Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 37

Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 inni. Norðaustast í röðinni var bryndrekinn Nevada, þar næst kom Arizona, nær eyjunni, við hlið þess var viðgerðarskip. Þar næst komu Tennesee og West Virginia síðan Maryland og Oklahoma og syðst í röðinni var California. Áttundi víg- drekinn Pennsylvania var í þurrkví. Við bryggjur og í þurrkvíum voru skip og dreift um alla höfnina voru tundurspillar, beitiskip, flutninga- og olíuskip, kafbátar í höfn, drátt- arbátar o.fl. Stutt frá Nevada lá spítalaskip við festar. Ekkert flug- móðurskip var í höfn. Á Hickam- flugvelli, rétt sunnan við höfnina, var fjöldi flugvéla, einnig á flugvell- inum á Fordeyju og á öðrum flug- völlum eyjarinnar. Engin njósn hafði borist til Bandaríkjamanna um japanska flotann. Um kl. 6 þann 7. des. var hann um 200 mílur í norður af Oahu og hafinn var undirbúningur þess að senda fyrstu árásarsveitim- ar af stað. Þessar sveitir höfðu fengið þjálfun frá því um sumarið 1941 í að kasta sprengjum úr hæð og tundurskeytum í lágflugi á grunnsævi. Tundurskeytin og sprengjurnar voru útbúnar sérstök- um uggum (tréuggar á tundur- skeytin). Stuðst var við kort og lík- ön af Perluhöfn og öðrum flugvöll- um á eyjunni. Byggt var á upplýs- ingum japanska konsúlsins í Honol- ulu. Og þeir vissu hvenær flotinn var í höfn. Yamamoto flotaforingi á að hafa átt hugmyndina að árás- inni, þó að hann hafi í raun verið á móti stríði við Bandaríkin. Sjálfur hafði hann dvalið þar. Ef stríð yrði óumflýjanlegt yrðu þeir að taka frumkvæðið og koma á óvart ættu þeir að eiga von um sigur. Voru þeir ekki neyddir í stríð vegna hrá- efnaskorts? Slík voru rök japönsku haukanna. Bandaríkin undirbjuggu sig líka undir strið. Árásin á Perluhöfn var djörf og fól í sér mikla áhættu fyr- ir Japani, en ef hún heppnaðist þá var aðal flotastöð óvinanna í Asíu gerð óvirk í einum leik. Slíkt var mögulegt. Allt hafði farið fram með ýtrustu leynd. Stundin var runnin upp, vélamar voru að fara í loftið. Það var talsverð undiralda, en allt var samkvæmt áætlun. Banzai — banzai herópið heyrðist hvað- anæva. Herstjórinn á Oahu fékk aðvar- anir frá Washington um að búast mætti við árás, en viðbúnaðurinn félst einkum í því að veijast skemmdarverkum ekki loftárás. Þess vegna var flugvélum raðað þétt saman á flugvöllum og jafnvel bensínlausar. Skömmu fyrir árásina fengu Bandaríkjamenn tækifæri til þess að verða viðbúnir árás, en þeir klúðruðu .því. Vart varð við kafbát skammt undan innsiglingunni í höfnina, en krafist var staðfesting- ar á fréttinni, sem aldrei kom. Reyndar var fréttinni hafnað af yfirmönnum á þeirri forsendu að líklega hefði ekki verið um kafbát að ræða. Starfræktar vom 6 hreyf- anlegar ratsjárstöðvar á eyjunni. Ein var í notkun þennan morgun. Hún var skammt frá Kahuku Point á norðurenda eyjarinnar. Klukkan 6.45 varð vart við smádepil á skíf- unni. Talið er að það hafi verið könnunarvél Japana, sem fór á undan flotanum til þess að kanna aðstæður. Tilkynning var hunsuð af varð- stjóra. Eftir því sem á leið og depl- arnir urðu fleiri og stærri voru fleiri tilraunir gerðar til þess að ná sam- bandi við upplýsingamiðstöð hers- ins, en þar var fréttinni hafnað á þeirri forsendu að hún skipti svo litlu. Þennan morgun var von á flug- sveit frá Kalifomíu og vélar frá bandaríska flotanum voru oft á ferðinni í æfingaflugi. Þeir sem voru við ratsjána vora nú vissir að mikill flugfloti nálgaðist og kl. 7.39 var eins og bylgjan skiptist í tvennt inn yfír eyjuna sitt hvora megin. Svo hvarf allt, bak við fjalllendið. Voru óvinir úr norðri hér á ferð? Japönsku flugsveitimar þutu á ofsaferð að skotmarkinu Pearl Harbor. Fuchida foringi hafði stillt loftnetið og gat þá heyrt í útvarp- . — _______yi_ , j_______. 3. ricb. ácilun Sienit. kokat, 26./701/. o/scl- ' , I , \ Joni i i/ó. ftltnrium laijt a! Va6 feriin /Zak[/' 'v/ía/at iif. Me’ttja- " ----------^ jf/off nlfna \ 77 ' \. 6. oá*. 'Jub\%rrra \i i “ V,T •L&L • oéoo Tderi. fluqsoe/tth t'bf/ii Sti/fca£//KVri----- ri>ýn/ri /eió JOfansfacL f/oia#s r O'AMU /oao Ht6 nt'm WUA'l OAHU ?FARL HARBCjR //0/ZI//.ISÍÍ/ /MOLOkA'l íllcdt? MAUI KLUWOWUlE ^ austuitu s sltna/u eyjœX' / Ma6)a//~ty/afy<iso/u/mr b /Pe/o/u/iorn* ?.thJ. /94/ /S HM rofiDBM Pmi/UÖf// áOMULULU Séð yfir til Fordeyju þar sem orustuskipin lágu. inu í Honolulu. Veðrið var ákjósan- legt, lítið skýjað til fjalla en bjart- viðri. Kl. 7.40 hafði flotinn skipað sér í áhlaupseiningar: tundurskeyta-, sprengju- og orrastuflugvélar. Tæknilega vora þær mjög góðar. Má t.d. minnast á Mitshubishi Zero eða núllið eins og Kaninn kallaði þær. Mjög hraðfleyg vél og lipur og náði rúml. 530 km/klst. Tundur- skeytavélin Nakajima (Kata) náði 380 km/klst. Þessar vélar þóttu þær bestu á þessum tíma. Allar vopnaðar vélbyssum (flestar með 7,7 mm). Sprengju- og tundurskeytavél- arnar báru hver eina 792 kg sprengju undir skrokki og steypi- flugvélar með sprengjur undir vængjum að þunga nál. 485 kg. Fyrsta bylgjan, 183 vélar á leið að skotmarkinu, þaut áfram, sveigði til vesturs og áfram niður með vesturströnd Oahu. Á þessum sólbjarta degi sést vel yfír og svæð- ið framundan blasir við Fuchida. Allt virðist ætla að ganga upp er hann sendir skeytið 0753 tora-tora- tora er gefur til kynna að árásin komi á óvart. Á þessum tíma er seinni bylgjan er hálfnuð á leið- inni. Vélarnar steypa sér yfír höfn- ina og Hickmanflugvöllinn. Tund- urskeytavélarnar taka sveig og koma yflr höfnina í lágflugi úr suðri. Eldstormurinn skellur á. Klukkan er að verða 8 þegar starfsmaður á Hickman verður var við fyrstu vélarnar og ímyndar sér að um æfíng sé að ræða. „Strák- arnir okkar eru aldeilis orðnir flink- ir í fluglistinni." Hann átti ekki orð til þess að tjá hrifningu sína. Ein vélin þaut í lágflugi yfir völlinn skammt frá. Allt í einu kvað við sprenging og margar sprengingar heyrðust samtímis. Eldsneytistank- ur stóð í ljósum loga og reykjarsúl- ur spýttust til lofts. „Þetta eru mistök, þetta er dýrt spaug.“ Starfsmaðurinn stóð furðulostinn og sem dáleiddur. Skyndilega þaut flugvél til lofts með ískrandi hljóði og sneri sér í loftinu og í sólskininu glampaði á búk og vængi og jap- anska sólarmerkið sást greinilega. Allt í einu var kallað. „Japanir hafa ráðist á okkur.“ Ægileg sprenging varð er flugvélaskýli sprakk í loft upp og braki rigndi yfír völlinn. Ofsalegar sprengingar heyrðust frá orrustuskipalegunni. Eldtungur þeyttust til lofts og loft- ið virtist svart af flugvélum og reyk. Bandaríkin voru komin í stríðið. Samtímis árásinni á Hickman eða kannski örlítið áður sprungu fyrstu sprengjur á Fordeyju. Þar var vopnabúr, flugvöllur og skýli. Við eyjuna að austanverðu vora orrustuskipin. Mínúta var vart liðin frá byijun árásarinnar er japönsku flugmennirnir einbeittu sér að aðal- markmiðinu að eyðileggja herskip- in. Flugvélaskipin voru öll fjarver- andi og má það telja lán í óláni. Flugmennirnir höfðu nákvæm kort af legu skipanna í höfninni. Spítala- skip skammt frá Fordeyju slapp alveg (vel merkt inn á kortin). Leifturárársin kom algerlega á óvart og aftur og aftur flugu vél- arnar yfir höfnina og vörpuðu sprengjum og vélbyssuskotum rigndi yfír menn og mannvirki. Það var ekki fýrr en undir lok árásar- innar að heimamenn vora farnir að veita viðnám og tókst að skjóta niður eða eyðileggja 29 flugvélar. í Hickman voru flestar flugvélar eyðilagðar eða svo laskaðar að þær komust ekki í loftið. Þar vora fyrir 349 vélar og raðað svo þétt að betra skotmark gátu Japanir ekki fengið. í þeirri ringulreið sem ríkti var ekki hægt að koma miklum vörnum við, skotfærageymslur læstar og margir í leyfi, en samt voru dáðir drýgðar gegn ofureflinu. Þar sem Japanir höfðu lagt áherslu á að eyðileggja flugflotann á öllum flugvöllunum þá gátu þeir einbeitt sér að eyðileggingu orr- ustuskipanna eftir fáar mínútur. Tundurskeytin dugðu vel og svo gerðu sprengjurnar sem líka vora búnar sérstökum uggum til þess að komast í gegnum brynhlífar skipanna. Á fyrstu mínútum umturnaðist allt. Herskipin urðu fyrir ægilegri sprengju- og tundurduflaárás. Arizona varð fyrir mörgum sprengjum og skotfærageymsla sprakk og skipið varð fljótt eitt logandi víti og brotnaði og sökk með mörg hundrað manns innilok- aða í flakinu, sem í dag liggur á botni hafnarinnar. Oklahoma varð snemma fyrir tundurskeytum og hvolfdi. Mary- land slapp tiltölulega vel. Nevada austast í röðinni og eitt sér varð fyrir áköfum árásum, en hélt upp skothríð úr loftvarnabyssum og skaut niður að talið er nokkrar flugvélar. Herskipið komst framhjá ______________________________37 bryndrekanum og strandaði við innsiglinguna. West Virgina varð fljótt eitt log- andi eldhaf, hafði fengið mörg tundurskeyti og sprengjur og sökk án þess að hvolfa. Skotið var úr byssum þess. Tennesee slapp tiltölulega vel, var í skjóli af West Virgina og nær eyjunni og slapp við tundurskeyta- árás, en fékk sprengjur á sig. Helstu skemmdir skipsins komu frá hinu brennandi Arizona, sem var ekki langt frá. Syðst í röðinni var vígdrekinn Califomia, sem varð fyrir tundur- skeytum og sprengjum og sökk hægt niður í botnleðjuna. Pennsylv- ania, áttundi bryndrekinn, var í þurrkví, slapp furðuvel, varð fyrir minniháttar skemmdum. Aftur og aftur flugu vélarnar yfír höfnina og herskipin og vörp- uðu sprengjum og héldu uppi lát- lausri skothríð. Reynt var að svara árásinni, sem kom Bandaríkja- mönnum svo sannarlega á óvart og þeir vora algerlega óviðbúnir, en samt jókst mótstaðan er á leið. Logandi skip og sokkin voru um alla höfnina, reykur og eldtungur stigu til himins er seinni bylgjan skall á um klukkustund síðar. Þar voru um 170 vélar á ferð. Haldið var áfram látlausum árásum á Perluhöfn og aðra flugvelli eyjar- innar. Eftir um tvo tíma eða um kl. 10 fyrir hádegi var leifturstríð- inu lokið. Fuehida hafði gefíð flug- sveitunum fyrirmæli um að snúa aftur til flugmóðurskipanna. Æt\- unarverkinu var lokið. Að síðustu flaug hann yfír víg- völlinn. Alls staðar loguðu eldar og reykjarmökkurinn huldi stór svæði. Síðustu flugvélarnar hurfu til norð- urs á ofsaferð til flotans sem tekið hafði stefnuna til Japans. Nagumo flotaforingi hafði ákveðið að aðgerðum skyldi hætt, takmarkinu hafði verið náð. Her- stöðin gerð óvirk. Er Japanir hurfu á brott vora mörg mannvirki óskemmd, verk- stæði, þurrkvíar og birgðaskemmur og mörg herskip höfðu sloppið svo sem flestir tundurspillar, beitiskip og allir kafbátarnir. Olíugeymarnir sem voru um alla eyjuna voru flest- ir heilir. Tjónið var samt óskaplegt. Tals- vert á 3. þúsund manns hafði lát- ist. Alls var 18 skipum sökkt eða skemmd meira eða minna og hátt í 200 flugvélar eyðilagðar. Og mörg mannvirki skemmd og illa farin. Yfirmennirnir H. Kimmel flotaforingi og W. Short hershöfð- ingi urðu að víkja fýrir nýjum mönnum, sem samkvæmt niður- stöðu dómnefndar þýddi að mistök- in í vamarmálum Perluhafnár mátti skrifa á reikning yfirmanna á Hawaii en ekki í Washington. Japanir misstu 29 flugvélar og innan við 100 manns og 5 dvergk- afbáta og einn stóran. Engum telj- andi skaða ollu kafbátarnir. Árásin á Perluhöfn var mikið áfall fyrir Bandaríkin, en varð þó til þess að þjappa þjóðinni saman og batt enda á þeirri óeiningu sem svo lengi ríkti innan þings og utan í afstöðunni til stríðsins, sem geis- aði í Evrópu og Asíu. Daginn eftir sögðu Bandaríkjamenn Japönum stríði á hendur. Ótti Yamamoto flotaforingja rættist, árásin varð til þess að vekja risann, sem átti eftir að veita þeim sjálfum rothöggið í stríðinu í Kyrra- hafi og svo áþreifanlega flýtti fyrir endalokum heimsstyijaldarinnar síðri. Og í dag er þessi risi, stórveldið sem mest kveður að í heimsmálun- um. í Perluhöfn er mikill minnisvarði um Arizona og þennan örlagaríka atburð. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir O’ahu og á síðustu árum hafa árlega hátt í tvær milljónir þessara pílagríma nútímans lagt leið sína til Perluhafnar. Munið Pearl Harbor. Texti og teikning: Haraldur Einarsson Höfundur er með BA ísögu og ensku ogstarfarsem kennari og teiknarí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.