Morgunblaðið - 16.07.1992, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992
Með bakið í myrkrið
Bókmenntir
Skafti Þ. Halldórsson
Paal-Helge Haugen: Tré hreyfa
sig hægt. Ljóðaþýðingar. Aðal-
steinn Asberg Sigurðsson þýddi.
Dimma. 1992.
ímyndun og veruleiki, fortíð og
nútíð, líf og dauði eru andstæður
sem mjög oft fléttast saman í Ijóð-
um Paal-Helge Haugen en rúmlega
Ú’öurtíu kvæði hans koma út í bók
um þessar mundir í þýðingu Aðal-
steins Ásbergs Sigurðssonar. Bókin
nefnist Tré hreyfa sig hægt. Það
er aldrei létt verk að velja kvæði
til þýðinga. Aðalsteinn hefur valið
þá leið í samráði við skáldið að
gefa lesendum yfírsýn yfír skáldfer-
FASTEIGIMASALA
Sudurlandsbraut 10
Ábyrgð - Reynsla - Öryggi
Hilmar Valdimarsson.
SÍMAR: 687828 OG 687808
VANTAR
Höfum traustan kaup. að góðu
atvinnuhúsn. á götuhæð i
austurborginni, Kópavogí eða
Mosfellsbœ.
Einbýli
LANGHOLTSVEGUR
Til sölu einbhús á einni hæð 123 fm
ásamt 35 fm bflsk.
Parhús — raðhús
HRAUNBÆR
Mjög gott parhús á einni hæð 137
fm. Nýtt parket. Bílskréttur. Skipti á
góðri 4ra herb. íb. koma til greina.
BREKKUBYGGÐ V. 8,5 M.
Til sölu raðhús á tveimur hæðum,
samt. 90 fm, auk bílsk. 2 svefnherb.
4ra-6 herb.
BLÖNOUBAKKI
Vorum að fá í sölu mjög góða
4ra herb. 102 f m íb. ó 2. hæð.
DALSEL
Vorum að fá í sölu 4ra herb. 106 fm
íb. á 1. hæð. Stæði í lokuðu bílahúsi
fylgir.
BARMAHLÍÐ
Vorum að fá i sölu glæsil.4ra
herb. 107 fm efri hæð í 4ra íb.
húsi. Nýtt eldhús. Nýtt bað.
Góö lán áhv.
UÓSHEIMAR
Til sölu mjög góö 4ra herb. endaíb.
á 7. hæö. Parket á stofu. Skipti á
minni eign mögul.
STÓRAGERÐI
Vorum að fé i sölu mjög góða
100 fm fb. á 1. hæð í fjölb-
húsi. Góður bilsk. fylgir. Góð
eign á eftirsóttum stað.
ÁLFTAMÝRI
Vorum að fá i sölu mjög góða
4ra herb. 100 fm endaib. á 3.
haeð m. bilskúr.
3ja herb.
UGLUHÓLAR
Vorum aö fá í sölu fallega 3ja herb.
70 fm íb. á 3. hæð. Laus strax.
ENGIHJALLI
Vorum að fa i sölu 3ja harb.
80 fm (b. á 2. hæð. Parket á
gólfum. Laus nú þegar.
NJÁLSGATA
Vorum aö fá í sölu ágæta 3ja herb.
íb. á 2. hæð m. góðu aukaherb. í risi.
Laus strax.
GRETTISGATA
Vorum að fá í sölu nýja stórgl.
3ja herb. 100 fm Ib. á 1. hæð.
2 einkabilastæðl é baklóð
hússins. Laus nú þegar.
2ja herb.
ESKIHLÍÐ
Vorum að fá í sölu 2ja herb. 72 fm íb.
í kj. (lítið niöurgr.) Sérinng. Laus strax.
ÁSBRAUT
Til sölu ágæt 2ja herb. 37 fm íb. á
3. hæö í fjórb. Verö 3,5 millj.
NESVEGUR
2ja herb. 54 fm ósamþ. íb. á jarö-
hæö. Verð 2,3 millj.
Æm Hilmar Valdimarsson,
Sigmundur Böðvarsson hdl.,
"■ Brynjar Fransson, hs. 39558.
il Haugens síðustu 25 ár og tekið
til þýðingar ljóð úr sjö ljóðabókum
hans.
Paal-Helge Haugen fæddist árið
1945 í Setesdal í Ogðum. Snemma
tók hann að fást við skáldskap og
eru fyrstu bækur hans þýðingar á
kínverskum og japönskum ljóðum.
Haugen er í hópi þeirra skálda sem
komu nálægt útgáfu tímaritsins
Profíl árið 1966. Það vakti mikla
athygli þá og síðar í Noregi. Þar
kom fram skáldahópur sem átti
eftir að setja mjög mark sitt á
norskt bókmenntalíf, menn á borð
við Jan Erik Vold, Tor Obrestad,
Einar Okland og Dag Solsted svo
að nokkrir séu nefndir.
Paal-Helge Haugen er vel þekkt-
ur í heimalandi sínu. Hann hlaut
viðurkenningu norska menningar-
ráðsins fyrir Ijóðsöguna Anne sem
öðrum þræðinum var heimildarverk
og kom út 1968. Auk þess hlaut
hann verðlaun Samtaka norskra
gagnrýnenda árið 1991 fyrir bók
sína Hugleiðingar um Georges de
La Tour en fyrir hana var hann
einnig tilnefndur til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs. Haug-
en er afkastamikill rithöfundur og
hefur auk ljóða m.a. skrifað leik-
texta, smásögur og barnabækur.
Mörg ljóð Haugens einkennast
af sérkennilegri blöndu raunsæis-
legra eða allt að því natúralískra
lýsinga og draumkynjaðs leiks
ímyndunaraflsins. Þetta má sjá
t.a.m. í fyrstu frumsömdu ljóðabók
hans, Á botninum á dimmu sumri
(1967). í titilkvæðinu er hluti af
lýsingu á háalofti um nótt svo:
„Þarna inni í sprungunum í morknu
tréverkinu lýstu/ litlir sveppir í
myrkrinu./ Undir lágum þaksperr-
unum var gróska á botninum á
dimmu sumri,/ ylurinn frá ull og
rauðu flaueli,/ ilmurinn af eplum,
sem dreift var á gömul dagblöð,/
gulnaðir haugar af vikublöðum með
fjarrænum brosandi andlitum.“
Rammi þessarar lýsingar er hins
vegar einhvers konar draumaveröld
enda leysist myndin upp í lok kvæð-
isins: „Þegar vekjaraklukkan
hringdi höfðu svefninn og lýsandi
morgunninn/ tært stóra hvíta flekki
í jaðrana á myndum næturinnar,/
þær undust saman og duttu í sund-
ur um leið og við snertum þær/
með höndunum.“
Á áttunda áratuginum er eins
og skáldskapur Haugens verði
áþreifanlegri og skorinorðari en
jafnframt útleitnari. í bókinni Hinn
sýnilegi maður (1975) er t.a.m.
mikið um vísanir til amerísks og
alþjóðlegs veruleika og ekki síður
til alþýðumenningarinnar alþjóð-
legu. Þar.nig eru ljóðabálkar í bók-
inni sem tengjast Janis Joplin og
Alice Cooper enda þótt þeir birtist
hér ekki í þýðingu Aðalsteins. Oft
á tíðum eru aðskotasetningar í anda
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori
KRISTIMN SIGURJÓMSSOM, HRL. loggiltur fasteignasali
Ný á söluskrá m.a. eigna:
Nýlega endurbyggð neðri hæð
4ra herb. við Egilsgötu tæpl. 100 fm. Þríbýli. Ræktuð lóð. Ágæt sam-
eign. Langtímal. áhv.
Skammt frá Háskólanum
2ja herb. kjíb. við Ásvallagötu. Sérhiti. Rúmg. svefnherb. Sólrík stofa.
Lítið eldhús og sturtubað. Samþykkt.
Einbýlishús - gott verð - eignaskipti
Glæsil. steinh. 129,5 fm nettó. Bilsk. 36 fm. Nýendurbyggt og stækk-
að á ræktaðri lóð 630 fm á útsýnisstaö í suður í Hafnarfirði.
í borginni eða nágrenni
óskast til kaups raðhús eða einbhús með 3-4ra herb. ib og rúmg.
bílsk. eða bílskrétti. Eignaskipti mögul. m.a. á góðu steinh. með tveim-
ur íb. Nánari uppl. trúnaðarmál.
ALMENNA
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Opið á laugardaginn.
Kynniðykkur laugardagsaugl. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Paal-Helge Haugen
heimildaskáldskapar í ljóðunum og
gjarnan á ensku. í ljóðinu Tvær
myndir teknar handan landamær-
anna sem túlkar á kaldhæðinn hátt
óttann á áttunda áratugnum við
kjarnorkuógnina eru tvær myndir,
önnur af manni í hvítu, lokuðu her-
bergi og rödd sem spyr úr hátal-
ara: „How long have you been down
here?“ Hin myndin er af því dregin
þegar sami maður sendir boð frá
jörðu sem er orðin að eyðimörk og
undir álskildi í auðninni er tæki sem
sendir honum svar:
an ever increasing knowledge of man’s limit
less capabilities
under black-outs eru rödd og önnur tölvu-
tákn
flutt yfír á band og send út
þegar ytri aðstæður leyfa það
’you are coming through nicely, Mr. Kappel’
Aukinnar hnitmiðunar og mið-
leitni gætir í næstu ljóðabókum
Haugens, Fram íbirtuna, greiniiega
(1978) og Grjótgarður (1979). At-
hyglisverð ljóð þessara bóka undir-
strika hið mannlega andspænis vél-
rænum og fírrtum veruleika nútím-
ans. Ljóðið úr fyrrnefndu bókinni(í
nýju úthverfi) lýsir ósk um lítið
teikn um líf og von sem ekki er
fyrir hendi:
hlýlegan gust
út úr stigagöngunum
þegar einhver kemur út
eða fer inn
Og í ljóðinu Gijótgarður í sam-
nefndri bók leitar skáldið til upp-
runans þar sem viðmiðin voru skýr
og mannleg: „Það voru grjótgarðar/
sem héldu heiminum/ saman“.
Ljóðin í bókinni Ljósið sem lifir
af veturinn (1985) bera vott um
það að skáldið gerist innhverfara í
yrkingum sínum. Þau fjalla gjarnan
um dauðann og forgengileikann
ekki síður um lífið og sátt skáldsins
við það. í kvæðinu (Útskýring) er
þessi sátt sett fram á nærfærinn
hátt, hvernig afgangurinn af veðr-
uðu hatri og uppnámi er numið á
brott af vindi tímans.
eftir verða útlínurnar
á nærfæmum ástarhótum og galopnum
morgnum, gepumlýstum neðanfrá
og með bakið í myrkrið, einbeittur
vilji til að skilja
það sem verður að skiljast
vindurinn fer hjá, það birtir til
ég snerti þig
með hófstilltri hönd
Hugleiðingar um Georges de La
Tour korn út 1990. Það er allmikill
ljóðaflokkur þar sem skáldið sækir
innblástur sinn til verka franska
listmálarans Georges de La Tour.
Hið dulúðuga ljós í myndum lista-
mannsins, andstæður lífs og for-
gengileika í snertipunkti sársauka
og leiðslu efla hugsýnir skáldsins.
Kvæði þess eru þó ekki bein túlkun
á verkum La Tour heldur hugleið-
ingar um þau, einkum „hlaðna
kyrrðina, sorgina og gleðina í hjóna-
bandinu milli ljóss og myrkurs“ eins
og skáldið kemst að orði. í verkum
La Tour finnur Haugen samhljóm
með því samspili draums og veru-
leika sem einkennir kvæðaheim
hans sjálfs.
Síðdegis á sunnudegi:
þessi snerting óverðskuldaðrar hamingju
sem brýst út úr tímanum
með vængjaslætti með dýrsaugu
með ástkært andlit í gegnum mikla
kyrrðina lagt til hvíldar á bak við steina
bráðnandi snjó raddir bamanna
Síðdegis á sunnudegi
örstutta stund
Ljóð Paal-Helge Haugen eru um
margt athyglisverð og ekki síst
áhugavert að fá í einni hendingu
yfirsýn yfir skáldferil hans. Þýðing-
ar Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar
eru margar með ágætum. Einkum
finnst mér vel hafa tekist með hin
orðknappari og hnitmiðaðri ljóð en
síður í ljóðum sem eru útleitin eins
og t.d. ljóðinu í Hinum sýniiega
manni. Þau eru reyndar vandþýdd
vegna þess að þau eru enskuskotin
og íslensk málvitund einkennist
ekki af sama umburðarlyndi gagn-
vart útlendum tökuorðum og hvað
þá heilum setningum og sú norska.
Hvað sem því líður er mikilþfengur
í ljóðaþýðingum Aðalsteins Ásbergs
og á hann þakkir skildar fyrir verk
sitt.
Nýjung á Islandi: MONTANA tjaldvagnar
Þið, sem eru í tjaldvagna-
hugleiðingum, látið þetta
tækifærí ekki fram hjá
ykkur fara.
■■ m ,t. t.> ,r.;.: • .■;;;
Opið mánud.-föstud. kl. 10-18.30
Laugard. kl. 10-16
Vor/^ii^wr
VESniRHElMÁR
Faxafeni 10, simi 686204
N