Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
88. tbl. 81.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Fjöldasjálfsmorð á búgarði Davids Koresh í Waco í Texas
Trúboðsstöðin varð log-
andi víti á svipstundu
Vítiseldar
SVARTIR reykjarbólstr-
ar stíga upp frá brenn-
andi trúboðsstöðinni á
Karmel-fjalli skammt fyr-
ir utan borgina Waco í
Texas í gær. Talsmenn
alríkislögreglunnar FBI
fullyrtu að fylgismenn
safnaðarstjórans Davids
Koresh hefðu kveikt í
byggingunum og notað
eldsneyti við íkveikjuna.
Rúmlega 80 manns fórust er
fylgismenn safnaðarleiðtog-
ans lögðu eld í byggingarnar
Waco. Reuter.
BANDARÍSKA alríkislögreglan (FBI) lýsti yfir því í gær-
kvöldi að David Koresh, leiðtogi sértrúarsafnaðar sem við
hann er kenndur, hefði framið sjálfsmorð ásamt með um
90 fylgismönnum sínum er aðsetur safnaðarins á búgarði
skammt frá Waco í Texas fuðraði upp á 30-40 mínútum í
risabáli í gær. Aðeins er talið að níu manns af 95 sem
voru innandyra hafi sloppið lifandi. Talsmenn bandarískra
stjórnvalda staðhæfðu að leyniskyttur hefðu séð í sjónauka
er tveir safnaðarmenn kveiktu í búgarðinum þegar sveitir
bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hugðust gera tilraun
til þess að svæla söfnuðinn út með táragasi.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
lýsti pólitískri ábyrgð á aðgerðinni
á hendur sér en ákvörðun um hana
tóku dómsmálaráðuneytið og FBI
í sameiningu. Janet Reno, dóms-
málaráðherra, lýsti yfir ábyrgð á
hendur sér og kvað framgöngu al-
ríkislögreglunnar hafa einkennst
af atvinnumennsku og stillingu.
„Eg samþykkti áætlunina og ég
ber ábyrgðina," sagði Reno á
fréttamannafundi í gærkvöldi.
Skriðdrekum og táragasi beitt
í gærmorgun að staðartíma lagði
sveit bandarísku alríkislögreglunn-
ar til atlögu við söfnuðinn. Skrið-
drekum var ekið á bygginguna og
brutu þeir göt á húsin. Inn um þau
var varpað táragasi til þess að
flæma safnaðarfólkið út. Liðsmenn
Koresh reyndu að veijast með vél-
byssuskothríð í fyrstu en það hreif
ekki. Skyndilega kviknaði eldur í
báðum endum búgarðsins og barst
bálið á ógnarhraða um byggingarn-
ar. Þótti það benda til þess að elds-
neyti hafi verið notað við íkveikj-
una. Heyrðust sprengingar við og
við er eldurinn breiddist út en vitað
var að Koresh og fylgismenn hans
höfðu komið sér upp miklu vopna-
búri. í fyrstu var talið að safnaðar-
fólkið myndi reyna að komast und-
an á flótta og hygðist villa um fyr-
ir lögreglunni með íkveikju. Síðar
var sú kenning afskrifuð og Rob
Ricks, talsmaður FBI, sagði að
gengið væri út frá því að að Kor-
esh hefði gefið fyrirskipun um
fjöldasjálfsmorð. Um fyrirfram
ákveðna ráðstöfun fyrir úrslitaorr-
ustu afla góðs og ills við heims-
endi, eins og það nefndist á máli
safnaðarstjórans, hefði verið að
ræða.
Fimm karlmenn og þrjár konur
komust lífs af úr eldsvoðanum.
Stór hluti safnaðarmanna var frá
öðrum löndum, þar af rúmlega tveir
tugir frá Bretlandi. Talið er að um
17 börn hafí verið innan dyra.
Strax í gærkvöldi tóku að heyr-
ast raddir þar sem aðgerðir FBI
Leiðtoginn
David Koresh taldi sig vera Mess-
ías endurborinn.
voru harðlega gagnrýndar og var
meðal annars bent á að það hefði
tekið slökkvilið rúman hálftíma að
komast á staðinn þrátt fyrir að
Koresh hefði áður lýst því yfir að
umsátrinu myndi lykta með víti-
seldum.
Hugðust afstýra
fjöldasjálfsmorði
Talsmenn FBI sögðu að ætlunin
hefði verið að gera safnaðarfólki
lífíð óbærilegt innandyra með tára-
gasi. Það hefði verið talin líkleg-
asta leiðin til að koma í veg fyrir
fjöldasjálfsmorð safnaðarins.
Skömmu áður en látið var til skar-
ar skríða var liðsmönnum Koresh
sagt símleiðis hvað í vændum væri
og gefinri stuttur frestur til að
gefast upp og koma út en því var
hafnað.
Lögreglusveitir höfðu setið um
búgarðinn frá 28. febrúar er mis-
heppnuð tilraun var gerð til þess
að handtaka Koresh. Kom þá til
skotbardaga, fjórir lögreglumenn
og sex liðsmenn Koresh féllu auk
þess sem hann særðist sjálfur.
Reuter
Mikíl þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni á Ítalíu
Meirihluti ítala sam-
þykkir ný kosningalög
Róm. Reuter.
ALLT að 83% ítalskra kjósenda sögðu ,já“
við róttækum breytingum á kosningalöggjöf-
inni í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem fram
fór í gær og á sunnudag. Kemur þetta fram
í skoðanakönnun, sem gerð var skömmu eftir
að kjörfundi lauk, en búist var við opinberri
tilkynningu um úrslitin í nótt. Þustu stuðn-
ingsmenn breytinga út á götur í gærkvöldi
og fögnuðu sigri.
Kosningaþátttaka var mjög mikil eftir því sem gerist
á Ítalíu eða 67,5% en kjósendur á kjörskrá voru 48
milijónir. Var stuðningur við nýtt kosningakerfí miklu
meiri en almennt hafði verið búist við og úrslitin þýða,
að 238 fulltrúar af 315 í öldungadeildinni verða kosnir
í einmenningskjördæmum en hinir 77 hlutfallskosningu.
Ljóst þykir, að svipað kerfí verði tekið upp í neðri deild-
inni. Italska kosningakerfið hefur tryggt öllum flokkum
þingsæti í hlutfalli við fylgi en margir telja, að það hafí
ýtt undir baktjaldamakk og hvers kyns spillingu. Sam-
kvæmt skoðanakönnuninni vildu 83% kjósenda afnema
þetta kerfi. Er stefnt að því að taka upp 5 staðinn meiri-
hlutakosningu í hveiju kjördæmi. Þá vildu 88,4% banna
opinber framlög til stjórnmáiaflokkanna.
Sá flokkur, sem mun hagnast mest á nýju kosninga-
kerfi, er Norðursambandið undir forystu Umbertos Bossi.
Var það stofnað 1984 til að mótmæla miklum fjárfram-
lögum Norður-ítala til fátækari landa sinna í suðurhluta
landsins og hefur eflst mjög á síðari árum. Er það nú
stærsti flokkurinn í norðurhéruðunum og berst fyrir
sambandsríki á Ítalíu að svissneskri fyrirmynd.
Að undanskildum smáflokkunum munu kristilegir
demókratar fara verst út úr breytingunni eins og nú er
komið fyrir þeim.
Amato forsætisráðherra tilkynnti Oscar Luigi Scalfaro
forseta í gær, að hann hygðist biðjast lausnar fyrir sig
og ráðuneyti sitt síðar í vikunni.