Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 inni. Norðaustast í röðinni var bryndrekinn Nevada, þar næst kom Arizona, nær eyjunni, við hlið þess var viðgerðarskip. Þar næst komu Tennesee og West Virginia síðan Maryland og Oklahoma og syðst í röðinni var California. Áttundi víg- drekinn Pennsylvania var í þurrkví. Við bryggjur og í þurrkvíum voru skip og dreift um alla höfnina voru tundurspillar, beitiskip, flutninga- og olíuskip, kafbátar í höfn, drátt- arbátar o.fl. Stutt frá Nevada lá spítalaskip við festar. Ekkert flug- móðurskip var í höfn. Á Hickam- flugvelli, rétt sunnan við höfnina, var fjöldi flugvéla, einnig á flugvell- inum á Fordeyju og á öðrum flug- völlum eyjarinnar. Engin njósn hafði borist til Bandaríkjamanna um japanska flotann. Um kl. 6 þann 7. des. var hann um 200 mílur í norður af Oahu og hafinn var undirbúningur þess að senda fyrstu árásarsveitim- ar af stað. Þessar sveitir höfðu fengið þjálfun frá því um sumarið 1941 í að kasta sprengjum úr hæð og tundurskeytum í lágflugi á grunnsævi. Tundurskeytin og sprengjurnar voru útbúnar sérstök- um uggum (tréuggar á tundur- skeytin). Stuðst var við kort og lík- ön af Perluhöfn og öðrum flugvöll- um á eyjunni. Byggt var á upplýs- ingum japanska konsúlsins í Honol- ulu. Og þeir vissu hvenær flotinn var í höfn. Yamamoto flotaforingi á að hafa átt hugmyndina að árás- inni, þó að hann hafi í raun verið á móti stríði við Bandaríkin. Sjálfur hafði hann dvalið þar. Ef stríð yrði óumflýjanlegt yrðu þeir að taka frumkvæðið og koma á óvart ættu þeir að eiga von um sigur. Voru þeir ekki neyddir í stríð vegna hrá- efnaskorts? Slík voru rök japönsku haukanna. Bandaríkin undirbjuggu sig líka undir strið. Árásin á Perluhöfn var djörf og fól í sér mikla áhættu fyr- ir Japani, en ef hún heppnaðist þá var aðal flotastöð óvinanna í Asíu gerð óvirk í einum leik. Slíkt var mögulegt. Allt hafði farið fram með ýtrustu leynd. Stundin var runnin upp, vélamar voru að fara í loftið. Það var talsverð undiralda, en allt var samkvæmt áætlun. Banzai — banzai herópið heyrðist hvað- anæva. Herstjórinn á Oahu fékk aðvar- anir frá Washington um að búast mætti við árás, en viðbúnaðurinn félst einkum í því að veijast skemmdarverkum ekki loftárás. Þess vegna var flugvélum raðað þétt saman á flugvöllum og jafnvel bensínlausar. Skömmu fyrir árásina fengu Bandaríkjamenn tækifæri til þess að verða viðbúnir árás, en þeir klúðruðu .því. Vart varð við kafbát skammt undan innsiglingunni í höfnina, en krafist var staðfesting- ar á fréttinni, sem aldrei kom. Reyndar var fréttinni hafnað af yfirmönnum á þeirri forsendu að líklega hefði ekki verið um kafbát að ræða. Starfræktar vom 6 hreyf- anlegar ratsjárstöðvar á eyjunni. Ein var í notkun þennan morgun. Hún var skammt frá Kahuku Point á norðurenda eyjarinnar. Klukkan 6.45 varð vart við smádepil á skíf- unni. Talið er að það hafi verið könnunarvél Japana, sem fór á undan flotanum til þess að kanna aðstæður. Tilkynning var hunsuð af varð- stjóra. Eftir því sem á leið og depl- arnir urðu fleiri og stærri voru fleiri tilraunir gerðar til þess að ná sam- bandi við upplýsingamiðstöð hers- ins, en þar var fréttinni hafnað á þeirri forsendu að hún skipti svo litlu. Þennan morgun var von á flug- sveit frá Kalifomíu og vélar frá bandaríska flotanum voru oft á ferðinni í æfingaflugi. Þeir sem voru við ratsjána vora nú vissir að mikill flugfloti nálgaðist og kl. 7.39 var eins og bylgjan skiptist í tvennt inn yfír eyjuna sitt hvora megin. Svo hvarf allt, bak við fjalllendið. Voru óvinir úr norðri hér á ferð? Japönsku flugsveitimar þutu á ofsaferð að skotmarkinu Pearl Harbor. Fuchida foringi hafði stillt loftnetið og gat þá heyrt í útvarp- . — _______yi_ , j_______. 3. ricb. ácilun Sienit. kokat, 26./701/. o/scl- ' , I , \ Joni i i/ó. ftltnrium laijt a! Va6 feriin /Zak[/' 'v/ía/at iif. Me’ttja- " ----------^ jf/off nlfna \ 77 ' \. 6. oá*. 'Jub\%rrra \i i “ V,T •L&L • oéoo Tderi. fluqsoe/tth t'bf/ii Sti/fca£//KVri----- ri>ýn/ri /eió JOfansfacL f/oia#s r O'AMU /oao Ht6 nt'm WUA'l OAHU ?FARL HARBCjR //0/ZI//.ISÍÍ/ /MOLOkA'l íllcdt? MAUI KLUWOWUlE ^ austuitu s sltna/u eyjœX' / Ma6)a//~ty/afy<iso/u/mr b /Pe/o/u/iorn* ?.thJ. /94/ /S HM rofiDBM Pmi/UÖf// áOMULULU Séð yfir til Fordeyju þar sem orustuskipin lágu. inu í Honolulu. Veðrið var ákjósan- legt, lítið skýjað til fjalla en bjart- viðri. Kl. 7.40 hafði flotinn skipað sér í áhlaupseiningar: tundurskeyta-, sprengju- og orrastuflugvélar. Tæknilega vora þær mjög góðar. Má t.d. minnast á Mitshubishi Zero eða núllið eins og Kaninn kallaði þær. Mjög hraðfleyg vél og lipur og náði rúml. 530 km/klst. Tundur- skeytavélin Nakajima (Kata) náði 380 km/klst. Þessar vélar þóttu þær bestu á þessum tíma. Allar vopnaðar vélbyssum (flestar með 7,7 mm). Sprengju- og tundurskeytavél- arnar báru hver eina 792 kg sprengju undir skrokki og steypi- flugvélar með sprengjur undir vængjum að þunga nál. 485 kg. Fyrsta bylgjan, 183 vélar á leið að skotmarkinu, þaut áfram, sveigði til vesturs og áfram niður með vesturströnd Oahu. Á þessum sólbjarta degi sést vel yfír og svæð- ið framundan blasir við Fuchida. Allt virðist ætla að ganga upp er hann sendir skeytið 0753 tora-tora- tora er gefur til kynna að árásin komi á óvart. Á þessum tíma er seinni bylgjan er hálfnuð á leið- inni. Vélarnar steypa sér yfír höfn- ina og Hickmanflugvöllinn. Tund- urskeytavélarnar taka sveig og koma yflr höfnina í lágflugi úr suðri. Eldstormurinn skellur á. Klukkan er að verða 8 þegar starfsmaður á Hickman verður var við fyrstu vélarnar og ímyndar sér að um æfíng sé að ræða. „Strák- arnir okkar eru aldeilis orðnir flink- ir í fluglistinni." Hann átti ekki orð til þess að tjá hrifningu sína. Ein vélin þaut í lágflugi yfir völlinn skammt frá. Allt í einu kvað við sprenging og margar sprengingar heyrðust samtímis. Eldsneytistank- ur stóð í ljósum loga og reykjarsúl- ur spýttust til lofts. „Þetta eru mistök, þetta er dýrt spaug.“ Starfsmaðurinn stóð furðulostinn og sem dáleiddur. Skyndilega þaut flugvél til lofts með ískrandi hljóði og sneri sér í loftinu og í sólskininu glampaði á búk og vængi og jap- anska sólarmerkið sást greinilega. Allt í einu var kallað. „Japanir hafa ráðist á okkur.“ Ægileg sprenging varð er flugvélaskýli sprakk í loft upp og braki rigndi yfír völlinn. Ofsalegar sprengingar heyrðust frá orrustuskipalegunni. Eldtungur þeyttust til lofts og loft- ið virtist svart af flugvélum og reyk. Bandaríkin voru komin í stríðið. Samtímis árásinni á Hickman eða kannski örlítið áður sprungu fyrstu sprengjur á Fordeyju. Þar var vopnabúr, flugvöllur og skýli. Við eyjuna að austanverðu vora orrustuskipin. Mínúta var vart liðin frá byijun árásarinnar er japönsku flugmennirnir einbeittu sér að aðal- markmiðinu að eyðileggja herskip- in. Flugvélaskipin voru öll fjarver- andi og má það telja lán í óláni. Flugmennirnir höfðu nákvæm kort af legu skipanna í höfninni. Spítala- skip skammt frá Fordeyju slapp alveg (vel merkt inn á kortin). Leifturárársin kom algerlega á óvart og aftur og aftur flugu vél- arnar yfir höfnina og vörpuðu sprengjum og vélbyssuskotum rigndi yfír menn og mannvirki. Það var ekki fýrr en undir lok árásar- innar að heimamenn vora farnir að veita viðnám og tókst að skjóta niður eða eyðileggja 29 flugvélar. í Hickman voru flestar flugvélar eyðilagðar eða svo laskaðar að þær komust ekki í loftið. Þar vora fyrir 349 vélar og raðað svo þétt að betra skotmark gátu Japanir ekki fengið. í þeirri ringulreið sem ríkti var ekki hægt að koma miklum vörnum við, skotfærageymslur læstar og margir í leyfi, en samt voru dáðir drýgðar gegn ofureflinu. Þar sem Japanir höfðu lagt áherslu á að eyðileggja flugflotann á öllum flugvöllunum þá gátu þeir einbeitt sér að eyðileggingu orr- ustuskipanna eftir fáar mínútur. Tundurskeytin dugðu vel og svo gerðu sprengjurnar sem líka vora búnar sérstökum uggum til þess að komast í gegnum brynhlífar skipanna. Á fyrstu mínútum umturnaðist allt. Herskipin urðu fyrir ægilegri sprengju- og tundurduflaárás. Arizona varð fyrir mörgum sprengjum og skotfærageymsla sprakk og skipið varð fljótt eitt logandi víti og brotnaði og sökk með mörg hundrað manns innilok- aða í flakinu, sem í dag liggur á botni hafnarinnar. Oklahoma varð snemma fyrir tundurskeytum og hvolfdi. Mary- land slapp tiltölulega vel. Nevada austast í röðinni og eitt sér varð fyrir áköfum árásum, en hélt upp skothríð úr loftvarnabyssum og skaut niður að talið er nokkrar flugvélar. Herskipið komst framhjá ______________________________37 bryndrekanum og strandaði við innsiglinguna. West Virgina varð fljótt eitt log- andi eldhaf, hafði fengið mörg tundurskeyti og sprengjur og sökk án þess að hvolfa. Skotið var úr byssum þess. Tennesee slapp tiltölulega vel, var í skjóli af West Virgina og nær eyjunni og slapp við tundurskeyta- árás, en fékk sprengjur á sig. Helstu skemmdir skipsins komu frá hinu brennandi Arizona, sem var ekki langt frá. Syðst í röðinni var vígdrekinn Califomia, sem varð fyrir tundur- skeytum og sprengjum og sökk hægt niður í botnleðjuna. Pennsylv- ania, áttundi bryndrekinn, var í þurrkví, slapp furðuvel, varð fyrir minniháttar skemmdum. Aftur og aftur flugu vélarnar yfír höfnina og herskipin og vörp- uðu sprengjum og héldu uppi lát- lausri skothríð. Reynt var að svara árásinni, sem kom Bandaríkja- mönnum svo sannarlega á óvart og þeir vora algerlega óviðbúnir, en samt jókst mótstaðan er á leið. Logandi skip og sokkin voru um alla höfnina, reykur og eldtungur stigu til himins er seinni bylgjan skall á um klukkustund síðar. Þar voru um 170 vélar á ferð. Haldið var áfram látlausum árásum á Perluhöfn og aðra flugvelli eyjar- innar. Eftir um tvo tíma eða um kl. 10 fyrir hádegi var leifturstríð- inu lokið. Fuehida hafði gefíð flug- sveitunum fyrirmæli um að snúa aftur til flugmóðurskipanna. Æt\- unarverkinu var lokið. Að síðustu flaug hann yfír víg- völlinn. Alls staðar loguðu eldar og reykjarmökkurinn huldi stór svæði. Síðustu flugvélarnar hurfu til norð- urs á ofsaferð til flotans sem tekið hafði stefnuna til Japans. Nagumo flotaforingi hafði ákveðið að aðgerðum skyldi hætt, takmarkinu hafði verið náð. Her- stöðin gerð óvirk. Er Japanir hurfu á brott vora mörg mannvirki óskemmd, verk- stæði, þurrkvíar og birgðaskemmur og mörg herskip höfðu sloppið svo sem flestir tundurspillar, beitiskip og allir kafbátarnir. Olíugeymarnir sem voru um alla eyjuna voru flest- ir heilir. Tjónið var samt óskaplegt. Tals- vert á 3. þúsund manns hafði lát- ist. Alls var 18 skipum sökkt eða skemmd meira eða minna og hátt í 200 flugvélar eyðilagðar. Og mörg mannvirki skemmd og illa farin. Yfirmennirnir H. Kimmel flotaforingi og W. Short hershöfð- ingi urðu að víkja fýrir nýjum mönnum, sem samkvæmt niður- stöðu dómnefndar þýddi að mistök- in í vamarmálum Perluhafnár mátti skrifa á reikning yfirmanna á Hawaii en ekki í Washington. Japanir misstu 29 flugvélar og innan við 100 manns og 5 dvergk- afbáta og einn stóran. Engum telj- andi skaða ollu kafbátarnir. Árásin á Perluhöfn var mikið áfall fyrir Bandaríkin, en varð þó til þess að þjappa þjóðinni saman og batt enda á þeirri óeiningu sem svo lengi ríkti innan þings og utan í afstöðunni til stríðsins, sem geis- aði í Evrópu og Asíu. Daginn eftir sögðu Bandaríkjamenn Japönum stríði á hendur. Ótti Yamamoto flotaforingja rættist, árásin varð til þess að vekja risann, sem átti eftir að veita þeim sjálfum rothöggið í stríðinu í Kyrra- hafi og svo áþreifanlega flýtti fyrir endalokum heimsstyijaldarinnar síðri. Og í dag er þessi risi, stórveldið sem mest kveður að í heimsmálun- um. í Perluhöfn er mikill minnisvarði um Arizona og þennan örlagaríka atburð. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir O’ahu og á síðustu árum hafa árlega hátt í tvær milljónir þessara pílagríma nútímans lagt leið sína til Perluhafnar. Munið Pearl Harbor. Texti og teikning: Haraldur Einarsson Höfundur er með BA ísögu og ensku ogstarfarsem kennari og teiknarí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.