar ýtt undir sölu á öðrum kjöttegund- um. Nýjum réttum, eins og til dæm- is pastaréttum, fylgja aðrar kjötteg- undir en áður tíðkaðist, og lamba- kjötið er ekki mikið þar inni,“ sagði hann. -----* * *----- Neskaupstaður; Bensíntankur á flugröllinn Neskaupstað. í TENGSLUM við áætlunarfliq^^ Islandsflugs hingað var nýlega settur upp eldsneytistankur fyrir flugvélaeldsneyti á flugvellinum. Flugvélaeldsneyti hefur ekki verið hér til staðar í fjöldamörg ár eða allt síðan Flugsýn hélt uppi áætlun- arflugi hingað. Mikil þörf var fyrir að fá þessa þjónustu á flugvöllin t.d. þurftu hinar ýmsu flugvélar sem að komu hingað með íþróttahópa til keppni að fara til Egilsstaða til að taka eldsneyti, Þá kemur þetta sér vel fyrir Landhelgisgæsluna og nú á dögunum kom hér eitt af varðskipum þeirra og tók um 1.000 lítra af elds- neyti á eina af þyrium sínum. - Ágúst. VANN ÞIN FJÖLSKYLDA? Heildarvinningsupphæðin : 97.344.702 kr. Röðin : XX2-121-21X-X11X 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 7 raðir á 182 raðir á 2.863 raðir á 23.455 raðir á 3.754.720 - kr. 90.920 - kr. 6.120 - kr. 1.570 - kr. Nú er opiö fyrir sölu á EM-AUKASEÐLi þar sem danskir peningar bætast í pottinn. Búist er viö aö 1. vinningur veröi rúmar70 mllljónlr. Biöjiö um AUKASEÐILánæstasölustaö. EM-sölu lýkur kl. 17:451 dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.