Morgunblaðið - 16.07.1992, Page 48

Morgunblaðið - 16.07.1992, Page 48
 SlMI 691100, S1 )IÐ, AÐj 'ÍMBREF :F 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 16. JULI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Leitað að dauðum kindum í Sauðadal síðdegis í gær. Kindahræin voru mest í gil- skorningum eins og þessum. Sauðadalur í Húnavatnssýslu: Morgunblaðið/RAX Tugir kindahræja finnast TUGIR kinda hafa farist í Sauðadal í Húna- vatnssýslu í Jónsmessuhretinu. Erlendur Eysteinsson bóndi og oddviti á Stóru-Giljá og Stefán A. Jónsson hreppstjóri á Kagaðar- hóli fundu í gær 18 dauðar ær og 13 dauð lömb í dalnum er þeir könnuðu hluta hans. Flestar kindurnar eru frá Stóru-Gijjá og telur Erlendur að margir tugir fjár hafi farist í hretinu. Erlendur sagði að á Jónsmessunni hefði tölu- vert af fé frá Stóru-Giljá verið komið fram á Sauðadal sem er á milli Vatnsdals og Svína- dals. Eftir hretið hefði ekki verið hægt að átta sig á ástandinu þar sem snjór hafi verið yfír öllu. í gær frétti Erlendur af því að dauðar kindur hefðu komið undan snjónum og kannaði hluta dalsins. „Því er ekki að neita að beygur var í mér að fara af stað, en við sauðfjárbænd- ur þurfum að geta horfst í augu við þetta,“ sagði Erlendur í gærkvöldi. Kindahræin eru mest í gilskomingum niður undir ánni. Sagði Erlendur að féð hefði slegið sér niður í lægðirnar þegar byijaði að snjóa og orðið þar til. Aðkoman hefði verið ljót. Ljóst er að tjón bænda er að minnsta kosti nokkur hundruð þúsunda króna. Gjaldheimtan: 9.000 kr. á ógreidd fast- eignagjöld LOG UM aukatekjur ríkissjóðs sem gengu í gildi 1. janúar sl. hafa það í för með sér að komi til uppboðsbeiðni vegna van- greiddra fasteignagjalda þurfa skuldarar að greiða 9.000 krónur til sýslumanns. Samkvæmt 5. grein laganna skal, þegar uppboðsbeiðni er lögð fram, greiða 1% fjárhæðar þeirrar sem krafist er fullnustu á í ríkissjóð. Sé um fasteign að ræða skal gjald þetta aldrei vera minna en 9.000 krónur og ekki meira en 30.000 krónur. Gjaldheimtan í Reykjavík hefur nú sent skuldendum fasteignagjalda í borginni bréf þar sem þeim er veitt- ur frestur til 5. ágúst til að standa í skilum að öðrum kosti leggst auka- gjaldið á. ♦ ♦ Álagningarseðlar sendir út innan skamms: Álagður tekjuskattur hækk- ar um 355 milljónir milli ára Bamabætur lækka um 500 milljónir króna ÁLAGÐUR tekjuskattur einstaklinga hækkar um 13,2% frá fyrra ári og mun ríkissjóður innheimta 355 milljónum króna meiri tekju- skatt í ár en í fyrra af þeim sökum. Breyttar reglur um barnabæt- ur og barnabótaauka, sem Alþingi samþykkti sl. vetur lækka greiðslur barnabóta um 500 miHjónir króna. Endurgreiðslur vegna frádráttar, svo sem vaxtabóta, ökutækjastyrkja og fjárfestingar i atvinnurekstri lækka hins vegar um tæplega 100 miHjónir króna. Verið er að ganga frá álagningarseðlum vegna skattársins 1991 en þeir verða sendir út fyrir næstu mánaðamót. Indriði H. Þorláks- son skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins segir að álagðir skattar nú séu í samræmi við áætlanir ráðuneytisins. í samræmi við þær áætlanir sem við gerðum," segir Indriði. Hvað varðar minnkun frádráttar vegna fjárfestingar í atvinnurekstri segir Indriði að þar sé einkum um mun minni hlutabréfakaup almenn- ings að ræða en áður. Orsök þessa er einkum af tvennum toga, búið er að minnka hámarksljárhæð til frá- dráttar úr 251.000 kr. niður í 188.000 kr. og nú er gert að skil- yrði að viðkomandi eigi hlutabréfin i tvö ár en verður ella að endur- greiða frádráttinn. Seðlabanki: Verðbólguspá hefur lækkað VERÐBÓLGUSPÁR Seðlabanka íslands hafa heldur lækkað und- anfarna mánuði. Islandsbanki rökstuddi vaxtahækkun sína á síð- asta vaxtabreytingadegi með því að Seðlabankinn væri nú að spá 2'/2% verðbólgu í stað 2% í fyrri spám. Már Guðmundsson hag- fræðingur í Seðlabankanum segir að þetta sé ekki rétt, í nýjustu útreikningum bankans sé spáð heldur lægri verðbólgu en áður og spárnar séu nú lægri en gert var ráð fyrir við gerð síðustu kjarasamninga. Már segir að þessa mánuðina sé verðbólgan tímabundið ofan við meðaltal ársins vegna þess hvernig launahækkanir komi inn í lánskjara- vísitöluna. Það hafí verið fyrirséð frá kj arasamningum. Ragnar Önundarson hjá íslands- banka sagði að við vaxtaákvörðun sína nú miðaði bankinn við verðbólguspá Seðlabankans á sex mánaða grundvelli. Hann sagði að næstu mánuði yrði verðbólguhraðinn á þessum mælikvarða 2,4 til 2,6% og færi síðan lækkandi. Fyrri hluta ársins hefði þessi viðmiðun verið nálægt 2%. Ef það gengi eftir að verðbólgan lækkaði í lok ársins væri bankinn reiðubúinn að lækka vext- ina aftur til samræmis við það. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla Eggert Þórðarsyni vararíkisskatt- stjóra hækkar útsvar til innheimtu í ár um 9,6% á milli ára. Hvað varðar lækkun á endurgreiðslum vegna frá- dráttarliða munar þar mestu um að fjárfesting í atvinnurekstri minnkar úr 1.669 milljónum króna í fyrra niður í 811 milljónir króna í ár eða um ríflega helming. Þeim sem nýta sér þennan frádráttarlið fækkar verulega eða um 3.000 manns. Þeir voru 9.600 talsins í fyrra en eru 6.200 talsins nú. Indriði H. Þorláksson segir að hækkun tekjuskatts á milli ára sé í takt við launabreytingar á sama tímabili og að teknu tilliti til þeirra, fjölgunar tekjuskattsgreiðenda og verðlagsbreytingar sé raungildis- hækkun tekjuskattsstofnsins nálægt núllinu. „Varðandi aðra liði eins og hækk- un barnabótaaukans eru breytingar á þeim í samræmi við áætlanir okk- ar,“ segir Indriði. „Það kemur i ljós nú að hækkun bamabótaaukans leið- ir til þess að bamabætur í heild lækka um 500 milljónir króna á milli áranna eins og stefnt var að.“ Heildarálagning tekjuskatts í ár nemur tæplega 27 milljörðum króna en þar af hafa um 22 milljarðar ver- ið innheimtir í staðgreiðslukerfinu. Frá og með 1. ágúst koma því um 5 milljarðar í innheimtu af tekju- skatti. Samanlagt til ríkis og sveitar- félaga nema álögð gjöld um 42,7 milljörðum króna. „Þessar tölur eru Viðey: Sjö alda kross í klausturrústum KROSS tálgaður úr beini eða tönn fannst við fornleifauppgröft í klausturrústunum í Viðey í gær. Krossinn er um það bil þrír og hálfur sentimetri á lengd og einn og hálfur sentimetri þar sem hann er breiðastur. Gat er í öðrum enda krossins sem greinilega er gert til að þræða band í gegnum og telur Mar- grét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður því að hann hafi verið borinn um hálsinn. Hún kveðst ekki vita til þess að sams konar gripur hafi áður fundist hérlendis. Líklegt er að krossinn sé frá 13. öld. Ekki er búið að efnagreina krossinn en Margrét telur að hann sé annað hvort úr tönn eða beini. Hún segir að hann hafí fundist þegar grafið var í elstu lögum skálans sem tilheyrði klaustur- bænum í Viðey. Klaustrið þar var stofnað 1226 og af því dregur Margrét þá ályktun að krossinn sé frá 13. öld. Fomleifarannsóknir fara nú fram í rústum klausturbæjarins í Viðey sjötta sumarið i röð. Að söp Margrétar hefur ýmislegt gripa sem tengjast dagíegu lífi fundist við uppgröftinn en hlut- fallslega fáir kiriqulegir gripir hafa varðveist í rústunum. Krossinn sem fannst í Viðey í gær. Við hlið hans er sentimet- rakvarði sem sýnir stærð þessa forngrips.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.