Morgunblaðið - 05.01.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993
skólar/námskeið
tölvur
■ Tölvuskóli í fararbroddi. Ný
námsskrá fyrir vorönn 1993.
Viö bjóðum nú Ópus Allt námskeiöin í
samvinnu við íslenska forritaþróun. At-
hugið að auglýst verð á Ópus Allt nám-
skeiðum í námsskrá gilda einungis fyrir
þá, sem eru með þjónustusamning við
íslenska forritaþróun. Almennt verð er
20% hærra.
Excel og Word námskeið á sérverði.
Námskeið í tölvugrafík. Fáðu senda
námsskrá.
■ Tölvunotkun í fyrirtækjum.
Nám sem veitir FORSKOT í atvinnulíf-
inu. Markmið námsins er að útskrifa fjöl-
hæfa starfsmenn með alhliða hagnýta
kunnáttu í notkun PC tölva í fyrirtækj-
um. Hefst 18. janúar og lýkur 16. júní,
252 klst., mán.-fim. kl. 16-19. Innritun
hafm. Fáðu sendar upplýsingar.
■ Tölvubókhald.
Kvöldnámskeið (35 klst.), sem hefst 26.
janúar. Hentar öllum, sem vilja afla sér
hagnýtrar kunnáttu í tölvubókhaldi. Upp-
lagt fyrir þá, sem eru með sjálfstæðan
rekstur. Notuð eru Ópus Allt bókhalds-
forritin við kennsluna.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
íslands og Nýherja.
Sfmar 621066 og 697768.
tungumál
■ Útlendingar
Viljið þið læra íslensku? Námskeiðin
okkar eru að byrja.
Upplýsingar í síma 668143 frá kl. 19-20.
■ Enskunám i Englandi.
M.a. 3ja mánaða námskeið.
ÓUk þyngdarstig. Vióurkennd próf.
Allt að 20% vetrarafsláttur.
Upplýsingar í síma 32492.
MÍMSAÐSTQÐ
■ Námsaðstoð vió grunn-, framhalds-
og háskólanema. Flestar námsgreinar.
Einkatímar - hópar.
Reyndir réttindakennarar.
Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30.
Nemendaþjórvustan sf.
■ Stafsetningarnámskeiðin
eftirsóttu eru að hefjast.
Upplýsingar og innritun í síma
668143 milli kl. 19.00-20.00.
■ Enskunám f Englandi
í Brighton á suðurströnd Englands er
viðurkenndur enskuskóli sem hefur ver-
ið starfandi síðan 1962. Við skólann
starfa eingöngu sérmenntaðir kennarar.
Hægt er að velja margvísleg námskeið,
s.s. almenna ensku og viðskiptaensku.
Námskeiðin eru frá 2 vikum upp í 1 ár
og sérstök sumarnámskeið.
Allar nánari upplýsingar veitir fulltrúi
skólans á íslandi í síma 93-51309, Guðný.
ýmislegt
■ Frá Heimspekiskólanum
Kennsla hefst 11. janúar.
Eftirtalin námskeið eru í boði:
Hugtakatengsl (5-7 ára), Tengsl manns
og náttúru (8-9 ára), Mál og hugsun
(9-10 ára), Ráðgátur og rökleikni
(11-13 ára), Siðfræði (13-14 ára), Ráð-
gátur og röídeikni (16 ára og eldri).
Upplýsingar og innritun
í símum 628083 og 628283.
■ 'Sálrækt
- styrking líkama og sálar
„Body-therapy“ ★ „Gestalt" ★ Lífefli ★
Líföndun ★ Dáleiðsla ★ Slökun m.m.
Námskeið að hefjast.
Sálfræðiþjónusta
Gunnars
Gunnarssonar,
s. 12077,641803.
■ Bréfaskólanámskeið:
Teikning, litameðferð, listmálun með
myndbandi, bamanámskeið, skraut-
skrift, hýbýlafræði, innanhússarkitektúr,
garðhúsagerð og hæfileikapróf.
□ Við kynnum nýtt námskeið í
Husasótt
Fáðu sendar upplýsingar um skól-
ann meö þvf að hringja í sfma
627644 allan sólarhringinn.
35
Útifundur á Lækjartorgi
Stuðningur við
mannréttindabar-
áttu Palestínumanna
ÚTIFUNDUR, sem Félagið Ísland-Palestína gekkst fyrir á Lækjar-
torgi 30. desember, lýsti eindregnum stuðningi við mannréttindabar-
áttu Palestínumanna gegn útlegðardómum og fyrir alþjóðlegri vernd
ibúa herteknu svæðanna. Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráð-
herra, hefur ritað Yitzhak Rabin forsætisráðherra ísrael bréf, þar
sem hann lýsir áhyggjum íslenskra stjórnvalda vegna aðstæðna 400
landlausra Palestínumanna sem vísað hefur verið frá hernumdu
svæðunum.
í samþykkt útifundarins er þess
krafíst að Palestínumennirnir fái
að snúa tafarlaust heim til sinna
fjölskyldna og jafnframt er skorað
á ríkisstjórn íslands að stuðla að
refsiaðgerðum gegn ísrael ef þar-
lend stjómvöld sleppa mönnunum
ekki úr herkví og lúti alþjóðalögum.
Þá segir, „Útifundurinn gerir þá
kröfu til ríkisstjómar íslands að hún
tjái ísraelsstjóm fordæmingu ís-
lendinga á voðaverkum ísraelska
hemámsliðsins, sem skotið hefur til
bana fjölmarga óbreytta borgara á
síðustu dögum, jafnt börn sem full-
orðna, vegna mótmæla þeirra við
útlegðardómi 415 menninganna.
Fundurinn væntir þess að ríkis-
stjóm íslands skipi sér í röð þeirra
sem krefjast alþjóðlegrar vemdar á
vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir
Palestínumenn á herteknu svæðun-
um.“
í bréfí utanríkisráðherra eru ísra-
elsk stjórnvöld hvött til að gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að
tryggja að umræddum Palestínu-
mönnum verði séð fyrir nauðþurft-
um. Einnig er látin í ljós von um
að ákvörðun um brottvísun Palest-
ínumannanna verði afturkölluð og
að mál þeirra fái eðlilega meðferð
fyrir dómsstólum.
Þá hefur Þingflokkur Samtaka
um Kvennalista sent ríkisstjórnum
ísrael og íslands bréf, þar sem skor-
að er á íslensk stjómvöld að standa
vörð um mannréttindi hvar sem er
í heiminum. Jafnframt er skorað á
íslensk stjómvöld að fordæma að-
gerðir ísraela og beita sér með öll-
um tiltækum ráðum fyrir því, að
Palestínumennimir fái þegar í stað
að snúa aftur til heimkynna sinna.
R AÐ AUGL YSINGAR
Magnús Elíasson,
löggiltur endurskoðandi,
hefur flutt starfstöð sína frá Flókagötu 65,
Reykjavík, í Ármúla 40, Reykjavík, frá og með
1. janúar 1993.
Nýtt símanúmer er 677622 og faxnúmer
677632.
Gestaíbúðin
Villa Bergshyddan
í Stokkhólmi
íbúðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu
18. aldar húsi), er léð án endurgjalds þeim,
sem fást við listir og önnur menningarstörf
í Helsingfors, Kaupmannahöfn, Osló eða
Reykjavík, til dvalar á tímabilinu 15. apríl til
1. nóvember 1993.
Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar
sem fram komi tilgangur dvalarinnar og
hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um
umsækjanda, skal senda til Hásselby Slot, Box
520, S-162 15 Vállingby, fyrir 28. febrúar nk.
Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð.
Nánari upplýsingarfást hjá skrifstofu borgar-
stjóra, sími 632000.
HÚSNÆÐt ÓSKAST
Einbýlishús óskast til leigu
Traust fyrirtæki óskar eftir einbýlishúsi á
Stór-Reykjavíkursvæðinu til leigu í 2 ár.
Þarf að vera laust fljótlega.
Nánari upplýsingar veitir:
Helgi Jóhannesson hdl.,
Lágmúla 7, Reykjavík,
sími 812622, fax 686269.
íbúð óskast
Markaðsstjóri hjá stóru fyrirtæki óskar eftir
góðri íbúð í Árbæjarhverfi til leigu í 2-3 ár
frá 1. febrúar.
Margt kemur til greina, svo sem einbýli, rað-
hús eða 4-5 herb. íbúð í fjölbýlishúsi.
Fjölskyldan er skilvís, snyrtileg og reyklaus.
Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl.,
merkt: „1x2".
KENNSIA
Listdansskóli íslands
Ballettímar
fyrir gamla nemendur
Tímar hefjast aftur miðvikudaginn 6. janúar
kl. 18.30 og verða framvegis á mánudögum
kl. 20.00 og miðvikudögum kl. 18.30.
Nánari upplýsingar í síma skólans 679188.
nolbrautasxúunn Innritun oq val
BREIÐH0LTI ........ ^
námsáfanga í Kvöldskóla F.B. fyrir vorönn
1993 fer fram mánudaginn 4. og þriðjudaginn
5. janúar kl. 16.30-19.30 báða dagana.
Kennt er á eftirtöldum sviðum:
1. Bóknámssviði.
2. Félagsgreinasviði.
3. Heilbrigðissviði.
4. Listasviði.
5. Matvælasviði.
6. Tæknisviði.
7. Viðskiptasviði.
Skólameistari.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Hamraborg 7
Til leigu skrifstofuhúsnæði.
Á 2. hæð: 32 fm, 45 fm, 166 fm (skiptan-
legt). Á 3. hæð: 100 fm (skiptanlegt).
Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 642286
eða 44415.
Lán til
viðhaldsframkvæmda
Með hliðsjón af hinu erfiða atvinnuástandi á
félagssvæði sjóðanna hafa stjórnir neðan-
greindra lífeyrissjóða í Hafnarfirði ákveðið að
gefa sjóðsfélögum sínum kost á lánum til 10
ára, enda sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt:
1. Að láninu verði varið til viðhaldsfram-
kvæmda eða endurbóta á húseign sjóðs-
félaga.
2. Að verkið verði boðið út til félaga í MVB
eða Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafn-
arfirði skv. nánari reglum þar um.
3. Að veð séu eins og reglur sjóðanna gera
ráð fyrir á hverjum tíma.
4. Umsóknum sé skilað til mælingastofu
Félags byggingariðnaðarmann, Bæjar-
hrauni 2, Hafnarfirði, sem mun veita allar
nánari upplýsingar.
Lánin eru verðtryggð miðað við lánskjaravísi-
tölu og vaxtakjör eru meðalvextir banka og
sparisjóða á verðtryggðum lánum sem nú
eru 9,2%. .......
Stjormr sjoðanna.
wmmauglýsingor
FÉLAGSLÍF
FERÐAFELAC
# ÍSLANDS
MÖRKiNNI 6 • SÍMI 682533
Þrettándaganga
og blysför um byggðir
álfa og huldufólks -
í Öskjuhlíð
Miðvikudaginn 6. janúar efnir
Ferðafélagið tll þrettándagöngu
um álfa- og huldufólksbyggðir í
öskjuhlíð. Blys verða seld áður
en gangan hefst. Til gamans
verður stuðst við kort sem Yngvi
Þór Loftsson hjá Borgarskipu-
lagi Reykjavikur teiknaði eftir til-
sögn Erlu Stefánsdóttur um hut-
iðsvætti á höfuðborgarsvæðinu.
Gangan hefst kl. 20.00 og verður
lagt af stað frá Hótel Loftleiöum.
Ekkert þátttökugjald en blys
kosta kr. 200. Að göngu lokinni
veröur staldrað við hjá álfa-
brennu Vals við Hlíðarenda.
Áætlaöur göngutími er 1 klst.
og þvi tilvalin ferð fyrir alla fjöl-
skylduna, unga sem aldna.
Myndakvöld fimmtu-
daginn 7. janúar
Fimmtudaginn 7. janúar (ath.
breytingu á vikudegi) verður
næsta myndakvöld F.í. i Sóknar-
salnum, Skipholti 50a, og hefst
stundvíslega kl. 20.30. Björn
Hróarsson fer víða um landiö
og segir frá í máli og myndum
náttúrufyrirbærum og athyglis-
verðum svæðum m.a. Surtsey,
nýjar myndir úr hellaferðum og
hverasvæði veröa heimsótt.
Jóhannes I. Jónsson sýnir og
segir frá ferð um „Litla hálendis-
hnnginn'*. m.a. liggur leiðin um
fáfarin svæði norðan og sunnan
Hofsjökuls.
Aðgangur kr. 500 (kaffi og með-
læti innifaliö).
Ferðafélag íslands.